Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Stjörnumáltíð er afsláttarmáltíð með t.d. Big Mac, McGóðborgara eða McKjúkling ásamt miðst. affrönskum og gosdrykk. Barnagaman er McHamborgari með litlum skammti affrönskum oggosdrykk í spilaöskju með hættulausu vönduðu leikfangi, nýtt í hverri viku. ...þjónar þér Hard Racer öryggishjálmurinn hefur góða loftun, stórir endurskinsfletir eru á hliðum, framan og aftan. Hjálmurinn er með stillanlegar reimar og hægt er að skipta um höfuðpúða í honum. Þú kaupir STJORNUMALTIÐ eða BARNAGAMAN hjá McDonald’s og nýtur stórafsláttar á viðurkenndum reiðhjólahjálmum hjá Olís. Olís öryggishjálmur. Tilboðsverð kr. 1,590,-. En með McDonald’s miða aðeins kr. 1.340,-. Þú sparar kr. 250,-. Verndum þau, sem okkur þykir verulega vænt um. Stjörnumáltíð/Barnagaman og kaupaukatilboð qqqq McDonald’s og Olís eru afsláttur ofan á afslátt. Leyfishafi McDonald 's íslensktfýrirteeki íslenskar landbúnaðarafurðir i>cio oorgar sig nja uus Það borgar sig hjá McÐónahi 't Kaupaukatilboö. Gildir til l.júlí 1994. Ekki breytanlegt. Alltaf góður matur Alltaf góð kaup SUÐURLANDSBRAUT 56 ÞÉR GOTT AÐ BORÐA Á McDONALD’S Weetob/x r WfrPtjrrvr WrfíotwP xfV&’WWfarjrr K49V&Wr .----1 TREFJARIKT ORKURÍKT FITUSNAUTT HOLLT... og gott með mjólk, súrmjólk AB mjólk og jógúrt. Einnig með sykri, sultu og hunangi, eða blandað ferskum og þurrkuðum ávöxtum. KOSNINGARNAR 28. MAÍ Atvinnumálin í öndvegi „ATVINNULEYSI er minnst í Kópavogi af stóru sveitarfé- lögunum,“ sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, á opnum framboðsfundi í Þing- hólsskóla 16. maí sl. Með þessum orðum er hann sennilega að vísa til þess að mikið hafi verið gert í at- vinnumálum í Kópa- vogi á síðasta kjör- tímabili. En er það svo? Staðreyndin er sú að það hefur ekkert verið gert í atvinnuskapandi verk- efnum í Kópavogi. Ársreikningar Kópavogskaupstaðar sýna svo ekki verður um villst að framlag bæjarins til atvinnumála hefur ekki verið neitt. Á sama tíma hafa bæjarfélög eins og Hafnarfjörður og Akureyri farið af stað með stórátök í málefnum atvinnu- lausra. A-listi jafnaðarmanna leggur mikla áherslu á að Kópavogskaup- staður komi til móts við atvinnu- lausa, m.a. með því að aðstoða fyrirtæki við vöruþróun og mark- aðssetningu framleiðsluvara sinna. Með því skapast fleiri var- anleg atvinnutækifæri í bænum og atvinnuleysi minnkar. Jafnaðarmenn í Kópavogi leggja einnig á það mikla áherslu að nú þegar verði gripið til úrræða fyrir atvinnulausa einstaklinga í bænum. Það er alveg Ijóst að það er ekkert kappsmál fyrir atvinnu- lausa að búa í því bæjarfélagi þar sem atvinnuleysi er mikið eða lít- ið. Sú staðreynd er þeim lítil sálu- hjálp. Bæjaryfirvöld þurfa að koma nú þegar á fót miðstöð fyrir atvinnulausa, þar sem áhersla er lögð á að skapa þeim aðstæður til að vinna að hugðarefnum sínum, t.d. smíðum, saumum eða öðru handverki. Þar verði atvinnulaus- um jafnframt sköpuð aðstaða til að leita sér að vinnu. Það er nefni- lega staðreynd að margir atvinnu- lausir einstaklingar hafa ekki efni á að kaupa dagblöðin eða hringja í fyrirtæki til að spyija fyrir um vinnu, hvað þá að ferðast um og fara í viðtöl. Þessir einstaklingar eiga það inni hjá samfélaginu að þeim sé hjálpað, ekki á morgun eða næsta dag, þessi aðstoð þarf að skapast í dag. Á það leggur A-listi jafnaðarmanna í Kópavogi áherslu. Félagsmál unglinga í ólestri Félagsmál ungl- inga hafa mikið verið í umræðunni í Kópa- vogi, ekki síst vegna þess að einungis ein félagsmiðstöð er starfandi í bænum. Sú félagsmiðstöð er staðsett í Þinghóls- skóla, í Vesturbæ Kópavogs, og var komið á fót í tíð síðasta meiri- hluta. Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi þurfa nú þegar, að mati Ingibjargar Hin- riksdóttur, að koma upp miðstöð fyrir at- vinnulausa. Það efast enginn um mikilvægi þess að búa vel að unglingum í Kópavogi. Mikilvægi félagsmið- stöðva og útideildar sem forvarnar gegn vímuefnanotkun og afbrot- um unglinga er gríðarlegt. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á að félagsmál unglinga hafi forgang á komandi kjörtíma- bili. Það þarf að endurvekja starf útideildar, sem lögð var niður af núverandi meirihluta, og koma á fót félagsmiðstöðvum í öllum grunnskólunum, sem hafa 6.-10. bekk. Jafnframt þarf að koma á fót félagsmiðstöð miðsvæðis í bænum og er þá hús Krossins í Auðbrekku, sem bærinn er nýbú- inn að festa kaup á álitlegur kost- ur. Það þarf að tryggja það að for- varnarstarf gegn vímuefnum og afbrotum unglinga sé öflugt í Kópavogi. Á það leggur A-Iisti jafnaðarmanna í Kópavogi áherslu. Höfundur skipar 5. sætið á A-lista í Kópavogi. Ingibjörg Hinriksdóttir Lausir tímar í maí og júní Litgreining eitt kvöld. Fatastíls- og framkomunámskeið tvö kvöld. Fyrirlestrar fyrir vinnustaði og félagasamtök. Tímapantanir teknar í _ síma 623160, umARMmm milli kl. 16 og 18, T~————-——— , , ~ ° J Snyrtí- og tiskuhus/lmage Design Studio mánud.- nmmtud. Vesturgötu 19. 101 Reykjautk, tei: 623160 v___________________________________ DANMÖRK VIKULEGA Norræna félagið býður ódýrar ferðir til Billund á Jótlandi alla sunnudaga á tímabilinu 5. júnítil 14. ágúst. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Norræna félagsins í símum 91-10165 og 19670.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.