Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 61 BREF TIL BLAÐSIIMS______ Hver eru málefni R-listans? Frá Gunnlaugi Eiðssyni: INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir er R-listinn í Reykjavík. Aðrir fram- bjóðendur á listanum skipta ekki máli, þeim er ekki hampað. Alþýðu- flokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur eru endanlega horfn- ir úr Reykjavíkurpólitíkinni. Ein- staka konur á listanum reyna enn að skræmta, en það verður ekki nema persónulegur rógur og slef- burður. R-listinn malar mikið, en segir ekkert. Hann tekur enga afstöðu. Fólk man hvað R-listinn sagði um EES á Alþingi. En þegar til átti að taka og greiða atkvæði, þá þorði R-listinn ekki. Hans atkvæði féll dautt og þannig yrði um allt í Reykjavík. Og hveijum dettur í hug, að framkvæmdirnar verði meiri en þetta ef R-listinn verður borgarstjóri? Þá byijar skæklatogið og valdastríðið milli frúnna, sem skríða fram úr skotunum á R-listan- um og minna á sig. Því R-listinn er sannarlega ekki nýr. Þar er allt gamla sjúskaða liðið frá 1978- 1982, m.a. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Og enn er sama stefíð sung- ið: íhaldið frá. Það er allt og sumt. Hugsjónir R-listans eru engar, hugmyndirnar engar, enda auglýsti R-listinn eftir stefnumálum í blöð- um og nokkurs konar stenfuskrá varð til núna um miðjan maí. Sjálfstæðisflokkurinn er öðruvísi. Þar er mikið af ungu og fersku fólki, sem lítur lífið öðrum augum en þeir sem mörkuðu sporin. Áherslurnar eru nýjar, nú er kenn- ari í forsæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Og kennaranum er mik- ið niðri fyrir, hann vill láta verkin tala: Auk margs konar þjónustu- verkefna eins og gatna- og holræsa- gerðar, reksturs dagheimila og skóla, þjónustu við roskið fólk og aldrað; auk alls þess hefur Árni staðið fyrir framkvæmdum, sem styrkja atvinnu í bænum. Því Reykjavík hefur orðið fegurri og glæsilegri með ári hveiju. Það er hveijum manni yndi að koma hing- að: Miðbakkinn, Arnarhóll. Lauga- vegur, Ingólfstorg, Gijótaþorp, Ráðhúsið, Ijörnin, Oskjuhlíð, Perl- an. Allt er þetta aðlaðandi og skap- ar atvinnu. Og auðvitað má ekki gleyma görðunum í Laugardal og því góða fólki, sem þar vinnur, göngustígunum með Sketjafírðin- um, hreinsun strandarinnar, sund- laugarnar allar o.s.frv. Allt þetta gerir borgina okkar að ferða- mannabæ og það skapar atvinnu. Svona að íhaldinu slepptu: Hver er stefna R-listans í Reykjavík? GUNNLAUGUR EIÐSSON, Lindargötu 42, Reykjavík. Sundurleysi vinstri flokkanna Frá Karli Ormssyni: RAUÐA liðið svokallaða hefur ákveðið að bjóða fram hræðslu- bandalag í Reykjavík. Þetta skraut- litla fyrirbæri sex flokksbrota, framsóknar, krata, allaballa, Birt- ingar, Kvennalista, Nýs vettvangs, Jafnaðarmannaflokks íslands og hvað allt þetta lið heitir þorði ekki að koma fram fyrir kjósendur undir réttum nöfnum. En yfírkjörstjóm Frá Önnu Gunnarsdóttur: í TÍMARITINU Mannlífí, sem kom út fyrir stuttu, gat að líta svör Árna Sigfússonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við spurning- um blaðsins um ýmis málefni. Hér var forvitnilegt efni að ýmsu leyti, þótt kannski kæmi ekki margt á óvart. Með því athyglisverðasta, sem þar var að finna, var að Ingi- björg Sólrún sagðist fylgjandi flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. Óraunsæ hugmynd Þessi hugmynd hefur skotið upp kollinum við og við og jafnvel verið skoðuð ofan í lcjölinn af sérfræðing- um. Jafnan hefur niðurstaðan orðið sú, að kostnaðurinn við gerð nýs innanlandsflugvallar væri óyfirstíg- anlegur, auk þess sem hentugt flug- vallarstæði væri vandfundið. Þá hef- ur verið bent á, að staðsetning flug- vallarins væri mjög mikilvæg fyrir ferðaþjónustu, viðskipti og atvinnulíf í borginni, og flutningur myndi leiða til mikils óhagræðis fyrir það fólk utan af landi, sem sækir þjónustu hingað til borgarinnar. Frá Ólafi Ragnari Ólafssyni: ATHYGLI hefur vakið í kosninga- baráttunni í Reykjavík hversu frambjóðendur taka mismikla póli- tíska áhættu í kosningunum. Árni Sigfússon leggur borgarstjórastól- inn að veði í baráttunni. Þorbergur Aðalsteinsson, sem skipar 8. sæti D-listans, nær sæti í borgarstjórn ef vel gengur en hefur ekki að öðru pólitísku emb- ætti að hverfa nái hann ekki kjöri. Öðru máli gegnir hins vegar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóraefni vinstri flokkanna. úrskurðaði að felulitum þeirra skyldi flett frá svo sjá mætti fram- an í andlitin, þó glitt hafí í brúnu hárin undan gærunni. Það er alveg víst að fólk lætur ekki teyma sig sem sauðfé í kjörklefann til að kjósa þann flokk sem ákveðnir flokks- broddar segja því. Fólk vill fá að ráða hvernig það ver atkvæði sínu. Það eru ekki svo mörg ár síðan R-liðið fékk að spreyta sig við stjóm Á að breyta aðalskipulagi? En það var fleira, sem vakti athygli í svari Ingibjargar Sólrún- ar. Hún sagðist vel geta hugsað sér Geldinganesið sem flugvallar- staeði. Nú er það svo, að sam- kvæmt aðalskipulagi borgarinnar, sem gildir fram yfir aldamót, er Geldinganesið hugsað sem at- vinnuhúsnæði og byggð fyrir mörg þúsund manns. Spyija má, hvort Ingibjörg Sólrún hafi gleymt þeim fyrirætlunum eða hreinlega aldrei kynnt sér þær. Ef svo er ekki, hlýt- ur spurningin að vera sú, hvort Ingibjörg hafi uppi áform um að breyta aðalskipulaginu í grundvall- aratriðum og flytja fyrirhugaða byggð á Geldinganesi eitthvað annað. Sé það ætlunin eiga borg- arbúar rétt á að fá upplýsingar þar að lútandi. Einstaklingur, sem ætl- ar sér að verða borgarstjóri, getur ekki slegið fram svona hugmynd- um án þess að hafa skoðað málið ofan í ícjölinn. ANNA GUNNARSDÓTTIR, Suðurhúsum 1, Reykjavík. Fái listinn hennar átta menn kjörna verður hún borgarstjóri og mun þá láta af þingmennsku. Fái listinn hins vegar sjö fulltrúa getur hún látið borgarmálin lönd og leið og haldið þingsæti sínu. Fyrir hana sjálfa skiptir því engu máli hver úrslitin verða. Hún er gulltryggð í bak og fyrir. Hér hefur gamla orðtakinu „vogun vinnur, vogun tapar“ verið snúið við. Hér er það „vogun vinnur, vogun vinn- ur“ sem gildir. ÓLAFUR RAGNAR ÓLAFSSON, Hæðarseli 18, Reykjavík. Reykjavíkur með afleiðingum, sem við erum enn að súpa seyðið af. Hver man ekki hrossakaupin og það skipulagsleysi sem einkenndi stjórn borgarinnar árin 1978-1982? Er fólk búið að gleyma hvernig heilu byggðarkjörnunum var dreift eins og af tilviljun um borgina? Að bjóða Ingibjörgu Gísladóttur sem borgarstjóraefni, er hugmynd sem er dæmd til að mistakast, vegna þess sundurlyndis sem vinstri flokkunum er áskapað, hún fengi engu ráðið. I Tímanum 19. apríl segir Ingi- björg: Ég er og verð í Kvennalistan- um, Kvennalistinn eru mín samtök. Svo mörg voru þau orð, hvernig samrýmist þetta því sem hún segir í Morgunblaðinu 6. maí? Þar segir hún að hún sé óbundin af öllum flokkum, flokksbrotum, og hags- munasamtökum, nema stefnu R- listans, eða þessara áðumefndu sex flokksbrota. R-iðið er sundurlaus vinstrihópur sem kjósendur kannast vel við. Það er núna smátt og smátt að koma út úr skúmaskotum sínum er þeir lýsa yfír stuðningi við R-liðana. Það var skyssa hjá þeim að auglýsa með stóru rauðu letri yfírlýsingu sína um að þeir vildu breyta með Ingi- björgu Sólrúnu. Hún er og verður kvennalistakona eftir því sem hún sjálf segir. Þetta fólk er margt búið að vera áraraðir í borgarstjóm, og er því engra breytinga að vænta frá því. KARL ORMSSON, Huldulandi 5, Reykjavík. Nr. Leikur: Röðin: Nr. Leikur:________________Röðin: 1. AIK - NorrkSping 1 - - 2. Degerfors - Trellcborg - X - 3. Ilalnistad - Haniniarby 1 - - 4. Landskrona - Helsingb. - X - 5. Frölunda - Göteborg - - 2 6. Östcr - Hackcn 1 - - 7. Brage - Vasalund 1 - - 8. Geflc - Luleá 1 - - 9. UMEA - BrommapoJ. I - - 10. Ilassleholm - Oddcvold 1 - - 11. Ljungskilc - Kabnar - - 2 12. Lund - GAIS - - 2 13. Slcipner - Jonscrcd - - 2 llcildan'hmlngsuppliæðbi: 87 milljón krónur 13 réttir: 1 62.150 12 rclllr: í '■ 2.370 | 11 rcttir: 1 1 10 réttir: r ■ 1 Borgarsijóraefn- ið og flugvöllurinn „ Vogun vinnur, vogun vinnurí( TIL LEIGU 1MIÐBORGINNI Höfum til leigu skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur (Austurstræti). Um er að ræða bæði stök herbergi og stærri rými. Hentar mjög vel t.d. fyrir lögmenn, endurskoðendur og þess háttar starfsemi. Nónari upplýsingar veih'r: Gjaldskil sf Lágmúla 7 Reykjavík, sími 681915, fax: 34570 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, heimsækir eftirtalda staði f dag og næstu daga: Miðvikudaginn 25. maí og fimmtudaginn 26. maí: Siglufjörður og Sauðárkrókur. Föstudaginn 27. maí: Húsavík og Akureyri. íbúar sem æskja viðtals við ráðherrann hafi samband á skrifstofu viðkomandi bæjarstjóra. Félagsmálaráðuneytið Tara Govinda Rose ástralskur sálfræðingur og andlegur heilari verður með eftirtalda fyrirlestra og nám- skeið í Ljósheimum, Hverfisgötu 105,2. hæð: Fimmtudaginn 26. maí kl. 20 „Tungumál hjartans1'. Helgina 28.-29. maí námskeið „Opnun hjartans". Fimmtudaginn 2. júní kl. 20 „Hinn sýnilegi og ósýni- legi maður“. Fimmtudaginn 9. júní kl. 20 „Undirvitundin og draum- ar“. Helgina 11.-12. júní námskeið „Reiði“. í starfi sínu sameinar Tara sálfræði, guðspeki og heilun. Upplýsingar og skráning á námskeiðin í símum 624464 og 674373. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Hádegisverðarfundur verður haldinn fimmtudaginn 26. maí nk. kl. 12.00 á Hótel Holiday Inn. Dagskrárefni: Fé án hirðis Fundarstjóri verður Bjarni Finnsson, formaður K.í. Framsögumaður verður Pétur H. Blöndal, stærðfræðingur. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti, allir velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 91-687811. Bjarni Pétur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.