Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 17 LANDIÐ Atak á vegnm garðyrkjubænda og sölufélaga til að auka neyslu landsmanna á grænmeti * Ahersla lögðá íslenskt Selfossi - Átak til aukinnar græn- metisneyslu hófst í þessari viku á vegum samtaka garðyrkjubænda, og tveggja stærstu dreifingaraðila grænmetis, Ágætis og Sölufélags garðyrkjumanna. í átakinu, sem stendur til ágústloka, er lögð áhersla á að auka neyslu lands- manna á grænmeti. Grænmetisneysla er helmingi minni á hvern mann hér á landi en í nágrannalöndunum og því er talið að gott svigrúm sé til þess að auka neysluna. Lögð er áhersla á íslenskt grænmeti, vegna holl- ustu þess og bragðgæða. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt átak er gert og slagorð þess er: íslenskt grænmeti daglega. Lífrænar varnir Garðyrkjubændur leita leiða til þess að auka framleiðsluna og spara vinnu. Ein leiðin til þess er að nota vistfræði náttúrunnar til þess að vinna bug á skaðvöldum sem heija á nytjaplöntur. Til þessa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. KRISTJÁN Kristjánsson útskýrir tilraunina með býflugurnar í gróðurhúsi að Ártúni við Selfoss. verks eru fluttar inn nokkrar teg- undir nytjadýra. Með þessu má halda niðri notkun skordýraeiturs sem annars er mjög lítil hér á landi. Tilraunir standa yfir á notkun býflugna við frævun tómata- plantna. Þessar tilraunir fara fram í nokkrum gróðurhúsum á landinu og hafa strax gefist vel. Þetta er í fyrsta skipti sem býflugur eru notaðar við íslenskar aðstæður en notkun þeirra er útbreidd í Hol- landi, Belgíu og Danmörku. Til- raunina á þeim annast Kristján Kristjánsson á vegum Landbúnað- arháskólans í Kaupmannahöfn. Kveðjuhóf í Skálholti VÍGSLUBISKUPINN í Skálholti, sr. Jónas Gíslason lætur af störf- um 1. júni. Biskup Islands og kirkjuráð héldu honum kveðjus- amsæti í Skálholti á uppstigning- ardag, 12. maí. Kveðjuhófið fór fram á björtum og fallegum degi í Skálholti. Á myndinni eru herra Ólafur Skúlason biskup og Jónas Gíslason vígslubiskup ásamt kon- um þeirra, Ebbu Ólafsdóttur og Arnfríði Arnmundsdóttur. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Morgunblaðið/Björn Blöndal HJÁLMAR Árnason skólameistari tekur við ræðupúltinu og veitir um leið Sigurbjarti Loftssyni viðurkenningu. Hagleikssmíði Keflavík - „Það tók mig um 48 vinnustundir að smíða púltið fyrir utan þann tíma sem fór í að teikna það og hanna,“ sagði Sigurbjartur Loftsson sem smíðaði hátíðaræð- upúlt fyrir Pjölbrautaskóla Suður- nesja. Ræðupúltið sem er hinn vegleg- asti gripur úr kjörvið var notað í fyrsta sinn við brautskráningu á vorönn skólans. Sigurbjartur sem er frá Grindavík brautskráðist af braut húsasmiða og auk þess að vera heiðraður fyrir smíði ræðu- púltsins hiaut hann svokallaðan Hjaltabikar sem veittur er þeim nemanda sem þykir sýna bestan námsárangur í iðngreinum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FORUSTUMENN íþróttafélaga í Keflavík ásamt Ellert Eiríks- syni bæjarstjóra og Drífu Sigfúsdóttir forseta bæjarstjórnar. Iþróttahreyfingin fékk 2,7 milljónir í styrk Keflavík - Keflavíkurbær hefur styrkt íþróttastarfsemi bæjarins með peningagjöf að upphæð rúmar 2,7 milljónir króna og afhenti bæjarstjór- inn í Keflavík, Ellert Eiríksson, for- ystumönnum íþróttahreyfingarinnar styrkinn við hátíðlega athöfn á degi fjölskyldunnar á Tjarnargötutorgi. Peningunum skal veija til styrktar hinum einstöku íþróttagreinum og til æskulýðsstarfsemi en alls hlutu sjö íþróttagreinar styrk, sundfélagið, fimleikafélagið, knattspyrnudeild ÍBK, körTuknattleiksdeild IBK, keilu- félagið, skákfélagið og badmintonfé- lagið. Afmælishátíð heilbrigðisþjón ustu á Héraði Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson STEFÁN Þórarinsson, héraðslæknir og Þorsteinn Sigurðsson, læknir, við frimkerkjasafn Þorsteins. Egilsstöðum - Heilsugæslan á Héraði fagnaði nýlega ýms- um merkum tímamótum í sögu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Var þeirra minnst á Hótel Valaskjálf. Fimmtíu ár eru síðan farið var að huga að uppbyggingu læknisþjónustu á Mið-Héraði og þéttbýlismyndun þar hófst. Fyrir fjörutíu árum voru stofnuð tvö sjálfstæð embætti héraðslækna á Fljótsdalshéraði. Tuttugu ár eru síðan heilsugæslan á Eg- ilsstöðum tók til starfa. Fimm ár eru síðan legudeild sjúkra- hússins á Egilsstöðum flyst í nýbyggingu. Og síðast en ekki síst varð hinn kunni læknir Héraðsbúa til margra ára, Þorsteinn Sigurðsson, áttræður. Saga læknisþjónustu á Héraði er orðin nokkuð löng. Fyrsti læknir með búsetu á Fljótsdalshéraði var Brynj- ólfur Pétursson sem skipaður var héraðslæknir 1772. Sat hann á Brekku í Fljótsdal. Læknisþjónusta var veitt þar óslitið til 1844, en þá varð hlé á. Eftir þetta komst nokk- urt los á skipan læknamála. Læknaskipti voru tíð og stundum gekk illa að fá lækna til starfa. Ákveðið var með lögum 1932 að læknissetur skyldi vera að Brekku, enda var þar meiri festa á setu lækna, en öðrum stöðum. í byrjun sjálf- stæðisársins 1944 brann læknisbústaðurinn og sjúk- raskýlið á Brekku sem reist hafði verið í byrjun aldarinn- ar. Þetta varð til þess að Iæknamálin á Héraði voru tekin til endurskoðunar og komust menn að þeirri nið- urstöðu að heilbrigðisþjón- usta væri best staðsett á Eg- ilsstöðum. Þorsteinn Sigurðs- son læknir hóf störf í Norður- Egilsstaðahéraði 1954 og þjónustaði íbúa á Héraði allt til ársins 1985. Sjúkraskýlið á Egilsstöðum Sjúkraskýlið á Egilsstöðum er skráð 1946 þótt rekstur þar hæfist ekki fyrr en 1949. Gömul læknaáhöld sem eru á sýningunni í Valaskjálf. Bygging heilsugæslustöðvar hófst 1970 og var hún tekin í notkun fimm árum síðar. Sjúkraskýlið var þá einnig endurbyggt og varð almennt sjúkrahús með 20 rúmum. Það var síðan árið 1989 að sjúkrahúsið fluttist í nýTt húsnæði að Lagarási 17.1 eldra húsinu er nú fæðingar- og hjúkrunardeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.