Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 17

Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 17 LANDIÐ Atak á vegnm garðyrkjubænda og sölufélaga til að auka neyslu landsmanna á grænmeti * Ahersla lögðá íslenskt Selfossi - Átak til aukinnar græn- metisneyslu hófst í þessari viku á vegum samtaka garðyrkjubænda, og tveggja stærstu dreifingaraðila grænmetis, Ágætis og Sölufélags garðyrkjumanna. í átakinu, sem stendur til ágústloka, er lögð áhersla á að auka neyslu lands- manna á grænmeti. Grænmetisneysla er helmingi minni á hvern mann hér á landi en í nágrannalöndunum og því er talið að gott svigrúm sé til þess að auka neysluna. Lögð er áhersla á íslenskt grænmeti, vegna holl- ustu þess og bragðgæða. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt átak er gert og slagorð þess er: íslenskt grænmeti daglega. Lífrænar varnir Garðyrkjubændur leita leiða til þess að auka framleiðsluna og spara vinnu. Ein leiðin til þess er að nota vistfræði náttúrunnar til þess að vinna bug á skaðvöldum sem heija á nytjaplöntur. Til þessa Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. KRISTJÁN Kristjánsson útskýrir tilraunina með býflugurnar í gróðurhúsi að Ártúni við Selfoss. verks eru fluttar inn nokkrar teg- undir nytjadýra. Með þessu má halda niðri notkun skordýraeiturs sem annars er mjög lítil hér á landi. Tilraunir standa yfir á notkun býflugna við frævun tómata- plantna. Þessar tilraunir fara fram í nokkrum gróðurhúsum á landinu og hafa strax gefist vel. Þetta er í fyrsta skipti sem býflugur eru notaðar við íslenskar aðstæður en notkun þeirra er útbreidd í Hol- landi, Belgíu og Danmörku. Til- raunina á þeim annast Kristján Kristjánsson á vegum Landbúnað- arháskólans í Kaupmannahöfn. Kveðjuhóf í Skálholti VÍGSLUBISKUPINN í Skálholti, sr. Jónas Gíslason lætur af störf- um 1. júni. Biskup Islands og kirkjuráð héldu honum kveðjus- amsæti í Skálholti á uppstigning- ardag, 12. maí. Kveðjuhófið fór fram á björtum og fallegum degi í Skálholti. Á myndinni eru herra Ólafur Skúlason biskup og Jónas Gíslason vígslubiskup ásamt kon- um þeirra, Ebbu Ólafsdóttur og Arnfríði Arnmundsdóttur. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Morgunblaðið/Björn Blöndal HJÁLMAR Árnason skólameistari tekur við ræðupúltinu og veitir um leið Sigurbjarti Loftssyni viðurkenningu. Hagleikssmíði Keflavík - „Það tók mig um 48 vinnustundir að smíða púltið fyrir utan þann tíma sem fór í að teikna það og hanna,“ sagði Sigurbjartur Loftsson sem smíðaði hátíðaræð- upúlt fyrir Pjölbrautaskóla Suður- nesja. Ræðupúltið sem er hinn vegleg- asti gripur úr kjörvið var notað í fyrsta sinn við brautskráningu á vorönn skólans. Sigurbjartur sem er frá Grindavík brautskráðist af braut húsasmiða og auk þess að vera heiðraður fyrir smíði ræðu- púltsins hiaut hann svokallaðan Hjaltabikar sem veittur er þeim nemanda sem þykir sýna bestan námsárangur í iðngreinum. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FORUSTUMENN íþróttafélaga í Keflavík ásamt Ellert Eiríks- syni bæjarstjóra og Drífu Sigfúsdóttir forseta bæjarstjórnar. Iþróttahreyfingin fékk 2,7 milljónir í styrk Keflavík - Keflavíkurbær hefur styrkt íþróttastarfsemi bæjarins með peningagjöf að upphæð rúmar 2,7 milljónir króna og afhenti bæjarstjór- inn í Keflavík, Ellert Eiríksson, for- ystumönnum íþróttahreyfingarinnar styrkinn við hátíðlega athöfn á degi fjölskyldunnar á Tjarnargötutorgi. Peningunum skal veija til styrktar hinum einstöku íþróttagreinum og til æskulýðsstarfsemi en alls hlutu sjö íþróttagreinar styrk, sundfélagið, fimleikafélagið, knattspyrnudeild ÍBK, körTuknattleiksdeild IBK, keilu- félagið, skákfélagið og badmintonfé- lagið. Afmælishátíð heilbrigðisþjón ustu á Héraði Morgunblaðið/Benedikt Sigurðsson STEFÁN Þórarinsson, héraðslæknir og Þorsteinn Sigurðsson, læknir, við frimkerkjasafn Þorsteins. Egilsstöðum - Heilsugæslan á Héraði fagnaði nýlega ýms- um merkum tímamótum í sögu heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Var þeirra minnst á Hótel Valaskjálf. Fimmtíu ár eru síðan farið var að huga að uppbyggingu læknisþjónustu á Mið-Héraði og þéttbýlismyndun þar hófst. Fyrir fjörutíu árum voru stofnuð tvö sjálfstæð embætti héraðslækna á Fljótsdalshéraði. Tuttugu ár eru síðan heilsugæslan á Eg- ilsstöðum tók til starfa. Fimm ár eru síðan legudeild sjúkra- hússins á Egilsstöðum flyst í nýbyggingu. Og síðast en ekki síst varð hinn kunni læknir Héraðsbúa til margra ára, Þorsteinn Sigurðsson, áttræður. Saga læknisþjónustu á Héraði er orðin nokkuð löng. Fyrsti læknir með búsetu á Fljótsdalshéraði var Brynj- ólfur Pétursson sem skipaður var héraðslæknir 1772. Sat hann á Brekku í Fljótsdal. Læknisþjónusta var veitt þar óslitið til 1844, en þá varð hlé á. Eftir þetta komst nokk- urt los á skipan læknamála. Læknaskipti voru tíð og stundum gekk illa að fá lækna til starfa. Ákveðið var með lögum 1932 að læknissetur skyldi vera að Brekku, enda var þar meiri festa á setu lækna, en öðrum stöðum. í byrjun sjálf- stæðisársins 1944 brann læknisbústaðurinn og sjúk- raskýlið á Brekku sem reist hafði verið í byrjun aldarinn- ar. Þetta varð til þess að Iæknamálin á Héraði voru tekin til endurskoðunar og komust menn að þeirri nið- urstöðu að heilbrigðisþjón- usta væri best staðsett á Eg- ilsstöðum. Þorsteinn Sigurðs- son læknir hóf störf í Norður- Egilsstaðahéraði 1954 og þjónustaði íbúa á Héraði allt til ársins 1985. Sjúkraskýlið á Egilsstöðum Sjúkraskýlið á Egilsstöðum er skráð 1946 þótt rekstur þar hæfist ekki fyrr en 1949. Gömul læknaáhöld sem eru á sýningunni í Valaskjálf. Bygging heilsugæslustöðvar hófst 1970 og var hún tekin í notkun fimm árum síðar. Sjúkraskýlið var þá einnig endurbyggt og varð almennt sjúkrahús með 20 rúmum. Það var síðan árið 1989 að sjúkrahúsið fluttist í nýTt húsnæði að Lagarási 17.1 eldra húsinu er nú fæðingar- og hjúkrunardeild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.