Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ1994 23 LISTIR Að elska list dagsins MYNDLIST Listasafn Kópavogs ÚRIIQU lAFNIINI Opið daglega 14-18, lokað mánu- daga. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ HEFUR ekki farið framhjá lesendum blaðsins að fyrir rúmum mánuði, eða sunnudaginn 17. apríl, var með viðhöfn opnað myndlistar- safn í Kópavogi. Undirritaður var viðstaddur opn- unina og naut dagstundarinnar vel,-' en helst saknaði hann þess að sjá ekki fleiri nafnkennda myndlistar- menn af höfuðborgarsvæðinu. Fyrir nokrum árum hefðu allir sem vett- ' lingi gátu valdið hópast á slíkan við- burð, en mál hafa þróast þannig að margur kýs að sitja heima og eru þau þöglu mótmæli frekar dagpur- leg. Þetta má gjarnan koma fram, en til að taka fyrir allan misskilning, þá er yfirleitt ekki verið að mótmæla einhvetjum afmörkuðum atriðum, heldur þröngri listpólitík almennt. Engum skyldi láta sér detta í hug að þennan dag hafi verið ástæða til sérstakra mótmæla. Þvert á móti tel ég að allir myndlistarmenn hafi fagn- að þessum áfanga, þó eðlilega sýnist sitt hverjum um framkvæmdina. Það telst að sjálfsögðu stórmerkur áfangi, er ekki mannfleira byggðar- lag reisir safn yfir listaverkaeign sína, og er merki þess að menn hafi loks öðlast eðlilegan metnað fyrir hönd myndlistarinnar á landi hér, og mættu fleiri þéttbýliskjarnar fara að dæmi Kópavogsbæjar. Það er löngu kominn tími til að Islendingar breyti um hugsunarhátt og vinni tii að lifa, en lifi ekki til að vinna. Að vinna þeirra skili meiri verðmætum og menn fái meira út úr sjálfu lífinu. Hvatinn að safnbyggingunni var öðru fremur listaverkagjöf ættingja Gerðar Helgadóttur, sem taldist í upphafi 1.360 myndverk, en ágæt eign bæjarfélagsins á listaverkum hefur einnig verið mikilvægur vaki. Gerður stendur sterkt í þróun ís- lenzkrar myndlistar og menn mega alls ekki gleyma þessum kafla, en það eru tákn tímanna er svo er kom- ið, að óþroskuðum er gjamt að valta yfir allt sem fyrir verður. Gerður telst að vísu ekki fyrsti íslenzki kvenkyns myndhöggvarinn, en hún er sá fyrsti er vígði líf sitt því sem var að gerast í núlistum dagsins í París, sjálfu höfuðvígi heimslistarinnar um hennar daga. Það er enn mörgum í fersku minni, hve það taldist mikill viðburður að stunda nám í listum erlendis á þeim tímum og einkum ef menn urðu full- gildir nemendur heimskunnra lista- manna fyrir eigin verðleika og hörku. Það var t.d. dijúgur uppsláttur er Gerður komst í einkaskóla hins heimskunna rússnesk-fædda mynd- höggvara Ossip Zadkine á sínum tíma. í slíkum skólum höfðu almenn próf og menntun lítið gildi, en hins vegar réðu upplag og hæfileikar öllu, og þarnæst til úrslita hvernig menn stóðu sig. Menn gátu sem sagt allt eins verið ólæsir, en öllu skipti að lærimeistarinn sæi listrænan neista í viðkomandi. Og varla hefur almenn menntun manna eins og Anthonis van Dycks (1599-1641) verið mikil, en hann var tekinn inn á fagurlista- skóla 12 ára gamall vegna einstæðra hæfileika. Hér fóru menn viturlega að ráði sínu, því að hann varð skammlífur og lést aðeins rúmlega 41 árs að aldri og taldist þá mikil- vægasti fulltrúi niðurlenzka barokks- ins ásamt Rubens. Skildi eftir sig mergð stórbrotinna listaverka, sem hvert og eitt er að markaðsverði ígildi heils listaskóla. íslendingar voru langt frá því eins snöggir að veita hæfileikafólki braut- argengi hér áður fyrr, en þeim mun glúmari við að bregða fyrir þá fæti, og listnám og listiðkun var mikil afneitun lífsgæða á þroskaárum Gerðar Helgadóttur. Listakonan náði svo umtalsverðum frama í heimsborginni, en einkum er nafn hennar tengt listskreytingum af ýmsu tagi, aðallega þó í guðhús- um, í Þýskalandi og Frakklandi. í ljósi þessa og hmnar miklu gjaf- ar, geta flestir alveg sætt sig við að listasafn Kópavogs beri öðrum þræði nafn hennar, í landi þar sem menn miða enn listgildi við frama í útland- inu, þótt það sé að mati mínu og margra annarra afar vafasamur verknaður, að kenna opinberar lista- stofnanir við gegna samtíðarlista- menn. Varðandi byggingu listasafnsins hefur það skeð, sem taka verður fyr- ir að geti gerst, sem er að fram- ^ ................... ' m. - ’ I í LISTASAFNI Kópavogs, sem opnaði í apríl síðastliðnum, stendur yfir sýning á verkum í eigu safnsins. Gerður Helgadóttir kvæmdin mun hafa gleypt að mestu öll framlög til innkaupa listaverka meðan á henni stóð. Auðvitað ber að halda slíku aðskildu, því að ann- ars er betur heima setið en af stað farið. Einmitt þetta atriði hefur seinkað framkvæmdum við byggingu og við- byggingar listasafna ‘erlendis, því það þykir fráleitt að starfandi lista- menn þurfi að líða fyrir þær. Við- gangur samtímalistar á alltaf að hafa forgang og bygging listasafna á að vera liður í að veita henni braut- argengi en síður virka sem hemill á skapandi athafnir. Því er brýnt að veita sérstakt fjármagn til allrar hlið- arstarfsemi, en taka það ekki að hluta til úr holum vösum listamann- anna sjálfra. Minmngar MYNPLIST Nýlistasafnid BLÖNDUÐ TÆKNI Sonný Þorbjömsdóttir Opið 14-18 daglegatil 5. júní Aðgangur ókeypis ÞAÐ hefur stundum verið sagt, að eftir því sem einstaklingurinn læri meira, þess betur geri hann sér grein fyrir hversu lítið hann veit í raun og veru. Sumir taka þessa líkingu lengra og halda því fram að sérhæfing felist í því að vita meira og meira um minna og minna, þar til menn vita nær allt um nær ekki neitt. Vegna þessa má ætla að það sé hið rétta jafnvægi sem skiptir öllu, í listnámi sem á öðrum vettvangi. Listnám er ef til vill ólíkt öðru námi að því leyti að eðlilegt er að ætla að viðkomandi tileinki sér þar fyrst og fremst þá verktækni sem þarf til að útfæra eigin hugmyndir og eigin myndsýn; hins vegar virð- ist vaxandi tilhneiging til að lengra listnám feli einnig í sér hugmynda- mótun, sem ungt listafólk tileinkar sér gagnrýnislítið, og á þannig sinn þátt í að skapa eins konar akadem- íska list hins nýja tíma. Á síðustu áratugum hafa ýmis afbrigði hugmyndalistar og naum- hyggju (minimalisma) verið mest áberandi á myndlistarsviðinu, og þá einnig meðal kennara listaskóla; því má vænta þess að ýmsir ungir listamenn taka sín fyrstu spor á listabrautinni undir þessum hatti. Sonný Þorbjörnsdóttir fylgir þessum farvegi. Hún útskrifaðist frá M.H.Í. 1987, en hefur síðan stundað nám í Dusseldorf og Berl- ín, auk þess að hafa dvalið á síð- asta ári í Marfa í Texas, þar sem Donald Judd var yfirmaður merkr- ar listastofnunar. Hér er á ferðinni fyrsta einkasýning hennar á ís- landi, en hún hefur m.a. áður sýnt í Þýskalandi. Verk hennar hér markast af anda þeirra ríkjandi stefna, sem eru nefndar að ofan; hún setur þau fram í fjórum heildum, sem á viss- an hátt vinna saman, en eru þó sjálfstæðar einingar hver fyrir sig. Efniviðurinn er einfaldur; ljós- myndir, teikningar, pappír og pappi, en viðfangsefnin virðast öðru fremur markast af minning- um listakonunnar um það sem liðið er. Það fyrsta sem ber fyrir augu áhorfandans eru einfaldar línu- teikningar af andlitum, sem eru merktar „Um tvær dánar vinkonur mínar“. Þessar minna um margt á fræga teikningu af Jónasi Hall- grímssyni, og tengjast þannig ótímabærum dauða hinna ungu og efnilegu. Ljósmynda- og pappírs- verk í efsta sal eru kunnuglegar þreifíngar á því sem iítið er, en átta formverk úr pappa minna tals- vert á vandlega útfærð verk Don- ald Judd í ómerkileg efni, og lögun- in leiðir hugann að dularfullum skrínum og kistlum ævintýranna. Þrátt fyrir ólík efni er það grám- inn og lífleysið, sem setur mestan svip á sýninguna; merkingar eru engar, og einblöðungur sem lista- konan hefur lagt fram ‘er einnig merki sinnuleysis um það sem snýr að sýningargestum, því þar er að- eins að fínna lágmarksupplýsingar. Hér er því lítið gert til að vekja áhuga þeirra sem koma, og árang- urinn hlýtur að verða eftir því. Það hefur um langa tíð verið aðalsmerki Nýlistasafnsins að þar eigi ungt listafólk aðgang með nýstárlegar tilraunir á ýmsum svið- um myndlistar. Hins vegar er nú nokkuð um liðið síðan þar var uppi eftirminnileg sýning nýliða, og hlýtur sú staðreynd að vera for- ráðamönnum safnsins áhyggjuefni; á sér engin áhugaverð endurnýjun stað í íslensku listalífi nú um stund- ir, eða kemur hún fyrst fram ann- ars staðar en innan veggja Nýlista- safnsins? Eiríkur Þorláksson Hvað sjálfa bygginguna snertir er rétt og skylt að draga fram kosti hennar fyrst og þeir teljast helstir að birtan kemur mikið til ofanfrá og er sú besta sem safnbygging^ getur státað af á öllu íslandi. Gólfið sjálft, sem er viðarklætt, hefur sömu yfírburði og er laust við alla algenga og hvimleiða galla í sýningar- húsum. Veggrýmið er gott þannig að myndverk njóta sín prýðisvel og möguleikar virðast fyrir hendi um margvíslegar tilfærslur með skilrúmum. Þá er kaffistofan einföld og skemmtilega staðsett. Gallarnir eru helstir að hringgluggarnir í sýningar- rýminu, sem hafa kannski arkitektónískt gildi, eru all- sendis óþarfir vegna hinnar prýðilegu loftbirtu og minnka rýmið í sölunum sjálfum. Rýmið inni telst einmitt í knappara lagi mið- að við umfang byggingar- innar að utanverðu. En það sem helst er til ásteytingar er þó, hve mikið hefur verið borið í bygginguna á kostnað rýmisins og hve mikið er sótt til út- landsins, en lítið til heimaslóða. Að vísu hefur höfundur hússins, Benj- amín Magnússon, ekki gert neinar væntingar til frumlegheita, því hug- myndin er sótt til Ameríku, sem svo vafalaust er aftur sótt til Wallraf Richards safnsins í Köln og er þá orðið að mini mini í útgáfu þess. Safnið í Köln hefur fengið nafnið Dómkirkjusafnið, því að það er við hliðina á hinu fræga guðshúsi og arkitekt þess tók mið af þeirri miklu byggingu. Safnið í Kópavogi er að vísu reisuleg bygging en fellur naum- ast á sama hátt að umhverfi sínu. Þá hefur mér verið sagt, að ekki hafi verið hugað að sérstöku rými fyrir forvörslu listaverka, sem þó er einn mikilvægasti þáttur nútímalista- safna. Við myndlistarmenn á íslandi bíð- um þeirrar stundar er söfn verða byggð fyrir okkar aðstæður svo að verk voru séu aðgengileg fjöldanum, en séu ekki dæmd til innilokunar í hirzlum safnanna. Lengdarmetrar veggrýmisins og fjölbreytileiki rým- isins eru hér hið stóra atriði, en minna skiptir útlit þeirra og minnst flottheitin í ytri sem innri byrði. Listasöfn eru hús, sem eiga að búa yfir lífsmögnum og dijúgu aðdráttar- afli og nautn er að sækja heim, en eiga síður að vera eins konar skraut- fjaðrir og monthús opinberra aðila. Þá skýtur skökku við, að þurfa kannski að ganga í gegnum rykmökk frá aðvífandi bifreiðum áður en inn í þessa marmarahöll kemur. Réttilega er lögð áhersla á lista- verkagjöf fjölskyldu Gerðar Helga- dóttur og njóta myndverkin sín yfir- leitt vel, þótt vart verði ýmissa eðli- legra byijunarerfíðleika í staðsetn- ingu þeirra. Tíma tekur að venjast rýminu og finna þær lausnir er best henta sérkennum verkanna. Sýnt er eins konar yfírlit þróunarferils lista- konunnar og kennir þar margra grasa, því Gerður átti til flinkheit í margar áttir. Þá er einnig til sýnis hluti lista- verkagjafar erfingja Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar (279 mynd- verk), sem mörg síðustu ár lífs síns voru heimilisföst í Kópavogi. Loks er kynnt sitthvað af innkaup- um safnsins til margra ára og tekur úrvalið sig vel út á veggjunum, og sýnir að menn hafa gengið nokkuð fordómalaust til verks, en sitthvað vantar þó af verkum yngri kynslóð- ar, sem auðvitað má að einhveiju leyti rekja til byggingarumsvifanna. Mál málanna er, að Kópavogsbær hefur eignast glæsilegt listasafn og ber að óska bæjarfélaginu til ham- ingju og taka ofan fyrir stórhugan- um. Tíminn einn sker svo úr um hvort byggingin hafí æskilegt að- dráttarafl en það fer einnig eftir rekstrarfyrirkomulagi þess. Arki- tektinum ber að þakka það sem fram- úrskarandi vel er gert, og loks er að óska nýskipuðum forstöðumanni, Guðbjörgu Kristinsdóttur listsögu- fræðingi, allra heilla í starfí. Bragi Ásgeirsson Ný Ijóðabók eftir Lárus Má Björnsson VATNALIUUR handa Narkissos er heiti ljóða- bókar eftir Lánis Má Björnsson sem kom út fyrir skömmu. í Vatnaliljum handa Narkissos er einkum tekist á við tvö við- fangsefni, segir í kynn- ingu útgefanda; „ann- ars vegai' menn-staði, bólfestu staða í mönn- um, hins vegar álög og ijjötra ástarinnar, sér í lagi hinna sjálfmiðuðu mynda hennar sem að margra hyggju ein- kenna tilfinningatengsl nútimafólks. Titill bók- Lárus Már Björnsson svo og kynningu ís- lenskrar nútímaljóðlist- ar í Finnlandi. Lárus Már á tvö þýðingarsöfn að baki: Voraldir, sem út kom 1991, og Ver- aldir, sem út kom 1992. Þriðja safnið, Vargaldir, sem inniheldur Ijóð átta finnskra skáldkvenna er nú í vinnslu. Einnig hef- ur höfundur birt fjölda greina um finnskar og sænskar bókmenntir, m.a. í Morgunblaðinu. Vatnaliljur handa Narkissos hefur að geyma 45 ljóð og bókin er alls 67 blaðsíður að arinnar vísar til þessa meginþema hennar: Þess konar ástar „sem gefur ekkert en er allt.“ Vatnaliljur handa Narkissos er önnur frumsamda ljóðabók höfundar sem hin síðari ár hefur einkum helg- að sig kynningu finnskrar og Finn- lands-sænskrar ljóðlistar hér á landi, lengd. Hönnun bókakápu var í hönd- um Sóleyjar Drafnar Davíðsdóttur, en Ijósmynd á baksíðu kápu tók Atli Már Hafsteinsson. Útgefandi er Miðgarður en prentun annast Offsetfjölritun. Dreifing er í umsjá íslenskrar bókadreifíngar. Vatnalilj- ur handa Narkissos kostar 1.430 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.