Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 46

Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARINIAR 28. MAÍ Mosfellsbær Tryggjum festu, höfnum glundroða HINN 28. maí nk. verða kosnir 7 fulltrú- ar í bæjarstjóm Mos- fellsbæjar til næstu fjögurra ára. Sjálf- stæðismenn í Mos- 'féllsbæ hafa und- anfarin 8 ár haft 5 bæjarfulltrúa af 7 og biðja kjósendur í Mos- fellsbæ um nýtt um- boð til að halda áfram uppbyggingu í okkar fallega bæjarfélagi. Ný forysta Fjórir stjórnmála- flokkar bjóða fram í Mosfellsbæ, en Sjálf- stæðisflokkurinn var eini flokkur- inn sem valdi frambjóðendur sína að undangengnu prófkjöri. 'Mikil endumýjun er á framboðslista ■■Sjálfstæðismanna því þrír af fimm bæjarfulltrúum D-listans á síðasta kjörtímabili tóku þá ákvörðun að gefa nýju fólki tækifæri og tóku ekki þátt í prófkjörinu. Róbert B. Agnarsson, bæjarstjóri í Mos- fellsbæ, hlaut glæsilega kosningu í 1. sæti listans í prófkjörinu, en hann hefur gegnt starfi bæjar- stjóra sl. 2 ár. Róbert er viðskipta- fræðingur, 36 ára gamall og áður en hann kom í Mos- fellsbæ starfaði hann um 10 ára skeið hjá Kísiliðjunni hf., þar af í 7 ár sem fram- kvæmdastjóri. Hann hefur víðtæka reynslu af stjómunarstörfum, því auk þess að starfa hjá Kísiliðjunni hf. var hann í stjórn ýmissa fyrirtækja á Norður- landi auk þess sem hann vann að ýmsum sveitarstj órnarm álum í Mývatnssveit. Þann tíma sem Róbert hef- ur starfað sem bæjarstjóri, hefur hann reynst ákaflega traustur og farsæll í starfi og nýtur almennra vinsælda og álits í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn býður nú í fyrsta sinn fram starfandi bæjar- stjóra, sem jafnframt er bæjar- stjóraefni flokksins á næsta kjör- tímabili. Þetta fyrirkomulag er við lýði í flestum bæjarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Með þessari ráðstöfun er verið að styrkja tengsl kjörinna fulltrúa við starfs- menn bæjarfélagsins og um leið Öllum í Sjálfstæðisfé- lagi Mosfellinga, segir Vigfús Aðalsteinsson, var gefinn kostur á að taka þátt í málefna- vinnu D-listans. að gera bæjarstjórann ábyrgari gagnvart kjósendum flokksins og öllum íbúum bæjarfélagsins. Helga A. Richter sem nú er forseti bæjarstjómar Mosfellsbæj- ar hlaut örugga kosningu í 2. sæti í prófkjörinu. Helga er kennari og hefur verið í bæjarstjóm Mosfells- bæjar sl. 12 ár. Auk bæjarstjórnar- starfa hefur hún starfað í fjöl- mörgum nefndum á vegum bæjar- félagsins og verið valin til ýmissa annarra trúnaðarstarfa. í 3. sæti listans er Valgerður Sigurðardóttir auglýsinga- og markaðsráðgjafi, í 4. sæti er Guðmundur Davíðsson vélvirkjameistari, í 5. sæti er Haf- steinn Pálsson yfírverkfræðingur og í 6. sæti er Ásta Björg Björns- dóttir meinatæknir. Állt er þetta Vigfús Aðalsteinsson nýr &fullkominn Litla trompiðfrá Dancall erfullkomin lausn fyrirþá sem gera kröfur um fágaða hönnun, talgœði, lipurð og gott verð. • Einstaklega auðveldur í notkun • Vegur aðeins 450 grömm (m/rafhlöðu) • Rafhlöður endast í 16 klst. • Innbyggð símaskrá í stafrófsröð • Flett upp eftir nafni • Innbyggðursímboði • Verðlaunaður fyrir hönnun Kynningarverð kemur á óvart! radiomidun Grandagaröi 9 • 101 ReyKjavík • Sími (91) 62 26 40 ungt og kraftmikið fólk, með mikla félagslega reynslu, sem mikils má af vænta. Málefnavinna Þegar sjálfstæðismenn höfðu gengið frá framboðslista sínum í janúar sl. var ákveðið að gefa öll- um félögum í Sjálfstæðisfélagi Mosfellinga, 350 manns, kost á að taka þátt í málefnavinnu D-list- ans. Á annað hundrað manns skráðu sig til þátttöku í sjö mál- efnahópum. Samræmd drög að stefnuskrá voru kynnt trúnaðar- mönnum flokksins á fjölmennum fundi í nýja bæjarleikhúsinu okkar í Mosfellsbæ, þar sem fundarmenn gátu komið að( gangrýni og ábend- ingum sem nýttust við endanlega gerð stefnuskrárinnar. Enginn annar stjórnmálaflokkur í Mos- fellsbæ hefur boðið til slíkrar al- mennrar þátttöku flokksmanna í stefnumótuninni og eru þessi vinnubrögð til marks um það lýð- ræði og þá breiðu samstöðu sem sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ vilja hafa um öll þau málefni sem flokk; urinn vill vinna að í framtíðinni. í stefnuskránni, sem nú hefur verið borin í hvert hús í Mosfellsbæ, er lögð eins og áður áhersla á trausta fjármálastjórn bæjarins, sem er undirstaða þess að hægt sé að byggja upp fjölbreytta og góða þjónustu fyrir bæjarbúa. í stefnu- skránni er fjallað um 10 málefna- flokka og alls staðar eru málefni fjölskyldunnar í fyrirrúmi. Sjálf- stæðismenn í Mosfellsbæ vilja halda áfram að byggja upp mann- eskjulegan bæ, þar sem séð er fyrir þörfum sem flestra bæjarbúa. Til þess að kynna sér málefnin nánar vil ég hvetja kjósendur í Mosfellsbæ til að lesa stefnuskrá D-listans. Glundroði eða festa Það er sammerkt með fram- boðslistum vinstri flokkanna í Mosfellsbæ að boðið er fram í flestum tilvikum fólk með ákaflega takmarkaða reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Vinstri flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi og hafa enga sameiginlega stefnu- skrá. Ef þeir ná meirihluta munu þeir væntanlega eiga erfitt með að samræma vinnubrögð sín og ná samkomulagi um stefnu og stjórn bæjarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í bæjar- stjórn Mosfellsbæjar undanfarin ár. Með því hefur gefist tækifæri til að vinna markvisst að málum og bæjarfélagið verið laust við sí- felldar málamiðlanir á milli ólíkra skoðana margra flokka. Takist vinstri flokkunum að ná meirihluta í komandi kosningum mun taka við glundroði málamiðlana þriggja flokka, sem eru með þijár ólíkar skoðanir á flestum málum. Besta tryggingin fyrir áfram- haldandi uppbyggingu í Mos- fellsbæ og gegn glundroða er því að setja X við D á kjörseðlinum 28. maí nk. Höfimdur er formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga. Afram Akranes NÚ stytttist óðum í kosningar til bæjar- stjórnar. Á Akranesi ætla sjálfstæðismenn að leggja höfuð- áherslu á atvinnu- og orkumál ásamt ferða- þjónustu. Það er ljóst að styrkja þarf atvinnu- lífíð hér á Akranesi, bæði með því að efla þau fyrirtæki sem fyr- ir eru í bænum og líka með því að skapa ný atvinnutækifæri t.d. í ferðaþjónustunni. Þá verður að taka á mál- efnum Hitaveitu Akraness og Atvinnu- og orkumál verða okkar mál, segir Borgaríjarðar þannig að rekstrargrundvöll- ur skapist til að lækka orkuverð varanlega og þá verulega. Atvinnu- og orku- mál eru því þau mál er mestu skipta fyrir Akurnesinga. Verði þessum höfðuðatrið- um ekki komið í lag er til lítils að tala um blómlegt bæjarlíf eða velta upp öðrum möguleikum. Ég skora á alla bæjarbúa að kynna sér vel stefnuskrá okkar sjálfstæðismanna. í henni leggjum við fram tillögur til að gera góðan bæ betri með öflugri atvinnustefnu og lægra orkuverði og umfram allt betra mannlífi. Áfram Akranes, X-D fyrir Akra- nes. Höfundur er útibússtjóri og skipar 1. sæti á lista sjálfstæðismanna á Akranesi. Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðisfólks í bæjarmálum á Akranesi. Gunnar Sigurðsson Áfram með Árna Trausti Jóhannesson íþróttamáiafulltrúi heyrnarlausra HildurÁrnadóttir viðskiptafræðingur Ragnar Guðbjömsson iðnskólanemi Lilja Pálmadóttir nemi iii Haukur F. Hannesson tónlistarmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.