Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 2

Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Glænýr lax á diskinn Fyrstu tveir laxarnir veiddir í árósum Borgarfjarðar komu í verzlun Nóatúns við Rofabæ í gær. Þetta voru hrygnur, 11 og 12 pund. Þær voru svo vænar að vanir veiðimenn töldu það lofa mjög góðu fyrir sumarið. Laxarnir voru veiddir í net við Rauðanes og töldu þeir sem bezt þekkja til á svæðinu að þeir hefðu stefnt á Þverá. Netaveiði er fyrir nokkru aflögð í ám í Borgarfirði en stangveiði hefst þar eftir mánaðamótin. Það er Jón Jónsson í Nóatúni sem held- ur á löxunum, en skömmu síðar voru þeir komnir í hendur svangra Reykvíkinga. Morgunblaðið/Þorkell Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Kjaraviðræður langt komnar FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga og samninganefnd ríkisins eru langt komin í viðræðum um gerð nýs kjarasamnings, að sögn Astu Möller, formanns Félags íslenskra hj úkrunarfræðinga. í janúar sl. voru Hjúkrunarfélag íslands og Félag háskólamennt- aðra hjúkrunarfræðinga sameinuð í eitt félag. Félögin voru með lausa samninga og hefur staðið yfir vinna allt frá því í desember við gerð nýs kjarasamnings fyrir hið nýja félag. Ásta Möller sagði að þótt félög- in tvö hefðu verið með að mörgu leyti líka samninga hefðu ýmis atriði verið frábrugðin og því hefði Umdeildar hreppsnefndarkosningar í Hólmavík Kæra væntanlega send sýslumanni þurft að gera alveg nýjan samning. Að undanförnu hafa verið haldn- ir einn til fjórir samningafundir í viku og munu samningsaðilar koma saman í dag. Ásta sagði erf- itt að segja til um hvort samningar væru í burðarliðnum, „en við erum alla vega komin það langt að við ættum að geta farið að ljúka þessu“, sagði hún. Samræming meginefnið Aðspurð sagði hún að niðurstað- an úr samningum meinatækna hefðu ekki áhrif á kröfur hjúkr- unarfræðinga. Meginefni samning- anna snérist um samræmingu á atriðum sem voru í samningum hjúkrunarfélaganna og eins gerði hún ráð fyrir að þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamn- ingum hjúkrunarfræðinga í fyrra, í kjölfar uppsagna á Landspítalan- um, yrðu staðfestar í væntanlegum kjarasamningi. FLEST bendir til að sveitarstjómarkosningar í Hólmavíkurhreppi verði kærðar til sýslumanns. Hjálmar Halldórsson, íbúi á Hólmavfk, telur að miklir gallar séu á framkvæmd kosninganna og að ekki hafi verið farið að lögum í veigamiklum atriðum. Hjálmar kærði til félagsmálaráðuneytis- ins kjörgengi tveggja frambjóðenda í kosningunum og fleiri atriði varð- andi framkvæmd kosninganna, en ráðuneytið vísaði kærunni frá. Hjálmar segist ekki ætla að sætta sig við þessa niðurstöðu og segist gera ráð fyrir að kæra kosningarnar. Um það leyti sem framboðs- frestur til sveitarstjórnarkosninga rann út um síðustu mánaðamót var gengið frá sameiningu Hólma- Ríkisendurskoðun um Sólheima Mælt með auka- fjárveitingn RÍKISENDURSKOÐUN hefur í skýrslu til félagsmálaráðuneytis- ins mælt með því að Sólheimar í Grímsnesi fái aukafjárveitingu á þessu ári að upphæð tæpar 7 millj- ónir króna. Halldór Júlíusson, for- stöðumaður Sólheima, segist reikna með að þessi aukafjárveit- ing verði afgreidd á Alþingi á haustþingi. Miklar deilur stóðu um starf- semina á Sólheimum í vetur, en stofnunin hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Um tíma leit út fyrir að stjórnendur Sólheima myndu grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki og senda vistmenn heim. í janúar náðist samkomulag milli félagsmálaráðuneytisins og stjómenda Sólheima, en það gerði m.a. ráð fyrir að Ríkisendurskoðun yrði falið að meta ákveðna þætti í rekstri Sólheima með tilliti til fjárframlags á árinu 1994. Fyrir nokkrum vikum skilaði Ríkisend- urskoðun skýrslu þar sem mælt er með að Sólheimar fái framlag upp á tæpar 7 milljónir á aukafjár- lögum. Svipuð starfsemi áfram Halldór segir að þessi niður- staða þýði að hægt verði að halda starfseminni á Sólheimum áfram með svipuðum hætti og verið hafi, þ.e.a.s. ef Alþingi samþykki auka- fjárveitinguna. Hann sagði að í skýrslunni bendi Ríkisendurskoð- un á nokkra þætti sem eðlilegt sé að sveitarfélagið fjármagni frekar en ríkissjóður. Þar er um að ræða kostnað vegna umhverfismála og aksturs. Halldór sagði að þessi atriði verði rædd við sveitarfélagið á næstunni. víkur- og Nauteyrarhrepps. Engin atkvæðagreiðsla fór fram meðal íbúanna um sameininguna vegna þess að íbúar í Nauteyrarhreppi hafa verið innan við 50 síðustu þrjú ár, en lög kveða á um að við slíkar aðstæður megi sameina við- komandi sveitarfélag án þess að spyija íbúana álits. Hjálmar sagði að þetta ákvæði eigi ekki við um Hólmavíkurhrepp, en íbúar þar eru um 500 og því eigi þeir skýlausan rétt til að kjósa um sameininguna. Hjálmar sagðist almennt séð vera hlynntur sameiningu sveitarfé- iaga, en sagði ljóst að íbúar á Hólmavík séu að taka á sig aukn- ar fjárhagslegar skuldbindingar við sameiningu við Nauteyr- arhrepp og eðlilegt sé að gefa kjós- endum þar færi á að segja álit sitt á því. Telur kosningarnar ólöglegar Hjálmar telur að kosningamar 28. maí séu ólöglegar í Hólma- víkurhreppi vegna þess að ákvörð- un um sameiningu sveitarfélag- anna hafi verið tekin eftir að fram- boðsfrestur rann út. Ákvörðun um sameiningu var tekin 2. maí og auglýsing um sameiningu var birt í Stjórnartíðindum 11. maí. Fram- boðsfrestur rann hins vegar út 30. apríl. Þá telur hann að mikið vanti á að kjörstjórn hafi farið rétt að þegar hún tók við framboðslistum. Hann segir að kjörstjórn hafí ekki komið saman þegar framboðs- frestur rann út eins og lög kveða á um. Raunar fullyrðir hann að framboðsfrestur hafí verið runninn út þegar tveir framboðslistanna voru lagðir fram. Ennfremur segir hann að nafn eins frambjóðandans hafi verið límt inn á framboðslist- ann og nafn annars manns hafi verið þar fyrir þegar meðmælend- ur rituðu nöfn sín. Félagsmálaráðuneytið vísaði kæru Hjálmars frá í gær. Ráðu- neytið telur að farið hafi verið að lögum við sameiningu sveitarfé- laganna. Um atriði sem varðar framkvæmd kosninganna er vísað til þess að hreppsnefndir sveitarfé- laganna hafí áður vísað kærunni frá og þeim úrskurði sé ekki hægt að áfrýja. Samræmdu prófin Besta út- koman í ensku NIÐURSTÖÐUR samræmdra prófa í vor eru mjög svipaðar og á undanförnum árum. Enskuprófið kom best út þrátt fyrir að gallar hafi verið í því. Meðaleinkunn í dönsku var 5,8, 5,9 í stærðfræði, 6,4 í íslensku og 6,5 í ensku. Eftir prófin í vor lýstu all- margir kennarar yfir óánægju sinni með enskuprófíð og full- yrtu að alvarlegir gallar hefðu verið á því. Matthías Matthías- son, frá Rannsóknastofnun uppeldis- o g kennslumála, sagði að meira hefði verið gert úr þessum göllum en ástæða væri til. Á undanförnum árum hafa einkunnir nemenda á höfuð- borgarsvæðinu komið best út og í flestum greinum mun bet- ur en einkunnir nemenda sem stunda nám á landsbyggðinni. Það sama er upp á teningnum í ár. Þó komu nemendur á Austurlandi vel út að þessu sinni og í dönsku og íslensku eru einkunnir þeirra jafngóðar og einkunnir nema á höfuð- borgarsvæðinu. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans Málin til skoðunar í bankastjórn næstu daga Skilafrestur greina vegna borgar- og sveitarstjórnakosninga Greinar og bréf til blaðsins vegna borgar- og sveitarstjórnarkosn- inga, sem birtast eiga í Morgun- blaðinu fyrir kjördag, þurfa að berast ritstjórn blaðsins eigi síðar en kl. 15.00 í dag, fimmtudag 26. maí. Ekki verður hægt að birta greinar sem berast síðar. SVERRIR Hermannsson, banka- stjóri Landsbanka Islands, segir að bankastjórn Landsbankans muni á næstu dögum fjalla um það til hvaða ráða verði gripið í bankan- um, til þess að draga úr taprekstri. Fram kom í frétt Morgunblaðs- ins í gær, að bankaeftirlit Seðla- banka íslands hefur óskað eftir því að Landsbankinn skili ítarlegri greinargerð fyrir 1. júní næstkom- andi, með það fyrir augum að ná fram umtalsverðri hagræðingu, sparnaði og lækkun rekstrarkostn- aðar, það sem eftir lifir ársins. Sverrir vildi í samtali við Morg- unblaðið í gær ekki tjá sig efnis- lega um frétt blaðsins í gær, þar sem greint var frá því að tap Lands- bankans fyrstu fjóra mánuði þessa árs næmi rúmum 200 milljónum króna og að bankaeftirlitið telji að tap bankans á árinu gæti nálgast 600 milljónir króna, ef 200 milljón- ir króna verða áfram lagðar í af- skriftasjóð mánaðarlega árið á enda. Þannig telst bankaeftirlitinu til að eiginfjárhlutfall sé komið hættulega nærri lágmarksmörkum, samkvæmt BlS-reglum, en þær kveða á um að lágmarkshlutfall eiginfjár banka sé 8%. „Bankastjórnin mun í dag og næstu daga fjalla um þessi mál, og ekkert er um þau að segja á þessu stigi,“ sagði Sverrir. Hann sagði að ákvarðanir Landsbankans í þessum efnum ættu að liggja fyr- ir fljótlega eftir helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.