Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGARSTJÓRIMARKOSIMINGARIMAR 28. MAÍ
Afleitur vitnisburður um
verk Ingibjargar Sólrúnar
SUMARIÐ 1982 urðu þáttaskil
í þróunarmálum Reykjavíkurborg-
ar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
mörkuðu þá stefnu, að skipuleggja
Grafarvogssvæðið fyrir nýja byggð
í stað þess að byggt yrði á sprungu-
svæðinu við Rauðavatn. Vinstri
meirihlutinn í borgarstjórn á árun-
um 1978-1982 hafði að öðru leyti
gert ráð fyrir að íbúafjölgun á höf-
uðborgarsvæðinu yrði í Kópavogi
og Garðabæ en ekki hér í höfuð-
borginni.
Það gekk ekki fyrirhafnarlaust
að fá land Keldna í Grafarvogi und-
ir nýtt skipulag. Vinstri menn höfðu
gefið það endanlega upp á bátinn
en sjálfstæðismenn tóku þráðinn
upp í samningum við ríkisvaldið,
eiganda landsins og höfðu sigur i
málinu. Þar með gátum við hrundið
í framkvæmd þeirri stefnn okkar
að hafa jafnan nægilegt framboð á
lóðum handa húsbyggjendum.
Uppbygging í Grafarvogi:
Ingibjörg Sólrún á móti
Árið 1982 var Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir að hefja afskipti af borg-
armálum. Hún sat í skipulagsnefnd
og hafði sig mikið í frammi í um-
ræðum um Grafarvogsskipulagið
og önnur stefnumarkandi mál varð-
andi þróun byggðar í borginni.
Hefði mátt ætla að þessi nýi borgar-
fulltrúi tæki fagnandi nýjum tæki-
færum fyrir reykvískar fjölskyldur
að geta byggt sér ný híbýli í fögru
umhverfi. Nei, öðru nær. Borgar-
fulltrúinn, sem nú er orðinn borgar-
stjóraefni R-listans, hafði allt á
homum sér í sambandi við Grafar-
vogsskipulagið. Er það athyglisverð
saga að rekja, ekki síst fyrir fólkið
sem nú býr í hinu glæsilega 10.000
manna hverfi, sem risið hefur á 10
árum á svæðunum upp af Grafar-
voginum.
Borgin stækkuð:
Ingibjörg Sólrún á móti
Það var á borgarstjórnarfundi
1. júlí 1982 sem Ingibjörg Sólrún
kvað fyrst upp úr um andstöðu sína
við Grafarvogsbyggð. Þá lét hún
bóka eftirfarandi:
„Borgarfulltrúar
Kvennaframboðsins
geta ekki fallist á til-
lögu í skipulagsmálum
sem gerir ráð fyrir áf-
amhaldandi útþenslu
borgarinnar til aust-
urs.“
Og borgarfulltrúinn
Ingibjörg Sólrún lét
ekki þar við sitja. Næst
gat hún verið á móti
því að hin raunveru-
lega skipulagsvinna
hæfist. Hinn 15. júlí
1982 stóð hún að svo-
felldri bókun gegn
byggð í Grafarvogi
ásamt borgarfulltrúa
Alþýðuflokksins:
„Við undirrituð greiðum atkvæði
gegn samþykkt meirihluta skipu-
lagsnefndar og borgarráðs um
ráðningu arkitekta til að annast
gerð deiliskipulags á svæðinu norð-
an Grafarvogs og samþykkt sömu
aðila um forsögn að deiliskipulagi
fyrir svæðið.“
Rýmri greiðslukjör
gatnagerðargjalda:
Ingibjörg Sólrún á móti
Hinn 16. desember 1982 af-
greiddi borgarstjórn nýjar reglur
um úthlutun Ióða í Grafarvogi, þar
sem gert var ráð fyrir rýmri
greiðslukjörum vegna gatnagerðar-
gjalda en áður höfðu tíðkast. Þá
kaus borgarstjóraefni R-listans enn
á ný að amast við Grafarvogs-
byggðinni. Hún lét bóka í borgar-
stjórn:
„Tillaga sú, sem hér liggur fyrir,
felur m.a. í sér breytt fyrirkomulag
á greiðslu gatnagerðargjalda 500
einbýlishúsalóða við Grafarvog. Við
teljum hér um svo mikilsvert atriði
að ræða að við getum ekki stutt
tillöguna óbreytta."
Lægri fasteignaskattar:
Ingibjörg Sólrún á móti
Á þessum sama fundi kom enn
frekar í ljós að að húsbyggjendur
og íbúðareigendur eiga ekki upp á
pallborðið hjá borgarstjóraefninu.
Hún gerði nefnilega
tillögu um hækkun
fasteignaskatts á
borgarbúa á þeirri for-
sendu að eigendur
íbúðarhúsnæðis væru
sérstakur forréttinda-
hópur.
Háhýsin við
Skúlagötu:
Ingibjörg Sólrún
á móti
Fleira var á döfinni
um þetta leyti í skipu-
lagsmálum. Enda var
breytinga þörf eftir.
fjögurra ára sundur-
lyndi og aðgerðarleysi
vinstri manna.
Nýtt og stórglæsilegt skipulag
af byggð við Skúlagötu var til
umræðu í borgarstjórn hinn 15.
september 1982. Eftir því hefur nú
verið unnið. Háhýsin meðfram
ströndinni hafa mjög breytt svip-
móti þessa hluta Reykjavíkur til
batnaðar. Borgarbúar hafa fagnað
þessum rismiklu byggingum og
þeim glæsibrag sem af þeim stafar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir setti
sig upp á móti Skúlagötu-skipulag-
inu. Hún bókaði andmæli sín, að
þessu sinni með Alþýðubandalag-
inu. Fann hún Skúlagötubyggðinni
flest til foráttu, svo sem að háhýsi
ykju hættuna á sviptivindum. Há-
hýsi rændu aðra íbúa hverfisins
útsýni. Hávaðamengun frá Sætúni
o.s. frv. Að endingu var bókað:
„Verður því varla séð að borgin
eða íbúar hennar hafi hag af svo
hárri nýtingu ... í ljósi alls þessa
hljótum við að greiða atkvæði gegn
þeirri tillögu sjálfstæðismanna sem
hér liggur fyrir.“
Kringlan og Nýi miðbærinn:
Ingibjörg Sólrún á móti
Uppi við Kringlumýrarbraut var
ennfremur hafist handa um mikla
uppbyggingu í hinum svokallaða
Nýja miðbæ, þar sem nú er Kringl-
an og fleiri verslunar- og þjónustu-
fyrirtæki. Aðstaðan sem þar var
sköpuð til verslunarreksturs hafði
Ingibjörg Sólrún hélt
uppi harðri andstöðu við
skipulag Grafarvogs,
-----------------fT-----
segir Markús Orn
Antonsson, en þar búa
nú um tíu þúsund
Reykvíkingar.
í för með sér byltingu í verslunar-
háttum fyrir höfuðborgarsvæðið og
reyndar fólk í öðrum landshlutum
einnig. Kringlan er glæsilegt mann-
virki sem borgarbúar hafa kunnað
vel að meta. En Ingibjörg Sólrún
var á móti, eins og fram kom í
svofelldri bókun:
„Kvennaframboðið getur ekki
samþykkt þá tillögu að skipulagi
miðsvæðis Nýja miðbæjarins, sem
hér liggur fyrir, enda teljum við að
hér séu á ferðinni hrapalleg mistök
í skipulagsmálum, sem geti haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för
með sér. Viljum við sérstaklega
nefna stórmarkað í því sambandi."
Rýmkaður afgreiðslutími
verslana:
Ingibjörg Sólrún á móti
Það var ekki aðeins að ný upp-
bygging verslunarhúsnæðis væri
þyrnir í augum borgarstjóraefnis-
ins. Hún gat heldur ekki samþykkt
rýmkaðar reglur um afgreiðslutíma
verslana sem borgarstjórn fjallaði
um 17. nóvember 1983. Þá bókaði
Kvennaframboðið:
„Við munum sitja hjá við af-
greiðslu tillögu um breytingu á
samþykkt um afgreiðslutíma versl-
ana í Reykjavík ... Allar líkur benda
til þess að lenging afgreiðslutíma
verslana hafi í för með sér hærra
vöruverð, enda mun lenging af-
greiðslutíma ekki auka neyslu, að-
eins breyta innkaupatíma fólks.“
Ætli þær tugþúsundir reykvískra
neytenda sem njóta góðs af rýmk-
uðum afgreiðslutíma verslana fall-
Markús Örn
Antonsson
ist á þessi rök sem áttu að réttlæta
óbreytt ástand? Reykvíkingar
byggju við sömu hömlur í þessum
efnum og hér ríktu 1983, ef Ingi-
björg Sólrún hefði fengið að ráða.
Uppbygging Ingólfstorgs:
Ingibjörg Sólrún á móti
Endurnýjun miðbæjarins og við-
leitni til að efla hann og glæða lífi
hefur verið eitt helsta baráttumál
sjálfstæðismanna í Reykjavík. í
þeim áformum fólst m.a. að gera
fagurt og aðlaðandi torg við vestur-
enda Austurstrætis í stað Stein-
dórsplans og Hallærisplans, sem
voru orðin býsna lúin og lítið augna-
yndi. í fyrstu skipulagsdrögum var
torgið nefnt borgartorg en var síðan
gefið nafnið Ingólfstorg. Það nýtur
þegar mikilla vinsælda eins og sjá
má á góðviðrisdögum, þegar fjöldi
fólks kemur þar saman.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taldi
sig að sjálfsögðu hafa meira vit á
skipulagsmálum miðbæjarins en
aðrir sem að þeim unnu. Hún var
á móti Ingólfstorgi og rökstuddi þá
afstöðu með svofelldri bókun 4.
des. 1986:
„Sú lausn að flytja lífið vestar,
eða á hið s.k. borgartorg, stenst
ekki, þó ekki væri vegna annars
en þess, að staðsetning þess innan
miðbæjarins er ekki nærri eins mið-
læg og staðsetning Lækjartorgs."
Þessi yfirlætislega kenning er
vitaskuld kolfallin eins og allir geta
séð sem leið eiga um Ingólfstorg.
Það er kaldhæðnislegt að aðalkosn-
ingafundur R-listans skuli einmitt
haldinn þar en ekki á Lækjartorgi!
Eftir þessa upprifjun er ekki
nema von að menn spyrji í forundr-
an: Hvar værum við á vegi stödd
með nútímalega uppbyggingu borg-
arinnar og framfarir, ef borgar-
stjóraefni R-listans hefði fengið að
ráða ferðinni? Við þurfum ekki að
velkjast í neinum vafa um það.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef-
ur verið virkur þátttakandi um
langa hríð í meðferð borgarmála.
Hún er síður en svo óskráð blað og
á málatilbúnaði hennar hefur lítill
ferskleikablær verið. Eins og dæm-
in sanna hefur hún verið ótrúlegur
dragbítur á öll helstu umbótamál
borgarbúa síðan hún tók sæti í
borgarstjórn 1982. Hún féll á próf-
inu. Af verkunum drögum við þann
lærdóm að henni er ekki unnt að
treysta fyrir hagsmunum Reykvík-
inga.
Höfundur er fyrrv. útvarpsstjóri
og fyrrv. borgarstjóri
Lengri og betri skóli
innan seilingar
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN mun
ekki standa við þau
fyrirheit sem hann hef-
ur gefið að því er varð-
ar uppbyggingu leik-
skóla og grunnskóla á
komandi árum. Til þess
eru sannanimar úr lið-
inni tíð órækur vottur;
þar hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn misbeitt
valdi sínu í Reykjavík
til þess að kom í veg
fyrir uppbyggingu í
skólamálum jafnvel þó
að ríkið hafi haft fullan
vilja til þess að taka á
þeim málum. Ég nefni fimm dæmi
máli mínu til sönnunar:
Fimm dæmi
1. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
alltaf hafnað tillögum í borgar-
stjórn um lengingu skóladagsins.
Það var svo núna í síðustu viku —
vikunni fyrir lok kjörtímabilsins —
að Sjálfstæðisflokkurinn sam-
þykkti tillögu borgarfulltrúa
minnihlutaflokkanna í borgarráði
um lengingu skóla-
dagsins. Þrátt fyrir
þessa samþykkt er
full ástæða til að
draga það í efa að
Sjálfstæðisflokkurinn
standi við þessa sam-
þykkt ef skoðana-
könnun Eintaks í dag
sýnir veruleikann
eins og hann verður
á sunnudaginn kemur
þegar talið hefur ver-
ið upp úr kjörkössun-
um.
2. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafnaði
þátttöku í tilraun um
samfelldan skóla og lengri skóla-
viðveru í Fossvogsskóla á síðasta
kjörtímabili þannig að ríkið varð
að greiða kostnaðinn. Ólafur G.
Einarsson, sjálfstæðismaður, hefur
hins vegar — núna fyrir nokkrum
dögum — neitað borginni um þessa
ijármuni núna í haust.
3. Sjálfstæðisflokkurinn setti
allt á annan enda í skólastjóramál-
um í borginni hvað eftir annað til
þess að koma sínum mönnum og
Sj álfstæðisflokkurinn
hefur misbeitt valdi sínu
í Reykjavík, segir Svav-
ar Gestsson, og fullyrð-
ir að lengri og betri skóli
sé innan seilingar, ef
Sj álfstæðisflokkurinn
fær leyfi frá störfum.
sérstökum gæðingum sínum að í
skólastjórastöður.
4. Sjálfstæðisflokkurinn hafn-
aði samstarfi um uppbyggingu
framhaldsskólans á síðasta kjör-
tímabili og þar með er Reykjavík
orðin verr sett í málefnum fram-
haldsskóla en flest önnur byggðar-
lög vegna þrengsla og vegna að-
stöðuleysis í verkmenntaskólum.
5. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
Svavar Gestsson
skipulega efnt til ósættis um yfir-
stjórn skólamála í Reykjavík með
endurtekinni atlögu að fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur. Nú þessa
dagana auglýsir hann stöður með
hraði á skólaskrifstofu til að koma
sínum flokksgæðingum að fyrir
kosningar — manni til dæmis sem
hrökklaðist úr stöðu sem hann var
settur í í Hafnarfirði í óþökk allra
annarra í fyrravetur.
Öll eru þessi dæmi svo skýr sem
verða má.
Þjóðhagslegur ávinningur
Nú eru hins vegar uppi nætur
hinna miklu loforða enda er nóttin
löng og björt. Fyrir þremur árum
birtist skýrsla á mínum vegum sem
menntamálaráðherra um hag-
kvæmni leikskóla og grunnskóla.
Skýrslan vakti mikla athygli. Ólaf-
ur G. Einarsson hefur reynt að
fela skýrsluna og hann hefur bann-
að starfsmönnum sínum að láta
hana í hendur nokkurs manns fyr-
ir utan ráðuneytið. Það er reyndar
ekki eina skýrslan sem hann hefur
bannað að kæmi fyrir almennings-
sjónir. Það hefur hins vegar ekki
dugað til þess að breiða yfir stað-
reyndirnar; lengri viðvera og skóla-
tími á leikskóla- eða grunnskóla-
stigi er þjóðhagslega hagkvæmt
verkefni. I skýrslunni — sem er frá
hagfræðistofnun háskólans — er
miðað við þessar forsendur:
a) að 40% barna á aldrinum
hálfs árs til tveggja ára og 80%
eldri barna eigi kost á dagvistun og
b) að lenging skóladags í grunn-
skólum verði 35 kennslustundir á
viku fyrir öll börn.
Niðurstaðan varð þessi:
a) að þjóðhagslegur ábati af
þessari eflingu leikskólakerfisins
yrði á bilinu 1,0 til 1,5 milljarðar
króna á ári og að með þessu móti
mætti auka þjóðartekjur um ná-
lægt því 0,4%.
b) að þjóðhagslegur ábati af því
að lengja grunnskólann á þann
hátt sem nefndur var væri yfir 20%
af arðsemi fjárfestingar eða 1-2,5
milljarðar árlega! Hér væri því um
að ræða 0,4% aukningu þjóðar-
tekna.
Hér er því um að ræða stórfelld-
an fjárhagslegan ávinning fyrir
utan allt hitt, það er ávinning af
margvíslegu tagi sem ekki er auð-
velt eða jafnvel alls ekki hægt að
reikna út. Hér er því um að ræða
verkefni sem er skynsamlegt að
vinna og að ljúka hvernig sem allt
er skoðað. Þess vegna er hér með
skorað á alla þá sem ganga til
kjörborðs þessa dagana og um
aðra helgi að minnast þessa veru-
leika og þess að ekkert bendir til
þess að sá veruleiki breytist nema
Sjálfstæðisflokkurinn fái frí frá
völdunum um skeið. Lengri og
betri skóli kann að vera innan seil-
ingar ef við veitum Sjálfstæðis-
flokknum langþráð leyfi frá störf-
um.
Höfundur er alþingismaður og
fyrrverandi menntamálaráðhcrra.