Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. STAÐAN í KOSN- INGABARÁTTUNNI * IKONNUN, sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði í byrjun marzmánaðar á fylgi framboðslistanna tveggja við borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík hafði R-listinn, hinn sameigin- legi listi vinstri manna í Reykjavík, 19,7 prósentustiga forskot á Sjálfstæðisflokkinn. í könnun, sem sami aðili gerði á fylgi list- anna fyrir Morgunblaðið í byrjun maí var þetta forskot R-listans komið niður í 11,4 prósentustig. í skoðanakönnun þeirri, sem Féiagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið sl. mánudag og þriðjudag og birt var hér í blaðinu í gær var munurinn kominn niður í 3,2 prósentustig, sem Félagsvísindastofnun telur ekki marktækan mun.' Þetta eru ótrúleg umskipti á tveimur og hálfum mánuði. Aug- ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í stöðugri sókn á því tímabili, sem kannanir þessar ná til. Snemma á þessu ári töldu margir óhugsandi, að Sjálfstæðisflokkurinn gæti brúað það bil, sem skoðanakannanir bentu til að væri á milli framboðslistanna tveggja. Það hefur tekizt, ef marka má skoðanakannanir og eru einhver mestu umskipti, sem hér hafa orðið í kosningabaráttu á síðari árum. Að sumu leyti má líkja þessum vatnaskilum í kosninga- baráttunni við óvæntan sigur John Majors í síðustu þingkosningum í Bretlandi. Hvað veldur því, að R-iistinn hefur gersamlega glutrað niður því mikla forskoti, sem sameiginlegur listi vinstri manna hafði'á Sjálfstæðisflokkinn í upphafi þessa árs? í fyrsta lagi er ljóst, að frambjóðendur R-listans hafa gert sér vonir um að vinna þessar kosningar í krafti meðbyrs í skoðanakönnunum en án þess að hafa mikið fyrir því. Þess vegna m.a. hafa þeir vanrækt málefna- undirbúning fyrir kosningarnar og ekki haft fyrir neinum málum að berjast í kosningabaráttunni. Fyrir hverju hafa þeir barizt? Geta kjósendur svarað slíkri spurningu án mikillar umhugsunar? Auðvitað ekki. Og ástæðan er einföld: Frambjóðendur R-listans hafa ekki haft uppi nokkurn málatilbúnað, sem máli skiptir í kosn- ingabaráttunni. í öðru lagi fer ekki á milli mála, að R-listinn brást seint við gagnsókn Sjálfstæðisflokksins, sem háð hefur verið með nýstárleg- um aðferðum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, með Árna Sig- fússon, borgarstjóra, í fararbroddi, hafa gengið í hús og tekið kjósendur tali. Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað auglýsingar til þess að koma baráttumálum sínum á framfæri. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur m.ö.o. barizt hart í kosningabaráttunni og er nú að uppskera ávöxt þeirrar baráttu. í þriðja lagi hefur R-listinn kosið að láta kosningabaráttu sína snúast um einn frambjóðanda, þ.e. borgarstjóraefni listans, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur. Öðrum frambjóðendum hefur verið haldið til hlés. Slíkur einleikur í kosningabaráttu er erfiður og gengur sjaldnast upp, þótt þess séu að vísu dæmi. En jafnframt hefur það gerzt í kosningabaráttunni, að nýr for- ystumaður á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, Árni Sigfússon, borg- arstjóri, hefur, auk þess sem hann hefur sett fram raunhæfar hugmyndir um úrlausnir í atvinnumálum, boðað átak í ýmsum velferðarmálum fjölskyldunnar, sem falla vel að þeim vandamál- um, sem fólk á við að stríða í daglegu lífi á tímum kreppu og kjaraskerðingar. Með þessum málflutningi hefur borgarstjórinn í Reykjavík breikkað ímynd Sjálfstæðisflokksins í þessari kosningabaráttu. Það þarf mikla breidd í skoðunum og sjónarmiðum tii þess að ná utan um svo stóran stjórnmálaflokk, sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Árni Sigfússon hefur haft velferðar- og félagsmál i öndvegi eins og þau voru grundvölluð í upphafi af sjálfstæðismönnum í Félagsmálastofnun Reykjavíkur og ræktuð eins og efni standa til í nútímaþjóðfélagi. Það er ekki sízt skýringin á því, að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist nú vera að ná fylgi u.þ.b. helmings kjósenda í Reykjavík, þrátt fyrir þá miklu erfiðleika, sem þjóðin hefur átt við að etja um nokkurra ára skeið. Úrslit borgarstjórnarkosninganna eru ekki ráðin. En borgar- stjórinn í Reykjavík og meðframbjóðendur hans hafa breytt erf- iðri stöðu á þann veg, að þessa stundina eru helmingslíkur á því, að Sjálfstæðisflokkurinn haldi meirihluta sínum í Reykjavík. í gær barst Sjálfstæðisflokknum óvæntur liðsauki í þessari kosningabar- áttu. Egill Skúli Ingibergsson, sem gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík í fjögur ár á valdatíma vinstri flokkanna í borgar- stjórn lýsti yfir stuðningi við Árna Sigfússon. Þeir, sem hyggjast kjósa R-listann í kosningunum á laugardaginn eða eru að íhuga þann kost ættu að hugleiða hvers vegna borgarstjóri vinstri flokk- anna 1978-1982, gengur nú fram fyrir skjöldu með þessum hætti. Harðari áfellisdómur yfir sundurþykkri meirihlutastjórn vinstri flokkanna í Reykjavík er ekki til. + KÓPAVOGUR Morgunblaðið/RAX ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ og nýtt íbúðahverfi í Kópavogsdal er eitt mesta framkvæmdasvæði Kópavogs. Gunnar Birgisson Sigurður Geirdal Guðmundur Oddsson Valþór Hlöðversson Helga Sigurjónsdóttir Skuldir og atvinnumál á oddinum Kosningabaráttan í Kópavogi hefur nú sem oft áður orðið nokkuð persónuleg. Hallur Þor- steinsson kynnti sér hvað frambjóðendur telja helstu málefnin sem kosið er um. IKÓPAVOGI hafa bæjarstjóraar- kosningar oft og tíðum ein- kennst af því að vera nokkuð persónulegar og hafa menn þá gjarnan sent hver öðrum tóninn með skrifum í innanbæjarblöð. Kosninga- baráttan að þessu sinni hefur ekki verið laus við þetta, og hafa spjótin þá helst beinst að Gunnari Birgis- syni, oddvita sjálfstæðismanna, og yfirlýstu bæjarstjóraefni flokksins, en hann hefur verið sakaður um að mis- nota aðstöðu sína í bæjarstjórn sem framkvæmdastjóri verktakafyrirtæk- is. Hann segir þetta lágkúru af verstu tegund og högg langt fyrir neðan beltisstað. Hann hafi unnið að málefn- um bæjarins af heilindum og heiða.r- leika og jafnvel Alþýðuflokksmenn sem að árásunum standi efist ekki um það. Guðmundur Oddsson, oddviti Al- þýðuflokksins, segir að eingöngu hafi verið bent á að til staðar séu hags- munatengsl sem ekki geti gengið og ef það sé tekið persónulega þá verði bara að hafa það. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri og efsti maður á lista Framsóknar- flokksins, segir að málflutningur í garð Gunnars Birgissonar hafi verið ómaklegur og ósmekklegur, og að- ferðir af þessu tagi ekki sæmandi. I sama streng tekur Helga Sigurjóns- dóttir sem er í 1. sæti á framboðs- lista Kvennalistans. „Það er lenska í þessum bæ að menn ata hver ann- an auri í innanbæjarblöðunum og á því_ höfum við hina mestu skömm.“ í Kópavogi búa um 17 þúsund manns og á kjörskrá eru 12.059. Núverandi meirihluta í bæjarstjórn mynda Sjálfstæðisflokkurinn með fimm fulltrúa og Framsóknarflokk- urinn með einn, en Alþýðuflokkurinn hefur þrjá menn í bæjarstjórn og Alþýðubandalagið tvo. Niðurstöður skoðanakönnunar sem DV birti í gær benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé hárs- breidd frá því að fá hreinan meiri- hluta í kosningunum og Alþýðu- flokkurinn tapi manni til Kvenna- lista. Staða annars manns á lista Aiþýðuflokksins er tæp og munar litlu að sjötti maður á lista Sjálfstæð- isflokksins nái sæti hans. Umræða um skuldastöðu bæjar- sjóðs Kópavogs hefur verið áberandi í kosningabaráttunni og hafa ýmsar tölur verið nefndar í því sambandi eftir því hver á hlut að máli. Sigurð- ur Geirdal bæjarstjóri segir heildar- skuldirnar samkvæmt bæjarreikn- ingum Vera tæpa þrjá milljarða króna, en hins vegar séu nettóskuld- ir um 1.700 milljónir því bærinn eigi 1.250 milljónir á móti skuldunum í peningalegum eignum eins og van- goldnum gjöldum og verðbréfaeign. „Við erum með sterka greiðslu- stöðu þar sem veltufjárhlutfallið er vel yfir einum og við borgum alla reikninga jafnóðum og njótum þar af Ieiðandi afsláttar. Greiðslubyrðin hefur lést og borgum við minna í afborganir á ári heldur en áður þeg- ar allt var á skammtímalánum, og við erum með lægri rekstrarkostnað en nokkurt annað sambærilegt sveit- arfélag. Þetta eru einmitt þau atriði sem öll sveitarfélög keppa að,“ segir hann. Gunnar Birgisson bendir á að skammtíma skuldaaukning bæjarins sé m.a. vegna íjárfestinga í leikskói- um, skólum, íþróttahúsi og vegna íbúðabyggðar í Kópavogsdal, og á næsta kjörtímabili verði skatttekjur bæjarins einum milljarði hærri en þær voru á því kjörtímabili sem er að ljúka. „Meðan reksturinn er í svona góðu lagi og aðhalds er gætt, þá verður lítill vandi að greiða niður þessar skuldir, og árið 1996 þegar verulega hefur létt á framkvæmdum hjá bæjarsjóði verður hægt að byija á því. Þá verður framkvæmdum við gömlu götumar í bænum jafnframt lokið en þær hafa tekið um 150 milljónir í toll hjá okkur á hverju ári.“ Valþór Hlöðversson sem skipar 1. sæti á lista Alþýðubandalagsins segist hins vegar telja að allt sé að síga á hina verstu ógæfuhlið í fjár- málum bæjarins, og samkvæmt ár- bók Sambands íslenskra sveitarfé- laga sé Kópavogur orðinn skuldsett- asta sveitarfélag landsins hvort held- ur sé miðað við hlutfall af tekjum eða íbúatölu. „Okkur langar ekki að vera þarna á toppnum og það eru væntanlega allir sammála um það, en menn greinir hins vegar á um leiðir til að ná þessu niður,“ segir hann. Guðmundur Oddsson segir það mái málanna að koma fjárrnálunum í það horf að eitthvað verði hægt að gera. „Það er hins vegar af og frá að ég sé með einhveijar töfra- lausnir. Eg hef einungis varað við því að menn fari ekki fram úr sér og fari ekki hraðar en þeir eru menn til." Helga Siguijónsdóttir tekur í sama streng og þeir Valþór og Guð- mundur og segir Kópavogsbæ vera orðinn of skuldsettan. Menn eru því sammála um að miklar framkvæmdir á því kjörtíma- bili sem er að ljúka séu helsta ástæða skuldastöðu Kópavogs í dag, en Gunnar Birgisson segir að fram- kvæmdir hafi verið meiri á þessu tímabili en öllum þeim þrem kjör- tímabilum á undan þegar A-flokk- arnir héldu um stjórnvölinn í bænum. „Við tókum þann pólinn í hæðina að auka framkvæmdir til að halda uppi atvinnustiginu á mjög hagstæð- um tíma til framkvæmda fyrir bæjar- félagið, enda erum við með lang- lægsta atvinnuleysisstigið á svæð- inUj“ segir hann. Á atvinnuleysisskrá í Kópavogi eru nú um 300 manns og vilja minni- hlutaflokkarnir í bæjarstjórn að bær- inn leggi fram fjármagn til þess að ná þessari tölu niður. Alþýðubanda- lagið vill að iðnþróunarfélag bæjarins verði stóreflt og það taki tímabundið þátt í launagreiðslum fyrir ný störf sem skapist hjá fyrirtækjum. Þá verði ráðgjöf til fyrirtækja aukin og stofnaður verði rannsókna- og þró- unarsjóður til að styrkja þau fyrir- tæki sem eru að efna til nýsköpun- ar. Alþýðuflokkurinn leggur einnig áherslu á að atvinnumálunum verði bjargað með þátttöku bæjarins og þá á varanlegan hátt. „Við höfum viljað draga úr því að allt sé þanið út um holt og hæðir, en það er regin- misskilningur að mesta atvinnan sé fólgin í því að þenja út bæinn. Það er margt að gera í gömlu hverfunum og þar gætu verkefni við endumýjun skapað mörgum atvinnu ef húseigendur fengju t.d. ívilnun á fasteignagjöldum vegna viðhalds eigna sinna," segir hann. Gunnar Birgisson segir þá stefnu að vilja veita íjármagn til fyrirtækja hins vegar vera illskiljanlega og stefna sjálfstæðismanna sé sú að búa vel að fyrirtækjunum t.d. með góðu aðgengi, götum og ívilnun gatna- gerðargjalda. „Við viijum hlúa að atvinnurekstrinum á þann hátt að í stað þess að pumpa í hann peningum verði umgjörðin í lagi til að hann geti þrifist," segir hann. + Streptococcus-sýking getur valdið dauða AÐEINS HÆGT AÐBÍÐA ÁTEKTA Dauðsföllum af völdum „streptococcus“-sýk- ingar virðist fara fjölgandi. Fátt er til ráða og fyrirbyggjandi aðgerðir ekki í sjónmáli. Anna G. Ólafsdóttir fræddist um málið hjá Haraldi Briem smitsjúkdómalækni. Hann er nýkominn af samnorrænni ráðstefnu í Eistlandi. Yissulega hefur tilfellum náttúrulegum sveiflum í sýklunum fjölgað. En þau eru eitt eða umhverfinu. Breyttir lifnaðar- og eitt og mynda ekki hættir og ýmislegt fleira gæti líka faraldur. Menn eru því spilað þama inn í,“ segir Haraldur. að velta fyrir sér hvort faraldur af alvarlegum sýkingum sé í uppsigl- ingu eða ekki. Við getum ekki gert annað en beðið átekta og fylgst með því sem gerist hér á landi og annars staðar. Svo er auðvitað önn- ur spurning hvað væri hægt að gera væri ljóst að um raunverulegan faraldur yrði að ræða,“ segir Har- aldur Briem, smitsjúkdómalæknir á Borgarspítala, um fjölgun alvar- legra „streptococcus“-sýkinga. Tveir ungir íslendingar létust úr sýkingu af þessu tagi í vetur. Sýk- ingin hefur áður leitt til nokkurra dauðsfalla hér á landi. Streptococcus Haraldur segir að bakterían sé ein útgáfa af „streptococcus“-teg- und og hafi valdið alvarlegri skarlat- sótt á sínum tíma. Afleiðingar henn- ar hafi verið alvarlegastar fyrir aldamót og dánartíðni há. Síðar hafi dregið úr einkennum og þau orðið léttvægari þegar líða tók á öldina. Onnur afleiðing sýkingarinn- ar hafi verið há dánartíðni barnshaf- andi kvenna. „Sem dæmi má nefna að sagan segir okkur að mikill far- aldur hafi gengið meðal barnshaf- andi kvenna í Austurríki á öldinni sem leið. Ekki fékkst neitt við ráðið fyrr en læknir á spítala í Vín tók eftir því að læknanemar sem krufið höfðu lík barnshafandi kvenna fóru að aðgerð lokinni til barnshafandi kvenna á kvennadeild. Læknir tók fyrir þennan samgang og lagði áherslu á hreinlæti með þeim afleið- ingum að dauðsföllum fækkaði gíf- urlega," segir Haraldur. Smám saman varð bakterían hættuminni og lítið bar á henni um tíma eða þar til hún tók sig sums staðar upp í breyttri og hættulegri mynd fyrir um 10 árum. „Ýmsar kenningar eru í gangi og í rauninni gerum við okkur ekki fyllilega grein fyrir af hveiju þessi breyting varð. Hins vegar er hún trúlega tengd Morgunblaðið/Bjarni HARALDUR Briem smitsjúkdómalæknir. þeim væru 5 undir tíu ára aldri, 26 legar aðstæður gengur allt að einn á aldrinum tíu til fjörutíu og níu af hveijum tíu með hana. Ef farald- ára, og 72 fimmtugir og eldri. Með- ur breiðist út verður hlutfallið á bil- alaldur hefði verið 65 ár -------------------- inu 20-30%,“ segir hann og dauðsföll 13. Hann Einn af hverj- og tekur fram að minni sagði að einnig hefði orðið um tíu með líkur séu á að einstakling- vart við ijölgun tilfella bakteríuna ur sem öeri bakteríuna sums staðar í Bandaríkjun- ___________ veikist en annar sem um, Hollandi og Bretlandi. smitast af henni. „Þeir Bakterían er í hálsi og hægt er sem bera bakteríuna mynda mótefni að sögn Haralds að ganga með við henni. Hinir eru mótefnalausir hana án þess að veikjast. „Við eðli- og geta fengið ýmis einkenni. Væg- ast er nokkra daga hálsbólga. Siðan geta menn fengið skarlatssótt og heimakomu, þ.e. eymsl, roða, háan hita og ógleði. Ef svo eitthvað er að blóðrásarkerfi getur bakterían borað sig á milli húðar og vöðva og síðan inn í blóðið og valdið stöku sinnum dauða. Getur atburðarásin orðið mjög hröð í þessum tilvikum," segir Haraldur en bakterían getur borist með hósta eða með úðasmiti. Engar fyrirbyggjandi aðgerðir Haraldur tók fram að alvarlegar sýkingar væru þekktar hér á landi. Engu að síður hefðu dauðsföll verið fátíð eða fram til síðasta árs. TvÓ ungmenni hefðu látist í vetur og gætu þau tilfelli gefið til kynna fjölg- un alvarlegra sýkinga. Hins vegar væri erfitt að alhæfa um slíkt. Land- ið væri fámennt og um tilviljun gæti verið að ræða. Ekki virtist vera hægt að gera annað í stöðunni en fylgjast með þróuninni, hér á landi og erlendis. Hann segir að í baráttu gegn al- varlegum afleiðingum sýkingarinn- ar skipti mestu máli að hægt sé að greina hana snemma og beita pen- silíni eða öðrum sýklaiyfjum til að koma í veg fyrir dýpri sýkingu. Hins vegar sé nánast ómögulegt að beita fyrirbyggjandi ráðstöfunum. Aðferð eins og að einangra smitbera eins og beitt var fyrr á öldinni eigi tæp- ast við í dag og ekki sé hægt að bólusetja gegn sýkingunni. Útbreiðsla Haraldur er nýkominn af sam- norrænni ráðstefnu um sýkingar í Eistlandi. Hann sagði að þar hefði verið kynnt sænsk könnun um sýk- ingar af þessu tagi og hefði hún m.a. leitt í ljós nokkra fjölgun til- fella. Sem dæmi mætti nefna að á tímabilinu frá því í desember árið 1993 þar til í mars á þessu ári hefðu 103 fengið alvarlegar sýkingar af völdum umræddrar bakteríu. Af HEIMAKOMA er algeng „streptococcus“-sýking, t.d. liggja fimm inni á Borgarspítala vegna hennar nú. Sýkingin kemur hér fram á fæti og lítur út eins og bruni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.