Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 37

Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 37 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSIMINGARNAR Er hægt að kaupa kosningar? ÞAÐ ER umhugs- unarefni, hvort hér sé raunverulegt lýðræði, þegar einn flokkur reynir í krafti fjár- magns og fjölmiðlunar að kaupa upp kosning- ar eins og Sjálfstæðis- flokkurinn gerir til- raun til í borgarstjórn- arkosningunum nú» Það er ekki aðeins, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi fullan pólitísk- an stuðning frá Morg- unblaðinu, eins og síð- ustu Reykjavíkurbréf sanna, - heldur virðist fréttastofa Stöðvar 2 einnig vera á mála hjá flokknum. Á sama tíma eru allir auglýs- ingatímar útvarps og sjónvarps fullir af auglýsingum frá Sjálf- stæðisflokknum og opnuauglýs- ingar í amerískum stíl af borgar- stjórahjónunum birtast í dagblöð- unum. Herkostnaður Sjálfstæðis- flokksins í þessu sambandi er tal- inn nema 70-90 milljónum króna. Og hver skyldi borga hann? Ekki þýðir að benda á hinn al- menna sjálfstæðismann, en hins vegar liggur nokkuð ljóst fyrir, að stórfyrirtæki í Reykjavík, sem ný- lega fengu aflétt aðstöðugjöldum, borga brúsann. Þessi sömu fyrirtæki treystu sér hins vegar ekki til að hækka lág- markslaun. Einu setningarnar af viti í síðasta Reykja- víkurbréfi Morgun- blaðsins fjölluðu um það hvernig leikreglur lýðræðisins væru virt- ar í Bandaríkjunum, þegar kæmi að fjár- framlögum til flokka og einstakra fram- bjóðenda, og upplýs- ingaskyldu þar að lút- andi. í samanburði við Bandaríkin erum við eins og bananalýðveldi hvað þessi mál áhrærir og löngu tímabært að setja lög sem tryggja í samanburði við Bandaríkin erum við eins og bananalýðveldi, að mati Alfreðs Þor- steinssonar, hvað fjár- mögnun stjórnmála- flokka varðar. að lýðræðislegar leikreglur séu virtar í raun. Sem betur fer eru þó allir frjáls- ir í kjörklefanum. Höfundur skipnr 6. sæti R-listans. Alfreð Þorsteinsson Ný sýn í atvinnumálum Ljósleiðara í öll hús í Reykjavík! ÞAÐ ER löngu tíma- bært fyrir Reykvíkinga og íslendinga alla að hugleiða hvaða hlut- skipti við ætlum okkur í heimsmynd framtíð- arinnar. Ef lífskjör okkar eiga áfram að vera sambærileg við það sem gerist meðal nágrannaþjóða, þurf- um við að setja okkur langtímamarkmið í at- vinnumálum og fylgja þeim eftir. Það þarf að gerast með góðri sam- stoðu fyrirtækja, skóla, ríkis og sveitar- félaga. Hlutverk ríkis og sveitarfélaga er að leggja meginlínur og skapa þann jarðveg sem þarf til að ein- staklingar og fyrirtæki geti sáð fræjum nýrra atvinnutækifæra. Nú sem aldrei fyrr blasir við að fleiri stoðir þarf undir reykvískt og ís- lenskt atvinnulíf en fiskinn og stór- iðjuna. íslendingar hafa síðustu áratugi fjárfest gífurlega í vel menntuðu fólki. Þetta unga fólk er okkar dýrmætasta auðlind, en að- eins ef okkur tekst að skapa réttar aðstæður til að það fái notið sín. Upplagt tækifæri til að taka frumkvæði svo um munar gefst ein- mitt í Reykjavík á næsta kjörtíma- bili. Með því að leggja ljósleiðara (glerþráð) í hvert hús í borginni sköpum við jarðveg fyrir atvinnu- greinar framtíðarinnar, allt frá 'heimaverslun til nýrrar listar. Ljós- leiðaravædd Reykjavík er tilrauna- markaður sem skapar möguleiká til þátttöku í nýjustu þróun atvinnu- lífs á heimsvísu. Ljósleiðaravædd Reykjavík er grundvöllur þekkingar og reynslu sem nýtast mun Reyk- víkingum og landsmönnum öllum til nýsköpunar, útflutn- ings og til samstarfs við erlenda fjárfesta. Athyglisvert er hversu breitt svið helstu vaxtarbrodda næstu áratuga byggir á möguleikum opins Ijósleiðaranets. Nefna má nokkur dæmi af handahófi: • Margmiðlun: Sam- þætting tónlistar, myndar og upplýsinga í nýjum miðli. Ný teg- und afþreyingar. Gagnvirkni, þar sem neytandinn getur sjálf- ur stjórnað því sem fyrir augu ber. Nýir möguleikar í verslun og þjónustu beint úr stofu- sófanum. Dagblöð og fréttamiðlun framtíðarinnar. • Kennslutækni: Notkun marg- miðlunar til kennslu og dreifingar upplýsinga- og fræðsluefnis. Lif- andi bókasöfn. Sjálfsnám og ein- staklingsbundin fjarkennsla. • Listform: Ný tegund sjónvarps- listar (vídeólistar); gerð gagnvirks skemmtiefnis og kvikmynda þar sem áhorfandinn tekur þátt í at- burðarásinni; dreifð list þar sem þátttakendur eru á mörgum stöðum samtímis; sýndarveruleiki. • Samskiptatækni: Hraðvirk sending hvers kyns upplýsinga, hljóðs og mynda; þjöppun mynda og annarra gagna, brenglunar- og afbrenglunartækni, leynd upplýs- inga, eftirlit og bilanagreining í samskiptakerfum, myndsími. • Tölvunet: Rannsóknanet, mynd- rænn tölvupóstur, dreifð tölvu- vinnsla, öll tölvugögn aðgengileg í næstu innstungu. Beinn aðgangur að stjómsýslu borgarinnar. Skoð- anakannanir og beint lýðræði. Vilhjálmur Þorsteinsson. Rauði listinn IV Unga fólkið, sem kýs nú UNGA FÓLKIÐ, sem á að erfa landið, stendur frammi fyrir þeirri bláköldu stað- reynd, þegar það er komið inn í kjörklef- ann á laugardaginn kemur, að í þetta skipti er ekki einvörð- ungu verið að kjósa um framgang stefnu sjálfstæðismanna, heldur fyrst og fremst um það, hvort Reykja- vík með sína persónu- legu töfra haldi áfram að vera til með allt, sem hún hefur upp á að bjóða. En eins og allt fólk með bijóstvit veit hafa framfarir aldrei verið meiri, aldrei verið meiri reisn yfir borginni, svo mikil reisn, að framandi túristar lofsyngja slíkt og flykkjast æ meira og meira til landsins. Reykjavík er náttúrulega orðin hjarta íslands eins og Þingvellir voru áður fyrr. Frá Reykjavík er landinu stjórnað. Ólafur Ragnar, guðfaðir tvö Rauða listans, og hans líkar hafa haldið uppi linnulausum áróðri og lygum um meint fjármálasukk. Tilfellið er, að staða borgarinnar í peningamálum er góð — hvergi í heiminum betra að búa en á ís- landi og í Reykjavík. Enn erum við land möguleik- anna. Niðurrifsöflin, sem skipa sér á bræðingslistann Rauða listann, Ætla má að ljósleiðaravædd höf- uðborg evrópsks ríkis yrði athyglis- verður kostur fyrir erlend hátækni- fyrirtæki sem áhuga hefðu á til- raunamarkaði fyrir nýjungar á of- antöldum sviðum. Samstarf við þau myndi bæði flytja þekkingu inn í landið og skapa okkur markaðs- tækifæri fyrir eigin þróun og reynslu. í tengslum við uppbyggingu ljós- leiðaranetsins væri upplagt að efla þær deildir Háskólans, Kennarahá- skólans, Iðnskólans og væntanlegs listaháskóla sem Tjalla um ofan- greind efni. Hér kæmu meðal ann- arra við sögu fjölmiðlun, tölvunar- fræði, stærðfræði, bókasafnsfræði, rafeinda- og rafmagnsverkfræði, Nýjar hugmyndir, frum- kvæði og djörfung er allt sem þarf, að mati Vilhjálms Þorsteins- sonar, til að stíga skref sem um munar í atvinnumálum næstu aldar. eðlisfræði og rafeindavirkjun svo eitthvað sé talið. Ökkar ágæta kvik- mynda- og dagskrárgerðarfólk fengi hér einnig nýjan vettvang. Rækileg könnun á þessari hug- mynd er dæmi um verkefni þróun- arráðs á borð við það sem Reykja- víkurlistinn hefur á stefnuskrá sinni, en þar munu fulltrúar at- vinnulífs, borgarinnar og skóla starfa saman að langtímastefnu- mörkun í atvinnumálum. Nýjar hugmyndir, frumkvæði, áræðni og djörfung er allt sem þarf til að stíga skref sem um munar í atvinnumálum næstu aldar. Þetta og meira til er að finna meðal þess samstillta og þróttmikla hóps sem skipar Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar 28. maí næstkomandi. Höfundur hannar hugbúnað og skipar 24. sæti R-listans. sem er fyrst og fremst kommalisti í dular- gervi, hafa sýknt og heilagt verið að vekja tortryggni ekki sízt hjá ungum óráðnum kjósendum. Þau geta slíkt kerfisbundið svo sem viðkvæðið: „Það er íhaldinu að kenna, að þið fáið ekki náms- lán.“ „Það er íhaldinu að kenna, að þið eign- ist ekki íbúð.“ Svo vill til, að undir- skráður á böm, sem nenna að vinna. Tvö þeirra hafa þegar eignazt íbúð — á stutt- um tíma meira að segja. Hveiju er það að þakka? Nú spyr greinar- höf. ungan lesanda og væntanlega kjósanda: Það er ennþá birta yfir Ungt fólk, sem kýs R- listann, kallar yfir sig kommissarakerfi, segir Steingrímur St.Th. Sigurðsson, í þessari grein. landi og þjóð og verður áfram, ef öfundaröflin, sem einkenna rauð- listann ná ekki að spilla stemmn- ingu meðal ungs dugmikils fólks, sem er hvorki skólað né stílað upp á það að kenna öðrum um, ef það megnar ekki að láta draum sinn um framtíðina rætast. Godfather Ólafur Ragnar lærði „composition" úti í Englandi (enskt menntaður maðurinn sá). Eins er því farið um greinarhöf. „Comp- osition" er eitt strangasta fag í enskum skólum. Það er strangur skóli í því að semja ritsmíð, sögu eða ræðu. Það er ekki kennt á Is- landi (fyrir utan ræðumennsku- skóla Gunnars heitins Thoroddsens á sínum tíma). Það er ekki kennt í öðrum skandinavískum löndum, hvernig menn eigi að koma fyrir sig orði. Því er ræðumennska léleg meðal pólitíkusa hér — yfirleitt. I Bretlandi og eins í Frakklandi er lögð áherzla á að kunna að semja og tjá sig sbr. regluna: Kafli eitt; kafli, tvö og ályktun. Og ennfrem- ur verður að vera stef í eins og í melódíu. Þetta kann Ólafur út í hörgul. Það er styrkur hans sem ræðumanns og gerir hann meira sannfærandi fyrir bragðið. Þess vegna hafa ræður hans haft áhrif** lygileg áhrif þrátt fyrir ómerkileg- heitin; lygar, blekkingar og óheið- arleik. Blöffið liggur í þessari til- lærðu ræðutækni hans, sem hann nam í ströngum akademískum enskum skóla. Þegar unga fólkið gengur að kjörborðinu á laugardaginn kemur, á það um tvennt að velja: Að kjósa R-listann og kalla yfir sig austan- tjalds kommissarakerfi eða greiða D-listanum atkvæði sem merkir það, að Metropolitan Reykjavík heldur áfram að vera reykvískur staður, þar sem frelsi og einstakl- ingurinn njóta sín, þar sem borgin heldur áfram að vera jákvæður staður þar sem fólki er ekki refsað fyrir dugnað eins og einkennir hugarfar rauðlistafólks. Og ekki sízt ber ungu fólki að minnast þess sem viðvörunar, að það væri þokkalegur fjandi, ef hér kæmist á afdankað austantjaldskerfí eins og í gömlu kommúnistaríkjunum í Evrópu, sem eru liðin undir lok. Það væri vitfirrt og furðulegt, ef unga fólkið staldraði ekki við, til að gera mun á aðalatriði og auka- atriði eins og gert er í öllu námi. Aðalatriði er að vernda vígið Reykjavík, láta þessa elskulegu borg halda velli með sína lífsgleði. Kommaöflin eru innilega langt frá æskunni alls staðar. Þar þrífst enginn húmor. Rauðlistafólkið hlær ekki. Það brosir ekki. Það er ekki fólk lífsins. Það er nóg að athuga ljósmyndir af rauðlistafólk- inu, sem minnir meira og minna á frosna staðnaða kommissara. Höfundur er listmálari og rithöfundur. lilkynning frá Sementsverksmiðjunni hf. Frá og með 1. júní 1994 mun Sementsverksmiðjan hf. framleiða og selja allt sement sitt samkvæmt Evrópustaðli FS ENV 197-1:1992. Sementstegundirnar þrjár sem Sementsverksmiðjan hf. framleiðir fá þá í samræmi við þennan staðal ný heiti. Núverandi Portlandsement mun heita fullu nafni: Portlandsement ENV 197-1 CEM 2/A - M 42,5 R Núverandi Hraðsement mun heita fullu nafni: Portlandsement ENV 197-1 CEM 2/A - M 52,5 R Núvernadi Blöndusement mun heita fullu nafni: Possolansement ENV 197-1 CEM 4/A 42,5 Portlandsement 42,5 R og Possolansement verður selt í lausu máli, stórsekkjum og 40 kg pokum en Portlandsement 52,5 R (áður Hraðsement) verður selt í lausu máli og stórsekkjum, en ekki í 40 kg pokum. 24. maí 1994, SEMENTSVERKSMIBJAN HF. • Steingrímur St.Th. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.