Morgunblaðið - 26.05.1994, Page 38

Morgunblaðið - 26.05.1994, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Nokkrar staðreyndir varð- andi skólamál í borginni Heilsdagsskóli Á SÍÐASTLIÐNU skólaári hóf Reykjavíkurborg tilraun í nokkrum skólum borgarinnar undir nafninu heiisdagsskóli. Strax varð ljóst að foreldrar tóku þessum nýja þætti í skólastarfinu fagnandi enda orðin brýn nauðsyn hjá mörgum að koma bömum sínum í örugga gæslu fyrir eða eftir skólatíma og jafnvel hvoru- tveggja. í upphafí var að sjálfsögðu F ómögulegt að gera sér nokkra grein fyrir hversu margir myndu nýta sér þessa þjónustu enda kom fljótlega í ljós að þær áætlanir sem gerðar höfðu verið um ijölda stóðust engan veginn. Reynslan sem fékkst á síðasta skóla- ári varð svo til þess að ákveðið var af borgaryfirvöldum að bjóða upp á heilsdagsskóla í öllum skólum borgar- innar á yfirstandandi skólaári. Töluvert hefur verið skrifað upp á síðkastið í fjölmiðla um heilsdags- skólann þar sem ákveðnir frambjóð- endur fyrir komandi kosningar hafa gert sér far um að sverta þennan þátt skólastarfsins og bent þar á ýmislegt sem þeir telja að betur hafí mátt fara. Auðvitað má gagnrýna .ákveðna þætti en mikilvægt er þó að þeir hinir sömu geri sér grein fyrir hversu mikilvæga viðbót við skólastarfið er hér um að ræða fyrir þá einstaklinga sem notið hafa þess- arar þjónustu. Því finnst mér mikilvægt að benda á ákveðnar staðreyndir er varða heilsdagsskól- ann. Mikið hefur verið rætt um nafnið á þess- ari þjónustu skólanna og er því ekkT að neita að það fór fyrir brjóstið á sumum skólamönnum sem vildu túlka það svo að verið væri að eyða því markmiði að einset- inn skóli með samfelld- um skóladegi allra grunnskólanemenda liti dagsins ljós. Svo var Þorsteinn Sæberg hefur vissulega átt að hluta til rétt á sér. Hins vegar lét einn borg- arráðsmaður þau orð falla að vissulega væri kapp best með forsjá en í þessu máli hefði kappið kannski verið heldur meira en forsjáin enda ef hefðbundnum aðferðum stjórnmáia- manna hefði verið beitt í heilsdagsskólamálinu væri hann sjálfsagt enn staddur í nefnd. Það er staðreynd að gott starf hefur verið unnið við að bæta úr húsnæðismál- að sjálfsögðu ekki enda er það stað- reynd að markvisst hefur verið stefnt að einsetningu skólanna í borginni og munu nokkrir skólar verða ein- setnir nú á komandi hausti. Hins vegar er fullljóst að þrátt fyrir ein- setningu skólanna verður nauðsyn heilsdagsskólans enn fyrir hendi enda mun verða boðið upp á þá þjón- ustu áfram í þeim skólum sem ein- settir verða. Fljótlega varð ljóst í haust að umsóknir voru fleiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og því voru nokkrir skólar vanbúnir að taka við þessum nýja þætti í skólastarfinu. Þetta hef- ur verið gagnrýnt og sú gagnrýni HEILSUBOTARDAGAR Á REYKHÓLUM Við bjóðum ykkur vellomin í 7 daga hvíldar- og hressingardvöl í júlí og ágúst. Þar verða kynntar leiðir til að bæta heilsuna og öðlast meiri lífsgleði og frið. Tímabilin eru: 4. -11. júlí 21. - 28. júlí 12.-19. júlí 29. júlí - 5. ágúst Við bjóðum: • Heilsufæði (fullt fæði) • Rúmgóð 2ja manna herbergi • Líkamsæfingar, jóga • Gönguferðir • Hugkyrrð, slökun • Fræðsluerindi • Uppskriftir • Tónleika • Nudd • Svæðanudd Sérstakir fyrirlesarar og tónlistarmenn verða á hverju námskeiði. Á staðnum er glæsileg sundlaug og nuddpottur. Nánari upplýsingar veita Helga og Hreinn í slma 91-76074 á milli kl. 17.00 og 19.00 alla virka daga til 30. júní. Eftir þaö á Reykhólum í síma 93-47805 Sigrún Olsen Kær kveðja Thor Barödal um skólanna varðandi heilsdagsskól- ann þannig að aðstaða barnanna er víðast hvar orðin mjög góð en alltaf má gera betur enda engin ástæða til að ætla að ekki verði haldið áfram á sömu braut á komandi skólaári. Auðvitað eru kostir og gallar á þessum nýja þætti í skólastarfinu. Þar má kannski nefna að auðvitað er það mikill tími fyrir barn að dvelj- ast innan skólans jafnvel frá kl. 7.45 til 17.15 alla daga vikunnar. Hins vegar má spyija hvar þau böm væru ef ekki væri um að ræða þetta úr- ræði fyrir þau. Það er staðreynd að með tilkomu heilsdagsskólans má merkja töluverðar breytingar á ein- stökum börnum sem hafa róast mik- ið og eru öraggari með sig bæði námslega og félagslega. Frambjóðendur R-lista hafa verið eins og áður sagði duglegir að tína til það sem þeir vilja nefna galla á heilsdagsskólanum en lítið hef ég séð um hvað þeir ætla að gera við heils- dagsskólann komist þeir að. Sem dæmi má nefna að þeir hafa gagn- rýnt það gjald sem tekið hefur verið fyrir þjónustuna og því er eðlilegt að spyija hvort þessi þjónusta verði notendum að kostnaðarlausu ef þeir ná meirihluta í borgarstjórn? Fjárveitingar til skólamála Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur orðið gífurleg breyting á fjárveitingum til skólamála í borg- inni. Þar má m.a. nefna að farið var í átak til tölvuvæðingar skólanna sem vissulega var orðið tímabært. Nú er svo komið að í hveijum skóla er tölvuver þar sem nemendur fá tæki- færi til að tileinka sér þessa nýju tækni. Sú ákvörðun bogaryfirvalda að tölvuvæða skólana á stuttum tíma gafst vel og var kærkomin. í kjölfar- ið var farið í að tölvuvæða öll bóka- söfn skólanna og tengja þau við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur eins og flestum er kunnugt einnig kostað kennslu námsefnisins Tilveran í 7. og 8. bekk á undanfömum árum og hefur sú viðbót við skólastarfíð verið af hinu góða. Nú hefur verið ákveðið af borgaryfirvöldum að auka tíma- fjölda yngstu nemenda skólans í 1.-4. bekk þannig að nemendur Það er staðreynd, segir Þorsteinn Sæberg, að mikill velvilji hefur kom- ið fram í ákvörðunum borgaryfirvalda varð- andi skólamál á yfir- standandi kjörtímabili. yngstu bekkjardeilda fái á næsta skólaári 27 vikustundir. Þessu ber að fagna en ætti kannski ekki að koma á óvart þegar horft er til þess að það er staðreynd að mikill velvilji hefur komið fram í ákvörðunum borgaryfírvalda varðandi skólamál á yfírstandandi kjörtímabili. Ennfremur má benda á það aukna framboð sem nemendum í skólum borgarinnar býðst nú hvað varðar tómstundastarf á vegum ÍTR en sá þáttur skólastarfsins hefur einnig farið vaxandi á undanförnum áram. Töluvert hefur verið rætt og ritað um þær breytingar sem fyrirhugaðar era á rekstri skóladagheimila í borg- inni á næstunni. Með tilkomu heils- dagsskóla og komandi einsetningar í grannskólum borgarinnar hlýtur hlutverk skóladagheimila að breytast töluvert. Það er staðreynd að heils- dagsvistun á skóladagheimilum heyrir sögunni til um leið og skóli er einsettur og því má ætla að mögu- leiki skapist til breytinga á rekstri þeirra með áðurnefndum breyting- um. Umræðan um fyrirhugaðar breytingar hefur að mínu mati verið nokkuð villandi og kannski meira í takt við að gera nefndar breytingar sem mest tortryggilegar í augum fólks fremur en að þær séu óhjá- kvæmilegar í kjölfar jákvæðra breyt- inga í skólamálum. Hver mun sjá um skólamálin? Nú stendur fyrir dyrum að sveit- arfélög taki við öllum rekstri grunn- skólanna. Því er afar mikilvægt að vel verði á málum skólanna haldið hjá ráðamönnum borgarinrjar. Þær auknu áherslur sem lagðar hafa ver- ið af borgaryfirvöldum á yfirstand- andi kjörtímabili á skólamálin era ekki síst ákveðnum einstaklingi að þakka. Formaður skólamálaráðs borgarinnar hefur eins og flestum er kunnugt verið núverandi borgar- stjóri, Árni Sigfússon, og hefur hans áhugi á skólamálum ekki síst haft þar mikil áhrif. Flestum ætti að vera Ijóst að eðlilega skiptir það máli hveijir veljast til formennsku í hinum einstöku nefndum og ráðum á vegum borgarinnar. Það er deginum ljósara að ef allir borgarstjórnarmenn meiri- hluta eiga alltaf að fá að vera með puttana í öllum málum er ólíklegt að það leiði til stefnumótandi ákvarð- ana. Við þekkjum öll hvað hratt vinnst ef flestum málum er skotið til umfjöllunar í nefndum. Það hlýtur að skipta foreldra skólabarna í Reykjavík miklu máli hvaða einstakl- ingur framboðanna muni beina kröft- um sínum og hafa forystu framar öðrum í skólamálum. Það er stað- reynd að stór hluti skólamanna í Reykjavík veit af fenginni reynslu að slík forysta skiptir máli. Höfundur er skólastjóri í Reykjavík. Breytum ekki breytinganna vegna Fjórir flokkar geta ein- FLESTIR borgarbúar era langþreyttir á gaspri og sýndarmennsku. Óll viljum við að fólk vinni að heilindum og áhuga. Árna Sigfússyni treysti ég best til þess að upp- fylla öll þau skilyrði sem prýða einn mann til þess að vera í forsvari fyrir borginni okkar. Reykjavík, höfuðborg allra landsmanna, er fögur. Öll höfum við lagt hönd á plóginn, hver í sinni mynd. Uppbygging borgarinnar, skipulag og hugmyndafræði er fjölda Guðrún Norberg ára barátta fyrir betri borg og vellíð- an borgarbúa. Eðlilega erum við ekki öll sammála um hvemig eða í hvaða röð fjármun- um okkar skuli varið til uppbyggingar borginni og íbúum landsins sem dvelja Reykjavík. Fjórir flokkar geta einfaldlega aldrei náð samstöðu um hag borgarinnar, hvað þá heldur að betrambæta. Þó er ótti minn hvað mestur við niðurrifi og afturför. Okkur er ljóst hvað við höfum og eram skyldug til þess að hlúa að því. Ekki vitum við hvað við fáum. Það ber að varast. Látum ekki R-ið vera með í ráð- faldlega aldrei náð sam- stöðu, segir Guðrún Norberg; R-listinn er tákn um rifrildi, ráðríki og ráðstjórn. um. Við uppskerum aðeins það sem við sáum. Breytingar breytinganna vegna er alvarleg stefna fyrir alla þjóðfélagsins þegna. Bestu kveðjur. Höfundur er húsmóðir. Guðný Ósk Garðarsdóttir verslunarmaður Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður Kolbrún Aðalsteinsdóttir rithöfundur/skólastjóri Árni Sæberg Ijósmyndari Hildur Bjarnadóttir arkitekt 5SK5l555l2H!25l2?5555!555,55,2H5^5255,ff^^2^HP!Kr!KHÍ? Áffram með Árna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.