Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
-J3> ---—-------------
+
MORGUNBLAÐIÐ
Upplýsingalína Sjálfstæðismanna
012094
MINNINGAR
Hringdu núna
áfram Reylcjavík 2>
m ra i WHnUNfí fc/
'tr
ELFA-LVI
Einfaldir eða tvöfaldir olíufylltir
rafmagnsofnar350 - 2000w.
Hæð 30, 50 eða 59 cm.
ELFA-OSO
Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir
30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir
frá 400-10.000 lítra.
ELFA-VARMEBARONEN
Hitatúba / rafketill 12kw, 230v.
1 fasa. Útvegum aðrar stærðir allt
að 1200kw.
ELFA-VORTICE
Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w.
Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut-
reyndurvið íslenskaraðstæður.
HAGSTÆTT VERÐ OG /“/“
GREIÐSLUSKILMÁLAR. i"
Einar Farestveit & Co.hf.
Borgartúni 28 - S 622901 og 622900
Hádegishlaðborö
alla virka daga
Kr. 750,-
■* %
UJTtanfidí siroá
|+i#*siií»ii;8ll 820'
'.....
"Q ra Vj&k a ntc—.
Suður[anás6raut 14 * Sími 811 844
SIGBJORN ÞORÐARSON
+ Sigbjörn Þórð-
arson var fædd-
ur á Einarsstöðum,
Stöðvarfirði, 27.
júní 1915. Hann lést
í Reykjavík 18.
þessa mánaðar.
Foreldrar hans
voru Sólveig María
Sigbjörnsdóttir, f. I
Vík í Fáskrúðsfirði
12. janúar 1885, d.
20. júní 1954, og
Þórður Magnússon,
útvegsbóndi og
hafnsögumaður á
Einarsstöðum,
Stöðvarfirði, f. þar 13. janúar
1875, d. 7. nóvember 1955.
Systkini Sigbjörns voru Þor-
steinn, f. 11. april 1907 (lát-
inn), Unnur, f. 1. júlí 1909 (lát-
in), Aðalheiður, f. 4. apríl 1910
(látin), Magnús, f. 16. júlí 1917,
Jakobína, f. 28. október 1919,
Rósa, f. 17. október 1922 (lát-
in), Borghildur, f. 21. septem-
ber 1926. Sigbjörg kvæntist
árið 1959 Sigrúnu Hansen, f.
8. júlí 1911, d. 30. júlí 1993. Þau
voru barnlaus. Sigbjörn lauk
verslunarprófi frá Verslunar-
skóla íslands. Útför hans fer
fram frá Fossvogskirkju í dag.
ELSKU bróðir. Göngunni er lokið
og þú ert kominn á leiðarenda.
Takmarkinu er náð. Þú ert kominn
til hennar Rúnu þinnar, sem þú
elskaðir og virtir að verðleikum,
enda varstu sem vængbrotinn fugl
eftir að hún fór.
En þú varst ekki einn í heimin-
um, þar sem þú áttir hann Halldór
mág þinn að, sem tók þig strax að
sér og hafði heima hjá sér þar til
yfir lauk og hugsaði um þig með
stakri prýði, og á hann heiður skil-
ið fyrir það. Þér þótti alltaf svo
vænt um Halldór, og hefðir hvergi
annars staðar frekar vilja vera. Þið
vorið listunnendur, og held ég að
þið báðir hafið haft gott af þessari
samveru ykkar.
Eins ertu kominn til systkinanna
og til foreldranna sem ævinlega
báru hag þinn fyrir bijósti og höfðu
oft miklar áhyggjur af þér, fyrst
sem ungs heilsulítils drengs, og síð-
ar sem sjómanns á hafi úti á mikl-
um hættutímum, þegar sjómenn
urðu alltaf að vera í viðbragðsstöðu
og máttu ekki úr fötum fara vikum
saman vegna stríðshættu.
Þú bauðst þig fram ásamt fáum
öðrum til að fara frá skipshlið á
lítilli kænu, í vitlausu veðri, til að
bjarga drukknandi mönnum úr sjó,
þegar búið var að skjóta niður skip-
ið þeirra. Ég veit þú fékkst heiðurs-
skjal fyrir þetta afrek, en vildir
aldrei um þetta tala, frekar en
margt annað er gott þú gerðir. Þú
varst trúaður, en flíkaðir aldrei til-
fmningum þínum.
Máltækið segin „Frændur eru
frændum verstir." Því fer íjarri að
það ætti við um þig. Þér þótti vænt _
um fólkið þitt og vildir því vel, þótt
við hlýddum ekki alltaf þinum heilræð-
MAITILBOÐ
Píta m/buffi, frönskum og sósu Kr. 490.-
Píta m/grænmeti, frönskum og sósu Kr. 450.-
Hamborgari m/frönskum og sósu Kr. 400.-
Gildir út maí
Afsláttarkort gilda ekki
sambandí viö tilboö.
um, þætti þau stundum
gamaldags.
Það var oft spenna
í lofti í gamla daga hjá
yngstu kynslóðinni
þegar von var á
„Bjössa frænda" úr
siglingu frá útlöndum.
Það þurfti yfirleitt ekki
að bíða boðanna. Bjössi
og Rúna mættu fljót-
lega, og þá með eitt-
hvað fallegt og svo
auðvitað sælgæti, sem
fékkst bara í útlöndum.
Já, það er margs að
minnast þegar leiðir
skilja.
Bjössi minn, að lokum þakka ég
þér samfylgdina og allt sem þú
gerðir fyrir mig og mína.
Guð geymi þig.
Borghildur.
Mig langar að setja á blað örfá
minningarorð um Sigbjörn Þórðar-
son, móðurbróður minn. Bjössi
frændi og Rúna kona hans voru
mjög barngóð og eru margar æsku-
minningar mínar tengdar þeim
hjónum.
Ég minnist þess þegar ég var
11 ára að ég fékk að' fara með
Bjössa „á ströndina", en þá var
hann bátsmaður á m/s Dettifossi.
Ég hafði nóg að gera í þessari ferð.
í hverri höfn var leituð upp sund-
laug og okkur Bjössa fannst nú
ekki mikið varið í viðkomustaði sem
ekki höfðu sundlaug. Síðan var far-
ið með færið og rennt fyrir mar-
hnúta og ufsa af bryggjunum. Einn-
ig fékk ég að hjálpa Bjössa við
ýmis létt störf um borð. Nokkrum
árum síðar er hann var skipveiji á
m/s Gullfossi bauð hann mér með
sér á skíðavikuna á ísafirði. Það
var feiknarlegt ævintýri fyrir mig
að fara þessa ferð. Ekki ferðuð-
umst við Bjössi einungis saman á
sjónum, heldur á ég margar
skemmtilegar minningar frá ferða-
lögum akandi með Bjössa og Rúnu
og þá sérstaklega til Víkur í Mýr-
dal þar sem frændfólk okkar bjó.
Börnin mín hafa aldrei átt afa,
þeir voru báðir látnir áður en þau
fæddust, og kom Bjössi í þeirra
stað. Þegar dóttir mín var lítil kom
Bjössi daglega þegar hann var í
landi til að hitta hana. Hún naut
þess líka að láta frænda hossa sér
og kjassa. Því miður höfðum við
búið svo langt frá honum Bjössa
undanfarin ár að samgangurinn
hefur minnkað mikið, en alltaf
reyndum við að koma við hjá honum
eða hitta hann þegar við vorum í
bænum.
Bjössi og Rúna höfðu mikinn
heimsbrag yfir sér, þau unnu listum
og ber heimili þeirra vott um það.
Þau voru ástfangin eins og ungling-
ar alveg til dauðadags Rúnu, en
hún lést sl. sumar. Orðið „elskan"
heyrðist oft þegar þau töluðu sam-
an. Síðan Rúna lést hefur Bjössi
ekki verið samur. Ekki hefur hann
samt verið einn. Hann hefur haldið
til hjá Halldóri Hansen, bróður
Rúnu, sem hefur hugsað um hann
og stytt honum stundirnar. Einnig
hefur móðir mín sýnt honum mikla
umhyggjusemi gegnum árin og hef-
ur hann vel kunnað að meta það.
Hann hefur verið sjúklingur í nokk-
ur ár, en ekki hefur það aftrað
honum frá því að sækja sundlaugar
borgarinnar. Það hefur verið hans
yndi síðan hann hætti sjómennsku
fyrir nokkrum árum og marga
kunningja eignaðist hann í laugun-
um. Frá síðustu sundlaugarheim-
sókn sinni fór hann í sjúkrabíl og
lést hann morguninn eftir.
Nú er komið að kveðjustund og
veit ég að Bjössi kveður sáttur við
allt og alla, en við munum sakna
hans.
Sólveig Helgadóttir.
Sigbjörg Þórðarson, Bjössi
frændi, lést að morgni miðviku-
dagsins 18. maí, saddur lífdaga, á
79. aldursári sínu.
Bjössi frændi var móðurbróðir
minn og einn af föstu punktum í
tilverunni allt frá því ég man eftir
mér, hann og Sigrún Hansen, kona
hans, Sigrún frænka. Gilti þá einu
þótt Bjössi væri farmaður á sigling-
um um heimshöfin og væri lang-
dvölum að heiman.
Bjössi frændi var ævintýramaður
í augum okkar systkinabarna hans.
Hann var maðurinn sem kannaði
ókunna stigu, jafnvel meðal blá-
manna og villidýra. En svo var
hann einn góðan veðurdag kominn
heim, hlaðinn framandi varningi og
við nutum góðs af. Stundum feng-
um við að fara niður á bryggju
þegar Bjössa var von, og fylgjast
með landtökunni og ysnum og þysn-
um sem fylgdu. Við störðum um
borð þar til frændi okkar birtist.
„Þama er Bjössi frændi," hrópuðum
við eins og kraftaverk hefði orðið.
Svo breyttumst við úr börnum í
unglinga og þar með í girnilegan
markhóp fyrir þá sem vilja nýta sér
ósjálfstæði þessara ára. Skyndilega
vissum við heilmargt um tískuföt
og tónlist. Og nú var Bjössa frænda
heldur betur að mæta.
Bjössi frændi hafði nefnilega
heilmargt að athuga við þróun lista,
menningar og almenns smekks
manna síðustu áratugina, jafnvel
aldirnar — og lét ekki hanka sig á
ódýrum frösum. Þótt við legðum
mörg saman og berðumst fyrir
heiðri Bítlanna og Rolling Stones
kom allt fyrir ekki; org, útburðar-
væl og spangól skyldi eftirlætistón-
list okkar heita og dæmigerð
ómenning.
Svo setti Bjössi klassíska tónlist
á fóninn sinn og hækkaði úr öllu
valdi svo enginn mátti mæla og því
síður heyra annað en sígilda tóna
meistaranna.
Lágfleygum bókmenntasmekk
okkar svaraði Bjössi með því að
fara með langa kafla úr Manfred
eftir Byron eða Faust Goethes í
glæsilegum þýðingum sem hann
kunni auðvitað utan að svo sem
meisturunum hæfði. Vildi þá verða
fátt um varnir.
Það er e.t.v. í því fólgin þversögn
að slíkur fagurkeri sem Bjössi var
skyldi gera sjómennsku að ævi-
starfi sínu — og þó. Siglingarnar
urðu honum leið til að nálgast er-
lenda hámenningu, hljómleikahallir
og bækur, enda eignaðist Bjössi
fjölda erlendra vina sama sinnis á
ferðum sínum um heiminn.
Ýmsir myndu kalla Bjössa sér-
lundaðan í meira lagi og er það að
því leyti rétt að hann hafði ákveðn-
ar skoðanir á flestum málum, oft
harla ólíkar þeim sem meðal-jóninn
slær um sig með. Það er hollt að
kynnast slíku fólki, takast á við það
um menn og málefni og hopa venju-
lega af hólmi innan stundar, lítt sár
en ákaflega móður.
Bjössa frænda var ekkert að van-
búnaði er hann lagði úr höfn síð-
asta sinn. Heilsan var ekki svo góð
sem vera skyldi og dauði Sigrúnar
konu hans fyrir nokkrum mánuðum
skildi eftir skarð sem enginn gat
fyllt. Þótt Bjössi ætti enn góða að
var hann þreyttur orðinn og að
ýmsu leyti einmana og lífslöngunin
þorrin að mestu. „Eitt sinn skal
hver deyja,“ sagði hann við mig
fyrir skömmu og taldi erindi sínu
hér lokið.
Þijú síðustu kvöld ævi sinnar
sótti Bjössi tónleika sem honum
hugnuðust vel. Þannig fylgdi eftir-
lætisgrein hans honum síðasta spöl-
inn.
Blessuð sé minning Bjössa
frænda míns.
Þórður Helgason.
Látinn er í Reykjavík heiðurs-
maðurinn og sækempan Sigbjörn
Þórðarson tæplega 79 ára gamall.
Hann var kominn af austfirsku
kjarnafólki enda var hann ætíð
stoltur af uppruna sínum og ætt-
erni.
Ekki verða ættir Sigbjörns raktar
f
f
€
:
i
i
c
i
f
9
4