Morgunblaðið - 26.05.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.05.1994, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristín Páls- dóttir var fædd á Krossum í Staðar- sveit 26. janúar 1935. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 19. þessa mánaðar. Foreldr- ar hennar voru Páll Jónsson og Stefan- ía Asmundsdóttir. Kristín var yngst fimm systkina og eina systkinið sem fætt var á Krossum. Eldri en hún voru Ragnheiður, sem dó í bernsku; Helga, sem lést á góðum aldri; Jón, vélvirki; Ragnheiður, fulltrúi í Reykja- vík. Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, skólastjóra í Þing- borg, tók Stefanía á Krossum ungan að sér og ól upp sem eitt barna sinna. Kristín giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Vilhelm Heiðari Lúðvíkssyni (f. 16. janúar 1935), á gamlársdag 1960. Börn þeirra eru fimm: Hrönn, textílhönnuður, gift Þórólfi Antonssyni líffræðingi frá Dalvík; Lúðvík, iðn- rekstrarfræðingur, kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur sjúkr- aliða frá Blönduósi; Björk, fé- lagsráðgjafi, gift Sveini Rúnari Haukssyni lækni í Reykjavík; Jón Páll, Ijósmyndari, og As- mundur, verslunarmaður, kvæntur Svanhvíti Sveinsdótt- ur húsmóður í Reykjavík. Barnabörnin eru orðin átta talsins. Útför Kristínar fer fram frá Laugarneskirkju í dag. Heita eining huga og máls, hjarta gulls og vilji stáls, ljósið trúar, ljósið vona lífs þíns minning yfir brenni. Þú, sem unnir ei til hálfs auðnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjart um enni berðu hátt. Nú ertu fijáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána! Þú varst íslensk kona. (E. Ben.) í DAG er kvödd hinstu kveðju Kristín Pétursdóttir frá Krossum í Staðarsveit. Bærinn Krossar stend- ur á sjávarkambinum suður undir Elliðahamri. Fögur fjallasýn er frá bænum og ber þar hæst Snæfells- jökul og Tröllatinda. Gulur fjöru- sandurinn er framháld af Löngu- fjörum. Leiðin að Krossum liggur um vegleysu yfir Stakkhamarslæk og niður að sjó þar sem sæta þarf sjávarföllum. Þar bjó á öndverðri þessari öld Stefánía Asmundsdótt- ir, móðir Kristínar, og á undan henni móðir Stefaníu, Kristín Stef- ánsdóttir. Systir Stefaníu, María Ásmundsdóttir, lifír í hárri elli í Reykjavík. Faðir Kristínar, Páll Jónsson, var af Austurlandi, sonur Jóns ísleifs- sonar á Eskifírði og Ragnheiðar, dóttur séra Páls Pálssonar í Þing- múla, sem var frumkvöðull að heymleysingjakennslu á íslandi. Bróðir Páls var Amfinnur Jónsson skólastjóri. Páll fór ungur til versl- unamáms í Þýskalandi. Hann stundaði um tíma heildsölu í Reykjavík, en veiktist af berklum og dó langt um aldur fram. Kristin var þá tæplega ijögurra ára gömul. Krossar lögðust í eyði um miðjan sjötta áratuginn, en á síðustu árum hafa afkomendur Stefaniu og Páls leitað í heimareitinn. Saman hefur verið dyttað að gamla háreista bænum og nánasta umhverfi verið hirt. Kristín gerði sér rósagarð norðan við bæinn og gróðursetti þar rósarunna og birkihríslur. Hún markaði einnig af matjurtagarð og sáði fyrir kartöflum og grænmeti. Kristín kynntist því ung að þurfa að hafa fyrir lífinu, lærði að vinna og takast á við vanda hversdags- ins. Kristín var ástrík og um- hyggjusöm móðir og amma. Hún var góð okkur tengdabörnum sínum. Við nutum elsku hennar, sann- girni og' góðvildar. Sömu sögu hafa böm- in mín af fyrra hjóna- bandi að segja. Skólaganga Kristín- ar var sveitaskólinn í Staðarsveit. Stutta skólagöngu bætti hún sér upp með lestri góðra bóka og ýmsum námskeiðum. Hún var íhugul kona, greind og dugnaðarforkur. Ung stúlka réðst hún til verslunarstarfa í Reykjavík. Tuttugu og þriggja ára gömul hélt hún til Birmingham á Englandi og var þar í vist árlangt. Þaðan hélt Kristín til Kaupmannahafnar og réðst til starfa á fæðingardeild St. Jósefs sjúkrahússins. í Kaupmannahöfn varð á vegi hennar íslendingur, Vilhelm Heiðar Lúðvíksson, sem var þar við lyfja- fræðinám. Tókust fljótt með þeim ástir. Hún hélt heim haustið 1959 og fór hann á eftir í jólafríinu og trúlofuðust þau síðan á gamlárs- kvöld. Ári síðar, á gamlárskvöld 1960, giftust þau í Kaupmanna- höfn. Vilhelm, eftirlifandi eiginmaður Kristínar, er apótekari í Laugar- nesapóteki, en þau höfðu áður ver- ið um árabil á Blönduósi. Kristín starfaði alla tíð við hlið Vilhelms í apótekinu, bæði á Blönduósi og í Laugarnesi. Hún átti sér fjölmörg áhugamál og saman lögðu þau stund á brids og golf og unnu til verðlauna á báðum sviðum. Þau ferðuðust víða, innanlands sem utan, einkum eftir að börnin kom- ust á legg. Kristín hafði til að bera ríka rétt- lætiskennd og skoðaði samfélags- mál jafnan frá þeim sjónarhóli. Hún var trúuð kona, hafði sem barn alist upp við kristindóm og lagði sig fram um að veita bömum sínum slíkt uppeldi. Nábýlið við álfa var hluti tilvemnnar á æskuslóðum Kristínar. Stefanía á Krossum var vinsæl sæmdarkona í sinni sveit, en ein nánasta vinkona hennar var Helga, huldukona sem bjó í Helgu- hól í túnjaðrinum norðan við bæ- inn. Kristín varð þess oft vör að móðir hennar sat á síðkvöldum löngum stundum á hljóðskrafi við Helgu vinkonu sína. Þjóðtrúin lað- aði fram virðingu fyrir náttúrunni og lífríki sveitarinnar. Kristín og Vilhelm eignuðust fímm böm. Barnabörnin em orðin átta talsins. Þau eiga sér minning- ar um yndislega ömmu, sem kvaddi of fljótt fyrir okkur, en skildi við, umvafin þeirri ást sem hún átti sjálf svo stóran þátt í að skapa. Drottinn fagnaði barni sínu með klukknahringingu sem ómaði frá Laugarneskirkju um leið og hún andaðist. Blessuð sé minning Stínu á Krossum. Sveinn Rúnar. Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegrar tengdamóð- ur minnar, Kristínar Pálsdóttur, sem kvaddi okkur að morgni fimmtudagsins 19. maí. Ég kynnt- ist Stínu, eins og ég kallaði hana, fyrir rúmum sjö árum þegar kynni mín og Ása sonar hennar og Vil- helms hófust. Stuttu eftir okkar fyrstu kynni gerðist ég svo lánsöm að búa á heimili þeirra hjóna. Þar var mér strax tekið sem einu af þeirra börnum og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma er við bjuggum á Kirkjuteignum. Allt- af var Stína tilbúin að ræða við mig um það sem í bijósti mér bjó og gefa mér góð ráð um nánast hvað sem var. Ég fann strax að þarna hafði ég kynnst konu sem hafði mikla mannkosti og var ein- staklega kærleiksrík. Stína var fjölskyldukona af lífi og sál, henni leið best þegar öll átta barnabörnin voru saman kom- in og léku við hana. Mér eru minnis- stæðar allar þær fjölmörgu heim- sóknir sem hún lagði á sína veik- burða fætur til dóttur minnar Ást- rósar Lindu þegar sú stutta lá í þó nokkra daga á spítala í vetur. Það var innileg gleði sem skein úr andlitum þeirra beggja þegar Stína birtist lafmóð í dyragættinni á spít- alaherberginu. Hún gaf sér alltaf góðan tíma til að leika sér við hana, púsla, lita eða lesa fallega sögu. Alltaf vildi hún gott gera og hún gerði aldrei mannamun, í hennar augum voru allir jafningjar, og það að öðrum liði sem best var henni sem áhugamál. Stína gerði líka mikið til að halda fjölskyldu- böndunum sem sterkustum, hún hélt þorrablót árlega, jólaball í stof- unni á Kirkjuteignum, varðelda á Krossum, matarboð sem oftast og margt fleira. Ég mun ávallt hafa hugfast það sem hún sagði við okkur Ása þegar við vorum að þræta: „Verið þið nú góð hvert við annað.“ Stína barðist við illvígan sjúk- -dóm og ég hef dáðst að baráttu- þreki hennar fram á síðustu stund, og þeim krafti sem hefur drifið hana áfram. Nú hefur hún Stína mín fengið svör við mörgum spurn- ingum sem voru henni hugleiknar, svör sem við hin fáum ekki á þessu tilverustigi. Elsku tengdapabbi, missirinn er mikill og sár, en minningarnar um hana Stínu eru bæði margar og góðar, þær munu lifa með okkur alla tíð. Megi Stína okkar hvíla í Guðs friði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Svanhvít Sveinsdóttir. Kristín Pálsdóttir tengdamóðir mín er látin á sextugasta aldurs- ári. Skarð er fyrir skildi. Kynni okkar Kristínar hófust fyrir u.þ.b. ellefu árum þegar á tilhugalífi okk- ar hjóna stóð. Alla jafna fylgja tengdaforeldrar með þegar maður kvænist. Sumum verður það hin mesta mæða, en í mínu tilviki jók það mjög á kosti konunnar. Með mér og tengdaforeldrunum tókst vinskapur sem ég vil þakka þeim fyrir um leið og ég vona að sú vin- átta megi haldast með Vilhelm enn um langa hríð. Þó að ellefu ár séu ekki langur tími kynntist ég Kristínu vel þenn- an tíma. Samt sem áður var ég alltaf að sjá á henni nýjar hliðar. Og það fram á síðustu stundu. Hún var mikil málafylgjumanneskja og hafði ég gaman af að fylgjast með því í laumi hvernig hún kom sínum málum fram, oft með óhefðbundn- um hætti, en notaði ráð sem dugðu. Ef eitthvert málefni gagntók hana var hún ekki ánægð fyrr en því var hrundið af stað, sinnan var slík. Sem dæmi um þetta var að rétt um tólf dögum fyrir andlátið kom hún til mín þar sem ég var að vinna við innréttingar á kjallaraherbergi sem vinnustofu fyrir Hrönn dóttur hennar. Hún studdist við tvær hækjur. Allt var í drasli, verkfæri og viðarkubbar á víð og dreif. Göngufærið ekki sérlega gott. Þrátt fyrir það fannst mér hún „strunsa" áfram miðað við ásig- komulag og hratt jafnótt frá sér draslinu með hækjunum og skipu- lagði (óumbeðin) hver næstu verk væru í kjallaranum og hvernig ætti að gera þetta og hitt. Þegar yfirreiðinni var lokið og hún fór út úr dyrunum aftur, heyrði ég hana segja ,jæja þá“ með þeim hljómi að mér fannst merkja: Þá er þetta frá, best að snúa sér að því næsta. Þarna var henni lifandi lýst. Flestar hennar ábendingar varðandi þetta verk gengu líka eft- ir. Þegar lífið gengur sinn vana- gang sér maður ákveðnar hliðar á fólki. Það er ekki fyrr en á reynir með einhveijum hætti að hinn raunverulegi styrkur fólks kemur í ljós. Þá skiljast hafrarnir frá sauð- unum. Slík baráttumanneskja gat Kristín verið að eftir að Almættið hafði gefið út kvaðningu til hennar um brottflutning, bauð hún til- skipuninni birginn. Hefur þó eng- um tekist að vinna slíkt mál til þessa, en henni fannst sjálfsagt að reyna. Að sjálfsögðu komu fram hjá Kristínu spurningar, tregi og jafn- vel biturð eftir að „skæruliðarnir" hófu sóknir sínar, en svo kallaði hún meinvörp sín. Það er ekki nema eðlilegur hlutur. En ég þykist hafa fylgst með því í gegnum allmörg ár að Kristín var smám saman að byggja sér lífsskoðun sem varð fyllri og fyllri með tímanum. Ekki er stund né staður til að fara nán- ar út í þá hluti hér, en mér líkaði þessi lífssýn og fékk að njóta með að hluta. Það verður dýr perla í sjóði minninga minna og fleiri ná- kominna henni. Einnig hafði hún, nokkru fyrir andlátið, gert upp marga þætti í lífi sínu sem á henni höfðu stundum legið og var hún mjög þakklát fyrir það. Fyrir þetta verður eftirlifendum auðveldara að breyta sorg í söknuð, en söknuður- inn er og verður mikill. Jafnframt því að ég þakka fyrir samleiðina liðin ár, votta ég Vil- helm innilega samúð mína, svo og bömum þeirra og öðrum aðstand- endum. Þórólfur Antonsson. dauðinn skín gegnum lífíð' sólargeisli gegnum vatnsdropa Þessar ljóðlínur eftir hann Árna bróður minn komu upp í hugann þegar ég frétti af andláti Kristínar Pálsdóttur vinkonu minnar. Við héldum að við hefðum meiri tíma, að minnsta kosti fram á haustið, en svo allt í einu ertu farin Stína mín, og minningabrotin hrannast upp. Ég sé okkur ungar stúlkur í Kaupmannahöfn, við unnum á sama sjúkrahúsi en þekktumst ekki áður. Þú komst á mína deild til að leita uppi Islending sem þú fréttir að værin farinn að vinna þar. Mér fannst þú töluvert forfrömuð, búin að vera í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði, en ég nýkomin. Tíminn líð- ur og allt í einu erum við komnar með unnusta upp á arminn, sam- stúdenta og félaga. Éjg fer heim til íslands og þú líka. Eg gifti mig heima og við förum öll til Kaup- mannahafnar aftur um haustið. Þú ferð að búa með unnustanum og ég veit að það er barn á leiðinni. Á gamlaársdag 1960 bjóðið þið til brúðkaups, þú og Villi, það gengur ekki að draga þetta lengur þó að þið séuð ekki heima á Fróni. Ekki voru brúðkaupsgestirnir margir. Það vorum við Benni og hjónin sem þið leigðuð hjá. Þrátt fyrir það, að gestimir væru ekki fleiri, varð þetta brúðkaup mér mjög eftir- minnilegt. Ég man betur hvað presturinn sagði við ykkur í ykkar brúðkaupi en hvað sagt var í mínu eigin brúðkaupi. Danski presturinn sem gaf ykkur saman lagði útaf atburði í Njálssögu en það kunnum við íslendingar svo vel að meta. Þetta var út af frásögninni af brun- anum þegar Bergþóra mælti: „Ég KRISTÍN PÁLSDÓTTIR var ung gefin Njáli. Hefi ég heitið honum, að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ Eftir þessa fallegu athöfn buðu þið Villi til brúðkaup- sveislu á veitingastaðnum „Syv smaa hjern" en þú sagðir að það væri vel við hæfi, kannski eignað- ist þú „syv smaa hjem“, en við viss- um báðar að vegna atvinnu eigin- manna okkar ætti ef til vill fyrir okkur að liggja að flytja okkur um set. Þegar heim kom réð tilviljun því að við fórum báðar að búa við sömu götu, aðeins eitt hús var á milli okkar. Báðar vorum við orðnar stoltar mæður með börnin okkar Hrönn og Rafn. Oft var setið yfir kaffibolla og spjallað saman um börn og bú, lífið og tilveruna, aðal- lega þó um lífið og tilveruna því að þú varst mikill heimspekingur. Þetta voru ljúf ár. Þú vissir að ég var í saumaklúbb með gömlum skólasystrum sem ég talaði oft um og þegar ákveðið var að fjölga í klúbbnum, þá varst þú tekin inn svo að mínar vinkonur urðu þínar vinkonur. Þessi hópur er nú búinn að halda saman í rúm 30 ár. Árin liðu, börnunum fjölgar, þú eignast fimm börn,_Hrönn, Lúðvík, Björk, Jón Pál og Ásmund, ég mín þijú. Leiðir skilja og flutningar byija og verður á lengra milli vina- funda, en alltaf góðir fundir og oft var gripið til símans á þessum árum. Ymislegt kemur upp í hug- ann, t.d. hittumst við fyrir tilviljun á skemmtilegu ferðalagi í London og ég minnist frábærrar laxaveislu á Blönduósi hjá ykkur Villa fyrir nokkrum árum og síðasta heimsókn þín og Villa til Keflavíkur núna um nýliðna páska verður mér ógleym- anleg. Báðar erum við orðnar margfaldar, stoltar ömmur og veit að þú dáðir barnabömin þín. En reiðarslagið kom síðastliðið haust þegar þú greindist með krabba- mein, sem allt of fljótt lagði þig að velli. Nú ertu lögð af stað á áttunda staðinn því að heimili ykk- ar Villa urðu sjö í þessu lífi. Þú reyndist sannspá á brúðkaupsdeg- inum þínum á gamlársdag 1960. Við Benni flytjum þér, Villi minn, og börnunum ykkar, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Heiðrún. Guð gefur og guð tekur, en það er eitt sem hvorki hann né nokkur annar getur tekið frá mér, það er minning mín um þig, elsku amma. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn og fá faðminn, kossinn og vera kallaður sólargeislinn eða engillinn. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta á nýtt lag, sögu eða annað sem ég hafði fram að færa og oft sungum við saman eða áttum góð- ar spjallstundir. Á Krossum var líka alltaf gaman að vera með þér og skoða blómin og fuglana, mesta fjörið var samt þegar þú varst að draga okkur ömmubörnin þín út um allt þar á kassabílnum. Stund- um fékk ég að gista hjá þér og afa, þá var svo notalegt að fá sögu fyrir svefninn og kúra svo hjá ykk- ur afa um nóttina. Það er mikið af myndum og minningum sem koma fram og vil ég, amma mín, þakka þér fyrir þetta allt og miklu meira. Elsku afi, ég bið guð að gefa þér styrk á erfiðum stundum. Nú legg ég augum aftur ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engitl, svo ég sofi rótt. Dagbjartur Gunnar. Kynni okkar Kristínar hófust fyrir rúmlega sex árum, er þau Vilhelm stóðu fyrir veglegri brúð- kaupsveislu, er dóttir þeirra giftist syni mínum. Við tókum þá að okk- ur í sameiningu að skrifa utan á boðskortin sem voru hátt á annað hundrað. Sú einstaka hlýja og góð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.