Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 46

Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNHILDUR PÁLSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki deildar A-7 á Borgarspít- ala fyrir umönnun og hlýhug. Hörður Sigurðsson, Hafsteinn Sigurðsson, Guðmunda Þorláksdóttir, Halldór Júliusson, Hanna Guðmundsdóttir, Þórunn Júliusdóttir, Villý Petersen, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, HANNES GUÐJÓNSSON, lést í Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 23. maí. Guðjón Hannesson, Tryggvi Hannesson, Grétar Hannesson, GuðniHannesson. t Ástkær eiginmaður minn, KONRÁÐ INGIMUNDARSON fyrrv. lögregluþjónn, Dalbraut 20, Reykjavík, lést þann 25. maí. Fyrir hönd aðstandenda Þurfður Snorradóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SIGURBRANDSDÓTTIR frá Flatey, Breiðarfirði, lést 24. maí sl. Fyrir hönd aðstandenda Einar Aðalsteinsson, Elsa Aðalsteinsdóttir, Oddný Einarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GUÐNI KRISTJÁN SÆVARSSON, Traðarlandi 10, Bolungarvík, .sem lést á Borgarspítalanum 18. maí sl., verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 28. maí. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á þyrlusjóð og geta snúið sér til slysa- varnahússins í Bolungarvík í síma 94-7428. Guðlaug Sveinbjörnsdóttir, Bjarney Jóhanna Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson, Kristján Erlendur Kristjánsson, Sævar Guðmundsson, Bjarney Kristjánsdóttir og systur hins látna. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR frá Krossum, Kirkjuteigi 21, Reykjavfk, lést á heimili sínu 19. maf. Jarðarförin fer fram frá Laugameskirkju fimmtudaginn 26. maí kl. 15.00. Vilhelm Heiðar Lúðvíksson, Hrönn Vilhelmsdóttir, Þórólfur Antonsson, Lúðvík Vilhelmsson, Kristfn Gunnarsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson, Jón Páll Vifhelmsson, Ásmundur Vilhelmsson, Svanhvft Sveinsdóttir og barnabörn. EINAR GUÐMUNDSSON + Einar Guð- mundsson frá Túni í Flóa var fæddur 17. septem- ber 1915. Hann lést 15. maí 1994. Faðir hans var Guðmund- ur bóndi í Túni Bjarnason bónda þar Eiríkssonar og Guðfinnu konu hans Guðmunds- dóttur frá Hróars- holti. Móðir Einars var Ragnheiður húsfreyja í Túni Jónsdóttir bónda á Skeggjastöðum Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Bjarnhéðinsdóttir frá Þjóðólfshaga. Börn Guðmundar og Ragnheiðar voru sjö. Var Einar fimmti í röðinni. Hin eru: Bjarni fyrrum bifreiðastjóri lengi til heimilis í Túni, nú bú- settur í Reykjavík, Guðrún fyrr- um húsfreyja í Hraungerði, nú búsett í Reykjavík, Guðfinna húsfreyja í Vorsabæ í Flóa, Jón fyrrum bifreiðastjóri, oftast kenndur við Tún, búsettur á Selfossi, Stefán bóndi í Túni og Unnur húsfreyja í Reykjavík. Utför Einars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag. ANDLAT Einars kom á óvart því hann var óvenju vel á sig kominn, léttur í spori og léttur í Iundu. Móðir sína missti Einar þegar hann var 16 ára. Skólagöngu sína hóf Einar í farskóla sem þá var í Króki, en síðan í nýju samkomuhúsi sem reist var í Þingborg 1927. Starf ungmennafélagsins sem þá var ný- endurvakið éfldist mjög. Einar var virkur félagi í ungmennafélaginu og var heiðursfélagi þess hin síðari ár. Einkum var hann viðriðinn leiklistar- starfsemi félagsins. Einar ólst upp við hefðbundin bústörf. Á æsku- og unglingsárum hans var mikill upp- gangstími í Flóanum, því þá stóðu yfir framkvæmdir við Flóaárveituna °g bygging mjólkurbús. Heyfengur óx á engjum við áveituna og upp- bygging í sveitinni óx. I Túni var á árunum 1930-1934 byggt nýtt íbúðarhús og nýtt fjós og hlaða, allt úr steinsteypu. Þótti það óvenjulega myndarlega byggt á þeim tíma og vel vandað. Eru þessar byggingar allar í fullri notkun enn. Arið 1946 tóku þeir við búi í Túni. Stefán faðir minn og Einar. Byggðu þeir nýtt svínahús og fjárhús og létu ræsa svokallaða Kolamýri og hófu þar ræktun. Bjuggu þeir saman til ársins 1956 að Einar hætti búskap og fór að vinna við byggingu írafoss- virkjunar við Sog. Síðan fór hann til Reykjavíkur og fór að vinna hjá Herði Þorgeirssyni mági sínum við húsasmíðar. Aflaði hann sér starfs- réttinda í þeirri iðnaðargrein og stundaði hana þar til hann hætti störfum fyrir fáum árum síðan. Eftir að til Reykjavík- ur kom var Einar lengst af til heimilis hjá Unni systur sinni og Herði Þorgeirssyni manni hennar. En fyrir fáum árum hóf hann sambúð með Herdísi Jónsdóttur. Litu þau björtum augum til elliáranna, enda bæði vel á sig komin, bæði félagslynd og höfðu gaman af ferðalögum og höfðu farið í nokkrar utanlandsferðir saman. Það var gott að koma á heimili þeirra og njóta gestrisni þeirra. Ég var sjö ára þegar Einar fór frá Túni. Þær svipmyndir sem ég á af honum í minningunni frá þeim tíma eru flestar tengdar bústörfum t.d. man ég eftir honum við að slá með hestasláttuvél á engjunum og smíða skeifur í eldi í smiðjunni. Einn- ig man ég eftir að hann smíðaði vegglampa og skar út í hann fanga- markið sitt. Þá tilhneigð hafði hann frá móður sinni, en hún skar út í tré. Einar var hestamaður og notaði frístundirnar gjarnan til útreiða. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur hafði hann hesta þar á veturna, en á sumrin hjá Guðrúnu systur sinni og Sigmundi Ámundasyni mági sín- um í Hraungerði. Þegar Guðrún brá búi að Sigmundi látnum og við hjón- in tókum við hér í Hraungerði bað Einar um að fá að hafa hestana hér á sumrin áfram og var það auðsótt mál. Hófst þá nýr kafli í okkar sam- skiptum því hér á heimilinu dvaldi hann oft um helgar á sumrin og var hann jafnan aufúsugestur. Er margs að minnast úr útreiðatúrum með honum, því þá naut hann sín allra best. Skemmtilegastar þóttu honum ferðirnar á Murneyrarkappreiðarnar þegar riðnar voru reiðgöturnar á bökkum Þjórsár og svo þegar riðið var í Skeiðaréttir í hópi gamalla sveitunga og var það jafnan loka reiðtúr hvers sumars. Einar var glöggur og vandlátur á hesta, góður tamningamaður og hafði gaman af að temja og var allt- af vel ríðandi. Varla get ég minnst Einars án þess að minnast á gamla gæðinginn hans, hann Svip, svo samofnir sem þeir eru í minningum mínum. Þar var náið og gott sam- band milli manns og hests. Báðir héldu sér vel og voru ekkert beygju- legir í síðustu réttarferð þó knapinn væri hátt á áttræðisaldri og hestur- inn kominn á þrítugsaldur. Einar Guðmundsson var maður hæglátur, jafnlyndur og reglusamur. Afskiptasemi eða áreitni í annarra garð var honum fjarri. Hann var glaðsinna með létta lund og stutt í spaugsemi. Hann var mér greiðvik- inn og hjálpfús og það var þægilegt að vera í návist hans. Nú hefur skjótt skipast. Einar er horfinn. á braut. Söknuður er í huga allra sem hann þekktu. Mest eru þó viðbrigði Herdísar og sendi ég og fjölskylda mín henni dýpstu samúð- arkveðjur. Guðmundur Stefánsson. Einar, maðurinn hennar mömmu, er dáinn. Mamma fór oft að dansa með eldri borgurum. Dísa, dóttir Svönu, er mikil hestakona og kynnt- ist Einari í hestamennskunni. Hún spurði ömmu sína oft, hvort hún þekkti ekki hann Einar, hann færi líka svo oft að dansa. Síðar kom í ljós að maðurinn sem mamma dans- aði sífellt oftar við hét Einar og var hestamaður. „Ó, þú ert þá Einar hennar Dísu minnar“ sagði mamma. Svo fór að mamma og Einar felldu hugi saman og urðu fljótt eins og þau hefðu alltaf staðið saman. Þau yngdust bæði upp, voru bestu vinir og nutu svo margs. Einar hélt áfram í hestamennskunni fram á síðasta dag og þau stunduðu sund, ferðuð- ust mikið, spiluðu og dönsuðu. Hann féil vel inn í fjölskylduna, tók öllum börnum og barnabörnum mömmu vel og virtist njóta stórrar fjölskyldu. Um daginn var Einar Ingi, sonur Jóns Inga, með vinum sínum. Þeir spurðu hvort amma væri hjá honum. Nei, pabbi fékk bara bílinn hennar lánaðan, sagði Einar Ingi. Þeir voru eitthvað að velta fyrir sér hvernig gengi hjá ömmu bíllausri. „Það er sko ekkert mál, amma er nefnilega skilin og á núna ungan mann, sem getur keyrt hana.“ Þetta lýsir af- stöðu okkar allra, Einar var svo ungur í anda, frískur og hress, að okkur fannst öllum mamma eiga ungan mann. Við vorum bjartsýn á að þau ættu mörg góð ár eftir og alsæl með hvað þau voru hamingju- söm. Ekki fer allt eins og óskað er. Oft hefur mamma orðið fyrir missi, en þó líklega aldrei eins miklum og nú. Mamma og Einar áttu fallegt heimili í Huldulandi 5. Þar hittum við fyrst systkini hans og fjölskyld- ur, en þau voru sjö systkinin og er Einar sá fyrsti sem fellur frá. Þar var saman kominn vænn og bjartur hópur, sem nú sér á eftir bróður og frænda. Einar bjó lengi hjá Unni systur sinni og Herði manni hennar og auk þess störfuðu þeir saman um áratuga skeið. Þau voru Einari sér- staklega kær og hafa þau reynst mömmu og Einari góðir vinir. Með Einari er fallinn vandaður og góður maður. Hann var lítillátur, ljúfur, kátur. Megi ljúfar og góðar minningar og trú veita mömmu, Unni og Herði, systkinum og öðrum aðstandendum styrk. Ég kveð þig Einar svo klökk í lund að kynnast þér gerði’ okkur betri. Við oft saman ljúfa áttum stund, en engar þær verða að vetri. I líf hennar mömmu þú læddist hljótt og lýsti af ykkur kæti. Burtu þú héðan fórst of fljótt nú fyliist ei aftur þitt sæti. Þau geisluðu’ af ánægju og gleði var þar gjaman í smáu og stóru. Þau voru svo yndislegt, unglegt par og allt þau saman jafnt fóru. Félagar og vinir, svo einlæg var ást sem árin gefa þeim máttu. Aldrei hún honum né hann henni brást þau hamingjustundimar áttu. Mig langar að segja að lokum svo margt en læt mér hér nægja vísu. í dansi oft þið fóruð á fart þú faðmaðir ömmu Dísu. Sælustundir áttuð þið oft og einlæga vináttu mátuð. Með flugvélum oft þið fómð á loft og ferðuðust eins og þið gátuð. Nú Einar er dáinn, svo ungur var þó og ern og hress og kátur. Með honum einatt mamma hló nú mörgum í huga er grátur. (Svanbjörg H. Haraldsdóttir) Hildigunnur Haraldsdóttir, Svanbjörg H. Haraldsdóttir, Jón Ingi Haraldsson, Árni Björn Haraldsson og fjölskyldur. t SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, vistheimilinu Seljahlíð, áðurtil heimilis á Bergsstaðastræti 72, lést mánudaginn 16. maí sl. Útförin hefur farið fram. Hrafnhildur Höskuldsdóttir, Loftur Ólafsson. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR JÓHANNSDÓTTUR, Skógargötu 19, Sauðárkróki, sem andaðist 20. maí sl., verður gerð frá Sauðárkrókskirkju, föstu- daginn 27. maí kl. 16.00. Árni M. Jónssonn, Sigriður Ögmundsdóttir, Kjartan I. Jónsson, Ingibjörg Amundadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.