Morgunblaðið - 26.05.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 26.05.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR26.MAÍ 1994 47 _______________MINNINGAR JÓN KRISTJÁNSSON + Jón Kristjáns- son fæddist að Langholtsparti í Hraungerðishreppi í Flóa 4. október árið 1098. Hann lést á Landspítalanum 14. maí 1994. For- eldrar hans voru Kristján Diðriksson og Guðríður Sveins- dóttir. Voru þau ell- efu systkinin en níu komust á legg og var Jón í miðið. Eft- irlifandi eiginkona hans er Margrét Bjarnadóttir, f. 30. september 1901. Eignuðust þau einn son, Kristin Jónsson, f. 13. septem- ber 1944. Jón starfaði framan af sem sjómaður en hin síðari ár sem verkamaður í landi. Útför hans fór fram frá Ás- kirkju 24. maí. LANGAR MIG hér í nokkrum línum að minnast afa míns Jóns. Af nógu er að taka þegar ég minnist hans, því gleðistundirnar eru fjölmargar, bæði með fjölskyldunni og eins þeg- ar við afi vorum að bralla eitthvað tveir saman. Alla tíð hef ég verið mjög náinn afa og ömmu á Hrísa- teignum og dvaldist ég hjá þeim löngum stundum á _æsku- og ung- lingsárum mínum. í tíu ár var ég eina barnabarnið hans afa og fékk því óskipta athygli og athygli til handa börnum var eitthvað sem afi átti nóg af. Eftir að ég óx úr grasi gerði ég mér grein fyrir hve börn hændust að afa. Hann var fljótur að vinna traust þeirra og talaði um börnin sem vini sína. Þannig var Jón afi æskuvinur minn um leið og hann var afi minn. Söknuðurinn er því mikill en eitt sinn skal hver deyja og nú var röðin komin að afa. Hann greindist með illkynja sjúk- dóm hinn 10. júní síð- astliðinn og tókst hann á við þann sjúkdóm af miklu æðruleysi og dugnaði rétt eins og ailt hans líf einkenndist af. Hann lá á deild 11-E á Landspítalanum og veit ég að hann kann starfsfólkinu þar þakkir fyrir einstaka umönn- un. Það sama má segja um starfsfólkið í þjón- ustuíbúðum aldraðra á Dalbrautinni, þar sem afi og amma hafa búið hin síðari ár. Þetta tæpa ár sem nú er liðið síðan sjúkdómurinn greindist var honum erfitt, en alltaf var stutt í brosið og hláturinn hjá afa. Hann var í hjarta sínu mikill húmoristi og þær eru ófáar stundirnar sem ég man eftir okkur hlæjandi saman. Hann hafði svo skemmtilegt bros og smitandi hlátur þannig að allir hrifust með ef afi fór að hlæja og það var ekki ósjaldan. Við afi lifðum ólíka tíma en þrátt fyrir það náðum við vel saman. Hann sagði mér stundum sögur af æskuárum sínum og það var ekki laust við að ég gerði mér ljóst að ég lifði aðra tíma. Sjö ára gamall fluttist hann að heiman að Króki sem þá var næsti bær við Langholts- part en þar hafði afi fæðst. Kom það til vegna þess að bóndinn í Króki hafði fengið að beita sauðfé á landspildu sem Kristján langafi átti og til að gjaida greiðann bauðst hann til að taka eitt af níu börnum hans í fóstur. Afi bauð sig fram og úr varð að hann fluttist að heiman. Fjórtán ára gamall fór hann að vinna hjá Jóhannesi á Gauksstöðum suður með sjó. í fyrstu sá hann um búið meðan Jóhannes var á vertíð en fljótlega kom í ljós að töggur var í stráksa þannig að honum var snemma boðið piáss á vertíðarbáti. Þannig atvikaðist það að afi varð sjómaður allt þar til um 1940 að hann söðlaði um og starfaði sem verkamaður í landi í um 35 ár, lengstum hjá LÍÚ. Afi var mjög trúaður maður og sótti kirkju reglulega. Það var þá oft að hann tók litla strákinn sinn með sér gangandi til kirkju. Ég man þetta eins og þetta hefði gerst í gær en þessar stundir hafa orðið mér dýrmætari og sérstæðari eftir því sem árin hafa liðið. Sama er að segja um stundirnar sem við áttum saman í kartöflugarðinum. Afi var mikill garðyrkjumaður í sér. Það óx og dafnaði allt í höndunum á honum jafnt stofublóm sem kartöflur. Þannig var garðurinn á Hrísateign- um eins og fallegasti skrúðgarður á sumrin þegar afi hafði farið hönd- um um hann. Hann þurfti alltaf að hafa eitthvað til að sýsla við ef hann ekki var í vinnu og þá þótti honum gott að geta dundað í „skrúð- garðinum" eða matjurtagarðinum sem ekki var síðri. A veturna var hann svo að hnýta tauma og setja upp lóðir í kjallaranum á Hrísateign- um en þar áttum við afi mörg skemmtileg samtölin. Að lokum vil ég, elsku afi minn, þakka þér fyrir allar þær ógleyman- legu stundir sem við áttum saman. Ég mun ávallt minnast þín eins og ég man eftir þér frá æskuárum mínum sem „besta afa í heimi“. Bið ég góðan Guð að styrkja Margréti ömmu í sorg hennar og kveð þig með einni af bænunum sem þú kenndir mér: Láttu nú Ijósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Jón Orvar Kristinsson. JÓHANN STEFÁNSSON + Jóhann Stefáns- son fæddist á Miðgörðum, Greni- vík, hinn 2. janúar 1909 og bjó þar til æviloka. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 19. maí sl. Hann var yngstur sjö systkina, sonur hjónanna Stefáns Stefánssonar út- vegsbónda og Frið- riku Kristjánsdótt- ur frá Végeirsstöð- um. Árið 1937 kvæntist hann Gísl- ínu Kristínu Stefánsdóttur og áttu þau fjögur börn: Gísla Friðrik, kvæntan Borghildi Ástu ísaksdóttur; Margréti Sig- ríði, gifta Oddgeiri Isakssyni; Stefán, kvæntan Þóreyju Aðal- steinsdóttur, og Nönnu Krist- ínu. Útför Jóhanns fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag. og hann átti kyn til, átti sæti í sóknarnefnd og var kirkjuhaldari um skeið. Á uppvaxtarárum Jóhanns var mikill samgangur á milli heimilanna á Hlöðum og Miðgarði en þeir Stefán og Oddgeir Jó- hannsson voru kvæntir systrum, Friðriku og Aðalheiði. Bæði heim- ilin voru mannmörg og umsvif mikil á þeirra tíma vísu. Framanaf gerði Jóhann út með föður sínum og Stefáni bróður sín- um, var landmaður fyrst en reri síðan með bróður sínum uns þeir kusu að vera út af.fyrir sig. Jóhann Stefánsson var einstakur maður. Hann var náttúrubarn og gat lesið landið og sjóinn og miðin eins og opna bók. Hann var hlýr drengskaparmaður, börn hændust NÚ GENGUR hann ekki lengur spölinn niður að verbúðunum til að dytta að netunum sínum, en hefur lagt upp í aðra og lengri sjóferð en hann hafði vænst, þegar hann sótti grásleppuleyfið. Honum hafði þyngt, svo að hann lagðist inn á Sjúkrahúsið á Akureyri, en átti þaðan ekki afturkvæmt. Það er vafalaust að hann var jafnvel und- ir þessa síðustu sjóferð búinn og allar hinar. I þeim undirbúningi var hann veðurglöggur í líferni sínu. Jóhann Stefánsson naut ekki langrar skólagöngu, var tvo vetur á Laugaskóla, en þeir nýttust hon- um vel og hann átti þaðan góðar minningar. Hann var mikill sund- maður á yngri árum og er það til marks um það, að hann var fenginn til að taka fyrsta sprettinn í Gljúf- urárlauginni á sínum tíma og síðan í nýju sundlauginni á Grenivík. Hann var góður söngmaður eins i; ú i i DltYKKJI lt Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstajlokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýiángar í síma 29900 að honum og lögðu leið sína í skúr- inn til hans, sem er mikil mannlýs- ing og góð. Grenivík hefur ekki sama svip og áður, eftir að hann hefur kvatt. Ég sakna vinar í stað, þar sem Jóhann var. Hann studdi Sjálfstæð- isflokkinn að málum, sem var í samræmi við þá lífsskoðun hans, að „hálfur sé-auður und hvötum“, að einstaklingarnir eigi að vera frjálsir til athafna og ábyrgir fyrir því, sem þeir taka sér fyrir hendur. Við fráfall Jóhanns er þungur harmur kveðinn að Gíslínu og nán- ustu ættingjum. Þessar línur bera samúðarkveðjur okkár hjóna. Megi hann í friði hvíla. Halldór Blöndal. ERFIDRYKKJUR sírni 620200 P 'E K l. A N iMdrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð íallegir salirogmjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HÓTEL LUFTLEIUIK t Systir okkar, MARGRÉRT SIGURÐARDÓTTIR HERMANSON, lést á heimili sínu í Helsingborg, Svíþjóð, þann 23. maí sl. Útför hennar fer fram í Helsingborg föstudaginn 27. maí. Systkini hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, verður jarðsett frá Hrunakirkju föstudaginn 27. mai kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkœr eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG ÓSKARSDÓTTIR, Keldulandi 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 27. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður R. Sigurðsson, Óskar Sigurðsson, Óskar Már Sigurðsson, Edda Ragnarsdóttir, Þórunn Laufey Sigurðardótti$igurður Pétursson, Sigrfður Sigurðardóttir, Ragnar Örn Pétursson, Birgir Sigurðsson, Svava Einarsdóttir og barnabörn. t Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HJÁLMARSSON, skipstjóri, Akralandi 3) Reykjavík, sem lést á Kanaríeyjum þann 9. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. maí kl. 15.00. Inga Birna Gunnarsdóttir, Maria H. Gunnarsdóttir, Arnþór Blöndal, Gunnar Haukur Gunnarsson, Svandís Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til þeirra sem heiðruðu minningu föður okkar, ÞÓRHALLS PÁLSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Stefán, Páll og Sigrún. Lokað verður í dag vegna iarðarfarar KRISTÍNAR PÁLSDOTTUR. Snyrti- og tískuhús Heiðars, Vesturgötu 19. Fallegt og varan- legt á leiði Smiðum krossa úr ryðfriu stáli, hvíthúðaða. Stuttur afg reiðslufrestur. Sendum um allt land. Ryðfrítt stál - endist um ókomna tíð. Blikkverk sf., sími 93-11075.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.