Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
AKRANES-TRAKTORINN árið 1918. Jón Sigmundsson undir stýri.
Dagmæður -
Dagvistarheimili
Upphaf
vélaaldarí
íslenskum
landbúnaði
Frá Ásmundi Ólafssyni:
ÞORKELL Hjaltason skrifar þarft
bréf í Mbl. þann 8. maí sl. um
nauðsyn þess að enduruppbyggja
og varðveita fyrsta þúfnabanann
sem kom til landsins árið 1921.
Lítils misskilnings gætir í bréfi
Þorkels, er hann kallar þúfnaban-
ann „fyrstu raunhæfu vélina sem
ruddi braut vélaaldar í íslenskum
landbúnaði og jafnvel samgöngu-
bótum líka.“
Sannleikurinn er sá að þremur
árum áður, eða þann 12. ágúst
árið 1918 kom fyrsti traktorinn
til landsins, en kaupendur voru
tveir áhugamenn um íslenskan
landbúnað, þeir Þórður Ásmunds-
son kaupmaður og útgerðarmaður
og Bjarni Ólafsson, skipstjóri á
Akranesi.
Traktor þessi var af Avery gerð
með steinolíumótor og tveimur
strokkum flatliggjandi. Sjálf drátt-
arvélin var 16 hestafla olíuvél, ca.
2'/2 smál. að þyngd, 1,5 m breið
og 3,5 m löng. Vélin dró 3 plóga.
Traktorinn, sem notaður var
næstu árin á Akranesi og þá aðal-
lega í Elínarhöfða var fyrsti vísir-
inn að hinni stórfelldu ræktun, sem
hófst á íslandi tæpum tíu árum
eftir komu hans. Landbúnaðar-
byltingin, sem hófst með tilkomu
dráttarvélanna 1928 og 1929
kemur því í beinu framhaldi af því
starfi sem hófst í ræktun á Akra-
nesi í lok fyrri heimsstyijaldar.
Jón Sigmundsson, bifvélavirki,
sá er ók fyrsta Ford bílnum, er
til landsins kom, setti vélina saman
og kenndi Sveinbirni Oddssyni á
Akranesi meðferð hennar. Sá
næsti sem vann við vélina var
Þorfinnur Hansson og síðast Júlíus
Þórðarson.
Þess má geta að Þórður Ás-
mundsson var frumkvöðull á fleiri
sviðum íslensks landbúnaðar sem
mörkuðu spor í ræktunarmálum.
M.a. keypti hann, ásamt Birni
Lárussyni, bónda á Ósi í Skila-
mannahreppi aðra af tveimur
fyrstu skurðgröfunum sem hingað
komu. Þær voru af gerðinni Priest-
man Cub og komu til landsins
árið 1942. Eirik Eylands, deildar-
stjóri setti Akranesgröfuna saman
í kolaporti Þórðar á Akranesi, en
hjálparmaður hans var Karl Auð-
unsson á Jaðri á Akranesi. Eirik
vann fyrst með gröfunni þann 1.
júní 1942 í Garðaflóa á Akranesi.
Þá fór hann norður í Eyjafjörð og
vann þar með hinni gi’öfunni fyrir
neðan Munkaþverá þann 25. júní
sama ár. Akranesgrafan er nú
varðveitt í Þjóðminjasafni.
Þórður Ásmundsson var einnig
í fararbroddi á sviði sjávarútvegs
á Akranesi. M.a. lét hann, ásamt
Bjarna Ólafssyni á Litlateig, Lofti
Loftssyni í Áðalbóli, Magnúsi
Magnússyni á Söndum og Ólafi
Guðmundssyni á Sunnuhvoli
byggja fyrsta þiljaða vélbátinn á
Akranesi, árið 1906. Báturinn var
12 tonn, smíðaður í Reykjavík og
nefndur FRAM.
(Helstu heimildir: Búvélar og
ræktun eftir Árna G. Eylands.
Útvarpserindi Þorvalds Steinason-
ar „Dokað við á Elínarhöfða".
Minningargreir, Péturs Ottesen
um Þórð Ásmundsson og Saga
Akraness eftir Ól. B. Björnsson).
ÁSMUNDUR ÓLAFSSON,
Jörundarholti 114,
Akranesi.
Frá Kristjönu Jacobsen:
DAGMÆÐUR á landinu skipta
hundruðum, skipta reyndar hundr-
uðum í Reykjavík éinni. Þannig
hefur það verið um árabil, a.m.k.
þau sl. 20 ár sem ég hef starfað
sem dagmóðir í borginni.
Nú eru að koma kosningar, það
fer varla framhjá neinum.
Á að útrýma dagmæðrum?
Frambjóðendur flokkanna kepp-
ast við að lofa leikskólaplássum
fyrir bömin, og að öll börn skuli
fá leikskólapláss frá eins árs aldri,
sem þýðir að dagmæður verða all-
ar atvinnulausar.
Dagmæður eru þær einu sem
stunda barnagæslu að atvinnu og
hafa ekki til þess neinn styrk, öll
önnur barnagæsla er styrkt af
borginni, en mismikið. Það þýðir
að við dagmæður erum alls staðar
í samkeppni við niðurgreidda
barnagæsluj sem þýðir jafnframt,
að það er ódýrara fyrir gifta for-
eldra að hafa börn sín annars stað-
ar í gæslu en hjá okkur, sökum
niðurgreiðslna.
Einstæðir foreldrar borga þó
sama gjald til okkar og til annarra
stofnana, þar sem borgarsjóður
greiðir mismuninn hvað þá snertir.
Giftir foreldrar sitji við sama
borð
Er ekki löngu tímabært að vekja
athygli stjórnenda þessara mála á
því að það kynni að vera allra
hagur að styrkja gifta foreldra,
sem eru með börn í vistun hjá
dagmæðrum og geta hugsað sér
að hafa börnin þar áfram af ýms-
um ástæðum? Er ekki ráð að
staldra við með byggingu nýrra
dagvistarheimila, í bili a.m.k. Það
ætti ekki að þurfa að reikna út
fyrir neinn að það sparar borginni
stórfé, auk þess að foreldrar barna,
sem verið hafa hjá dagmæðrum
og aldrei hafa notið neinna styrkja
frá ríkinu við gæslu sinna barna,
sætu loks við sama borð og aðrir
hvað varðar kostnaðarhliðina.
Á hinum Norðurlöndunum er
stutt vel við bakið á dagmæðrum
og þær viðurkenndur ágætis kost-
ur við barnagæslu. Hér virðast
flokkarnir hins vegar sammála um
að útrýma þessari stétt og eru það
mistök því fjölbreytni í barnagæslu
hlýtur að teljast kostur, sem ætti
að skoða betur.
KRISTJANA JACOBSEN,
dagmóðir.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Ábending til þín
Frá Jóhannesi Svavarssyni:
ÉG, SEM set saman þessar línur,
er sjónskertur og starfa á bursta-
gerð Blindrafélagsins. Að auki hefi
ég gengið í hús og selt happdrættis-
miða Blindrafélagsins og penna
Landssamtaka áhugafólks um
flogaveiki. Sú reynsla, sem ég bý
að, varðandi þessa sölumennsku,
er kveikjan að þessu litla tilskrifi.
í fyrsta lagi vil ég taka fram að
ýmsir, sem ég býð happdrættismiða
eða penna til kaups, taka mér ljúf-
mannlega, ýmist kaupa eða af-
þakka kurteislega. Alltof margir
hraða sér á braut, án þess að virða
mig svars, og enn aðrir afþakka
kuldalega. Eigum við ekki öll að
sýna hvert öðru hlýju og háttvísi?
í annan stað vil ég benda fólki
á það, sem margir gera sér ekki
grein fyrir, að það getur látið taka
sig út af happdrættisskrá, sem er
unnin hjá Hagstofunni. Heppilegra
er að þeir, sem standa fyrir happ-
drættum, leiti fyrst samþykkis
kaupenda áður en nöfn þeirra eru
tekin á útsendingarskrár. Eða með
öðrum orðum að fólk, sem vill
styrkja ákveðið félag eða málstað,
láti skrá sig hjá viðkomandi sem
kaupendur miða. Með þessu væri
hægt að komast hjá þeirri átroðslu
og því ónæði, sem svo margir eru
orðnir þreyttir á.
JÓHANNESSVAVARSSON
Hamrahlíð 35
Royal
- fjölbreyttur
skyndibúðingur
Fimm bragðtegundir:
Súkkulaði, jarðarberja,
karamellu, vanillu
og sítrónu.
Auglýsing
Meiriháttar Kolaportshelgi í Tollhúsinu
Kolaportið opnar 1 Tollhúsinu:
Metaðsókn fyrstu helgina
Talið er að um 40.000 gestir
hafí heimsótt. Kolaportið fyrstu
helgina í Tollhúsinu og eru for-
svarsmenn markaðstorgsins
mjög ánægðir með þessar undir-
tektir. Ekki spillti veðrið fyrir því
sól og hiti var báða dagana og
segja má að hafnarbakkinn og
miðbærinn hafí iðað af mannlífí.
„Við eigum eftir að breyta ýmsu
hér í húsinu næstu vikurnar en
okkur hefur greinilega tekist að
flytja gömlu góðu Kolaports-
stemmninguna með okkur“ segir
Jens Ingólfsson framkvæmda-
stjóri Kolaportsins.
Ánægðir seljendur
„Seljendur voru mjög ánægðir
með söluna þessa fyrstu helgi og
almennt búast menn við stóraukn-
um viðskiptum á nýja staðnum.
Það spillir líka ekki fyrir að við
höfum nú getað lækkað básaverð-
ið verulega og kostar nú venjuleg-
ur sölubás ekki nema 2.500 kr.“
segir Jens. Um 200 seljendur
komast fyrir í Tollhúsinu og er
það talsverð fjölgun frá gömlu
bílageymslunni.
Meira vöruúrval
„í Tollhúsinu er mun meira vöru-
úrval en á gamla staðnum" segir
Jens. „Þar höfum við uppfyllt
ströngustu skilyrði heilbrigðiseft-
irlitsins og í Kolaportinu er nú
m.a. að fínna mesta úrval landsins
af ferskum fiski og öðrum sjávar-
afurðum. Á næstunni munu enn
fleiri aðilar koma inn með nýjar
vörur.“
Sunnlenskt, já takk!
Nú um helgina verður fyrsta vöru-
sýningin í Tollhúsinu undir nafn-
inu „Sunnlenskt, já takk“ og
munu þá tæplega eitt hundrað
aðilar af Suðurlandi og frá Vest-
mannaeyjum kynna framleiðslu
og ferðaþjónustu í stórum hluta
hússins en auk þess verður einnig
venjulegt markaðstorg þessa
helgi. Það er reyndar stefna
Kolaportsins að fjölga slíkum sýn-
ingum í framtíðinni og er undir-
búningur hafinn að sumarsýningu
seint í júní og sjávarútvegssýn-
ingu í tengslum við Hafnardaga
seinnihluta júlímánaðar.
Kolaportið aðeins um helgar
Fyrst um sinn mun Kolaportið
aðeins verða opið um helgar, laug-
ardaga kl. 10-16 og sunnudaga
kl. 11-17, en stefnan er að vera
með sem fjölbreyttasta starfsemi
í húsinu aðra daga vikunnar.
„Þegar svona risasalur er fyrir
hendi hér á besta stað í miðbæn-
um með nóg af bílastæðum er
ábyggilegt að ftjóir einstaklingar
og félagasamtök muni fínna hin
fjölbreyttustu not fyrir húsið“
segir Jens. „Hér er t.d. aðstaða
fyrir mörg þúsund manna tón-
leika, en einnig er mjög auðvelt
að skipta húsinu í smærri einingar
og hér viljum við gjarnan hafa
samkomur af öllu tagi. Því meira
líf í húsinu því betra“