Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Upplýsingalína Sjálfstæðismanna
I DAG
Hringdu núna
áfram
Reykjavík
<D
Vilt |)ú slást í hópinn?
Okkur vantar sjálfboðaliða til margvíslegra
starfa fram að kjördegi og á kjördag 28. maí.
Komdu á næstu hverfaskrifstofu og
fáðu allar nánari upplýsingar.
Vesturgata 2
Símar: 18400* 18401 • 18402
Valhöll
Sími: 880903
Grensásvegur
Símar: 880905 • 880906 • 880907
Laugarnesvegur 52
Sími: 880908
Hraunbær102b
Sími: 879991
Álfabakka 14a
Símar: 871992*871993*871994
Torgið
Sími: 879995
Wk aSjálfstæðismenn
Munum
utankjörfundar-
kosninguna
Þeir sem verða að heiman
á kjördag geta kosið utan kjörfundar.
í Reykjavík fer utankjörfundar-
kosning fram
í Ármúlaskóla við Ármúla
alla daga frá
kl. 10-12,14-18 og 20-22.
!
Allar upplýsingar um utankjörfundar-
kosningu eru veittar á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í símum 880900, 880901 og
880915.
Þeir sem búast við að verða að heiman á
kjördag 28. maí eru minntir á að kjósa utan
kjörfundar.
Borgarstjórnarkosningar
28. maí 1994.
áfram
Reylcjavík
«0
BRIPS
U m s j ó n G u ó m . P á 11
Arnarson
Bridsfélag Akureyrar er
50 ára eins og lýðveldið.
Félagsmenn héldu upp á
afmælið með opnu tví-
menningsmóti um næstsíð-
ustu helgi. Mótið fór í kjöl-
far íslandsmótsins í para-
keppni, sem haldið var á
Akureyri í þetta sinn.
Sannkölluð fjögurra daga
bridshátíð. Parakeppnina
unnu hjónin Ljósbrá Bald-
ursdóttir og. Matthías Þor-
valdsson, en Haukur Inga-
son og Jón Þorvarðarson
unnu opna tvímennings-
mótið. Skoðum hér einn af
mörgum toppum Jóns og
Hauks, en þeir eru í AV í
vörn gegn fjórum hjörtum:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ ÁDGI04
V D96
♦ D86
♦ ÁG
Vestur
♦ 98753
V 8
♦ Á10
♦ D10983
Austur
♦ K
V G104
♦ K9752
♦ K762
Suður
♦ 62
V ÁK7532
♦ G43
♦ 54
Vestur Jón Norður Austur Haukur Suður
2 spaðar* Pass 3 lauf** 3 hjörtu
Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
* Tartan, þ.e. veikt með spaða og láglit
** leitandi.
Jón hitti á besta útspilið,
tígulás. Hann spilaði meiri
tígli og Haukur tók á kóng-
inn og gaf Jóni stunguna
með tvistinum, sem var kall
í laufí. Jón spilaði laufí, eins
og um var beðið, og sagn-
hafi drap á ás. Tók svo
hjartadrottningu og hjarta-
ás. Eini samgangurinn er á
trompi, svo suður neyddist
til að svína fyrir spaðakóng
áður en hann tók síðasta
trompið af Hauki. En svín-
ingin misheppnaðist og
Haukur spilaði galvaskur
litlu laufí undan kóngnum.
Jón átti slaginn á drottningu
og gaf Hauki spaðastungu,
sem var sjötti slagur vamar-
innar!
Fjögur hjörtu unnust á
mörgum borðum, sums
staðar með yfírlag eftir
spaðaníu út!
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Borðfánastöng
AUGLÝST er eftir vitn-
eskju um hver hafí hannað
mjög sérstaka þjóðhá-
tíðarborðfánastöng • frá
1944 og er lýsingin á
henni eftirfarandi:
Þríhyrndur stuðla-
bergsstandur með skildi á
með ártalinu 17. júní 1944
og mynd af íslandi.
Viti einhver hver hefur
hannað þetta er hann vin-
samlega beðinn að hafa
samband í síma 36649.
Ása Ingólfsdóttir.
Gott framtak -
gott blað
ÉG ER ekki vanur að
segja álit mitt á einstökum
málum opinberlega, hvað
þá um fjölmiðla sérstak-
lega, en nú er svo komið
að ég get ekki lengur orða
bundist. Málið er að nú
um daginn rakst ég á veg-
legt tímarit og keypti mér
eintak, en þetta mun vera
fýrsta tölublaðið og heitir
íslenski boltinn.
Þvílíkt blað. Þetta er
eiginlega bók og áreiðan-
lega einhver mesti upplýs-
ingabanki um knatt-
spyrnu sem ég hef augum
litið. Þama era ljósmyndir,
greinar, viðtöl og tölfræði-
leg umfjöllun í slíku magni
að leitun er að öðru eins.
Þetta er gott framtak
og þarft og vil ég hvetja
alla íþróttaunnendur, og
þá knattspymuunnendur
sérstaklega, til að styrkja
framtakið.
Guðmundur Jónasson
Vogar gott blað
ÉG ER afsaplega ánægð-
ur með blað sjálfstæðis-
manna í Kópavogi. Oft
hefur verið mjög mikið
skítkast í bæjarblöðunum
en Vogar hafa verið mál-
efnalegir og jákvæðir í
þessari kosningabaráttu.
Það er krafa kjósenda að
persónulegt skítkast sé
ekki stundað og hvet ég
forystumenn hinna flokk-
anna í Kópavogi til að taka
Sjálfstæðismenn sér til
fyrirmyndar.
Þórður Ó. Þórðarson,
Meðalbraut 2,
Kópavogi.
Tapað/fundið
Hjól í óskilum
SVART karlmannsreið-
hjól er í óskilum nálægt
Borgarspítalanum. Upp-
lýsingar í síma 33929.
Týnthjól
GRÁTT Mongoose 18 gíra
fjallahjól hvarf frá Stiga-
hlíð 34 laugardaginn 14.
þ.m. Þess er sárt saknað
af eiganda sem er 11 ára.
Hafí einhver orðið var við
hjólið er hann vinsamlega
beðinn að láta vita í síma
30437 eða sá sem tók það
er vinsamlega beðinn að
skila því aftur í Stigahlíð
34.
Herraúr tapaðist
SÁ SEM fann Pierpoint
herraúr í sturtuklefa í sól-
baðstofunni Gullsól í
Kópavogi föstudaginn 13.
þ.m. er vinsamlega beðinn
að skila því á sólbaðstof-
una. Þetta úr var útskrift-
argjöf og þess er sárt
saknað.
Sólgleraugu
töpuðust
SVÖRT sólgleraugu í
svörtu hulstri töpuðust
laugardaginn 14. maí sl.
á leiðinni milli Norður-
brúnar 1 og Kleppsvegar
framhjá Skjóli. Skilvís
fínnandi hringi í síma
14761.
Skyrta tapaðist
GRÁ fínköflótt, langerma
Jive-skyrta með rennilás,
tapaðist í nýja Kolaportinu
á opnunardegi þess sl.
laugardag. Skilvís
finnandi vinsamlega
hringi í síma 628703.
Hjól tapaðist
HVÍTT 21 gíra fjallahjól
með svörtum bögglabera
og stýri tapaðist fyrir utan
Foldaskóla fýrir u.þ.b.
tveimur vikum síðan. Skil-
vís finnandi vinsamlega
hafi samband í síma
676517.
Gæludýr
Kettlingar
ÁTTA vikna gamlir svart-
ir kettlingar, kassavanir,
óska eftir heimili. Upplýs-
ingar í síma 672554.
Læða og kettlingur
fást gefins
ÁRS gömul læða og átta
vikna kettlingur þurfa að
eignast gott heimili vegna
breyttra aðstæðna eig-
enda þeirra. Þær eru blíð-
ar og góðar. Uppl. í síma
42384.
Týndur köttur
KÖTTURINN okkar, Dep-
ill, hvarf frá heimili sínu
í Seljahverfi laugardaginn
14. maí sl. Depill er hvítur
með rauðbrún eyru og
rauðbrúnt í baki og rófu.
Hann er ómerktur en ef
einhver veit um afdrif
hans eða verustað er hann
vinsamlega beðinn að
hringja í síma 77967. De-
pils er sárt saknað og góð
fundarlaun eru í boði.
Kettlingur
fæst gefins
TÍU vikna kettlingur,
kassavanur, fæst gefins.
Uppl. í síma 814719.
Kanína óskast
TÍU ára stúlka í sveit ósk-
ar eftir að fá gefins kan-
ínu. Upplýsingar í síma
98-65540. Sigrún.
Síamslæða fannst
SEAL-point síamslæða
fárveik og grindhoruð
fannst mánudaginn 16.
maí sl. við Torfufell. Hún
er með rauða hálsól. Eig-
andinn má vitja hennar í
síma 79721.
Kettlingar
fást gefins
SEX yndislega fallega og
góða kettlinga vantar góð
heimili. Uppl. í sfma
653672.
Víkveiji skrifar...
Eftir þreytandi myrkur og kulda-
gjóstur vetrarins leysist lífið
úr læðingi með sumarkomunni. í
góðviðrinu undanfarna daga hefur
mátt sjá iðandi líf út. um allar
koppagrundir. Um síðustu helgi var
t.d. líf og fjör í Heiðmörkinni og
einhver sagði að á sumum vegar-
slóðanna hefði umferðin verið eins
og á Laugaveginum. Þarfasta þjón-
inn og aðdáendur hans var að finna
á Fáksmóti í Víðidalnum svo dæmi
sé tekið og aðrir hafa sjálfsagtþan-
ið vélfáka sína á hálendinu. Otrú-
legustu menn tala um lauka og fræ,
rósir og runna, arfa og annað ill-
gresi. Það er klippt og slegið, sáð
og sandað og grænir fingur kvarta
þreyttir en ánægðir um bakverki
og blöðrur.
Kylfíngar hafa tekið gleði sína,
beija hvítu kúluna óspart og þykj-
ast hafa mikið vit á hvort flatir
komi vel eða illa undan vetri. Veiði-
menn eru farnir að gjóa augum í
flúðir og fossa og gera sér erindi
inn að Elliðaám þó þeir hafi ein-
göngu þóst ætla út í búð að kaupa
mjólkurlítra eða oststykki. Öll nátt-
úran hefur tekið við sér. Það er
léttara yfir strákunum í miðbænum
og stúlkurnar sumarlegri og sæt-
ari. Eða hvað?
XXX
Vestast á Seltjamamesinu, þar
sem heitir Suðurnes, beijast
kylfíngar og kríur um yfirráðin.
Reyndar er spurningin frekar um
gagnkvæma virðingu en völd. Hún
gæti sagt við kylfmgana: „Vertu á
brautinni, góði, fyrirþað borgaðirðu
árgjaldið í golfldúbbnum. Ef þú ert
eitthvað að þvælast inn á mitt
svæði, sem er í gijótinu og grasinu
við fjöruna, gogga ég í hausinn á
þér.“ Krían er að byija að verpa og
á hveiju vori er jafn gaman að fylgj-
ast með tilhugalífi þessa litla, en
kraftmikla fugls, sem fer um langan
veg vor og haust til að komast í
kjörlendurnar. Tjaldurinn er löngu
sestur og sömuleiðis kollurnar, sem
hreyfa sig vart þó nánast sé stigið
ofan á þær. Sambýlið á þessum
stað er með ólíkindum og yfir vak-
ir voldugur Snæfellsjökullinn í
vestri.
xxx
Knattspyrnumenn í.efstu deild-
um em byrjaðir íslandsmótið
og þó aðrir en KR-ingar hafí verið
sparir á markaskorun var mikið líf
í leikjum 1. deildar á mánudaginn.
Ahugi fólks á íþróttinni er mikill
og yfir fimm þúsund manns fylgd-
ust með leikjunum fímm í fyrstu
umferðinni. En þó hefðbundinn tími
knattspyrnumanna sé hafínn er
langt í frá að körfuboltamenn séu
komnir í hvíld. Áður vom strákar
skjótandi á mark á hverri einustu
grasflöt á þessum árstíma, bíiskúrs-
hurðir vom stórlega skemmdar og
skólalóðir gerðar að fótboltavöllum.
Nú hefur körfuboltinn sótt í sig
veðrið og víða er að finna körfur
sem strákar skjóta í daginn út og
inn. Þeir mæta snemma á morgn-
ana, gjarnan þeir yngri, og þeir
eldri em að langt fram á bjarta
nóttina.