Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 60

Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOLK ■ GUÐMUNDUR Hreiðarsson, markvörður í knattspyrnu, sem leikið hefur með Víkingi, síðustu árin og gekk til liðs við Stjömuna í vetur, er farinn frá félaginu. Hann tilkynnti í gær félagaskipti í Breiðablik og verður löglegur með liðinu gegn IBV 1. júní. JH ÞORKELL Snorri Sigurðs- son, sextán ára kylfingur úr GR, náði draumahringnum í Grafar- holtií fyrradag. Þorkell Snorri tók þátt í getraunamóti GR og lék átján holurnar af gulum teigum á 65 höggum, eða sex undir pari. ■ ÞORKELL Snorri náði níu „fuglum“ á hfingnum og notaði 29 pútt. Skorið gerir það að verk- um að forgjöf hans lækkaði um 0,9 og er hann nú með tvo í forg- jöf. Hannes Eyvindsson á vallar- metið í GrafarhoJti, af gulum teig- um — 63 högg. KAPPAKSTUR Lát Arytons Senna Brak úr bfln- um gegnum hjálminn Krafning leiddi í Ijós að brak úr bíl kappakstursmanns- ins Arytons Senna frá Brasilíu fór í gegnum hjálm Brasilíu- mannsins og olli höfuðáverkan- um, sem síðar leiddi til dauða kappaksturshetjunnar, þegar Senna keppti á Imola-brautinni í San Marinó. Alþjóðasamband kappakstursökumanna, FIA, greindi frá þessari niðurstöðu. Max Mosley, forseti FIA, sagði að Senna hefði látist eftir að dekk og fjöður hefðu skollið á höfuð hans. Talið er að hann hefði komist lífs af, ef dekkið hefði skollið á honum 10 sm hærra eða 10 sm til hliðar. FRJALSIÞROTTIR Jón Amar á sterk mót í Austuríki Jón Arnar Magnússon, tugþraut- arkappi, tekur þátt í mjög sterku tugþrautarmóti í Austurríki um helgina. Hér er um að ræða sterkasta tugþrautarmót heimsins ár hvert og fer það fram í Götzis. Austurríkismenn bjóða ávallt bestu tugþrautarmönnum heims á mótið. Af 32 keppendum sextán náð yfir 8.000 stigum. Jón Amar fékk óvænt boð um að keppa á mótinu, en hann náði góðum árangri á móti í Linsburg í Virgi- niu í Bandaríkjunum á dögunum, er hann náði 7.805 stigum, sem var yfir íslandsmeti Þráins Haf- steinssonar — 7.592 stig. Árangur Jóns Arnars fékkst ekki staðfestur, þar sem meðvindur var of mikill í tveimur fyrstu greinunum, 100 m hlaupi og langstökki. „Það er mikill heiður fyrir Jón Amar að fá þetta boð frá Austur- ríki, en þar fær hann tækifæri til að etja kappi við marga bestu tug- þrautarmennina," sagði Gísli Sig- urðsson, þjálfari Jóns Arnars. Tug- þrautarkappar eins og Eduard Hamaláinen, Hvíta-Rússlandi (8.724), Mike Smith, Kanada (8.362), Mikhail Medved, Úkraníu (8.146) og Tomas Dvorak, Tékk- landi (8.054) taka þátt í mótinu. Jón Arnar stefnir á að ná lág- markinu fyrir Evrópumeistaramót- ið í Helsinki, sem fer fram í ágúst. „Að sjálfsögðu er stefnan einnig sett á Íslandsmetið," sagði Gísli. Jón Arnar Magnússon. KNATTSPYRNA / HM í BANDARÍKJUNUM || KNATTSPYRNA Irar tefla fram reyndum köppum Jackie Charlton, landsliðsþjálfari írlands, hefur valið þá 22 leik- menn sem leika fyrir hönd írlands í heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum. Tveir af „stríðsmönnum" íra undanfarin ár, Liam O’Brien, Tranmere og David O’Leary, Leeds, eru ekki í leikmannahópnum, sem er skipaður mörgum reyndum leikmömnnum, en alls hafa leik- menn írlands leikið 651 landsleik. Tólf leikmenn sem léku með ír- landi í HM á Ítalíu 1990, eru í hópn- um. Elsti leikmaðurinn er Kevin Moran, varnarleikmaður hjá Black- burn — 38 ára, en Alan kelly, bak- vörður hjá Leeds, er yngstur — verður 20 ára 9. júlí. írar leika vináttulandsleik gegn Þjóðverjum í Hannover á sunnudag- inn og síðan gegn Tékklandi í Du- blin 5, júní. Daginn eftir halda írar til Orlando í Bandaríkjunum. Landsliðshópur írlands er þannig skipaður: Markverðir: Pat Bonner (Celtic), Alan Kelly (Sheff. Utd.) Varnarmenn: Gary Kelly (Leeds), Denis Irwin (Man. Utd.), Paul McGrath (Aston Villa), Phil Babb (Coventry), Álan Kernaghan (Man. City), Kevin Moran (Blackburn), Terry Phelan (Man. City). Miðvallarspilarar: Ray Houghton (As- ton Villa), Jason McAteer (Bolton), Roy Keane (Man. Utd.), John Sheridan (Sheff. Wed.), Andy Townsend (Aston Villa), Ronnie Whelan (Liverpool), Steve Staunton (Aston Villa), Eddie McGoIdrick (Arsenal), Alan McLoug- hlin (Portsmouth). Sóknarleikmenn: John Aldridge (Tranmere), Tony Cascarino (Chelsea), Tommy Coyne (Motherwell), David Kelly (Wolves). Pat Bonner, markvörður íra. Mizuno styrkir 1. deild kvenna Mizuno, sem er fyrirtæki með íþróttafatnað, verður helsti stuðningsaðili 1. deildar kvenna í knattspyrnu í sumar. Skrifað var undir samstarfssamning þess efnis á skrifstofu KSÍ í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki styrkir kvennaknattspyrnuna hér á landi. Hagsmunasamtök 1. deildar kvenna beittu sér fyrir að samning- ar náðust. Samstarfssamningurinn milli Mizuno og Hagsmunasamtaka 1. deildar kvenna gengur út á almenna kynningu og auglýsingu á leikjum 1. deildar kvenna í sumar. Fyrir- tækið mun í lok tímabilsins verð- launa leikmann ársins úr röðum leikmanna 1. deildar kvenna sem þjálfar liðanna velja. Eins verður valið Mizuno-lið ársins. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að þessi samningur væri tákn um framfarirnar í kvenna- knattspyrnunni og væri af hinu góða. „Kvennaknattspyrnan er helsti vaxtarbroddurinn í íslenskri knattspyrnu," sagði formaðurinn. Hann sagði að kostnaður KSÍ við kvennalandsliðin þrjú, A-liðið, U-20 ára liðið og U-16 ára liðið væri um 10 milljónir króna á þessu ári. Á einkaflugvél til Dublin Berti Vogts, landsliðsþjálfari heimsmeistaranna frá Þýskalandi, kom á einkaflugvél til Dublin á þriðjudaginn til að horfa á leik íra og Boliv- íumanna. Hann mætti á staðinn til að fylgjast með Bolivíumönnum, sem Þjóðverjar mæta í opnunarleik HM 17. júní — og þá leika Þjóðveijar æfingaleik gegn írum í Hannover á sunnudaginn. Vogts var ekki yfir sig hrifínn af því sem hann sá — og yfírgaf leikvöllinn í Dublin tíu mín. fyr- ir leikslok, þannig að hann missti af sigurmarki íra, 1:0. OPNA SPARISJÓÐSMÓTE) Sunnudaginn 29. maí verður haldið opið golfmót hjá Golfiklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á golfvellinum við Vífilsstaði. Keppnisfyrirkomulag er 18 holu höggleikur. Veitt verða verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti með og án forgjafar. Aukaverðlaun: Fyrir að fara holu í höggi á 7. braut verður ferðavinningur í verðlaun frá SAS Ræst verður út frá kl. 9-00 Keppnisgjald er kr. 1.800 Skráning í golfskála í síma 657373 eftir kl. 13.00 n SPARISJÓÐIMNN GARÐATORGI 1 SÍMI 657500 er bakhjarl mótsins RALLY CROSS ÚRSLIT Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Bandarískur sýslumaður á ferö? Ford Einars Hjartarsonar var málaður eins og bandarískur lögreglubíll, og vakti athygli fyrir þær sakir. Meistararnir lagðir að velli Íshokkí Úrslit í Austurdeild NHL Vancouver - Toronto..............4:3 ■Eftir tvær framlengingar. Vancouver vann samanlagt 4-1. Geysilegur fögnuður braust út í Vancouver, eftir sigurinn, en lið borgarinnar leikir í fyrsta skipti til úrslita um Stanley bikarinn í 12 ár. Blak Smáþjóðamót kvenna í San Marínó. Island - Færeyjar................3:1 (15:2, 16:14, 11:15, 15:8). ■Þórey Haraldsdóttir og Elva Rut Helga- dóttir áttu góðan leik. Knattspyrna 4. deild A-riðill: Ökkli-Ægir.....................1:2 C-riðill: Kormákur - Magni...............3:2 Vináttulandsleikur Tékkland - Litháen.............5:3 Portúgal Benfica tryggði sér meistaratitilinn í Port- úgal í 27. sinn þegar liðið lagði Gil Vicente að velli, 3:0, í gærkvöldi. Fyrsta íslandsmótið á rally cross brautinni við Hafnarfjörð fór fram á laugardaginn. Fjöldi kepp- enda tók þátt, en ekið var í þremur flokkum til meist- ara. Báðir íslands- Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar meistaranna, sem tóku þátt og kepptu hvor í sínum flokki, urðu að lúta i lægra haldi fyrir öðrum keppendum. Úrhellisrigning setti svip á keppnina. í flokki krónubíla vann Rúnar Olafsson á BMW, en meistar- inn Sigmundur Guðnason á Toyota varð að láta sér lynda annað sætið á undan Kristjáni Bárðarsyni. í flokki rally cross bíla vann Guð- mundur Fr. Pálsson á Ford Escort, sem er búinn yfir 300 hestafla vél úr Ford RS 200 rallbíl. Teppaflokk- inn vann Hjálmar Hlöðversson á Camaro, Brynjar Kristinsson varð annar. Einar Hjartarson varð þriðji á Ford Futura. Handknattleikur Vináttulandsleikur Danmörk - Svíþjóð.........25:27 Tícvöid g Knattspyrna Fjórir leikir verða í 1. deildar- I keppni karla í kvöid kl. 20: Stjaman - KR FH - Þór, Akureyri Vestmannaeyjar - Valur Keflavík - Breiðablik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.