Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 1

Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 1
80 SIÐUR B/C 125. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Refsiaðgerðir undirbúnar þrátt fyrir hótanir N-Kór eustj órnar Jeltsín vill nýta sér deil- una á alþj ó ð avettvangi Moskvu, Tókýó. The Daily Telegraph, Reuter. FÁTT virðist geta komið í veg fyrir, að reynt verði að beita Norður-Kóreustjórn, sem ætlar ekki að leyfa alþjóðlegt eftirlit með kjarn- orkuáætlunum sínum, alþjóðlegum refsiað- gerðum. Bandaríkjastjórn mun ræða það mál við fulltrúa annarra ríkja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á næstu dögum og í Japan hefur verið undirbúin áætlun um vænt- anlegar aðgerðir. Að því er einnig unnið í Suður-Kóreu. Rússar hafa lýst yfír stuðningi við refsiaðgerðir verði það nauðsynlegt en talið er, að þeir vilji nýta sér deiluna til að leggja áherslu á stöðu sína sem stórveldi. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, hafði símasamband á föstudag við Kim Young- sam, forseta Suður-Kóreu, og urðu þeir sam- mála um að knýja á um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreustjórn þrátt fyrir hótanir henn- ar um að á slíkt yrði litið sem stríðsyfirlýs- ingu. Eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna með kjarnorkuvígbúnaði hefur staðfest, að Norður-Kóreustjórn ætli ekki að leyfa eftir- lit í landinu og Bandaríkjastjórn hyggst á næstu dögum kynna fulltrúum annarra ríkja í öryggisráðinu áætlun um refsiaðgérðir. Ýmsir fréttaskýrendur telja, að Rússar hyggist nýta sér áhyggjurnar af þróun mála í Norður-Kóreu til að sýna, að þeir séu stór- veldi, sem ekki verði framhjá gengið. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur að vísu lýst yfir stuðningi við refsiaðgerðir reynisr þær óhjákvæmilegar en heldur fast fram hug- myndinni um alþjóðaráðstefnu um Norður- Kóreu. Clinton hefur hafnað henni og Chu Chang jun, sendiherra N-Kóreu í Kína, gerði það einnig í gær. Tvö dagblöð í Japan, Asahi Shimbun og Yomiurí Shimbun, sögðu í gær, að japanska stjórnin hefði sett saman áætlun í 10 liðum um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu og er þar meðal annars kveðið á um algert við- skiptabann; bann við ferðum opinberra emb- ættismanna til landsins; bann við menning- arsamskiptum og miklar takmarkanir á yfir- færslu gjaldeyris. Morgunblaðið/RAX Ungir fiskimenn HÁLFDAN Helgi Helgason og Úlfur Reginn Úlfarsson á Eskifirði fengu björgunarvesti í vikunni og nota þau samviskusam- lega enda fara þeir niður á bryggju nánast á hverjum degi. Þeir höfðu veitt fimm fiska daginn sem Morgunblaðsmenn voru á ferðinni, þar af einn „risastóran“ þorsk. í dag er sjómannadagurinn og fá þeir allir, ungir sem aldnir, bestu hamingjuóskir. 30 dagar og 1 sek. í júní SÍÐASTA mínúta sólarhringsins fimmtudaginn 30. júní verður ekki 60 sekúndur, heldur 61. Alþjóðlega jarð- snúningsstofnunin i París hefur skipað tímavörðum um allan heim að færa atómklukkurnar til samræmis við sólar- tíma en hann er miðaður við tiltölulega reikulan snúning jarðarinnar. Um er að ræða 19. hlaupasekúnduna frá 1972 en atómklukkurnar eru svo nákvæmar, að þeim skeikar aðeins um eina sekúndu miðað við stillingu á milljón árum. Af fornum, kinverskum skrám um sól- myrkva má ráða, að hægt hefur á snún- ingi jarðar um sekúndubrot á síðustu 3.200 árum og áætlað er, að hann sé 10% hægari nú en fyrir 350 millj. ára. Yilja fjörugri þjóðsöng ÍBÚAR á Gíbraltar, bresku krúnuný- lendunni, hafa ekkert á móti því að guð passi upp á drottninguna en þeir eru óánægðir með þjóðsönginn, sem þeim finnst ekki vera nógu fjörugur. Þess vegna vilja þeir fá sinn eigin söng. „Skotar og Walesbúar hafa söngva, sem bragð er að og vekja fólk, og við viljum fá einn af því tagi,“ segir fulltrúi á upplýsingaskrifstofu Gíbraltars í Lond- on. „Það verður efnt til samkeppni og 550.000 kr. heitið fyrir besta sönginn en ég vara Spánverja við að vera með einhverja ótímabæra þórðargleði. „Guð gæti drottningarinnar" verður áfram sungið þegar það á við.“ Dauði og léttur dauði BARÁTTAN gegn reykingum er háð með ýmsum hætti og ekki síst alls kon- ar áróðri í fjölmiðlum og annars stað- ar. Eru auglýsingarnar af ýmsum toga og misjafnlega beinskeyttar, í sumum er fólki einfaldlega ráðlagt að hætta að reykja en aðrar geta verið mjög frumlegar, til dæmis þær, sem nú má sjá í breskum blöðum og tímaritum. Þar auglýsir Upplýsta tóbaksfyrirtækið hf. framleiðslu sína og hvetur reykinga- menn til að kaupa hana og taka þannig virkan þátt í krabbameinsrannsóknum, bæði á sjálfum sér og vegna þess, að 10% af sölunni renna til þeirra. Er um að ræða tvær tegundir, annars vegar Dauða í svörtum pakka og hins vegar Léttan dauða í hvítum pakka. Einkenn- ismerkið er hauskúpa og leggir. Kúnnarnir eru kóngar 22 D-DAGURINN ÞRIÐJA KYNSLÓDIN 1 ..*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.