Morgunblaðið - 05.06.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.06.1994, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Evrópskar flugmálastj ómir við- urkemia viðhaldsstöð Flugleiða Hefur skilað félaginu 30 milljóna króna viðhalds- og leigusamningi við norskt fiugfélag VIÐHALDSSTOÐ Flugleiða á Keflavíkurflugvelli hefur hlotið viðurkenningu Evrópusambands flugmálastjórna, Joint Aviation Authorities. Björn Bjömsson, deildarstjóri flugöryggisdeildar ís- lensku flugmálastjórnarinnar, af- henti Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða, staðfestingu á þessari viðurkenningu við athöfn í við- haldsstöðinni á föstudag. Flugleið- ir eru fyrsta íslenska fyrirtækið sem hlýtur vottun af þessu tagi. Viðurkenning er talinn lykill að starfsemi á alþjóðaviðhaldsmark- aði og vegna hennar hefur félaginu tekist að tryggja fyrstu erlendu verkefnin fyrir stöðina. Það eru stórskoðanir á þremur Fokker 50 flugvélum fyrir norska flugfélagið Norwegian Air Shuttle. Flugleiðir leigja norska félaginu eina Fokker 50 flugvél á meðan á skoðununum stendur. Samningurinn skilar Flugleiðum rúmlega 30 milljóna króna viðskiptum. Þessi viðurkenning er félaginu afar mikilvæg, að því er fram kem- ur í frétt frá Flugleiðum. Hún veit- ir Flugleiðum heimild til að fram- kvæma viðhald í samræmi við nýja staðla evrópskra flugmálastjórna, sem eru nefndir JAR 145. Þessir staðlar opna Flugleiðum í raun nýjan markað. Flugleiðir hafa unn- ið að því undanfarið ár að undirbúa viðhaldsstöðina fyrir starfsemi stöðvarinnar erlendis. Þegar hafa greinar um hana birst í nokkrum viðhaldstímaritum. Þá hefur verið sett á laggirnar sérstök söludeild til að koma þjónustu viðhaldsstöðv- arinnar á framfæri við erlend flug- félög. Um 160 manns starfa nú í við- haldsstöð Flugleiða á KeflaVíkur- flugvelli. Stöðin er til húsa í nýju 12.500 fermetra húsnæði á vellin- um. Þar er hægt að taka inn til skoðunar og viðgerðar allt að 4 þotur af þeirri stærð sem Flugleið- ir nota í dag, en hægt er að taka allt að sex 737-400 þotur til geymslu í skýlinu samtímis. Stærsta þota sem hægt er að hýsa í stöðinni er breiðþota af gerðinni MDll og hægt væri að taka inn tvær þotur af þeirri gerð samtímis. Morgunblaðið/Golli 640 í götuboltakeppni FJÖLMÖRG börn tóku þátt í keppni fyrir börn í götubolta, sem haldin var í blíðskaparveðri í Laugardalnum í gær. Adidas-umboðið á íslandi stendur fyrir götuboltakeppninni og er þetta í annað sinn sem hún er haldin. Alls spiluðu 160 lið, fjórir í hverju liði, þannig að gera má ráð fyrir að 640 börn hafi tekið þátt. Mál eins sakbornings klofið frá stóra fíkniefnamálinu Handtekinn í Svíþjóð öðru sinni og býður framsals MÁL 34 ára íslendings með sænskt ríkisfang, eins sakbominganna í stóra fíkniefnamálinu, hefur verið aðskilið frá málinu og verður dæmt sérstaklega. Héraðsdómur hafði gefið út handtökuskipun á hendur manninum og handtók sænska lögreglan hann á heimili hans í Stokk- hólmi i fyrradag. Skýrsla um atvinmi- markað lækna Útlit fyrir læknaskort árið 2015 LÍKLEGT er að skortur verði á lækn- um hér á landi árið 2015 ef fjöldatak- mörkun í læknadeild Háskóla íslands verður ekki rýmkuð um aldamót. Á vegum norrænu læknafélag- anna er fylgst með atvinnumarkaði norrænna lækna. í nýlegri skýrslu, sem birt er í Læknablaðinu, kemur meðal annars fram að horfur séu á að um 30 til 50 læknum verði ofauk: ið á íslandi fram til ársins 2015. Í fyrri skýrslum hefur því verið spáð að offramboð leiði til aukins útflutn- ings og að íslenskum læknum erlend- is muni fjölga sem því nemi. Jafn- framt að gera mætti ráð fyrir að þeim fjölgi enn frekar sem ekki flytja heim að námi loknu. Þá segir að fækkun læknanema úr 36 í 30 árið 1994 hafi ekki merkj- anleg áhrif á fjölda lækna hér á landi fyrr en eftir aldamót. Mjög stór hóp- ur lækna á íslandi sé fæddur á árun- um 1945 til 1950 og um 2015 fer hann á eftirlaun. Því er líklegt að ef takmörkun í læknadeild verði ekki rýmkuð um aldamót yerði hér lækn- askortur eftir árið 2015, þar sem 12 til 15 ár tekur að ná sérfræðiréttind- um. Þó megi reikna með læknum búsettum erlendis en varasamt sé að ofætla vilja þeirra til að flytja heim. Maðurinn situr nú í gæsluvarð- haldi í Svíþjóð öðru sinni vegna þessa máls. Vegna rannsóknar þess var hann handtekinn síðastliðið haust og framseldur til íslands, eft- ir nokkurra vikna gæsluvarðhald. Eftir gæsluvarðhald hér á landi var hann látinn laus og fór þá til síns heima. 7 kg af hassi og 1,8 af ametamíni Hann er ákærður fyrir aðild að innflutningi á 7 kg að hassi og allt að 1,8 kg af ametamíni í þremur smyglferðanna nítján sem við sögu koma í stóra fíkniefnamálinu. Eftir að ákæra var birt í málinu lýsti maðurinn því yfir að hann væri tilbúinn að koma hingað ti! að vera við dómsmeðferðina er. því aðeins að íslenska ríkið greiddi ferðakostnað hans. Við því var ekki orðið og var gefin út handtökuskip- un sú sem sænska lögreglan hefur nú framfylgt. Þegar til handtökunnar kom var hins vegar meðferð fíkniefnamáls- ins svo langt komin að ekki þótti annað fært en að kljúfa mál manns- ins frá þætti annarra sakbominga og hefur ekki verið ákveðið hvenær hann verður dæmdur eða hvenær íslensk lögregla verður send út að flytja manninn heim á kostnað ríkis- ins. Logreglumenn sendir utan Verjandi mannsins hér á landi, Helgi Jóhannesson, gerði þá kröfu í héraðsdómi í gær að handtöku- skipun á hendur manninum yrði afturkölluð. Því synjaði héraðsdóm- ur og var málinu þá skotið til Hæstaréttar. Lögfræðingar mannsins í Svíþjóð vinna nú samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins að könnun á því hvort unnt sé að koma í veg fyrir að maðurinn verði framseldur hing- að til lands þar sem óheimilt sé að sænskum lögum að framselja mann tvívegis milli landa vegna sama sakamálsins. Morgunblaðið/gg. Þeir fyrstu úr Þverá Veiði fór nokkuð vel af stað í Þverá í Borgarfirði í gærmorg- un. Laust upp úr klukkan 7 var Ingvar Vilhjálmsson búinn að setja í 13 punda hrygnu í Fjár- húshyl, en hafði nokkru áður landað 11 punda laxi. Báðir tóku fluguna „Traffic Warden“. menn sjö ► Sjaldan hafa orðið heiftarlegri átök milli andstæðra fylkinga í íslensku viðskiptalífi en í nýjustu hallarbyltingunni í fyrstu frjálsu sjónvarpsstöð landsins./lO D-Dagur ►Að morgni 6. júní 1944 sigldu um 370 þúsund hermenn banda- manna upp að strönd Normandí í Frakklandi og hófu mestu innrás sögunnar./12 Mesti auður íslands ►Dr. Pétur M. Jónasson vatnalíf- fræðingur hefur í 20 ár rannsakað Þingvallavatn. En vatnasvið þess er framtíðarforðabúr drykkjar- vatns á þéttbýlissvæðinu, þar sem búa tveir þriðju hlutar þjóðarinn- ar./18 Erró í Prag ► Myndlist er mönnum hugleikin í Prag, en nýlega var þar opnuð sýning á verkum myndlistar- mannsins Erró./20 Kúnnarnireru kóngar ►Páll Bragason forstjóri Fálkans greinir frá batnandi hag þrátt fyr- ir þrengingartíma, væntingum í efnahagsmálum og verulega breyttum áherslum á starfsemi fyrirtækisins, á nítugasta afmælis- ári þess./22 B ► 1 -24 Þriðja kynslóðin ►Bræðurnir Sigurður, Stefán og Guðbjartur Einarssynir gera út tvo bátaog reka fiskverkun í Reykja- vík. í tilefni dagsins ræðum við við þá bræður./l í leit að þjóðlegum tóni ►Landsýn Tómsar R. Einarsson- ar./4 Sjávarborgir á ytri höfninni ►Árið 1993 komu hingað tæplega 16 þúsund erlendir ferðamenn í 38 ferðum skemmtiferðaskipa og er það meira en nokkru sinni fyrr frá því þær ferðir hófust sumarið 1905./8 í höli Dofra konungs ►Hellirinn Víðgelmir í Borgarfirði er einn af mestu hraunhellum landsins og þótt víðar væri leitað. Þar neðra er furðuheimur myrk- urs, hraun-, ís- og dropasteina- myndana./12 BÍLAR ► L4 Ekið á lofti ►Nýjasta æði jeppamanna er loftpúðaíjöðrun. /2 Reynsluakstur ►Chrysler Voyager fjölnotabíll með minni vél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 30 Myndasögur 38 Brids 38 Stjörnuspá 38 Skák 38 Bréf til blaðsins 38 Velvakandi 40 Fólk í fréttum 42 Bíó/dans 43 Iþróttir 46 Útvarp/sjónvarp 48 Dagbók/veður 51 Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir lOb Dægurtónlist Ilb INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.