Morgunblaðið - 05.06.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 05.06.1994, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/5 - 4/6. R-listinn fékk 53% ►SJÁVARÚTVEGSRÁÐ- HERRA hefur ákveðið að þorskafli fari ekki yfir 155 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári. Er það 25 þús. lestum meira en tillögur Hafrannsóknastofnunar gerðu ráð fyrir. Leyft verður að veiða 15 þús. tonn af karfa umfram ráð- gjöf en ráðuneytið hefur beint því til Hafrannsókna- stofnunar að beitt verði svæðalokunum á karf- amiðunum. ► SIGURJÓN Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles, hefur keypt hiutabréf í Stöð 2 fyrir um 140 millj. og er þar með stærsti hluthafinn með 13%, en var með 9%. í framhaldi af því að nýr meirihluti hefur verið myndaður í stjórn íslenska útvarpsfélagsins hefur verið boðað til hlutahafa- fundar. Ingimundur Sigf- ússon, stjómarformaður félagsins, hefur hafnað beiðni um að gegna áfram stjórnarformennsku. Aðrir stjórnarmenn sem myndað hafa meirihluta hafa einn- ig ákveði að gefa ekki kost á sér til stjórnarsetu. ►LEIÐANGURSMENN á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni hafa fundið stórar torfur af Íslandssíld norðaustur af landinu, út við 200 mílna landhelgis- mörkin. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1968 sem staðfest er að þessi síld kemur inn í íslensku lög- söguna. R-LISTINN fékk 53% atkvæða og 8 borgarfulltrúa kjörna í sveitarstjórn- arkosningunum sem fram fóru á laug- ardag. D-listi Sjálfstæðisflokksins missti meirihlutann, fékk 47% atkvæða og 7 menn kjöma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 8. maður á R-lista, mun taka við af Árna Sigfússyni sem borg- arstjóri í Reykjavík um miðjan júní. Myndun meirihluta í KÓPAVOGI verður áframhald á meirihlutasamstarfí Sjálfstæðisflokks og Framsóknai-flokks. Sigurður Geird- al, efsti maður á B-lista, verður áfram bæjarstjóri og Gunnar Birgisson, efsti maður á D-lista, verður formaður bæjarráðs. I Suðurnesjabæ hefur verið samið um meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Ellert Eiríksson, efsti maður á D-lista, verður bæjarstjóri og Drífa Sigfúsdóttir, efsti maður á B-lista, verður formaður bæj- arstjórnar og varabæjarstjóri. í Hafnarfirði standa yfir könnun- arviðræður milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalagsins um myndun meirihluta. Framsóknarflokkur fékk 5 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn á Akureyri og hófust þegar viðræður við Alþýðu- flokkinn um myndun meirihiuta. Á Akranesi hafa Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag myndað meiri- hluta. Guðbjartur Hannesson, oddviti G-lista, verður forseti bæjarstjómar fyrsta árið. Jóhanna gegn Jóni JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðuflokknum gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni, for- manni flokksins. Jóhanna segist vilja skerpa áherslur og ímynd flokksins sem jafnaðarmannaflokks. Hún hefur hafnað tilboði Jóns Baldvins um sátta- leið. Jeltsín segir N-Kóreu hættulega BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, segir að Rússum stafi hætta af kjamorkuá- ætlun Norður- Kóreumanna hefur lýst yfir stuðningi við refsiaðgerðir verði eftirlitsmönn- um Alþjóðakjam- orkumálastofnunar- innar áfram neitað um að skoða kjarn- orkuver í Norður- Kóreu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hyggst knýja á um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu verði staðfest að þeir hafi brotið gegn sátt- málunum um takmörkun við útbreiðslu kjamorkuvopna. Flóttafólki í Rúanda hjálpað ÁTÖKIN í Rúanda halda áfram og hafa uppreisnarmenn af tútsí-ættbálkn- um stóran hluta landsins á valdi sínu. Stjómarherinn verst þó enn fyrir sunn- an höfuðborgina, Kigali, en ríkisstjórn hútúa hefur flúið bæ úr bæ undan sókn uppreisnarmanna. Tekist hafa samn- ingar um að Sameinuðu þjóðimar flytji burt flóttafólk frá Kigali. Tony Blair arftaki Smiths HELSTI keppinautur Tony Blairs um leiðtogaembætti Verkamannaflokks- ins, Gordon Brown, hefur dregið sig út úr baráttunni og þykir þar með ljóst, að Blair, sem er 44 ára gamall, verði næsti formaður flokksins og eftir- maður John Smiths. Brown hefur lýst yfir stuðningi við Blair en þeir hafa notið mests fylgis í embættið. ►BÚIST hefur verið við, að stjórnin í Norður-Jem- en gerði brátt úrslitatil- raun til að ná Aden, helstu borg í Suður-Jemen, á sitt vald en hersveitir hennar hafa sótt að henni úr ýms- um áttum. Hefur flugherj- um landshlutanna verið beitt mjög síðustu daga en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur hvatttil vopnahlés og friðarvið- ræðna. ►ÍSRAELAR gerðu í síð- ustu viku harðar árásir á búðir Hizbollah-skæruliða í Líbanon og lágu 45 þeirra eftir í valnum að þeim loknum. Er þetta mesta mannfall í árásum ísraela á Líbanon i sjö ár en skæruliðar ráðast næst- um daglega á ísraelska hermenn á öryggissvæð- inu svokallaða syðst í land- inu. ►FRAM kemur í nýrri OECD-skýrslu um at- vinnuleysisvandann, að nauðsynlegt kunni að vera að slaka á lögum um lág- markslaun og lækka at- vinnuleysisbætur í sumum aðildarríkjum stofnunar- innar til að draga úr at- vinnuleysi. ► BILL Clinton Banda- ríkjaforseti og Jóhannes Páll páfi II áttu með sér fund í Páfagarði og ræddu þar ýmis ágreiningsmál, til dæmis afstöðuna til fóstureyðinga og getnað- arvarna. Er páfi andvígur hvorutveggja en Clinton telur getnaðarvarnir óhjá- kvæmilegar eigi að ná tök- um á fólksfjölgunarvanda- málinu. FRÉTTIR Fimm og sex ára börn í umferðarskóla Grunur um fjársvik MAÐUR á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald að kröfu RLR, grunaður um fjársvik. Maðurinn keypti fyrir nokkru bifreið og greiddi með tveimur ávísunum. í ljós kom að þær voru falsaðar, en heftið sem þær voru úr hafði verið svikið út úr banka. Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri ávísanir úr heftinu höfðu komist í umferð. Oftast voru þær upp á um 300 þúsund krónur. Talið er að fleiri menn tengist þessu fjársvikamáli. Tekinn með 50 g af hassi FÍKNIEFNALÖGREGLAN gerði leit í húsi við Lindargötu á fimmtudag, handtók þar mann og lagði hald á um 50 grömm af hassi. Maðurinn sem var handtekinn er um þrítugt og hefur ítrekað komið við sögu fíkniefnamála. Húsleitin var gerð vegna gruns um að maðurinn stæði að fíkni- efnasölu í húsinu. Rannsókn málsins er lokið og er það talið upplýst. Maðurinn hefur verið látinn laus. Stykkishólmur Stal bíl og velti MAÐUR nokkur sem grunaður er um ölvun tók bfl í Stykkis- hólmi ófq'álsri hendi í fyrrinótt að sögn lögreglu. Bíllinn stóð fyrir utan heimili eiganda síns þegar manninn bar að og voru lykiamir í kveikjul- ásnum. Endaði ökuferð manns- ins, sem ók á ofsahraða um bæinn, með bílveltu. Ökumaður- inn slapp ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur. Maðurinn er að- komumaður í bænum og var í vörslu lögreglunnar þegar síðast spurðist. * Ukraínskt seglskip ÚKRAÍNSKT skólaskip, STS Khersones, kom til Reykjavíkur í vikunni. Þetta glæsilega þriggja mastra seglskip, sem smíðað var í Gdansk í Póllandi árið 1989, lagði úr heimahöfn við Svartahaf í febr- úar siðastliðnum. Þennan tima hafa um 65 nemar við þarlenda sjómannaskóla nýtt til að viða að sér þekkingu og reynslu um sjó- sókn og siglingafræði. Skipið kom hingað 1. júní síðastliðinn frá Hamborg en þar stigu 24 þýskir ferðalangar um borð í því skyni að sigla til Reykjavíkur og aftur heim. Vladislav Loshakov er einn nemanna á skipinu og hann stefnir að því að verða siglingafræðingur að loknu fimm og hálfs árs námi. Hann segir að allir skipveijar stefni á annað af tvennu; að verða siglingafræðingar eða sjóliðar. Úkrainska skólaskipið STS Khersones er tignarlegt þar sem það liggur við Ægisgarð. Morgunblaðið/Júlíus Vladislav Loshakov er einn fjölmargra sjóliða á skóla- skipinu en hann leggur stund á siglingafræði. Lærtá umferðina Morgunblaðið/RAX ÁHUGINN skein úr augum barnanna, í Hvassaleitisskóla. Hér sést Bessí Jóhannsdóttir leiðbeina þeim. í SUMAR verður starfræktur um allt land umferðarskóli fyrir fimm og sex ára börn. Þessi skóli hefur verið starfræktur allt frá 1967, árið áður en hægri umferð var tekin upp. Þúsundir barna sækja Umferð- arskólann hvert sumar en hvert námskeið er í tvo daga, klukkustund hvorn daginn. Áhugi barnanna er mikill og það er lögð áhersla á að þau fái sjálf tækifæri tii að tjá sig. Að umferðarskólanum standa Umferðarráð, lögregla og bæjar- og sveitarfélög víða um iand í góðri samvinnu við leikskólana og grunn- skólana. I höfuðborginni einni hafa um 3200 börn fengið send bréf, þar sem þeim er boðið að koma í Umferð- arskólann. Á námskeiðunum er m.a. farið yfir helstu umferðarreglur og það, sem ber að varast í umferðinni. Börnunum er sögð sagan af „Fíu fjörkálfi" eftir Unni Stefánsdóttur en hún fjallar um álfastelpur, sem stelast í bæinn og vita auðvitað ekk- ert um umferðarreglur eða hvað ber að varast. María segir að börnin hafi mjög gaman af námskeiðinu og mörg þeirra spyrji eftir seinni dag- inn: „Megum við ekki koma aftur á morgun?“ Hún bætir við að þótt svona námskeið séu mikilvægt þá sé enn mikilvægara að foreldrar eða forráðamenn fylgi námskeiðinu eftir með því að kenna bömunum úti í umferðinni. ■; o ih-u

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.