Morgunblaðið - 05.06.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.06.1994, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ R-listaverkið afhjúpað . . . Fiskvinnslan leitar nýrra leiða til hráefnisöfiunar Kaupa hluta af 12 þúsund tonna kvóta Breta og Þjóðveija ÞEGAR harðnar á dalnum leita menn gjarnan nýrra leiða til að ná settu marki. íslendingar hafa brugðist við minnkandi þorskkvóta með þeim hætti. Þeir hafa aflað fanga á fjarlægum miðum og gert löndunarsamninga við erlenda að- ila. Hið síðarnefnda er nýtt og ástæða til að velta því upp hvaða möguleikar bíði okkar á þessu sviði. Helsti möguleikinn felst í við- skiptum með svokallaðan Atlants- hafsþorsk úr Barentshafi. Eftir heimildum Morgunblaðsins er um að ræða 700.000 tonna kvóta og skiptist hann á þann veg að Norð- menn eiga 350.000 tonn, Rússar 330.000 tonn og nokkrar aðrar þjóðir, m.a. Þjóðverjar og Bretar, 20.000 tonn. Fiskurinn, sem er talinn góður og er ormaíaus, er ýmist frystur um borð eða fluttur ferskur til hafnar. Rússar hafa aðallega tíðk- að fyrri aðferðina og hafa íslend- ingar verið meðal viðskiptavina þeirra undanfarin tvö ár. Framboð er áætlað u.þ.b. 200.000 tonn á árinu og eigum við í samkeppni við t.d. Norðmenn, Færeyinga, Dani, Breta, Portúgala og Kanadamenn um þann afla. Yaxandi áhugi er á viðskiptun- um og hefur umfang þeirra smám saman aukist. Engu að síður hafa ýmiss konar erfiðleikar mætt mönnum. Nefna þeir erfiða sam- keppnisaðstöðu vegna hás olíuverðs (70 dollurum dýrara hér en í sam- keppnislöndunum) og andúð sö- lusamtaka á að markaðssetja tví- frystan fisk. En smám saman er að vinnast markaður fyrir þennan físk. Viðskipti með ferskan fisk úr Barentshafi eru nýrri af nálinni hér á landi. Aðallega er um að ræða kvóta Breta og Þjóðverja og hafa markaðsaðstæður á erlendum fisk- mörkuðum valdið. því að sótt hefur verið í að landa físknum hér. Skemmst er að minnast landana á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum. Svipað er greitt fyrir fiskinn og á Landanir erlendra skipa á Sauðárkróki og í Vestmannaeyj- um hafa vakiðvonir um lausn á vanda fiskvinnslunnar. Anna G. Ólafsdóttir kannaði um hversu mikil viðskipti gæti verið að ræða. fiskmörkuðum hérlendis og mark- aðsetning veldur ekki erfiðleikum eins og með frysta fískinn. Heimild- ir Morgunblaðsins minna hins veg- ar á að eðlilegt sé að verð á fisk- mörkuðum erlendis hækki í kjölfar landana á íslandi og bent er á að um takmarkaðan kvóta sé að ræða. Um sé að ræða snögga innspýtingu í atvinnu og umsetningu sem vari tæplega lengur en fram á haust. Hér eru utankvótategundir ekki inn í myndinni. í samtali við Einar Svansson, framkvæmdastjóra, Fiskiðjunar Skagfírðings á Sauðár- króki, minntr hann á hlut ýsu, sem er utankvótategund, í afla. Hann sagði að skip frá Klaus Hartmann í Þýskalandi hefði landað 500 tonn- um af fiski í 4 löndunum hjá Fisk- iðjunni í maí og gerður hefði verið samningur um 4 til 5 landanir í júní. Samtals yrði um 1.000 tonn af fiski að ræða þessa tvo mánuðí og meirihlutinn ýsa. Þorskkvóti útgerðarinnar væri trúlega ekki nema 600 til 700 tonn. Hann sagði að verð væri svipað og á fisk- mörkuðum hér og gæðin væru sæmileg miðað við stíufísk. Breskt skip landaði 100 tonnum af ýsu og þorski hjá Vinnslustöð- inni í Vestmannaeyjum á fímmtu- dag. Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri, sagði að von væri á öðru skipi á sunnudagskvöld og yrði afli úr honum unninn í næstu viku. Eftir það yrði staðan skoðuð og ákveðið hvort tilboði um frekari landanir yrði tekið. Hann sagðist álíta að um skammtímaviðskipti væri að ræða þar sem báðir högnuðust. Verð væri lágt á mörk- uðum í Bretlandi. Það myndi vænt- anlega hækka aftur og Bretarnir sækja heim á ný. Viðskipti með frystan físk frá Rússum sagði Sig- hvatur mun stöðugri. Hann sagðist eiga von á rússnesku skipi í lok vikunnar og ætlunin væri að safna birgðum af frystum físk fram á haust þegar framboð minnkaði. Aðspurður um verð og gæði ferska físksins sagði Sighvatur að verð væri sambærilegt og á mörkuðum hér. Gæði væru furðanlega mikil miðað við aðstæður í skipunum. Af ofansögðu má ljóst vera að viðskipti með Atlantshafsþorsk úr kvóta Breta og Þjóðveija verða tæplega til að bjarga vanda sjávar- útvegsins enda er vart nema um tæplega 12.000 tonn að ræða í heildina. íslendingar verða því að róa á önnur mið og hefur verið rennt hýru auga til viðskipta Rússa með ferskan fisk í Noregi. Reynt hefur verið að finna leið til að kom- ast inn í þau viðskipti en víst er að erfitt verður um vik enda gott verð í gangi. Hér er samt um um- talsvert magn að ræða sem komið gæti sér vel fyrir íslenska fisk- vinnslu. Til frekari fróðleiks má geta þess að erlend skip lögðu 20.985 tonn af afla á landa hér 1992 og 32.914 tonn árið 1993. Aflinn í ár var, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu, kominn upp í 14.640 tonn 25. maí síðastliðinn. Þorskur var 6.000 tonn, þar af 5.600 frá rússneskum skipum, ýsa 540 tonn, þar af 480 frá rússneskum skipum, ufsi 210 tonn, úthafskarfi 4.000 tonn, þar af 850 tonn frá rússnesk- um skipum og 2.180 frá þýskum, og rækja 3.890 tonn. Öryggismál í öndveg Sj ómannadag- urinn stuðlar að samheldni Halldór Blöndal Sjómannadagurinn er að venju haldinn hátíðleg- ur í dag, fyrsta sunnu- dag í júní. Dagurinn var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur í Reykjavík árið 1938 og breiddist siðurinn fljótt út um landið. Sjómenn, aðstandendur þeirra og aðrir landsmenn gera sér jafnan glaðan dag á sjó- mannadaginn. Flutt eru ávörp og aldraðir sjómenn heiðraðir fyrir störf sín. Stór þáttur í dagskrá sjómannadagsins er að minnast látinna sjómanna og heiðra aðra fyrir björgunar- afrek. Sjónum er beint að ör- yggis- og fræðslumálum, knúið á og spurst fyrir um úrbætur. Hver er staða öryggisfræðslu nú? Stendur til að færa fræðsl- una nær sjómönnum úti á landi með skólaskipinu Sæbjörgu? Get- um við lánað frændum okkar í Færeyjum skipið? Þetta eru spurn- ingar sem varpað er fram á sjó- mannadaginn. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, segir að alþingi hafí sam- þykkt hertari ákvæði um fræðslu í öryggismálum sjómanna. „Eftir- leiðis fá sjómenn ekki lögskráningu nema hafa áður farið á námskeið í Slysavamaskóla sjómanna eða sambærilegum skóla. Lögin marka þáttaskil og eru til þess fallin að draga úr slysahættu. Skólaskipið Sæbjörg hefur farið um hafnir landsins til þess að gefa sjómönnum kost á fræðslu í örygg- ismálum sem ég tel nauðsynlegt, m.a. til að þeir geti dvalist hjá fjöi- skyldum sínum meðan á námskeið- unum stendur. Nú hefur verið til umræðu hvort fara eigi út í fjár- frekar endurbætur á Sæbjörgu eða festa kaup á nýju skipi. Niðurstaða hefur ekki fengist. En brýnt að taka ákvörðun. Ef við getum liðs- innt Færeyingum er ég hlynntur því og að Sæbjörg fari þangað." - Hvernig líður sjálfvirku til- kynningaskyldunni? „Gengið hefur verið frá þríhliða samkomulagi við Slysavamafélagið og Póst og síma um að ráðist verði í uppsetriingu sjálfvirka tilkynn- ingakerfísins. Kerfíð er hannað af íslenskum aðilum og hefur verið lengi í undirbúningi. Nú liggur fyr- ir að skipa undirbúningshóp til að skipuleggja verkefnið og hvernig eigi að standa að fram- kvæmd þess sem ekki á að taka langan tíma. Ég sé fyrir mér að það verði síðan unnið af ís- lenskum aðilum, sem hafa sýnt því áhuga, og mun Kerfísverkfræði- stofan væntanlega gegna- lykilhlutverki. Við getum verið stolt af því hversu vel hefur til tekist og fyrirspurnir hafa borist frá öðrum löndum um að fá að fylgjast með reynslu okkar. Tekist hefur að tryggja 50 millj- ónir til verksins. En hugmyndin er sú að Póstur og sími reki kerfið og að staðið verði undir því með afnotagjöldum. Slysavamafélag ís- lands hefur tekið að sér að reka stjómstöðina og reisa hana, sem kostar um 30 milljónir króna. Það er verulegt fé og sýnir hversu mik- ið slysavamafólk leggur uppúr því að sjálfvirku tilkynningaskyldunni verði komið á.“ — Er eitthvað nýtt á döfinni í öryggismálun um? „Nú er að hefjast vinna við mót- un heildarreglna um þann þátt sem unninn er af frjálsum félagasam- tökum og verður það gert í nánu samstarfi við Slysavarnafélag ís- ► Halldór Blöndal, alþingis- maður og ráðherra, er fæddur 24. ágúst 1938 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959 og hóf nám í lög- fræði við Háskóla íslands árið eftir. Hann hætti námi og starf- aði í nokkur ár sem kennari og blaðamaður. Hann hefur unnið fjölmörg trúnaðarstörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn og setið á þingi og í ráðherrastól fyrir flokkinn. lands, Landsbjörgu og aðra sem koma að. Ríkisstjórnin ákvað að ráðast í kaup á Puma-þyrlu í maímánuði og er gert ráð fyrir að hún komi til landsins í apríl næstkomandi. Þyrlan markar þáttaskil í björgun- armálum okkar þar sem hún er öflugri og langfleygari en þau tæki sem við höfum nú. Með henni og eftir að sjálfvirka tilkynningakerfíð verður komið á verður miklu betur séð fyrir öryggismálum sjómanna en áður.“ - Mikið hefur verið rætt um hentifánaskip. Hvernig líður skrán- ingu þeirra?" „I maímánuði samþykkti alþingi að víkka út reglur um skráningu fiskiskipa þannig að nú má skrá fiskiskip sem hafa verið úrelt eða keypt til landsins fyrir 30. apríl síðastliðinn þó þau séu eldri en 15 ára. Þetta er gert til að koma til móts við þá aðila sem hafa fest kaup á fiski- skípum sem ekki hafa heimild til veiða innan fiskveiðilögsögunnar. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að nýta fiskistofna á alþjóðlegu hafsvæði en það höfum við gert í vaxandi mæli.“ - Hver er þýðing sjómannadags- ins fyrir sjómenn? Hefur hún breyst? „Sjómannadagurinn er mikill hátíðisdagur í sjávarplássum lands- ins, einkum fyrir sjómenn, fjöl- skyldur þeirra, gamla sjómenn og aðra sem að útgerð og fiskvinnslu koma. Gildi þessa dags er síst minna en áður og sést m.a. á því að mikið er lagt upp úr að skip séu í höfn. Á sjómannadaginn gera menn upp Iiðið ár og horfa til framtíðar. Hann stuðlar að nauðsynlegri sam- heldni meðal sjómanna og minnir þjóðina á að hún gæti ekki lifað því menningarlífi sem hún lifír nema vegna þeirra miklu auðæfa sem hafíð gefur af sér. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska sjómönn- um öllum til hamingju með daginn og árs og friðar í framtíðinni." Getum veriA stolt af nýja tilkynninga- skyldukerfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.