Morgunblaðið - 05.06.1994, Page 9

Morgunblaðið - 05.06.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 9 EITT SAMFELAG FYRIR ALLA Sérfræðingur í tjáskiptum einhverfra á ráðstefnu um málefni fatlaðra Setti fram mjög umdeilda að- ferð fyrir einhverfa að ijá sig SÉRFRÆÐINGA hefur greint á um getu fólks til að tjá sig, sem hing- að til hefur verið talið þroskaheft vegna þess að það hefur ekki getað tjáð sig á hefðbundinn hátt. Douglas Biklen prófessor við Háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum og einn gesta á ráðstefnu um málefni fatlaðra er sannfærður um hæfileika þess til að tjá sig. Hann hefur í mörg ár sérhæft sig í þeim málaflokki. í því skyni beitir hann sér- stakri samskiptatækni, sem hann segir hafa borið mikinn árangur en hefur vakið miklar deilur. Morgunblaðið hitti Douglas Biklen að máli og lék forvitni á að vita í hveiju þessi byltingarkennda samskipta- tækni væri fólgin og af hveiju hún væri svona umdeild. Fólki hjálpað að benda „Hugmyndin er einföld," sagði Douglas Biklen, „við biðjum fólk með einkenni, sem tengd hafa verið við andlega fötlun, og getur lítið sem ekkert tjáð sig án hjálpar, að koma frá sér skilaboðum með því að benda á myndir, stafi eða heil orð. Til að aðstoða við það styðja aðstoðarmenn við úlnlið hins fatlaða. Hugmyndin er síðan sú að smátt og smátt sé stuðningurinn minnkaður, farið verði að styðja við olnboga, upphandlegg, axlir og að loks þurfi helst engan stuðning. í Ástralíu, þar sem bytjað var að nota þessa aðferð á níunda áratugn- um, eru nú um þijátíu einstaklingar, sem geta vélritað sjálfstætt. I Banda- ríkjunum erum við rétt að byija að nota aðferðina og nokkrir hafa náð það langt að þeir geta tjáð sig ef stutt er á öxl þeirra.“ Douglas sagði að fyririestur hans á ráðstefnunni um málefni fatlaðra hefði að mestu ijallað um það að enn einu sinni þurfi að endurskoða hug- myndir okkar um andlega fötlun. Hann telur að mikið af því, sem áður benti til andlegrar fötlunar, sé hægt að rekja beint til líkamlegrar fötlun- ar. Þversagnir og miklar deilur „Þversögnin í þessari aðferð felst í því að um leið og við sýnum ein- staklingnum hvernig á að benda þá gætum við haft áhrif á það hvert hann bendir. Einstaklingurinn gæti haft það á tilfinningunni hvers sé vænst af honum eða verið viðkvæm- ur fyrir hvers kyns leiðandi hreyfing- um þess sem aðstoðar. Þetta verður jafnvel enn þver- sagnakenndara þegar einstakling- urinn segir eitthvað, sem maður vill ekki heyra. Ef hann til dæmis segir annað foreldrið lemja sig eða mis- nota sig, sem við höfum dæmi um, þá verður að sanna að það séu hans eigin orð en ekki leiðbeinandans." Douglas sagði að nú nýlega hefði verið gerð rannsókn á þessu máli og að í ljós hefði komið að niðurstöðurn- ar voru mjög svipaðar niðurstöðum úr könnunum á heilbrigðu fólki. Sumar fullyrðingarnar um ofbeldi stæðust, aðrar ekki. Douglas Biklen „Hitt, sem er umdeilt varðandi þessa aðferð," hélt Biklen áfram, „er sú spurning hvernig fólk sem áður hefur verið talið alvarlega þroskaheft getur verið svona gáfað. Textinn sem það vélritar er oft á tíðum mjög skiljanleg- ur og á fallegu máli. Mitt verkefni undanfar- ið hefur því aðallega beinst að því að gera þessum fötluðu ein- staklingum kleift að vélrita sjálfstætt. Um leið og þeim áfanga er náð leikur ekki neinn vafi á því hvers þeir eru megnugir." Douglas Biklen sagði að flest það fólk, sem hann vinnur með, ætti í vandræðum með að kalla fram orð rétt eins og þegar maður hittir ein- hvern út á götu, sem maður man ekki hvað heitir fyrr en það rennur upp fyrir manni seinna um daginn. Biklen sagði að prófin, sem lögð eru fyrir fatlaða fólkið, hefðu ekki tekið tillit til þessa. Hann telur að eitt aðalatriðið við aðferðina sé snerting- in; hún gefi öryggistilfínningu rétt eins og þegar barn er að læra að hjóla. „Maður hleypur fyrir aftan hjólið og þótt barnið geti þetta sjálft vill það samt hafa þig hlaupandi á eftir. Ef barnið sér að maður hefur sleppt hendinni af hjólinu dettur það.“ Douglas heldur því fram að gagn- rýnendur aðferðarinnar hafi verið of fljótir til. „Mín röksemd er sú, að við verðum að vera jafn gagnrýnin á prófin eins og þá sem taka þau og ég held að gagnrýnendur aðferð- arinnar séu of gagnrýn- ir á einstaklingana og of lítið gagnrýnir á próf- in sjálf. Það sem við sjáum núna með öðru- vísi prófum eru aðrar niðurstöður. Sumir leita að hæfileikum hjá fólk- inu en aðrir ganga út frá því að það sé ekki hæfileikaríkt," sagði hann. Á íslandi hefur þessi aðferð ekki verið notuð kerfisbundið að sögn Dr. Rannveigar Traustadótt- ur, sem vinnur við Rannsóknastofnun KHÍ og er fyrrverandi nemandi við sömu stofnun og Biklen starfar við. Biklen segir að aðferðin hafi verið notuð eitthvað í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Englandi og Japan. Aðspurður sagði hann að deilurnar um aðferðina hefðu á ýmsan hátt verið gagnlegar því að þær hefðu þrýst á hann að leggja meiri áherslu á sjálfstæði einstaklinganna, sem hann hélt að yrði erfiðara en það reyndist. „Tölvur væru heidur ekki notaðar eins mikið og nú er ef engin gagnrýni hefði komið fram. Slæmu áhrifin eru þau að fólk gæti hræðst aðferðina. Þessi samskiptatækni er hins vegar orðin svo útbreidd að hana getur ekkert stöðvað," sagði Douglas Biklen að lokum. Artan Agim Bágar aðstæður í Albaníu FATLAÐ fólk í Albaníu hefur lengst- um búið við ömurlegar aðstæður í heimalandi sínu að mati tveggja al- banskra fulltrúa á nýlokinni ráð- stefnu um málefni fatlaðra. Þeir Artan Spahiu og Agim Gjon?a segja réttindabarátta fatlaðra hafi hafíst þegar einræðisstjórn kommúnista féll árið 1991 og leiðin geti því ekki legið annað en upp á við. Allar aðstæður hafa til langs tíma bágbornar að sögn tvímenninganna og gildir þá raunar einu hvort rætt er um aðstöðu fatlaðs eða ófatlaðs fólks, að sögn Agims. Það sem aftur á móti hafi gert aðstöðu fatlaðs fólks verri væri að fyrrum stjórnvöld hugs- uðu lítið sem ekkert um þá sem minna máttu sín í samfélaginu. „Þörfum okkar hefur hingað til alls ekki verið sinnt nægilega. Tækjabúnað hefur vantað, svo sem hækjur og hjólastóla. Þetta hefur valdið því að fatlað fólk er langfá- tækasti þjóðfélagshópur landsins," sagði Artan. Umbætur hefðu helstar orðið í málum fatlaðra barna. „Á stðasta ári voru stofnuð heild- arsamtök ólíkra hópa fatlaðs fólks,“ sagði Artan, sem veitir samtökunum forstöðu. „Við höfum í hyggju að auka samskipti við evrópsk samtök fatlaðra ogþví hefur þessi ráðstefna verið okkur mjög mikilvæg.“ • • DVEGISHUSGOGN flijV TííSoþs jjlXwAGAft frá mánudegi 6. - 11. júní Margar tegundir húsgagna seldar á mikið lækkuðu verði HUSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 20 • SÍMI 91-688799

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.