Morgunblaðið - 05.06.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 11
menn hafi séð sér leik á borði þeg-
ar Skandia hafði kaupanda að bréf-
um hans til að minnka eignarhlut
hans í félaginu og þar með mögu-
leika hans til að hafa áhrif á rekst-
ur fyrirtækisins. Einnig er á það
bent að í fimm daga eða allt frá
því að Sigutjón afturkallaði sölu-
umboð Óskars og þar til á föstu-
dag fyrir röskri viku hafi enginn
þessara aðila gert minnstu tilraun
til að hafa samband við Sigurjón
til að kanna hvort það væri hann
sem væri þarna á
ferðinni. Hins veg-
ar hefur Siguijón
ekki neitað að í
samtali við Óskar
Magnússon föstu-
daginn 27. maí-sl.
hafi hann látið hjá
líða að gera honum
grein fyrir því að það væri hann
sem væri kaupandi hlutabréfanna
og jafnvel afvegaleitt hann. Þetta
sé það einasta sem ef til vill megi
kalla blekkingar en þær hafi verið
gagnvart umboðsmanni hans, lög-
manni og þar með starfsmanni.
Þetta hafi þess vegna átt að vera
trúnaðarsamband lögmannsins við
umbjóðanda sinn og ekki átt að
fara lengra, enda Óskar ekki hlut-
hafi í Stöð 2 eða stjórnarmaður
og viðbrögð hans veki upp spurn-
ingar hvaða hagsmuna hann hafi
verið að gæta.
Viðskiptin með hlutabréf ís-
lenska útvarpsfélagsins, sem höfðu
hafist föstudaginn fyrir hvítasunnu
eða 20. maí, héldu áfram þriðju-
daginn 24. maí. Þá voru seld bréf
fyrir tæpar 24 milljónir að nafn-
virði á Opna tilboðsmarkaðnum
eða um 69 milljónir að söluvirði.
Frekari viðskipti áttu sér stað á
miðvikudag og föstudag en þá lauk
viðskiptum. Þá var enn ekki orðið
ljóst hver kaupandinn væri og
málið allt jafnmikil ráðgáta fyrir
stjómarmenn í meirihlutanum eins
og aðra. Málið skýrðist ekki fyrr
en sl. sunnudag 29. maí en þá
hafði Siguijón samband við Ingi-
mund Sigfússon og greindi frá því
að hann hefði staðið fyrir kaupun-
um.
Mikill þrýstingur á
Tryggingamiðstöðina
Fyrir utan viðskipti á Opna til-
boðsmarkaðnum urðu einhver við-
skipti án milligöngu verðbréfa-
fyrirtækjanna, einkanlega af hálfu
gamla meirihlutans sem festi
þannig kaup á hlutabréfum Arna
Samúelssonar og einnig Trygg-
ingamiðstöðvarinnar. Síðarnefndu
bréfin hafa orðið mönnum sem
standa nálægt atburðarásinni
nokkurt íhugunarefni. Stjórnarfor-
maður Tryggingamiðstöðvarinnar
hafði samband við Ingimund Sig-
fússon, stjórnarformann íslenska
útvarpsfélagsins, hinn örlagaríka
föstudag, 20. maí og upplýsti um
það að mjög væri þrýst á um að
félagið seldi sín bréf. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins
höfðu bæði Haraldur Haraldsson
og Jóhann J. Ólafsson falast eftir
bréfunum á þessum tíma þó að
samheijar þeirra segi að þær þreif-
ingar hafi átt sér stað viku síðar.
Það kemur þó heim
og saman við það
að Tryggingamið-
stöðin bauð meiri-
hlutamönnum að
kaupa bréfin fyrir
hvítasunnuhelgina
og veitti frest fram
til þriðjudagsins 24.
maí. Þeir komu sér saman um að
kaupa bréf tryggingafélagsins
ásamt bréfum Árna Samúelssonar
fyrir alls um 70 milljónir til að
tryggja meirihlutann enda lá það
fyrir að fylkingin hafði riðlast
nokkuð þegar t.d. Sjóvá-Almennar,
Vífilfell o.fl. hluthafar höfðu selt
sín bréf á markaðinum.
„Heiðursmannasamkomu-
lagið“ hélt ekki
Raunar mun það hafa komið
stjórnarmönnum í meirihluta á
óvart hversu margir stuðnings-
menn þeirra í hluthafahópnum
seldu sín bréf þegar á reyndi. Hóp-
urinn að baki meirihlutanum var
kenndur við Þórsmörk, eins og
áður er nefnt, og töldu stærstu
hluthafarnir sig hafa gert sérstakt
„heiðursmannasamkomulag“ i
þessum hópi um að bréf yrðu jafn-
an fyrst boðin til kaups innan hans.
Sjóvá-Almennar stóðu við sam-
komulagið að því leyti að félagið
lét vita að það væri að selja bréfín
á markaði, en ekki Vífilfell. Eink-
anlega mun þó sala Garðars Sig-
geirssonar í Herragarðinum hafa
komið mönnum í opna skjöldu.
Hann hafi skömmu áður óskað
eftir sæti í varastjórn félagsins
þegar fyrir lá að Árni Samúelsson
hafði selt bréf sín og myndi hverfa
úr varastjórninni. Að þessu var
verið að vinna þegar í ljós köm að
Garðar hafði selt bréf sín að nafn-
verði 6,5 milljónir.
Af hálfu gamla meirihlutans er
því haldið fram að bréf Garðars
hafi skipt sköpum um valdahlut-
föllin innan félagsins, því að 12
milljónum muni milli fylkinganna
og ef þessar 6,5 milljónir væru enn
innan Þórmerkurhópsins væri
hann milljón yfir og enn með meiri-
hlutann. Þetta kemur þó ekki heim
og saman við útreikninga hins
nýja meirihluta sem heldur því
fram að 20 milljónir beri á milli
hlutafjáreignar fylkinganna
tveggja.
Ágreiningur um
boðun hluthafafundar
Margt er á huldu um atburða-
rásina um það leyti þegar Siguijón
gekk til liðs við þá Jón Ólafsson,
Harald Haraldsson og Jóhann J.
Ólafsson. Stangast þar algjörlega
á sjónarmið hluthafahópanna.
Fulltrúar úr gamla meirihlutanum
segjast þess fullvissir að yfirtakan
hafi frá upphafi verið gerð að und-
irlagi Jóns Ólafssonar. Þijú atriði
þykja einkum rökstyðja þetta. í
fyrsta lagi er bent á áhuga þeirra
Jóhanns J. Ólafssonar og Haralds
Haraldssonar á bréfum Trygging-
amiðstöðvarinnar í vikunni fyrir
hvítasunnu. Í öðru lagi þykir það
rökstyðja þessa skoðun að Sigurð-
ur G. Guðjónsson, lögmaður á Al-
mennu lögfræðistofunni og vara-
maður Jóns Ólafssonar í stjórn ís-
lenska útvarpsfélagsins, hafði
milligönguna um kaup bréfanna. í
þriðja lagi er því haldið fram að
nöfn fjórmenninganna komi fýrir
á skuldabréfum sem gefin hafi
verið út til að greiða fyrir hluta-
bréfin.
Þessum rökum hafa fulltrúar
hins nýja meirihluta algjörlega vís-
að á bug og lýst því yfir að þeir
hafi gengið til samstarfs um síð-
ustu helgi eftir að kaupin voru
afstaðin. Því er haldið fram að
þreifingar Haralds og Jóhanns
gagnvart Tryggingamiðstöðinni
hafi ekki tengst þeim kaupum sem
áttu sér stað kringum hvítasunnu-
helgina. Morgunblaðið hefur hins
vegar eins og áður er getið upplýs-
ingar sem gefa tilefni til að ætla
að samvinna þeirra fjórmenninga
hafi hafist fyrir þremur vikum.
Ýmislegt er óljóst um framhald
þessa máls. Ekki liggur fyrir hve-
nær hluthafafundur verður haldinn
og reyndar virðist
þegar kominn upp
ágreiningur milli
fylkinganna í því
efni. Núverandi
stjórnarmeirihluti
vitnar í hlutafé-
lagalög þar sem
fram kemur að
stjórnin getur haft allt að 6 vikna
frest til að halda hluthafafund, en
nýi meirihlutinn bendir á samþykk-
ir félagsins sjálfs þar sem nánar
er kveðið á um þetta efni, þ.e. að
hluthafafund verði að halda innan
þriggja vikna frá því krafa um slíkt
komi fram og samþykktir félagsins
gildi séu þær þrengri en lögin.
Vandséð er hvernig gamli meiri-
hlutinn getur endurheimt stöðu
sína aftur. Fulltrúar hans hafa
sagt að þau 48-49% sem þeir hafi
enn yfir að ráða í félaginu séu
orðin nánast verðlaus. Þeir vilji
ekki starfa í stjóm með hinum
nýju valdhöfum og hafi í hyggju
að selja sín bréf í einum pakka,
bæði hér heima og erlendis. Innan
nýja meirihlutans hefur sú hug-
mynd verið viðruð að fækka
stjórnarmönnum úr sjö í fimm —
með það fyrir augum að sýna
starfsmönnum gott fordæmi í sam-
drætti og byija á toppnum. Þar
kemur mönnum einnig spánskt
fyrir sjónir sú afstaða gamla meiri-
hlutans að breyting á valdahlutföll-
um í félaginu jafngildi því að hægt
sé að afskrifa hlutabréfín. Siguijón
Sighvatsson mun
hafa látið þau orð
falla vegna þessa
að þar með hafi
hann fengið endan-
lega staðfestingu á
þeim grun sínum
að rekstur Stöðvar
2 hafi aldrei snúist
um arðsemi — heldur völd.
Fráfarandi meirihluti bendir
hins vegar á, að í stjórnartíð hans
hafi rekstur fyrirtækisins einmitt
snúizt um arðsemi. Mikil áherzla
hafi verið lögð á strangt aðhald
að kostnaði, allar rekstraráætlanir
hafi staðizt og vel það, raunar
hafí kostnaður verið undir áætlun
og hagnaður meiri en ráð var fyr-
ir gert t.d. skv. uppgjöri fyrir fyrsta
ársfjórðung þessa árs. Til marks
um þetta sé sú staðreynd, að verð
hlutabréfa í fyrirtækinu hafí
hækkað í tíð fráfarandi meirihluta
úr 1,6 í 3.
Undirrótin megn
óánægja með gang
mála hjá Islenska
útvarpsfélaginu
Sigurjón Sighvats-
son er borinn þeim
sökum að leika tveim-
ur skjöldum
Gestir frá San Francisco
Elisabeth Loscavio og Anthonio Randazio
dansa tvídans eftir Helga Tómasson
aðrir dansar:
Fram, aftur, til hliðar - og heim
danshöfundur: Hlíf Svavarsdóttir
Tónlist: Snorri Sigfús Birgisson
og Jón Leifs
Tíminn og vatnið
danshöfundur: Nanna Ólafsdóttir
Hjalti Rögnvaldsson, leikari les Tímann
og vatnið eftir Stein Steinarr
Sumarmyndir
danshöfundur: Wlaría Gísladóttir
tónlist: Lars Erik Larsson
Oansarar Islenska dansflokksihs
i Borgarleikhúsinu .
Laugardaginn ll.júníkl. 14:00
Sunnudaginn 12. júni kl. 14:00 / 20:00
Miðasala í Islensku óperunni
sími: 11475