Morgunblaðið - 05.06.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1994 21
Á torginu í gamla bænum
er líf og fjör. Tónlist hljóm-
ar frá veitingahúsum og
látbragðsleikari bregður á
leik vegfarendum til mikill-
ar ánægju.
Rússa var allt efnið tekið frá honum
og það eyðilagt. „Þeir óttuðust að
hugmyndafræðin í verkum hans
væri hættuleg," sagði hann og hló
við. „En ég gefst ekki upp. Bókin
er á leiðinni núna tuttugu árum síð-
ar.“
Jan sagðist hafa verið einn
þriggja sem ásamt Havel fengu
styrk til dvalarinnar í Bandaríkjun-
um. „Enginn okkar fékk leyfi til
utanfarar eftir innrásina eða þar
til frönsk stjórnvöld buðu mér per-
sónulega ásamt fjölskyldu minni til
eins árs dvalar í París, skömmu
fyrir byltinguna árið 1988,“ sagði
hann. „Þá fyrst hitti ég Erró á
vinnustofunni í París. Kommúnista-
stjórnin hér vildi ekki eiga á hættu
pólitískt hneyksli með því að neita
okkur um Frakklandsdvölina. Ég
hélt reyndar að það yrði í síðasta
sinn sem ég fengi að fara úr landi
en það breyttist allt sem betur fer.“
Jan sagðist þá þegar hafa ætlað
að skrifa um Erró og verk hans og
með það í huga að setja upp sýn-
ingu á verkum hans í Prag þótt
síðar yrði, ljósmyndaði hann verk
hans. Ein ljósmyndanna er á vegg-
spjaldi sýningarinnar.
Hárbeitt kaldhæðni
„Tékkar þekkja almennt ekki til
verka Errós en þeir munu kannast
við klassísku drættina í myndum
hans og yngri kynslóðin mun kunna
að meta þessa tilvísun til teikni-
myndanna," sagði Jan. „Sérfræð-
ingar munu aftur á móti sjá sömu
tilhneigingu til gróteskrar tilvistar-
stefnu í verkum hans eins og mátti
sjá hjá tékkneskum listamönnum á
árunum 1950 til 1960,“ sagði hann.
„Við Tékkar kunnum einnig að
meta þessa hárbeittu kaldhæðni og
kímni í myndum Errós. Kaldhæðnin
er rík hefð í listsköpun okkar hvort
sem er í myndum eða skáldskap,
samanber skáldsöguna um Góða
dátann Svejk. Erró nálgast mynd-
efnið með blöndu af bölsýni og fár-
ánleika, á gamansaman hátt en
túlkar um leið lífsháskann. Og við
kunnum að taka því, þar sem við
búum miðsvæðis í Evrópu og höfum
í aldir þolað innrásir og valdarán
annarra þjóða. Skopið hefur löngum
reynst okkur haldreipi."
Róttækur
mióiumaöur
VIÐ upphaf blaðamannafundar
fyrir opnun sýningar á verkum
Errós í Prag, kynnti Jan Kriz list-
fræðingur verk Errós og sagði
meðal annars að hann vekti sterkar
tilfinningar með verkum sínum.
Þeim fylgdi jafnan djúp leikræn
upplifun. Hann vitnaði í sýningar-
skrána og sagði að Erró hugsaði í
sömu vídd og hefði komið fram í
freskum Michaelangelos.
„Það breytir engu þótt hann
notfæri sér aðferðir myndasögunn-
ar. Hann gerir það í ákveðnum til-
gangi. Stóru myndraðimar frá því
í byijun sjöunda áratugarins voru
flokkaðar með því fáránlega og
furðulega. Þær veittu okkur sýn á
mannlífíð frá sjónarhomi dauðans
- buðu upp á eins konar hruna-
dans beinagrinda og uppvakninga.
Það er forvitnilegt að bera þessar
myndir saman við þær sem lýsa
hinum heillandi heimi sjónrænnar
upplifunar. Þótt myndsýnin sé önn-
ur, er einnig um að ræða endur-
speglun mynda, mósaíkskriðuna,
sem er svo einkennandi fyrir mynd-
ir Errós. Myndraðirnar, efasemd-
imar um manninn, eiga margt sam-
eiginlegt með tilvistarskilningnum
í tékkneskri list á þessum tíma.
Myrkar myndir Errós af kjöt-
kveðjuhátið handan lífs og dauða
- einsog í Prag - mddi brautina
snemma á sjöunda áratugnum fyr-
ir opnari afstöðu til hlutveruleik-
ans, náttúrunnar, samfélagsins og
menningarinnar," sagði Jan.
„Sækir listamaðurinn myndefnið
til íslenskrar myndlistarhefðar,"
spurðu blaðamennimir og fengu
það svar að í raun væri ekki ald-
argömul hefð fyrir málaralist á ís-
landi. Menningararfleið íslendinga
væri í bókmenntum og segja mætti
að Erró byggði frásagnir í myndum
sínum á þeirri hefð.
„Hvaða afstöðu hefur þú til
stjórnmála og atburðanna sem þú
ert að lýsa? Hvaðan fæi-ðu hug-
myndimar?" var Erró spurður.
„Ég þarf ekki að taka pólitíska
afstöðu. Einu sinni var ég orðaður
við vinstri stefnu og síðan hægri.
Ætli ég sé ekki núna „róttækur"
miðjumaður,“ sagði hann.
Sagði hann að myndefnið kæmi
til sín úr öllum áttum og að hann
viðaði að sér efni hvar sem hann
kæmi. Nefndi hann sem dæmi að
þegar hann vann að myndröðinni
„Space scape“, þá hafi hann dvalið
um tíma í geymrannsóknarstöð
Bandaríkjamann í Houston í Tex-
as, þar sem hann kynntist þjálfun
geymfara. En það væri ekki alltaf
svo að efnið yrði síðar að mynd.
Oft rynni það sitt skeið. Nefndi
hann sem dæmi hugmynd að
myndröð um bandaríska hermenn
í Víetnam sem hann hefði hætt við.
Erró sagðist vera í hópi sjö mál-
ara sem, hallast hefðu að þeirri
myndlistastefnu sem kallast „fig-
uration narrative" heiti sem erfitt
er að þýða. Þeirri stefnu hefði mjög
vaxið fiskur um hrygg á myndlista-
vettvangi Parísarborgar á undan-
förnum árum og væri nú ætlaður
verulegur sess í Nútímalistasafninu
í París.
HÁSKÓLANÁM
I KERFISFRÆÐI
Innritun á haustönn 1994 stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ. Markmið kerfisfræðináms er að
gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvu-
væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og er
inntökuskilyrði stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það besta sem er á vinnumarkaðnum, meðal
annars Victor 386MX vélar, IBM PS/2 90 vélar með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000 340
og IBM AS/400 B45 sem allar eru tengdar saman með öflugu netkerfi.
Áhersla er lögð á að fá til náms fólk með stúdentspróf sem hefur starfað við tölvuvinnslu og
Þriðja önn:
Gagnaskipan
Tölvugrafík
Kerfisforritun
Netforritun
Fjórða önn:
Forritun í gluggakerfum
Hugbúnaðargerð
Valin efni úr viðskiptum
Raunhæf verkefni eru unnin í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur.
Lokaverkefni á 4. önn er gjaman unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans.
Fyrirhugað er að taka inn 70 til 80 nemendur á fyrstu önn og verður uinsóknum svarað
jafnóðum og þær berast fram til 16. júní. Kennsla á haustönn hefst 29. ágúst.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8 til 16.
TÖLVUHÁSKÓLIYÍ,
Ofanleiti 1,
103 Reykjavík.
TVÍ
í tölvudeildum fyrirtækja auk nýstúdenta.
Eftirtaldar greinar verða kenndar:
Fyrsta önn:
Forritun í Pascal
Kerfisgreining og hönnun
Tölvur, stýrikerfi og net
Fjórðukynslóða forritun
Önnur önn:
Fjölnotendaumhverfi AS/400
Gagnasafnsfræði
C++ forritun
Síldin er að koma!
Við óskum sjómönnum og öðrum
Islendingum til hamingju með daginn.
Góðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í tveggja hæða
steinsteyptum húsum, bjóðast nú til sölu á einstöku verði.
Ibúðirnar eru viðhaldsléttar að utan,
með sérinngangi og þvottahúsi.
Yerðið er frá kr. 6.480.000-7.180.000.
Ármannsfell
hf.
Funahöfða 19
sími 91-813599