Morgunblaðið - 05.06.1994, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIDSKIPn AIVINNUIÍF
Á SUIMIMUDEGI
►Páll Bragason forstjóri Fálkans er fæddur
24. mars 1948 í Reykjavík. Ef frá eru talin
tvö ár sem hann var á síld, hefur Páll ævinlega
unnið í Fálkanum. Hann var kominn til fullra
starfa í Fálkanum árið 1971, útskrifaðist sem
viðskiptafræðingur frá HÍ 1974, var orðinn
stjórnarformaður árið 1976 ogforstjóri síðan
1986. Hann greinir hér frá batnandi hag þrátt
fyrir þrengingatíma, væntingum í efnahagsmálum
og verulega breyttum áherslurh í starfsemi
fyrirtækisins, á nítugasta afmælisári þess.
eftir Guðmund Guðjónsson
Fálkinn hf er meðal elstu
starfandi fyrirtækja í
landinu, á því getur vart
leikið nokkur vafi, nú á
nítugasta afmælisárinu. Fyrir 90
árum var starfsemin önnur en nú,
en þá hóf ungur húsasmiður, Ólaf-
ur Magnússon að nafni, reiðhjóla-
viðgerðir í hjáverkum, auk þess
sem hann leigði út reiðhjól. Á fáum
árum kom upp úr dúrnum, að það
var svo mikið að gera í aukavinn-
unni, að Ólafur lagði af störf við
húsasmíðar og fór óskiptur í reið-
hjólastarfsemina. Ólafur hóf starf-
semi sína í fjörutíu fermetra timb-
urhúsi sem nú er á baklóð við
Laugaveg 24. Hann varð á
skömmurn tíma helsti reiðhjólasali
landsins. Á árum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar bættist við starfsemina
sala og þjónusta á saumavélum
sem voru fyrstu fjöldaframleiddu
nútímaheimilistækin sem náðu
umtalsverðri útbreiðslu meðal al-
mennings. Þannig jukust umsvifin
jafnt og þétt og nýir vöruflokkar
komu inn með tilheyrandi áherslu-
breytingum. Forstjóri Fálkans í
dag er Páll Bragason. Hann er
barnabarn fyrrgreinds Ólafs og er
fyrirtækið því ekta fjölskyldufyrir-
tæki. Páll segist hafa „fæðst í
Fálkanum“. Hann var nánast
fæddur að Laugarvegi 24, bjó þar
fyrstu æviárin og var farinn að
„snudda og sendast“ þegar hann
var aðeins tólf ára gamall. Ef frá
eru talin tvö ár sem hann var á
síld, hefur Páll ævinlega unnið í
Fálkanum. Hann var kominn til
fullra starfa í Fálkanum árið 1971,
útskrifaðjst sem viðskiptafræðing-
ur frá HÍ 1974, var orðinn stjórn-
arformaður árið 1976 og forstjóri
síðan 1986.
Páll getur þess að þó svo að Fálka-
menn miði ævi fyrirtækisins við
árið 1904, þá hafi það ekki tekið
nafnið fyrr en árið 1924 sem varð
eitt af meiri umskiptaárum fyrir-
tækisins. Það ár hóf frumkvöðull-
inn Ólafur Magnússon innflutning
á hljómplötum og grammófónum
sem átti eftir að verða snar þáttur
í starfseminni í hálfa öld. Og enn
fremur keypti Ólafur reiðhjóla-
verslunina Fálkann sem var helsti
keppinauturinn. Þar með var
Fálkanafnið komið til að vera.
Onnur umskipti...
Önnur meiri háttar umskipti hóf-
ust innan fyrirtækisins fyrir næst-
um áratug, eða um árið 1986 eins
og Páll getur. Þá voru hljómplötu-
og tækjadeildirnar seldar burt og
fyrirtækið fór að laga sig meira
að iðnaðarsviðinu. Miðað við
áherslur fyrirtækisins var hér um
verulega breytingu að ræða, enda
voru 30 prósent af veltu fyrirtæk-
isins tengd þeim deildum sem þar
voru seldar frá því. „Við íórum
að snúa okkur að því að vera
meira með tól og tæki til atvinnu-
veganna. Við þetta breyttist
ímyndin. „Enn erum við leiðandi
reiðhjólasalar, en miklu meira og
annað hefur komið til,“ segir Páll
og nefnir eina stærstu breyting-
una: Við stigum stórt og vonandi
heilladijúgt skref er Fálkinn
keypti raftæknideild Jötuns af
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
SÍS. Þetta var í anda nýju stefn-
unnar. Þessu fylgdi verslun með
raftæknivörur, rafföng fyrir iðnað
og versktæði. Veltuviðbótin þessu
samfara var 20 prósent og við
gátum fellt þessa starfsemi inn í
reksturinn án þess að bæta við
fólki í yfirstjórn. Þeir sjö starfs-
menn sem þarna störfuðu á „gólf-
inu“ eins og sagt er, fylgdu með,
en alls störfuðu áður 12-14 manns
með yfirmönnum. Þá er við þetta
að bæta að starfsemi þessa gátum
við tekið inn í eigið húsnæði, þann-
ig að hagræðingin var augljós og
mikil. Við getum nefnt fleira sem
Fálkin er nú leiðandi í, t.d. inn-
flutningur á varahlutum í bifreiðar
og nánast öll helstu verkefni í
skólphreinsun á landinu snúast um
efniskaup frá Fálkanum. Miklu
fleira mætti tína til og er nú svo
komið, að 70 prósent af starfsem-
inni snýst um vörur og þjónustu
til átvinnuveganna, en innkoma
vegna neytendavara er nú innan
við þriðjungur af veltunni“ segir
Páll.
Breytingatímar...
Páll er ekki allur þar sem hann
er séður. Hann er stjórnarmaður
hjá Knattspyrnusambandi íslands,
fæddur Framari, en Stjörnumaður
eftir að hann flutti í Garðabæinn
á árunum. Hann segir afskiptin
af knattspyrnunni nauðsynleg til
þess að geta dreift huganum frá
hinum harða heimi viðskiptanna.
Og sá heimur hefur verið venju
fremur harður hin seinni ár sem
kunnugt er. Páll segir að ef til
vill sé það fréttnæmt í sjálfu sér
að fyrirtæki á íslandi nái svo háum
aldri sem Fálkinn nú. „Þrenging-
amar eru komnar til vegna gífur-
legra breytinga í þjóðfélaginu og
síðustu tvö-þrú árin hafa verið
sérstaklega erfið. Breytingarnar í
viðskiptaumhverfinu hafa verið
sérstaklega miklar, þannig að
gömul úrræði sem dugðu áður
vel, sölu- og stjórnunarúrræði,
virka ekki lengur með sama hætti.
Fyrirtæki hafa orðið að breyta um
starfshætti og stíl. Það getur ver-
ið sársaukafullt meðan á því stend-
ur, en rétt eins og maður sem lagð-
ur er inn með botnlangakast,
sprettur upp hressari en fyrr að
aðgerðinni lokinni.
Páll heldur áfram og segir:
Samkeppni er óijúfanlegur hluti
af dæminu, hún eykst í þessu nýja
umhverfi. verður skefjalausari og
miskunnarlausari. Kannski heil-
brigðari um leið“. Hvernig skýrir
þú það?
„Þetta kann að hafa hljómað
eins og mótsögn, en sannleikurinn
er sá, að til þess að spjara sig,
verða fyrirtækin að vera sam-
keppnisaðilunum fremri. Þau
þurfa að vera skrefi á undan.
Geta boðið meira fyrir minna, án
þess að það komi niður á gæðunum
sem um er að ræða. Vægi við-
skiptavinanna verður æ meira,
enda verða fyrirtækin háðari þeim.
Á sama tíma verða fyrirtækin
að megra rekstur sinn. Það þarf
að stytta boðleiðir, krefjast meira
sjálfstæðis og frumkvæðis af
starfsfólkinu."
Þegar þú talar um að megra
reksturinn ert þú þá að tala um
uppsagnir starfsfólks og meiri
álögur á þá sem eftir standa?
I mörgum tilvikum myndi svarið
við spurningunni vera já. Sem
betur fer höfum við hjá Fálkanum
lítið sem ekkert þurft að láta fólk
fara. Hins vegar er það svo, að
það detta alltaf einhveijir út hjá
stóru fyrirtæki og það hefur varla
verið ráðinn nýr starfskraftur á
Fálkann í háa herrans tíð. Hvað
varðar auknar álögur á starfsfólk-
ið, þá er svarið já, þegar það
þrengir að verður að gera meiri
kröfur, sérstaklega þar sem við
höfum í ofanálag aukið okkar
umsvif fremur en hitt. Við höfum
alltaf verið mjög meðvitaðir um
að halda öllum kostnaði, t.d. við
skrifstofurekstur, í lágmarki og
njótum þess nú þegar þrengingar
eru í þjóðfélaginu“.
Sókn...
Þú talar um þrengingar og erfið-
leika, en á sama tíma uppgang á
vissum sviðum hjá fyrirtækinu.
Hvað er framundan? •
„Eg tel, að eftir þessi þijú
mögru ár verði útlitið hjá okkur
að skoðast sem mjög bjart. Við
höfum bætt reksturinn verulega
og 1994 verður gjöfult ár og gott
hjá Fálkanum. Fyrirtækinu hefur
tekist að aðlaga sig aðstæðum og
nýrri markaðsstöðu. Við sjáum
fram á verulega veltuaukningu,
fyrst og fremst í gegn um 10 til
15 prósenta söluaukningu til við-
bótar söluaukningu tengdri kaup-