Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ1994 25
LISTIR
í deíglimní 1930-1944
LIST OO HONNUN
Listasafn íslands
FRÁ ALÞINGISHÁTÍÐ TIL
LÝÐVELDISSTOFNUNAR
Opið kl. 12-18 alla daga nema mánu-
daga. Stendur fram í október. Að-
gangur kr. 300.
FRAMLAG Listasafns íslands til
Listhátíðar 1994 er sýning í öllu
húsinu, sem tekur fyrir þróun ís-
lenzkra sjónmennta frá Alþingisár-
inu 1930 og til lýðveldisstofnunar
1944. Litið er öðru fremur til þess
að fimmtíu ár eru frá stofnun ís-
lenzka lýðveldisins, og því er vandað
eins og kostur er til allra hluta og
mun framkvæmdin sú viðamesta sem
safnið hefur ráðist í.
Jafnframt hefur verið gefin út
mikil bók í samvinnu við Mál og
menningu, er tekur fyrir hið helsta
sem gerðist í sjónlistum á tímabilinu,
að viðbættri leik- og tónlist, og er í
eins konar ágripsformi. Mikið er lagt
í bókina og prýðir hana fjöldi mynda
af listaverkum í lit og svo einnig í
svart hvítu svo sem fellur að efninu.
Litgreiningin virðist hafa tekist með
afbrigðum vel og bókin í heild er
tvímælalaust ítarlegasta heimildarrit
yfir þetta tímabil sem gefíð hefur
verið út, og skarar þetta efni. Sömu-
leiðis ein veglegasta listaverkabók
er litið hefur dagsins ljós hér á landi.
Hafi það farið framhjá einhveijum
hve þetta tímabil ristir djúpt í sögu
þjóðarinnar á öldinni ætti sýningin
að geta bætt úr því, og það ætti
ekki að fara fram hjá neinum að það
var einstakt í allri sögu hennar og
verður ekki endurtekið.
Hvert sem litið er, sér hinn athug-
uli skoðandi mikla geijun, framsýni
og uppgang og hann uppgötvar að
margur listamaðurinn var þá í há-
marki sköpunarferils síns. Kannski
var ísland síðasti hluti Evrópu, þar
sem hinn höfgi árbjarmi aldarinnar
var enn við lýði en fékk svo snöggan
endi með heimsstyijöldinni fyrri. Það
var svo mikil geijun og friður yfir
öllu að menn fengu næstum ofbirtu
í augun og fögnuðu hernaðarátökun-
um 1914 sem aldrei fyrr. Og kannski
lauk þessu tímabili í Evrópu með
málverkinu „Fjallamjólk" eftirKjai-v-
al, sem listamaðurinn málaði á Þing-
völlum 1941, og telst þarmeð orðið
að sjónrænni sagnfræði eins og svo
margt annað í íslenzkri málaralist á
þeim árum. Alla vega lifði ísland nú
aðra tíma og friðhelgi landsins rofin
af hernaðarátökum úti í heimi.
En það var ekki aðeins í málara-
list sem sköpunarferlið var í há-
marki, heldur einnig byggingarlist,
eri stílhreinni byggingar hafa vart
séð dagsins ljós fram að þessu, í
senn þjóðlegar sem alþjóðlegar.
Menn greina sterk alþjóðleg áhrif,
en um leið er eitthvað í þessum bygg-
ingum sem jarðtengist íslenzkri þjóð-
arsál og hefur svip af þungum og
máttugum norrænum anda, - römm-
um seið sem lætur ekki undan hvað
sem á bjátar.
Og menn voru glaðbeittir í and-
anum og sögðu meiningu sína um-
búðalaust. Voru ekki að láta troða
sér um tær á opinberum vettyangi.
Og þó málflutningurinn geti þótt
frumstæður er svo er komið, þá verð-
um við að læra af hugrekki og stað-
festu þessara manna. Þeir voru
margir sérvitrir, stoltir og montnir,
skutu fram bringunni, teygðu úr
axlaböndunum með þumalfingrunum
og skóku og reigðu ásjónuna sem
ættu þeir hlutdeild í alheiminum. Það
er svo önnur saga að seinni heims-
styrjöldin og árin fimmtíu sem liðið
hafa frá lýðveldisstofnuninni ruglaði
menn í ríminu og við höfum vísast
ekki enn náð að vinna úr hlutunum
á sama hátt og þessi kynslóð.
Lítum við svo á hönnun og listiðn-
að, var þar einnig margt vel gert og
sumt frábærlega svo sem einstakar
bókakápur, titilsíður, vörumerki og
almenn prentun eru til vitnis um.
Hér kemur svo skemmtilega fram
ákveðin þjóðleg blanda og áhrif að
utan. Við uppgötvum hve við misst-
I DEIGLUNNI
1930 - 1944
um mikið með því að stofna ekki
listaháskóla strax í upphafi lýðveldis-
ins, til að rækta þá hefð sem fyrir
var og vinna úr henni, en slíkir skól-
ar marka grunneiningu hverrar sjálf-
stæðrar þjóðar.
Þetta er sýning sem beðið hefur
verið eftir, og hún á að geta verið
okkur dýrmætur lærdómur um að
fortíð er ekki endilega úrkynjun,
heldur einnig skjalfesting mikils-
verðra staðreynda úr dagbók lífsins
sem ekki verður gengið fram hjá,
vilji menn mæta framtíðinni með
reisn.
Hollt er fyrir unga á öllum aldri
að minnast þess, að við búum enn í
dag við þá geijun og deiglu sem var
sem vonarbjarmi þjóðarinnar á leið
hennar til lýðveldis og látum það
auka okkur ásmegin.
Bragi Ásgeirsson.
FANTASÍA (1940) eftir Jóhannes Kjarval.
STETTARFÉLAGSGJÖL
TIL MAGALLUF Á
7. júní: IHjlJiHii/biðlisti
21. júní: Örfásætilaus
28. júní: 5 sæti laus (3 vikur)
12. júlí: Laus sæti
19. júlí: Laus sæti (2 vikur)
2. ágúst: ElSISbiðlisti
9. ágúst:
UPPSELT
23. ágúst: 14sætilaus(3v.)
30. ágúst: 15 sæti laus (2v.)
13. sept.: 4 sæti laus (3 v.)
Samviniiiilerðir-Laiiilsi/ii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsterðir S. 91 - 6910 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 •
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréí 91 - 62 24 60 HafnarljörÐur: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Símbréf 91 - 655355
Kellavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréf 93 -111 95
Akureyri: Ráðhúsforgi,1 • S. 96-27200• Símbréf 96- 1 1035 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut38• S. 98- 1 1271 • Símbréf 98- 1 27 92
-TSTI QATLAív®
EUROCARD
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA