Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 27
26 SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 27
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SlMAR: Skiptiborð 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SlMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. I lausasölu 125 kr. eintakið.
SJOMANNADAGUR
Asjómannadegi að' þessu
sinni geta sjómenn og
raunar landsmenn allir fagnað
tveimur merkilegum áföngum í
öryggismálum sjómanna. Hinn
fyrri er sá, að ríkisstjórnin hef-
ur tekið ákvörðun um kaup á
stærri þyrlu fyrir Landhelg-
isgæzluna, sem skiptir sköpum
í björgunarstarfi hennar. Fyrir
nokkrum mánuðum kom skýrt
í ljós, þegar sjóslys varð við
Austurland, hvílík þörf er á
stórri og öflugri björgunar-
þyrlu. Nú er það mál í höfn og
markar tímamót í öryggismál-
um íslenzkra sjómanna.
Hinn markverði áfanginn í
öryggismálum sjómanna, sem
ástæða er til að fagna á þessum
sjómannadegi er sjálfvirka til-
kynningakerfið, sem þróað hef-
ur verið af íslenzkum vísinda-
mönnum og unnið verður skipu-
lega í að koma fyrir í íslenzkum
skipum á næstu árum. Þetta
kerfi mun marka þáttaskil í
öryggismálum sjómanna um
leið og það á að geta orðið arð-
vænleg útflutningsvara.
Þótt sjómannadagurinn sé
fyrst og fremst hátíðisdagur
íslenzkra sjómanna er óhætt að
fullyrða, að þjóðin öll lítur á
sjómannadaginn sem sinn há-
tíðisdag. Þótt margt hafi
breytzt í íslenzku samfélagi á
undanförnum árum og áratug-
um hafa landsmenn, ef nokkuð
er, ríkari skilning á því nú en
um nokkurt skeið áður, að af-
koma okkar byggist að lang-
mestu leyti á sjósókn og þeim
afurðum, sem sjómenn flytja
að landi.
Undanfarin ár hafa verið erf-
ið í íslenzkum sjávarútvegi og
sjómenn hafa ekki síður en aðr-
ir landsmenn orðið áþreifanlega
varir við það. Afkoma þeirra
byggist á þeim afla, sem á land
berzt og þeir finna fyrstir
manna fyrir þeirri kjaraskerð-
ingu, sem verður við niðurskurð
aflakvóta ár eftir ár. En jafn-
framt hafa þeir átt sinn stóra
hlut í því að aðlaga sjávarútveg-
inn breyttum aðstæðum og leita
á ný mið til þess að bæta upp
aflamissi á hefðbundnum fiski-
miðum landsmanna.
í skjóli kvótakerfisins hafa
sjómenn verið beittir órétti af
hálfu sumra útgerðarmanna,
sem leiddi m.a. til harðra átaka
í upphafi þessa árs. Það á eftir
að koma í ljós, hvort þær að-
gerðir, sem ríkisstjórn og Al-
þingi hafa gripið til duga til að
koma í veg fyrir, að sú misbeit-
ing aðstöðu gagnvart sjómönn-
um haldi áfram í einhverri
mynd. Morgunblaðið lýsti full-
um stuðningi við gagnrýni sjó-
manna vegna þessa misréttis
meðan á þeim átökum stóð.
Kvótakerfið er andstætt
hagsmunum sjómanna ekki síð-
ur en hagsmunum þorra lands-
manna. Ef taka á þá röksemd
alvarlega, að útgerðarmenn
hafi átt rétt á ókeypis kvóta
vegna þess, að þeir hafi stundað
útgerð áratugum saman, hlýtur
sú röksemd einnig að ná til sjó-
manna. Þeir hefðu þá átt að fá
sinn hlut af hinum ókeypis
kvóta, sem þeir fengu ekki.
Talsmenn útgerðar og sjávarút-
vegsráðherra hafa haldið því
fram, að með lagabreytingum á
Alþingi í vor hafi kvótakerfið
endanlega verið fest í sessi. Það
er mikill misskilningur. Gjörn-
ingur, sem felst í því að af-
henda fámennum hópi lands-
manna þjóðareignina getur
aldrei orðið endanlegur. Þess
vegna heldur baráttan gegn
kvótakerfinu áfram og vonandi
taka sjómenn sjálfir vaxandi
þátt í þeirri baráttu.
Á hátíðisdegi sjómanna send-
ir Morgunblaðið íslenzkum sjó-
mönnum árnaðaróskir, fagnar
með þeim vegna merkra áfanga
á undanförnum mánuðum í ör-
yggismálum þeirra og heitir á
þá til þátttöku í baráttu blaðs-
ins gegn ósanngjörnu og órétt-
látu kerfi við fiskveiðistjórnun.
Af* ÍSLAND ER
j:v«ekki endilega
fallegasta land heims
en það er öðruvísi fal-
legt en önnur lönd og
þö einkum sérstakt og
engu líkt. Þess vegna
er það eftirminnilegt og ómótstæði-
legt í sinni hrikalegu fegurð. Þann-
ig er einnig oft sá skáldskapur sem
verður endingarbeztur, þótt enginn
geti sýnt framá eða sannað að hann
sé betri en annar skáldskapur,
hvaðþá beztur. En hann er einfald-
lega öðruvísi.
AT7 JÁ, ÍSLAND GETUR
I »komið við sögu í erlendum
bókum með sérkennilegum hætti.
Þannig talar sögumaðurinn í The
Lucheon eftir Jeffrey Archer (A
Quiver full of Arrows) um það að
hann sé harla blankur og lýsir því
raunar í eftirminnilegu hádegis-
verðarboði með eftirsóttri glitkonu
en hann geti þá lagað fjárhaginn
þegar hann sé búinn að selja út-
gáfuréttinn á sögum sínum til ís-
lands. Hann er semsagt rithöfundur
og Island er síðasta vonin!
/JO MELVILLEMINNISTOFT
TcO»á ísland einsog Thoreau í
Cape Cod. Hann nefnir Heklu og
ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjama Pálssonar, talar um nýlendu
íslendinga á Grænlandi, íslenzka
sjómenn og kuldann hérlendis.
Hann hefur augsýnilega lesið sér
til um þetta fjarlæga land og það
er honum ofarlega f huga þegar
hann þarf að lýsa einhveiju köldu
og hráslagalegu og fjarlægu.
yJQ SÆNSKUR LEKTOR
*J »spurði mig eitt sinn hvort
íslendingar væru enn örlagatrúar.
Ég sagðist halda það. Honum þótti
það undur og. stórmerki. Ert þú
kýrfhkkLÚítíá "'örlagatrúar? spurði
HELGI
spjall
hann. Ég er ekki frá
því, sagði ég, svona í
aðra röndina! En trúa
íslendingar enn á orð-
ið einsog þeir gerðu
til forna? spurði hann.
Hvað áttu við? sagði
ég. Hrafnkell hafði enga löngun til
að drepa Einar smalamann, sagði
hann. Én samt vinnur hann verkið
vegna þess hann trúði á orðið. Orð
skyldu standa. í sögunni segist
hann drepa hvem þann sem ríði
Freyfaxa. Hvort þessi dýrkun á
orðinu væri enn einkennandi fyrir
íslendinga? Ég sagðist ekki vita það
og raunar hefði ég ekki hugmynd
um á hvað íslendingar tryðu. Ég
héldi þeir væru eitthvað blendnir í
trúnni, af skoðanakönnunum að
dæma. Með sjálfum mér hugsaði
ég, Ef við íslendingar tryðum enn
á orðið, þá færum við betur með
það(!)
Hvað sem því líður, þá drepur
enginn annan á Islandi orðsins
vegna. Sá tími er liðinn. Það kemur
sér líklega vel á þessari yfíriýs-
ingaglöðu blaðuröld. En það væri
kannski blaðrað minna ef menn
stæðu í sporum Hrafnkels og þyrftu
að standa við orð sín. Ég tala nú
ekki um ef það gæti kostað mehn
lífíð að fara á bak Pegasusi! Þá
væru færri aðsendar dellugreinar í
dagblöðum nú um stundir.
(P.s.
I dag, föstudag 3. júní, bárust
mér í hendur Berlingatíðindi með
grein um Island sem heitir Frihed.
Hún er eftir ungan danskan blaða-
mann sem kemur vel fyrir og hefur
tilfínningu fyrir húmor, en hefur
því miður misskilið það í samtali
okkar, að ég hafi ekki áhuga á að
vera á Þingvöllum 17. júní nk.,
heldur hafí ég kosið að vera í Nor-
egi. Hið rétta er að norska bókafor-
lagið Cappelen hefur sýnt mér þá
góðvild að gefa út eftir mig í Nor-
egi nýja og áður óútkomna ljóðabók
í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins
og hefur Knut Ödegárd þýtt bók-
ina. Af þessum sökum hef ég þekkzt
boð um að lesa úr bókinni í Akers-
hus-kastala við hátíðahöld í Ósló
17. júní nk. Sem formaður þjóðhá-
tíðarnefndar 1974 hefði ég auðvitað
viljað vera á Þingvöllum á hálfrar
aldar afmæli lýðveldisins. En mér
er ekki fært frekar en öðrum dauð-
legum mönnum að vera á tveimur
stöðum í einu, þótt það_ kunni að
standa til bóta!
Um hátíðina 1974 orti ég m.a.
svofelld erindi í Dagur ei meir:
Á þjóðhátíð órri
á Kngvelli
kému fommenn
ok fylktu liði
með hrosshár í taumi
ok héldu þing,
því brá öld þeira
við óra tíma.
Skipuðu sér í ferning
ok fluttu mál sitt
undir bláum himni
ok hamrar at baki
en á svartri gjábrún
þar sem glymr fossinn
stóð hjúpaðr sólgeislum
Hvítikristr.
Heyrði hann i lyngmó
land vaxa ok himin
horfði hann yfír veili
ok vatnaaugu.
Fæðisk ein alda
ok önnur deyr.
Hvarf sjá sýnin
sjónhverfing er timinn.
Þannig urðu ellefu aldir
einn dagr, ei meir
- og vænti ég þess að íslenzka þjóð-
in eigi jafnógleymanlega stund á
hinum helga stað 17. júní nk.)
M
(meira næsta sunnudag)
SÍÐASTLIÐINN FIMMTU-
dag var frá því skýrt hér
f Morgunblaðinu, að Efna-
hags- og framfarastofnun-
in, OECD, hefði lagt fram
nýja skýrslu, þar sem sett-
ar eru fram mjög róttækar
tillögur um ráðstafanir í
efnahags- og atvinnumálum til þess að
draga úr atvinnuleysi. í skýrslu þessari
er lagt til, að heimilt verði að greiða lægri
lágmarkslaun en nú tíðkast, að atvinnu-
leysisbætur verði lækkaðar í ríkjum, þar
sem þær eru svo háar að þær letja fólk
en hvetja ekki til að leita sér vinnu, að
vinnutími verði sveigjanlegri, að skrif-
finnska í kringum atvinnurekstur verði
minnkuð, að fyrirtækjum verði gert auð-
veldara að fækka og fjölga starfsfólki o.fl.
í skýrslu OECD er því haldið fram, að
ósveigjanlegar reglur um þetta efni séu
ein af ástæðum þess, að 35 milljónir manna
hafi ekki atvinnu í OECD-ríkjunum.
Hér er hreyft mikilsverðu máli, sem
töluverðar umræður hafa verið um á Vest-
urlöndum á undanfömum misserum, þ.e.
að þær reglur, sem búnar hafa verið til í
kringum vinnumarkaðinn, með ýmsum
hætti, löggjöf, samningum milli vinnuveit-
enda og verkalýðsfélaga o.s.frv. eigi veru-
legan þátt í því hve atvinnuleysi er mikið.
í því sambandi hefur það vakið sérstaka
athygli, að Bandaríkjamönnum gengur
miklu betur að draga úr atvinnuleysi en
Evrópubúum en í Bandaríkjunum ríkir
meira fijálsræði á vinnumarkaði en í Evr-
ópulöndum.
í þessu samhengi ber að skoða ályktun,
sem aðalfundur Vinnuveitendasambands
íslands gerði sl, þriðjudag, þar sem hvatt
var til þess að gerðir yrðu nýir kjarasamn-
ingar til tveggja ára með það höfuðmark-
mið að auka atvinnu. í því sambandi telur
VSÍ nauðsynlegt að endurskoða samn-
ingsákvæði um vinnutíma til þess að bæta
nýtingu framleiðslutækjanna og einnig
þurfi að endurskoða vinnulöggjöfína til
þess að draga úr möguleikum smáhópa til
að valda stórtjóni með verkföllum.
í ræðu, sem Magnús Gunnarsson, for-
maður VSÍ, flutti á aðalfundinum sagði
hann m.a.: „Þá er tímabært að endurskoða
ýmislegt í samningum einstakra atvinnu-
greina til að auka sveigjanleika. Ég horfí
hér sérstaklega á ósveigjanleg ákvæði um
vinnutíma og skort á samningsákvæðum
um vaktavinnu með eðlilegu álagi fyrir
afbrigðilegan vinnutíma. Ég fullyrði, að
mörg fyrirtæki gætu fjölgað starfsmönn-
um og lengt daglegan nýtingartíma fast-
eigná og tækja, ef heimildir til vaktavinnu
væru tiltækar með eðlilegu endurgjaldi.
Framleiðslan gæti borið 20-30, jafnvel
40% hærri launakostnað á yiðbótarvinnu-
tíma en ekki 80% eins og greiða þarf í
yfírvinnu. Hér er úrbóta þörf til að opna
fyrir ný störf.“
Hér er hreyft stórmáli. Það er áreiðan-
lega rétt hjá Magnúsi Gunnarssyni, að
breytt samningsákvæði um vaktavinnu
mundu leiða til ýmist fjölgunar starfs-
manna hjá fyrirtækjum eða koma í veg
fyrir frekari fækkun þeirra. í flestum at-
vinnugreinum er mikil fjárfesting í húsum
og tækjabúnaði, sem ekki er nýtt nema
að takmörkuðu leyti vegna núverandi
samningsákvæða um álag vegna yfirvinnu.
í sjávarútveginum einum geta breytt
samningsákvæði ráðið úrslitum um af-
komu fyrirtækja og þar með starfsmanna.
Hvers vegna er sjálfsagt að vinna nánast
allan sólarhringinn í fískverkunarstöð, sem
rekin er um borð í frystitogara úti á sjó,
en ekki í fiskverkunarstöð í landi? Hvaða
hag sjá verkalýðsfélögin í því að reka físk-
vinnsluna á haf út og hafa vinnu af félags-
mönnum sínum í landi?
í gær, föstudag, var frá því skýrt hér
í Morgunblaðinu, að eitt framsæknasta
sjávarútvegsfyrirtæki Iandsins, Vinnslu-
stöðin í Vestmannaeyjum, hefði auglýst
eftir starfsfólki á kvöldvakt. Sighvatur
Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, sagði, að með þessu væri verið að
kanna hvort lengja mætti vinnudaginn og
fá nýtt fólk til vinnu á þessum viðbótar-
tíma á degi hveijum. Fyrirtækið stefndi
að því að vinna meira hráefni og kaupa
það af brezkum og rússneskum skipum. í
þessu sambandi hefur Vinnslustöðin farið
fram á viðræður við verkalýðsfélögin um
að koma á fót vaktavinnu með 35-50%
vaktaálagi. Hér er skýrt dæmi um það,
að vilji er til þess í fyrirtækjum að auka
vinnu og bæta við fólki. Hvort er betra
fyrir fólk að hafa atvinnu, þótt álag á
vinnutíma utan dagvinnutíma sé lægra en
þótt hefur eðlilegt fram að þessu eða hafa
enga vinnu? Ætla verkalýðsfélögin í alvöru
að halda því fram, að það sé betri kostur
fyrir fólk að hafa enga vinnu?
Bæði OECD og Vinnuveitendasamband
íslands eru hér að fjalla um málefni, sem
getur ráðið úrslitum um endurskipulagn-
ingu atvinnulífs í Evrópu og víðar þ. á m.
á Islandi á næstu árum. Við íslendingar
verðum eins og aðrar þjóðir að laga okkur
að breyttum aðstæðum. Við verðum að
gera okkur ljóst, að bæði í sjávarútvegi og
í öðrum atvinnugreinum er bundin gífurleg
fjárfesting, sem ekki er hagnýtt nema að
hluta til vegna þess, að vinnuveitendur og
verkalýðshreyfíng hafa gert með sér samn-
inga, sem hamla framþróun á þessu sviði.
Vinnuveitendur geta ekki skotið sér undan
ábyrgð í þessum efnum. Þeir hafa skrifað
undir þessa samninga, sem vel má vera,
að hafí verið réttlætanlegir á sínum tíma.
En við búum við gjörbreyttar aðstæður
og harðnandi samkeppni við aðrar þjóðir
m.a. í Suðaustur-Asíu og raunar einnig
nú um stundir í ríkjum Austur-Evrópu og
fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Ann-
aðhvort lögum við okkur að breyttum að-
stæðum eða horfum á eftir vinnunni fær-
ast til þeirra ríkja, sem eru samkeppnis-
hæfari en við og aðrar Evrópuþjóðir.
Það er enginn munur á bílaverksmiðju
og frystihúsi í þessum efnum. Bílaverk-
smiðjurnar þurfa að nýta fjárfestingu sína
til hins ýtrasta til þess að ná hámarksár-
angri og lægri framleiðslukostnaði og til
þess að geta selt bílana á hagstæðu verði.
Við verðum að nýta ijárfestingu í fískiskip-
um og fiskverkunarhúsum eins og kostur
er til þess að ná hámarksárangri. Það er
hægt að gera annars vegar með fækkun
skipa og hins vegar með fækkun húsa og
betri nýtingu þeirra húsa, sem eftir verða
í framleiðslu.
Viðbrögð
verkalýðs-
hreyfingar-
innar
VIÐBRÖGÐ
verkalýðshreyfing-
arinnar vegna þess-
ara hugmynda VSÍ,
sem eru í raun
sama eðlis og tillög-
ur OECD, valda
vonbrigðum. Þegar
Morgunblaðið bar samþykkt aðalfundar
VS| undir Benedikt Davíðsson, forseta
ASÍ, sagði hann m.a.: „Þetta er aðeins
einn hluti af kröfunni um að lækka laun-
in. Það eru ákvæði í okkar kjarasamning-
um um vaktavinnu. Því er þarna væntan-
lega verið að biðja um að hægt sé að grípa
til vaktavinnu nánast hvenær sem er, án
þess að hafa á því fyrirvara eins og nú er
og lækka launakostnaðinn. Ég sé því út
af fyrir sig ekkert nýtt í þessu umfram
það sem menn hafa verið að segja að
undanförnu.“
I Morgunblaðinu í gær, föstudag, var
fjallað frekar um þetta mál. Þar kom fram,
að núgildandi samningar um vaktavinnu
í frystihúsum fela það í sér að heimilt sé
að semja um slíkt, ef vinna stendur ekki
skemur en 10 vikur í einu og er 4 vikna
uppsagnarfrestur á vaktavinnunni. Sam-
kvæmt þessum samningum er 35% vakta-
álag á vinnutíma utan dagvinnu á tvískipt-
um vöktum og 53% ef einnig er unnið um
helgar. Menn þurfa ekki að hafa mikla
þekkingu á sjávarútvegi til þess að sjá,
að þessi samningsákvæði um lágmarks-
tíma vaktavinnu og uppsagnarfrest hljóta
að koma í veg fyrir, að fyrirtæki nýti sér
þetta að nokkru marki.
Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins í
gær, föstudag, voru sjónarmið talsmanns
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 4. júní
Skipveiji á Svalbaki EA-2 skreytir skipið í tilefni sjómannadagsins.
Morgunblaðið/Golli
verkalýðshreyfingarinnar þessi: „Snær
Karlsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslu-
deildar Verkamannasambandsins, segir
hins vegar, að vinnuveitendur vilji almennt
ekki taka á sig þá ábyrgð, sem felst í
vaktavinnusamningunum með því að
standa við þá vinnuframkvæmd að tryggja
fólki stöðuga vinnu á vinnustað. Fisk-
vinnslan eigi yfír 80% af fiskveiðiflotanum
og ef hún sé ekki fær um að skipuleggja
veiðar og vinnslu þannig að það veiti at-
vinnuöryggi verði auðvitað að leita að öðr-
um mönnum til að reka fiskvinnsluna.
Snær segir, að í hugmyndum vinnuveit-
enda um sveigjanlegri vinnutíma felist í
raun, að atvinnurekendur vilji geta ráðið
því hvenær starfsfólk er kallað til vinnu.
Þeir séu nánast að tala um að taka upp
gömlu aðferðina að flagga, þegar þeir vilja
fá fólk í vinnu. „Málið virðist orðið snúast
um það, hvort hægt sé að fá fólk til að
vinna fyrir ekki neitt og ef það gengur
ekki, þá fyrir það smánarkaup, sem þeir
greiða hvaða tíma sólarhrings sem er.““
Þessi viðbrögð forystumanna verkalýðs-
féiaganna eru afar óhyggileg svo að ekki
sé meira sagt. Yfirleitt hafa forystumenn
félaganna verið opnir fyrir nýjungum í
atvinnulífí og verið tilbúnir til að laga
kjarasamninga að breyttum aðstæðum.
Við íslendingar höfum ekki lent í sömu
vandamálum og fjölmargar aðrar þjóðir
hafa lent í af þessum sökum. Annars stað-
ar hafa menn verið að stríða við vanda-
mál vegna þess, að verkalýðsfélög hafa
ekki verið reiðubúin til að taka tæknifram-
förum opnum örmum og gert kröfu um
óbreytt vinnubrögð, þrátt fyrir nýja tækni,
sem hefur kostað atvinnulífið í öðrum lönd-
um gífurlega fjármuni og fyrst og fremst
komið niður á launþegum sjálfum í verri
lífskjörum. Hér hafa launþegafélögin verið
opnari fyrir breytingum og tekið þátt í að
koma þeim á. Muninn á launþegafélögum
hér og í nálægum löndum þekkja þeir
ekki sízt sem standa að útgáfu dagblaða.
)li:ni;ó'!.i:v>l[: :;í| (Vim ííinL | ■
í þessum efnum hefur því íslenzk verka-
lýðshreyfíng um margt verið til fyrirmynd-
ar.
Þess vegna m.a. koma viðbrögð Bene-
dikts Davíðssonar og Snæs Karlssonar nú
á óvart. Það er alveg ljóst, að eitt helzta
verkefni í atvinnumálum okkar á næstu
árum verður að auka atvinnu. Þegar menn
benda á leiðir til þess, eins og Vinnslustöð-
in í Vestmannaeyjum er að gera, mega
verkalýðsforingjamir ekki bregðast við á
þann hátt, að nú eigi að níðast á launþeg-
um. Það skal ekki dregið í efa, að það
hafi verið gert áður fyrr. En það er löngu
liðin tíð, nema ef vera skyldi í þeirri
„svörtu“ vinnu, sem er að skjóta upp kollin-
um bæði hér og annars staðar og verka-
lýðshreyfíngin sjálf ræður ekki við að
óbreyttum aðstæðum.
Það er hægt að færa sterk rök fyrir
því, að það sé meðlimum verkalýðsfélag-
anna til mikilla hagsbóta, að stokka upp
spilin í kjarasamningum, bæði varðandi
vinnutíma og margt af því, sem OECD
bendir á. Það er alkunna, að svonefnd
verktakastarfsemi er að breiðast út hér á
landi og annars staðar. Hvers vegna?
Vegna þess, að launatengd gjöld eru orðin
svo há, að það er betri kostur fyrir atvinnu-
fyrirtækin að ráða fólk á verktakagrund-
velli en S föst störf. Er þetta launþegum
til hagsbóta? Er ekki skynsamlegra að
draga úr gífurlegri sjóðamyndun verka-
lýðsfélaganna með því að draga úr launa-
tengdum gjöldum en auka atvinnuöryggi
fólks í þess stað? Auðvitað.
Vonandi endurskoða forystumenn
verkalýðsfélaganna afstöðu sína til þeirra
hugmynda, sem hér hafa verið gerðar að
umtalsefni. Margt bendir til, að þrátt fyrir
þá ládeyðu, sem hér ríkir nú, verði hægt
á næstu árum að byggja hér upp kröftugt
og blómlegt atvinnulíf. En við megum
ekki bregða fæti fyrir þá þróun sjálf með
úreltum samningsákvæðum á vinnumark-
aðnum.
Tími breyt-
inga
A UNDANFÖRN-
um áratugum hefur
oft verið rætt um
nauðsyn þess að
breyta vinnulög-
gjöf. Fram að þessu hefur enginn almenn-
ur hljómgrunnur verið fýrir því. En þjóðfé-
lagið hefur breytzt og nú er alveg ljóst,
að tími er kominn til margvíslegra breyt-
inga á vinnumarkaðnum.
Það er fráleitt, að fámennir hópar í stór-
um fyrirtækjum, t.d. flugmenn eða flug-
virkjar hjá Flugleiðum, geti ýmist stöðvað
rekstur slíks fyrirtækis með verkföllum
eða knúið fram kjarabætur umfram aðra
með hótun um slík verkföll. Þetta fyrir-
komulag er ekki bara andstætt hagsmun-
um fyrirtækisins og hluthafanna heldur
og annarra starfsmanna þess.
Það erfráleitt, að fámennir hópar starfs-
manna á stórum vinnustöðum geti lamað
starfsemi þeirra að verulegu leyti eins og
meinatæknar gerðu á dögunum.
Það er fráleitt, að vinnuveitendur og
verkalýðsfélög semji um það sín í milli,
að einstaklingur geti ekki fengið vinnu í
ákveðinni atvinnugrein nema vera í
ákveðnu launþegafélagi eða greiða gjöld
til þess. Það er líka fráleitt, að vinnuveit-
andinn innheimti þau gjöld af launum
starfsmanna.
Það er fráleitt, að vinnuveitendur og
verkalýðsfélög geti samið um það sín í
milli í hvaða lífeyrissjóðum launþegar eru.
Það á ekki að koma þessum aðilum við.
Launþeginn á að geta ákveðið það sjálfur.
Það telst til sjálfsagðra mannréttinda, að
hann ákveði sjálfur, hvar hann telur hags-
munum sínum bezt borgið í þessum efnum
sem öðrum.
Það er tímabært að taka alla þessa
þætti upp til endurskoðunar. Verkalýðsfé-
lögin eiga ekki og mega ekki falla í þá
gryfju að leggjast í vörn fyrir gamalt og
úrelt kerfí.
„Hér er hreyft
stórmáli. Það er
áreiðanlega rétt
hjá Magnúsi
Gunnarssyni, að
breytt samnings-
ákvæði um vakta-
vinnu mundu
leiðatilýmist
fjölgnnar starfs-
manna hjá fyrir-
tækjum eða koma
í veg fyrir frekari
fækkun þeirra. í
flestum atvinnu-
greinum er mikil
fjárfesting í hús-
um og tækjabún-
aði, sem ekki er
nýtt nema að tak-
mörkuðu leyti
vegna núverandi
samningsákvæða
um álag vegna
yfirvinnu. I sjáv-
arútveginum ein-
umgetabreytt
samningsákvæði
ráðið úrslitum um
afkomu fyrir-
tækjaogþarmeð
starfsmanna.“
•» 1