Morgunblaðið - 05.06.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 31
Móðirokkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
SIGRÍÐUR SIGURBRANDSDÓTTIR
frá Flatey,
Breiðafirði,
Hraunbæ 34,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju
þriðjudaginn 7. júní kl. 13.30.
Einar Aðalsteinsson, Magnea Jónsdóttir,
Elsa Aðalsteinsdóttir, Skúli Skúiason,
Oddný Einarsdóttir, Sigþór Haraldsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLÖF S. BJÖRNSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 41,
Reykjavík,
andaðist í Landspitalanum 30. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Hjálmar Hafliðason,
Sigríður Hjálmarsdóttir,
Svanhvit Friðriksdóttir,
Birna Boudreau,
Edwin Boudreau,
Tina Therrien,
Friðrik Stefánsson,
Hjálmar Friðriksson,
Alfred E. Boudreau,
Amber Therrien.
þó fyrst haustið 1975 þegar hún tók
son minn, þá aðeins fárra mánaða
gamla, í dagvistun. Betri stað fyrir
börn var ekki hægt að hugsa sér.
Aldrei var hækkaður rómur, alltaf
sama alúðin, börn urðu hvorki hávær
né handóð hjá Völlu. Mildi hennar
og þolinmæði virtist óþrjótandi, þrátt
fyrir að þá þegar var heilsa hennar
farin að bila. Valla hafði það á orði
að hún tæki ekki að sér böm nema
geta komið fram við þau eins og sín
eigin. Og þegar ég sótti soninn að
loknum vinnudegi, var boðið upp á
kaffi og kleinur og stundum læddust
góðu ráðin með. Sonur minn naut
umhyggju hennar í tvö ár. Upp frá
því varð hún alltaf Valla amma fyr-
ir okkur og vináttan hélst þrátt fyr-
ir að oft væru langar vegalengdir á
milli okkar.
Við sáumst í síðasta skipti fyrir
rúmum mánuði. Heilsu hennar hrak-
aði stöðugt, en móttökumar vom
alltaf jafn hlýlegar.
Að leiðarlokum verður enn og
aftur efst í huga þakklæti fyrir vin-
áttu, trygglyndi og stuðning á liðn-
um ámm.
Bömum, tengdabörnum og bama-
börnum votta ég, ásamt fjölskyldu,
dýpstu samúð.
Bergþóra Karlsdóttir.
„Tílkynningaskyldan mun kalla sjálfvirkt"
Tökum höndum saman um aðgerðir sem auka öryggi sjófarenda.
í kvöld, 5. júní kl. 21 ;15, verður á dagskrá sjónvarpsins þátturinn
„Tilkynningaskyldan mun kalla sjálfvirkt”.
í þættinum verður sjálfvirka tilkynningaskyldan kynnt.
+ Valgerður Stef-
ánsdóttir var
fædd 1. febrúar
1919 og lést 26. maí
1994. Foreldrar
hennar voru hjónin
Oktavía Stefanía
Ólafsdóttir og Stef-
án Tómasson á
Arnarstöðum í
Núpasveit. Þau
eignuðust 11 börn,
og Stefán hið tólfta
í síðara hjónabandi
sínu. Tíu þeirra eru
enn á lífi. Valgerð-
ur giftist Aðalsteini
Gunnarssyni frá Fossvöllum, og
þjuggu þau fyrst í Rauðuvík á
Arskógsströnd, síðan á Akur-
eyri en lengst í Reykjavík, síð-
ustu árin á öldrunarheimilinu
Seljahlíð. Aðalsteinn lést árið
1988. Böm þeirra em tvö, Silja
og Gunnar. Silja er gift Gunn-
ari Karlssyni, og eiga þau tvær
dætur. Kona Gunnars er Soffía
Gestsdóttir, og eiga þau eina
dóttur. Útför Valgerðar fer
fram frá Seljakirkju í Reykja-
vík á morgun, mánudag.
MERKILEGUR er ferill þess fólks
sem ólst upp við örbirgð og vinnu-
þrælkun á fyrri hluta aldarinnar,
þokaðist í gegnum alla þróunina til
velferðarsamfélags okkar tíma og
er nú að kveðja lífið í ömggu skjóli
og vernd þess. Merkilegt er það fólk
sem gekk í gegnum öll þessi um-
skipti og lét þau kalla fram það
besta í sjálfu sér, rausn, höfðings-
skap og hjálpsemi. Valgerður Stef-
ánsdóttir var ein af 11 systkinum á
snauðu heimili, og sjö ára gömul var
hún fyrst send að heiman til að vinna
fyrir sér. Á 15. ári missti hún móður
sína, heimilið leystist upp, og börnin
dreifðust í vistir og fóstur. Valgerð-
ur sagði aldrei margt um ár sín í
vistum, en þegar Tryggvi Emilsson
lýsti uppvexti sínum hjá vandalaus-
um í Fátæku fólki, og fékk harkaleg
viðbrögð sumra sem þótti höggvið
nálægt sínum, þá fannst henni mál-
ið snerta sig sjálfa, þótt ekki þekkti
hún neitt af því fólki sem Tryggvi
sagði frá. Það var eins og hann hefði
gefið minningum hennar mál.
Ég kyrintist ekki Valgerði eða
hennar fjölskyidu fyrr en þau höfðu
sigrað í stríði sínu við fátæktina.
En þá hitti ég stórfjölskyldu af sam-
hentu, glaðværu og vingjarnlegu
fólki sem virtist síður en svo hafa
látið baslið smækka sig. Ég fór fyrst
að laumast inn á heimili þeirra Val-
gerðar og Aðalsteins í kjallaraíbúð
við Hraunteiginn í Reykjavík árið
1966, og hvergi hef ég fundið rétt-
nefndari höfðingsskap í húsi. Þar
var ævinlega fínt, allt umhverfíð var
mótað af fullkominni snyrti-
mennsku, virðingu fyrir verðmætum
samfara frábæru örlæti. I mörg ár
var okkur hjónum ekki leyft að fara
þaðan án þess að hafa með okkur
einhvem matarbita í búið. Margt
breyttist þegar þau hjón fluttu í
Seljahlíð. En viðhorfið var óbreytt.
Ekki eru nema fáeinar vikur síðan
tengdamóðir mín sendi mér teppi til
að breiða ofan á mig þegar ég Íegði
mig eftir vinnuna.
Valgerður kvaddi lífíð skyndilega
og þjáningarlaust á björtum og fögr-
um vordegi eftir aðeins tveggja sól-
arhringa legu á Borgarspítalanum í
Reykjavík. En hún
hafði oft nefnt það í
vetur, æðrulaust eins
og hún væri að tala um
daglegt smáatriði, að
það færi nú að verða
mál til komið fyrir sig
að deyja. Hún var sátt
við dauðann af því að
hún var sátt við lífíð
og kunni vel að meta
það undur þegar ný
mannslíf öðlast þroska.
Hún vár alla tíð mikill
og einlægur barnavin-
ur, en fæddi engin börn
sjálf. Ótalin munu þau
böm sem þau hjón tóku í fóstur um
lengri eða skemmri tíma. Flest hurfu
þau á braut með góðar minningar í
vegarnesti, en mesta hamingja Aðal-
steins og Valgerðar var að fá tæki-
færi til að ættleiða tvö þeirra. Svo
naut Valgerður þess síðustu æviárin
að fá þijú ný barnabörn og barna-
barnabörn í heimsóknir í Seljahlíð,
og kannski fullkomnaðist líf hennar
einmitt í því að kynnast sonardóttur
sinni og nöfnu.
Það er líklega helst til seint að
þakka Valgerði fyrir margan góðan
greiða, gjafír og bamagæslu. Hins
vegar er enn tími til, og ekki seinna
vænna, að þakka því góða fólki sem
hlynnti að henni síðustu ár hennar
í Seljahlíð og gerði henni þau ár
björt og ánægjuleg.
Gunnar Karlsson.
Mér brá mjög þegar mamma kom
heim úr vinnunni og sagði mér að
Valla hefði verið lögð inn á spítala
mikið veik. Það var svo stutt síðan
að ég hafði hitt hana í Seljahlíð og
einmitt verið að segja henni að núna
væri ég á leiðinni til hennar í heim-
sókn því nú hefði ég nægan tíma,
skólinn búinn og ég byijuð að vinna.
Ég kynntist Völlu þegar hún flutt-
ist inn í Seljahlíð. Hún var gift
frænda mínum, Aðalsteini, og ég
leit inn til hennar við og við. Valla
gaf mér nýja hugmynd af fullorðnu
fólki. Hún fylgdist svo vel með því
sem ungt fólk gerði og hafði mikinn
áhuga á að vita hvað væri að ger-
ast. Þegar ég var hjá henni leið
tíminn alltaf hratt og ég gleymdi
strax kynslóðabilinu sem á milli okk-
ar var. Hún spurði mig alltaf um
vinina og skólann og hvatti mig
áfram. Valla las mikið og benti mér
oft á bækur sem fjölluðu um ungt
fólk sem var að uppgötva lífíð og
sjálft sig og ég endaði yfírleitt uppi
á bókasafni eftir heimsóknir mínar
til hennar.
Valla var yndisleg kona og ég á
eftir að sakna hennar, en minningin
um hana mun alltaf lifa í huga mér.
Árin tifa, öldin rennur,
ellin rifar seglin hljóð;
fennir yfir orðasennur,
eftir lifir minning góð.
(Hjörtur Kristmundsson)
Anna Dögg Hermannsdóttir.
Á björtum maídegi hvarf á braut
ennþá einn fulltrúi þeirra kvenna
sem gerði okkur þeim yngri kleift
að fara út á vinnumarkaðinn og
„verða eitthvað“.
Valgerður Stefánsdóttir, eða
Valla eins og við kölluðum hana, var
gift Aðalsteini Gunnarssyni föð-
urbróður mínum. Ég kynntist henni
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
JÓN BJARNASON,
Þóristúni 7,
Selfossi,
lést 2. júní í Sjúkrahúsi Suðurlands,
Selfossi.
ÞuríAur Steingrimsdóttir,
Hallgerður E. Jónsdóttir, Páll Á. R. Stefánsson,
Ingveldur Jónsdóttir, Helgi Guðmundsson
_______,. , ,qb barnabörn.
Við hvetjum alla sjómenn til að horfa á þennan þátt!
Samgönguráðuneytið óskar sjómönnum og aðstandendum þeirra
til hamingju með sjómannadaginn.
Samgönguráðuneyti
RÁDUNEYTI FLUTNINGA, FJARSKIPTA OG FERÐAMÁLA.
mimmi