Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 52

Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 52
FORGANGSPÓS TUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 JMtangtniÞlfifrtfe MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 5. JUNI1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Höldur hf. Fengn áttajeppa fyrirlítið FYRIRTÆKIÐ Höldur hf., systur- fyrirtæki Bílaleigu Akureyrar, hef- ur flutt inn átta Land Rover Discov- ery-jeppa af árgerð 1991 sem ekki hefur verið ekið. Bílana keypti fyrir- tækið af þrotabúi sænsks umboðs- aðila fyrir Land Rover sem ekki tókst að selja bílana í Svíþjóð. Bíla- leiga Akureyrar hyggst taka fimm eða sex af bílunum í sína þjónustu a en selja tvo eða þrjá hérlendis. ' ^jlílamir eru boðnir á 2,8 millj. kr. en nýr kostar slíkur bíll um eða yfir fjórar millj. kr. Vilhelm Agústsson forstjóri Höldurs hf. segir að bílamir séu með átta strokka V-vél með beinni innspýtingu. „Þetta er tískujeppinn í ár og eftirspurnin svo mikil að Rover-verksmiðjan varð að bæta við 600 störfum í verksmiðju sinni,“ sagði Vilhelm. ----»■ ♦.♦-- Nífaldur munur á tilboðum Hvammstanga. Morgunblaðið. NÍFALDUR munur var á hæsta og lægsta tilboði í flutninga á brota- málmi frá Norðurlandi vestra til Reykjavíkur í útboði á vegum Sam- taka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en því lauk nýlega. Tilboð bárust frá 14 aðilum, víðs ^tfegar að af landinu. Lægsta tilboð var rúmar tvær milljónir króna og það hæsta 18,5 milljónir króna. Um er að ræða flutning á um það bil 1.200 tonnum til Reykjavík- ur, landveg eða sjóleið. Brotamálmi hefur verið safnað í stóra hauga á liðnum árum í Vest- ur- og Austur-Húnavatnssýslu og í Skagafírði. Verulegur hluti jámsins er bifreiðar og heyvinnuvélar, sem lifað hafa sinn tíma, en mikið er einnig af öðru járni. ----♦ ♦ ♦ Fijókorn *mörg í maí FJÖLDI frjókoma í andrúmsloftinu í maí var meiri í ár en undanfarin ár, samkvæmt niðurstöðum úr mælingum sem hófust 1. maí. Mældust samtals 139 fijó á hvern rúmmetra andrúmslofts. Til saman- burðar mældust 28 fijó í hveijum rúmmetra í maí í fyrra. Aðeins einu sinni hafa mælst fleiri fijókorn, en það var árið 1988, þegar mælingar hófust við Veðurstofuna í Reykja- vík. Talið er að um 8-9% íslendinga þjáist af fijónæmi. Margrét Halldórsdóttir hjá Raun- vísindastofnun HI segir þurrviðri í maí ástæðu þess hve mikið mældist. Algengasta fijónæmi hérlendis stafar af frjókomum grasa, súru og birkis. Margrét segir súru og gras ekki enn farin að blómstra. Búast megi við miklu grasfijói upp úr Jónsmessu. Einnig muni áfram mælast mikið af birkifijóum. Morgunblaðið/Golli Þúsundir á spretti MJÖG góð þátttaka var í heilsuhlaupi Krabbameinsfélags ís- lands sem haldið var víðs vegar um landið í gærdag. Hægt var að hlaupa tvær vegalengdir, 4 og 10 kilómetra, og lögðu þátttak- endur af stað á hádegi á sex stöðum á landinu. Það er Akur- eyri, Ólafsfirði, Grenivík, Egilsstöðum, Höfn og Reykjavík þar sem hlaupið var frá Laugardalshöll í sól og blíðu. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum Framhald Breta- viðskiptanna ákveðið fljótlega VINNSLUSTÖÐINNI í Vestmannaeyjum stendur til boða að gera löndun- arsamning við breskt sjávarútvegsfyrirtæki. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, segir að von sé á afla frá fyrirtækinu á sunnudag. Eftir það verði sest niður og ákveðið hvort tilboði um fleiri landanir verði tekið. Norðurá Góð veiði áfram ANNAÐ holl hóf veiðar í Norðurá í eftirmiðdaginn síðastliðinn föstudag og hafði fengið 18 laxa á níu stang- ir klukkan 14 í gærdag. Að sögn Ingva Hrafns Jónssonar komu tíu laxar á land í gærmorgun. „Þetta er stór og vænn fiskur, alveg grálúsugur,“ sagði Ingvi Hrafn. Sagði hann til samanburðar að á þremur dögum í fyrra hefðu þeir fengið níu laxa á tólf stangir. Þegar hefur verið landað rúmum 100 tonnum af þorski og ýsu. Fisk- iðja Skagfirðings hefur samið við þýska aðila um 4 til 5 landanir í júní. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar sagði að skip frá Klaus Hartmann hefði landað 500 tonnum af ýsu og þorski í maí. Geng- ið hefði verið frá samningi um svipað magn í 4 til 5 löndunum í júní. Séð yrði til hvað gert yrði í júlí. Sighvatur Bjarnason taldi að um skammtímaviðskipti við Þjóðveija og Breta væri að ræða. Viðskipti með frystan fisk af Rússum væru stöð- ugri. Hann ætlar að safna birgðum af frystum fiski fyrir haustið. Hann sagði að gæði físksins væru furðanlega góð. Svipað er greitt fyr- ir fiskinn og á fiskmörkuðum hér. ■Kaupa ferskfisk/8 Selveiði aukin vegna skinnanna HRINGORMANEFND hefur ákveðið að styrkja söfnun á haustkópaskinn- um til að prófa hvernig skinnin nýt- ast í fatnað. Að sögn Erlings Hauks- sonar sjávarlíffræðings hefur færst í vöxt ár að selveiði sé stunduð til að nýta skinnin. Fyrir veidda seli eru greiddar 40 kr. fyrir kílóið og að auki 2.500 kr. fyrir neðri kjálka. Aðeins er greitt fyrir útseli og flæk- ingsseli eins og blöðruseli, vöðuseli, kampseli og hringanóra. Rostungar eru alfriðaðir og ekki greitt fyrir þá. Erlingur sagði að undanfarin ár hefði að jafnaði verið greitt fyrir um 3.000 dýr. Fyrir fullorðinn 200 kg útsel eru greiddar um 10.500 kr. „Útselsveiði er mest á haustin, en hins vegar kemur talsvert af þessu í grásleppunet á þessum árstíma. Það eru yfirleitt vetrungar og ná ekki 100 kílóum að þyngd. Selabændur hafa veitt vorkópinn nokkuð myndar- lega vegna skinna, en það hefur komið aukinn kraftur í að nýta þau,“ sagði Erlingur. SKIP VERJAR á Bergi Vigfúsi, 200 tonna netabáti sem gerður er út frá Garði, voru kampakátir þegar þeir komu í höfn í Sand- gerði sl. föstudag enda vetrarvertíð lokið og sjómannadagurinn framundan. Þeir eru 12 í áhöfninni og höfðu ástæðu til að gleðjast yfir góðu gengi á vertíðinni. Berg- ur Vigfús var aflahæsti netabáturinn á vertíðinni með alls um 1.320 tonna afla, þar af um 450-500 tonn af þorski, og há- setahluturinn fyrir fimm mánaða törn var um 1,6 milljónir króna. Skipstjóri á Bergi Vigfúsi er Grétar Mar Jónsson. Sigurður Örn Stefánsson er 19 ára gam- all háseti og er á sinni þriðju vertíð með Grétari Mar, sem segist hafa tekið hann sem örverpi, 15 ára gamlan, í áhöfnina. „Það er verst við kallinn hvað hann öskrar úr brúnni, bölvuð læti í honum alltaf,“ segir Sigurður Örn. Hans hlutur á vertíð- inni er 1,6 milljónir króna og sagðist hann ekki verða í vandræðum með að koma peningunum í lóg því hann hefur fest kaup á einbýlishúsi í Sandgerði. „Það hef- ur verið góður skóli að vera með Grétari Mar og ætli honum hafi ekki tekist að gera mann úr mér,“ sagði Sigurður Örn, sem ætlar að njóta þess að vera kominn í frí og fara í sólarlandaferð til Benidorm. Grétar Mar segir að sjálfsagt hefðu margir getað verið með svipaðan afla og Bergur Vigfús ef útgerðirnar hefðu svip- aða möguleika á aflaheimildum og útgerð Bergs Vigfúsar. Njáll hf. gerir út sex báta A flótta undan þorski Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson og hefur leigt mikinn kvóta. Grétar Mar segir að það verði lítið stopp því farið verði á netaveiðar strax eftir helgi. Útgerð Bergs Vigfúsar, Njáll hf., er í viðskiptum við Þormóð ramma og veiðir 250 tonna þorskkvóta fyrirtækisins fyrir fast verð, sem er 48 kr. á kílóið og landar öllum þorski þar. Bergur Vigfús er sjálfur ekki með nema 200 tonna þorskkvóta, en báturinn var keyptur frá Hornafirði í des- ember sl. Auk þorsksins er aflinn um 700 tonn af ufsa, 60-70 tonn af karfa, 30-40 tonn af löngu og eitthvað af öðrum tegund- um, en eigin kvóti bátsins í þorskígildum er um 5-600 tonn upp úr sjó. Grétar Mar segir að alla vertíðina hafi þeir verið á flótta undan þorskinum. „Við höfum reynt að hafa hlutfall þorsks í aflan- um sem lægst. Oft þurftum við að flýja af svæðum vegna þess að þar var of mik- ið af þorski. Víðast hvar er bullandi þorsk- veiði,“ sagði Grétar Mar sem kveðst ekki hafa mikla trú á þeim vísindum sem Haf- rannsóknastofnun stundar og hefur ákveðnar skoðanir á stjórnun fiskveiða. „Fiskveiðisljórnunin gengur ekki upp með þessum hætti því menn neyðast til að henda þorski í sjóinn. Það er til ráða að binda ekki kvóta við hvert skip heldur gefa út heildarkvóta og ákveðinn daga- fjölda sem menn hafa til að veiða hann. Þá kemur allur fiskur að landi sem er veiddur og þeir hæfustu veljast til þessara starfa,“ sagði Grétar Mar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.