Morgunblaðið - 29.07.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.07.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29.JÚLÍ 1994 17 LISTIR Litið inn á Listasumar MYNPLIST Dciglan/Glugg- inn/Myndlistar- skólinn á Akurcyri HÖGGMYNDIR, GRAFÍK OG LÁGMYNDIR/ MÁLVERK Brynhildur Þorgcirsdóttir, Sigfrid Valtingojer og Sólveig Eggertsdótt- ir/Kristín G. Gunnlaugsdóttir/Ad- olfo Hasenkamp. Deiglan: Opið alla daga 14—18 til 31. júlí. Glugginn: Opið alla daga. Myndlistarskólinn á Akureyri: Opið alla daga 14-18 til 7. ágúst. Aðgangur ókeypis. LISTAHÁTÍÐIR eru vaxandi þátt- ur í menningarlífinu hér á landi, og eru nú farnar að skjóta rótum víðar en áður. Listahátíð í Reykjavík á sér langa hefð, Listahátíð í Hafnarfirði hefur gengið vel frá því henni var hleypt af stokkunum og nú hafa norðanmenn einnig tekið upp merkið. Hinn 24. júní hófst þar í annað sinn „Listasumar" með fjölbreyttri dag- skrá á sviði myndlistar, tónlistar, gjörninga og leiklistar - alþjóðlegt fomsagnaþing er meira að segja tal- ið upp sem hluti þess sem um er að vera allt til þess er yfir lýkur 29. ágúst, á afmælisdegi Akureyrar. Myndlistina á þessu listasumri er m.a. að finna í Listasafninu, Mynd- listaskólanum, Deiglunni, Café Ka- rólínu og Galleríi Allra handa, en allir þessir staðir eru í svonefndu Listagili (við Kaupvangsstræti), ásamt vinnustofum ýmissa lista- manna, sem einnig eru opnar al- menningi. Hér hefur á stuttum tíma þróast athyglisverð listamiðstöð, þar sem Gilfélagið er sameiningarafl li- stafólks og bæjarins, sem hefur stutt myndarlega við bakið á uppbyggingu svæðisins. í stuttri heimsókn norður um síð- ustu helgi var aðeins hægt að líta inn á nokkrum stöðum, en þar bar margt athyglisvert fyrir augu, sem vert er að nefna að nokkru. Samsýning í Deiglunni Deiglan er lítill fjölnotasalur sem hentar jafn vel undir myndlist, leik- sýningar og tónleika, enda notaður undir allar þessar greinar i sumar. Listagilið á Akureyri. Þar sýna nú verk sín þtjár listakon- ur, þær Brynhildur Þorgeirsdóttir, Sigrid Valtingojer og Sólveig Eg- gertsdóttir. Hinir ólíku miðlar þeirra fara ágætlega saman hér; Brynhildur sýn- ir tvö verk, þar sem hlutur glersins er einkar markviss, og einnig vekur athygli að línur eru orðnar markaðri en fyrr sem gefur þessum „Klettum" og „Steinum" hvassara yfirbragð en oft áður. Sigrid Valtingojer sýnir m.a. nokk- ur stór grafíkverk sem eru unnin með ætingu/akvatintu, þar sem litb- lær verður einkar sterkur, eins og sést í „Dans“ (nr. 2); einnig eru hér litlar monotýpur, sem eru leikandi léttar minningar um staði og stund- ir, eins og t.d. „Istanbul". Verk Sólveigar Eggertsdóttur eru unnin með því að steypa gamlar, brotnar gifsstyttur í vax, þannig að við áhorfendum blasir óljós ímynd, sem um margt minnir á leikföng æskunnar eða • skrautmuni liðinna tíma. Sólveig sýndi slíkar lágmyndir fyrr á þessu ári í Gallerí Sólon ísland- us og þau vinna á við nánari kynni; hér verða sterkir litir í einstökum brúðum eins og ljósgeislar innan úr myndunum. Kristín G. Gunnlaugsdóttir í „Glugganum“ Ein skemmtilegasta tilraun lista- sumarsins felst í „Glugganum", sem er einfaldlega sýningargluggi í vöru- húsi KEA við Hafnarstræti, sem hefur verið tekinn undir myndlist í stað vöruútstillinga. Hver sýning stendur í viku í senr. og meðal þeirra sem þegar hafa átt verk þarna eru Laufey Pálsdóttir og Daníel Magnús- son, en síðar í sumar verða þar m.a. myndir eftir Sigurð Árna Sigurðsson og Biynhildi Kristinsdóttur; nú (til 28. júlí) eru í glugganum myndir eftir Kristínu G. Gunnlaugsdótfur. Kristín hefur tileinkað sér afar persónulega myndgerð, sem byggir með vissum formerkjum á myndgerð síð-miðalda; dýrlingar, maríumyndir og englar málaðir með olíulit eða egg-tempera á gullinn bakgrunn vekja óneitanlega mikla athygli í samhengi nútímalistar, en slíkar myndir Kristínar getur að líta í Glugganum. Næst koma þar upp verk Tinnu Gunnarsdóttur. Adolfo Hasenkamp í Myndlistaskólanum Myndir Adolfo Hasenkamps, sem er þýskur landslagsmálari af gamla skólanum, voru áður sýndar í Reykja- vík, þar sem ágóði af sölu þeirra rann til Samtaka um Tónlistarhús. Á Akureyri tengist sýningin starfsemi Zonta-systra og mun ágóðinn af sölu verka þar renna til verkefnis á vegum þeirra. Á sýningunni eru yfir sextíu myndir, bæði óhlutbundnar og lands- lagsverk frá stöðum víða um landið. Hin síðarnefndu gefa oftar en ekki yfirlitssýn yfir þekkta staði, og er mest málað með daufum jarðlitum, en óhlutbundnu verkin eru gjarna tengd ýmsum fyrirbærum náttúr- unnar, s.s. norðurljósum, kristöllum, söndum, mosa o.s.frv. Hér er á ferð- inni mjög svo hefðbundin myndlist, sem fremur má kenna við heiðarleg- an áhuga en næma innsýn eða frum- lega úrvinnslu myndefnis. Vert er að leggja áherslu á að það er mikið um að vera í listaiífinu á Akureyri í sumar og ber að hvetja ferðafólk og aðra gesti jafnt sem heimamenn til að kynna sér dag- skrána, og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða; skemmtileg staðsetn- ing í miðbænum gerir að verkum að Listagilið finnst örugglega. Eiríkur Þorláksson Heimsþekktur söngvari syng- ur Sál með Mótettukórnum BARITÓNSÖNGVARINN Andreas Schmidt verður meðal einsöngvara í flutningi Mótettukórs Hallgríms- kirkju á óratóríunni Sál eftir Georg Friedrich Hándel í Skálholti og í Hallgrímskirkju 20. og 21. ágúst nk. Andreas Schmidt er meðal þekkt- ustu og eftirsóttustu söngvara á sínu sviði í heiminum í dag. Hann hefur sungið inn á fjölmargar hljómplötur og diska hjá helstu útgáfufyrirtækj- um heims, haldið einsöngstónleika og sungið í virtum óperuhúsum. Hann er íslendingum líka að góðu kunnur því að hann hefur haldið ljóðatónleika hér á landi og tvisvar áður tekið þátt í óratóríuflutningi með Mótettukór Hallgrímskirkju. Annar erlendur söngvat'i verður Karl-Heinz Brandt sem söng guð- spjallamann í Jóhannesarpassíunni með Mótettukór Hallgrímskirkju árið 1992. Heimsókn erlendra lista- manna úr fremstu röð er alltaf mik- ill viðburður. En ekki er síður ánægjuefni að státa af íslenskum söngvurum í uppfærslunni: Þeim Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Margréti Bóasdóttur, Mörtu Guðrúnu Hall- dórsdóttur, Hrafnhildi Guðmunds- dóttur, Snorra Wium og Heimi Wium. Sál hefur ekki verið flutt áður hér á landi. Þetta er dramatískt verk um hinn mikla konung Sál og Davíð litla með slönguvaðinn sem varð hetja og uppskar _ást, en einnig öf- und og afbrýði. Óratórían er mjög stór í sniðum, fjölbreytt og kröfu- hörð við flytjendurna. Þetta er í fyrsta sinn sem lagt er í svo stóra óratóríutónleika á íslandi að sumarlagi. Búast má við mikilli eftirsókn eftir miðum vegna fjölda ferðamanna á þessum árstíma og er forsala aðgöngumiða þegar hafin í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir í Skálholti verða laugardaginn 20. ágúst kl. 16.00 og í Hallgrímskirkju sunnudagskvöldið 21. ágúst kl. 20.30. Miðaverð er 1500 kr. Gunnar Gránz sýnir í Tryggva- skála Selfossi, Morgunblaðið. GUNNAR Gránz listmálari heldur sýningu í Tryggvaskála á Selfossi 30. júlí til 7. ágúst. Gunnar hefur frá upphafí verið félagi í Myndlist- arfélagi Árnessýslu og tekið þátt í samsýningum þess en þetta er hans fyrsta einkasýning. Með þessari sýningu segist Gunnar vilja lífga upp á tilvist Skálans, þess merka húss. Hann segist hafa helgað sig myndlistinni í sumar til að breyta til og reyna sig af alvöru. Sýningin verður opnuð klukkan 14.00 30. júlí og verður opin um helgar frá 14.00-21.00 og virka daga kl. 17.00-21.00. „Það eru Morgunblaðið/Sig. Jóns. Gunnar Granz með tvær af myndum sínum. allir velkomnir á sýninguna bæði háir sem smáir í okkar gamla góða Tryggvaskála," sagði Gunn- ar Gránz. Skagaleikflokkurinn á Siglufirði SKAGALEIKFLOKKURINN sýnir verk Kristjáns Kristjánssonar Állt- af má fá annað skip á Siglufírði um verlsunarmannahelgina. Tvær sýningar verða á leikritinu laugar- daginn 30. og sunnudaginn 31. júlí. Sýnt verður í Alþýðuleikhúsinu og hefjast sýningar klukkan 20. Skagaleikflokkurinn er nýkom- inn frá norrænni-baltískri leik- listarhátíð áhugamanna í Tonder í Danmörku. Fimmtán leikhópar tóku þátt í hátíðinni sem var skipu- lögð af Danmarks Amator Theater Samvirke í samvinnu við samtök norræna áhugaleikfélaga. Sýning flokksins fékk jákvæða umfjöllun hjá danska gagnrýnandanum Ni- els Djamkjær. Hann sagði m.a. að íslenska sýningin væri á allan hátt vel samin, vel leikin og prýði- lega útfærð, og framlag íslend- inga vægi álíka þungt og væri ísland þéttbýlt land. S o f t L o o k n . é ■ u r / IIÉP t’að er eitthvað bogið við nviu ísskápalínuna frá Whirlpool TEGUND HLUTFÓLL HURÐ HÆÐ BREIDDDÝPT VERÐsTGR. 1901122■ 2 180 60 60 362 1 242/83 í 2 18 202196 2 179 204160 '1 159 KOMDU O® Bogadregin línan í hurðunum á nýju ískápalínunni fra Whirpool gefur nútímalegt yfirbragð. Um leið er það afturhvarf til fortíðar og því má segja að gamli og nýi tíminn inætist í nýju Soft Look línunni frá Whirlpool. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 69 15 OO Umboðsmenn um land allt. Ikki fara til útlanda D3?‘ 18. ágúst rz

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.