Morgunblaðið - 09.10.1994, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það er allt í lagi að hafa þetta hangandi yfir sér, Davíð minn. Við notum bara hjálma...
Reykjavíkurhöfn vill fá
fjármagn úr ríkissjóði
REYKJAVÍKURHÖFN hefur óskað
eftir styrk úr hafnarsjóði til hafnar-
framkvæmda í borginni. Um er
ræða gerð fjölnotahafnar á Kletta-
svæðinu, bryggju við Örfírisey og
upptökumannvirki fyrir skipavið-
gerðir. Þessi ósk kom til umræðu
manna á milli á ársfundi hafnasam-
bands sveitarfélaga í Stykkishólmi
á fimmtudag. Halldór Blöndal, sam-
gönguráðherra, flutti ræðu á þing-
inu og sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að ef þessar hugmyndir
Reykjavíkurhafnar ættu að koma
TALSMENN þingflokkanna á Al-
þingi eru ekki á einu máli um hvort
ástæða sé til að. endurskoða lögin
um ráðherraábyrgð en Svavar
Gestsson, þingmaður Alþýðubanda-
iags, hefur lagt fram þingsálytkun-
artillögu á Alþingi um að kosin
verði nefnd til að endurskoða lögin.
„Lögin um ráðherraábyrgð hafa
ekki verið virk hér á landi og ég
tel eðlilegt að þau komi til endur-
skoðunar,“ segir Geir Haarde, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
þingflokksformaður Kvennalistans,
sagðist ekki hafa kynnt sér tillögu
Svavars en sagðist telja af hinu
góða að þessi mál yrðu tekin til
skoðunar og sagði að umræðan að
undanförnu hvetti til endurskoðun-
ar af þessu tagi. „Það hefur aldrei
reynt á þessi lög og það vakna
spurningar um hvort ástæðan sé
sú að þau séu ómarkviss," sagði
hún.
Finnur Ingólfsson, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, benti
á að Páll Pétursson, samflokksmað-
ur hans, hefði á undanförnum þing-
til framkvæmda yrði að stórauka
framlag ríkisins til hafnamála, ella
leiddi þetta til byggðaröskunar.
Reykjavíkurhöfn hefur ekki feng-
ið fjármagn úr ríkissjóði um margra
ára skeið. Samkomulag hefur verið
um að höfnin fjármagni fram-
kvæmdir af eigin aflafé, en tekjur
hennar eru meiri en annarra hafna
vegna stærðar hennar og vegna
þess að mestallur inn- og útflutning-
ur fer í gegn um Reykjavík. Hannes
Valdimarsson hafnarstjóri í Reykja-
vík segir að ný hafnareglugerð hafi
um lagt fram tillögur um breyting-
ar á lögum um ráðherraábyrgð með
stuðningi þingflokks framsóknar-
manna. „Við erum alveg tilbúnir til
þess að taka þá hluti til skoðunar.
Svavar leggur til að komið verði á
fót nefnd og ég tel eðliiegt að þeg-
ar svo mikilvægir hlutir eru teknir
til athugunar, komi sem flestir sem
málið snertir þar að. Ég tel þetta
því vel koma til greina,“ sagði Finn-
ur.
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
flokksformaður Alþýðuflokks, er á
annarri skoðun. Hún segist ekki
hafa skoðað tillögu Svavars ítarlega
en kveðst ekki vera sannfærð um
að þar sé bent á heppilegustu leið-
ina. „Ég held að mikilvægt sé að
nýta umræðuna sem nú er í gangi
um ráðherra og ráðherragjörðir til
góðs en ég er ekki sannfærð um
að þessi tillaga Svavars sé það sem
koma skal,“ sagði hún. Rannveig
benti á að Alþýðuflokkurinn hefði
ákveðið að skoða þessa mál vel og
sagði mikilvægt að sem flestir
gerðu það með opnum huga en
ekki mætti taka ákvarðanir í ein-
hveijum æsingi.
verið samþykkt í mars síðastliðnum
þar sem samþykktar séu breytingar
á mati á hafnarþörf í landshiutum
og landinu öllu. „Til þess að auð-
velda ríkisvaldinu mat á þessu ákvað
Reykjavíkurhöfn að senda sínar fyr-
irætlanir til þess að meta í sam-
hengi við annað sem verið er að
gera á landinu öllu, eða Suðvestur-
landi. Segir Hannes að ekki sé búið
að setja reglugerð um það hvemig
að því skuli staðið að meta hafnar-
þörf eða hvernig beita skuli reglum
um hver þurfí á styrk að halda,
umsóknin hafi verið send í mars en
svar hafi ekki borist ennþá. Loks
segir Hannes aðspurður að sótt hafi
verið um milljarð króna vegna fram-
kvæmdanna og til samanburðar
megi geta þess að hafnir frá Akra-
nesi, um Faxaflóa til Þorlákshafnar
séu að sækja um fjárframlög sem
nemur samtals 3-4 milljörðum.
Þýðir byggðaröskun
„Það kemur mér mjög á óvart
að Reykjavíkurhöfn skuli leggja
fram beiðni um fjárveitingar af
þessu tagi. Við afgreiðslu hafnar-
laga og framkvæmd þeirra á undan-
förnum árum hefur verið uppi sá
skilningur að það eigi að taka tillit
til efnahags þeirra hafna sem í hlut
eiga. Það yrði meiriháttar byggða-
röskun ef skyndilega yrði tekin sú
ákvörðun að söðla um í sambandi
við það hver stendur undir kostnaði
við hafnarframkvæmdir. Reykjavík-
urhöfn er eina inn- og útflutnings-
höfn landsins sem máli skiptir og
hefur þar sérstöðu meðal annarra
landa,“ sagði Halldór.
Halldór sagðist ætla að ræða
þetta mál við borgarstjórann í
Reykjavík á næstunni. Hann sagði
hins vegar að ef Reykjavíkurborg
ætti að fá fjármagn úr ríkissjóði til
framkvæmda yrði að stórauka fjár-
framlög ríkissjóðs til hafnarmála.
Ekki gengi að skerða framlög til
hafnarframkvæmda á landsbyggð-
inni frá því sem þau eru í dag.
Um 60 hafnir á landsbyggðinni
telja að þörf sé á hafnarbótum íyrir
um 7,7 milljarða á allra næstu árum.
Lög um ráðherraábyrgð
Skiptar skoðanir um
þörf á endurskoðun
Fyrsti blandaði Rótarý-klúbburinn
Verðum að svara
kalli tímans
Fyrsti íslenski Rótarý-
klúbburinn sem ætlað-
ur er jafnt konum sem
körlum var stofnaður
snemmsumars á þessu ári.
Sólveig Pétursdóttir alþingis-
maður er forseti klúbbsins
sem markar mikil tímamót í
60 ára starfí hreyfingarinnar
hér. Stofnfélagar voru 35 og
er miðað við að kynjahlutföll-
in verði í jafnvægi.
Að sögn Sólveigar varð
Rótarý-hreyfingin til í
Bandaríkjunum árið 1905 og
verður því níræð á næsta
ári. Árið 1912 var ákveðið
að hreyfingin yrði alþjóðleg
og upp úr 1920 var það
markmið orðið að veruleika
um allan heim. Fyrsti íslenski
klúbburinn var stofnaður 13.
september 1934 í Reykjavík.
Hann, eins og aðrir Rótarý-
klúbbar, hefur eingöngu ver-
ið fyrir karla, en árið 1989 sam-
þykkti löggjafasamkoma Rotary
International að opna hreyfinguna
jafnt fyrir körlum sem konum.
Konur höfðu þá reynt um hríð að
komast inn í hana og meðal annars
fór þetta mál fyrir hæstarétt
Bandaríkjanna fyrir um 7-8 árum,
og komst þá fyrst skriður á málið.
„í dag starfa yfir 47 þúsund
konur í Rótarý-klúbbum um víða
veröld, en aðild þeirra mun vera
nokkuð misjöfn eftir löndum. Til
dæmis eru konur nú komnar í ein-
hveija klúbba í Englandi, en ekki
í Skotlandi. Á Norðurlöndum fer
þátttaka kvenna vaxandi og t.d.
er Elísabet Rehn, fyrrum forseta-
frambjóðandi í Finnlandi, Rótarý-
félagi. Konur eru þannig farnar að
sækjast í auknum mæli eftir aðild
að hreyfingunni," segir Sólveig.
— Hvað ræður sókn kvenna eft-
ir inngöngu í Rótarý-hreyfinguna?
„Það er auðvitað tímanna tákn
og í raun sjálfsögð krafa í nútíma
þjóðfélagi að konur eigi aðild að
Rótarý-hreyfingunni, því hún sam-
anstendur af starfsgreinaklúbbum
og konur eru auðvitað, rétt eins
og karlar, í öllum starfsgreinum
þjóðfélagsins í dag. Rótarý-klúbb-
urinn Reykjavík-miðborg var því
stofnaður m.a. til að hafa jákvæð
áhrif innan hreyfingarinnar hér-
lendis hvað varðar þátttöku
kvenna. Markmið hans eru þó að
sjálfsögðu þau sömu og annarra
Rótarý-klúbba. Um blandaðan
klúbb er að ræða, þ.e. hann er
skipaður bæði konum og körlum,
en það fyrirkomulag hefur reynst
best t.d. í Svíþjóð. Fyrsta íslenska
konan sem gekk í Rótarý-hreyfíng-
una var einmitt sendiherra okkar
þar, Sigríður Snævarr. Eingöngu
tvær konur hafa verið starfandi í
Rótarý-hreyfíngunni á
íslandi, að því er ég
best veit, báðar í
klúbbnum á Akranesi,
en Rótarý-klúbburinn
Reykjavík-miðborg er
fyrsti blandaði klúb-
burinn sem stofnaður hefur verið
hér á landi."
— Kanntu haldbærar skýringar
á því af hveiju Rótarý var „karla-
veldi“ í upphafí?
„Þjóðfélagsgerðin var allt önnur
þegar fyrsti klúbburinn var stofn-
aður hér fyrir 60 árum og þá heyrði
það fremur til undantekninga að
konur ynnu utan veggja heimilis-
ins. í dag er þetta gerbreytt, þótt
heimilisstörfin séu að sjálfsögðu
alltaf jafn mikilvæg. Aðstæður
kvenna eru líka mismunandi og
stundum geta báðir foreldrar ekki
unnið utan heimilis. En Rótarý-
hreyfingin byggist á þátttöku fólks
úr öllum starfsstéttum. Það er líka
tímanna tákn að Rótarý-hreyfing-
in, sem hefur alls staðar fengið að
starfa samkvæmt sínum eigin regl-
Sólveig Pétursdóttir
Þ SÓLVEIG Pétursdóttir, al-
þingismaður, er fædd 1952 í
Reykjavík. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1972, varð cand. juris
frá Háskóla íslands 1977 og
héraðsdómslögmaður 1980. Sól-
veig starfaði sem lögfræðingur
hjá borgarfógetanum í Reykja-
vík 1977 til 1978, sem fulltrúi á
lögmannsstofu Ragnars Aðal-
steinassonar frá 1979 til 1981
og sem kennari við Verslunar-
skóla íslands frá 1983 til 1986.
Hún varð fyrsti varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
1987 og þingmaður frá 1991, en
sama ár varð hún formaður alls-
herjarnefndar Alþingis og er
formaður í þingmannanefnd
NATO. Sólveig hefur gegnt
margvíslegum ábyrgðarstörfum
öðrum í nefndum og ráðum.
Sjálfsagt og
mikilvægt að
konur eigi aðild
um og stefnu nema í einræðisríkj-
um, er nú tekin til starfa í Rúss-
landi og ríkjum Austur-Evrópu.
Það er mál til komið fyrir okkur
hér á íslandi, þar sem ríkir sterk
iýðræðishefð, að svara kalli tímans.
Eg vil líka benda á að við höfum
samþykkt ný lög um Mannréttinda-
sáttmála Evrópu, þar sem réttindi
skulu tryggð án nokkurs mann-
greinarálits, svo sem vegna kyn-
ferðis. Þá höfum við einnig lögfest
jafnræðisregluna í nýlegum stjóm-
sýslulögum og jafnrétti er tryggt
með lögum hér á landi, þótt ýmsum
þyki nú á skorta í því sambandi.“
— Vakir eitthvað annað fyrir
ykkur heldur en öðrum klúbbum
hér?
„Klúbburinn okkar er nýr af
nálinni og er enn að
móta sér starfsvett-
vang og stefnu, en mun
varla starfa mjög langt
frá markmiðum hreyf-
_________ ingarinnar í heild. Rót-
arý samanstendur af
þjónustu- og starfsgreinaklúbbum
sem byggja starf sitt og markmið
á mannúðarsjónarmiðum. Rotary
Intemational beitir sér fyrir marg-
víslegu hjálparstarfí víða um lönd
og hefur meðal annars lagt sér-
staka áherslu á stuðning við böm
í hjálparþörf. Klúbbar hérlendis
hafa stutt ýmis átök og góð mál-
efni, þar á meðal í tengslum við
skóla og sambærilegar stofnanir.
Það sem skiptir líka máli í þessum
klúbbum er að þar kemur fólk sam-
an úr öllum starfsstéttum og kynn-
ist, ekki aðeins hvert öðru, heldur
einnig störfum hvers annars og á
milli fólks í ólíkum starfsstéttum
kemst á aukið samband fyrir vikið.
Þetta er mjög mikilvægt og ekki
skiptir minna máli að konur eigi
þar aðild eins og karlar.“