Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA var birt ljósmynd, þar sem Mitterrand, fyrir miðju, er viðstaddur mótmæli útlendingahatara árið 1935 eða 1936. FRAKKAR hafa á undan- förnum vikum orðið vitni að ótrúlegum atburðum. Brátt lýkur embættisferli forseta lýðveldisins, hann er heltek- inn krabbameini og bíður ekkert nema dauðinn. Frangois Mitterrand virðist hafa ákveðið, eftir áratuga undanbrögð, að fella grímuna og segja sannleikann um fortíð sína. Niðurstaðan er sú að maðurinn sem setið hefur á valdastóli í Frakklandi í 14 ár sagði þjóð sinni ósatt. Fyrsti sósíalistinn í forsetaembætti reyndist aðdáandi Pétains marskálks og and- spyrnuhetjan og „vinur ísraels" var einnig vinur René Bousqet, lögreglu- stjórans í Vichy, sem skipulagði brottflutning þúsunda gyðinga í heimsstyijöldinni síðari. Svo að menn skilji hvaða áfall játn- ingar Mitterrands eru fyrir landa hans, verður að hafa í huga að síð- asta hálfa árið hafa staðið yfir há- tíðahöld til að fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Frakkland losn- aði undan hernámi Þjóðveija. Forset- inn hefur í ijölmörgum ræðum borið lof á andspymuhreyfínguna og í tví- gang hefur hann verið viðstaddur minningarathafnir til að minnast brottflutnings um 80.000 gyðinga frá Frakklandi í útrýmingarbúðir nasista. Aðeins tveimur mánuðum síðar játaði Mitterrand opinberlega aðdáun sína og vinfengi við René Bousquet, sem var myrtur á síðasta ári er hann beið réttarhalda fyrir „glæpi gegn mannkyninu". Það var bók rithöfundarins Pierre Péans, „Frönsk æska“, sem kom öllu þessu af stað, en hún var unnin með fullu samþykki forsetans, sem veitti höfundinum aðgang að einkaskjölum sínum. Mitterrand bætti svo um bet- ur er hann kom fram í sjónvarpsvið- tali, þar sem hann fór nánar í ýmis atriði úr fortíð sinni. í vinfengi við öfgamenn Frangois Mitterrand fæddist árið 1916 í Angouléme, friðsælu sveita- þorpi. Faðir hans var stöðvarstjóri og móðirin heittrúaður kaþólikki, sem kenndi sveininum unga að elska Guð, Frakkland og að halda í hefðim- ar. Er hann var 17 ára, árið 1934, hélt hann til Parísar til að leggja stund á lögfræði óg bókmenntir við Sorbonne. Mitterrand hefur hingað til haldið því fram að hann hafi verið hlutlaus í stjórnmálum fyrir stríð, en vitað er að hann gekk í Action Frangaise, hreyfingu sem þekkt var fyrir gyð- ingahatur, og forsetinn hefur nú við- urkennt að margir vina hans hafi verið ofbeldishneigðir gyðingahatar- ar og að hann hafi oft verið í félagi við öfgasinnaða hægrimenn. Á þessum tíma skrifaði hann einn- ig tímaritsgreinar sem voru fjand- samlegar útlendingum. Nú segir for- setinn að um sé að kenna uppeldi Sagan leiðrétt Með játningum sínum um tengsl við lepp- stjóm nasista hefur Francois Mitterrand Frakklandsforseti komið aftan að stuðnings- mönnum sínum og ruglað andstæðingana með því að draga fram í dagsljósið ýmsar óþægilegar staðreyndir um sögu Frakka. Hann hefur varpað ljósi á nokkur tímabil pólitísks ferils síns og gert tilraun til þess að endurskrifa sögu Frakklands. sínu, sem hafi verið borgaralegt og kaþólskt, en aldrei gyðingafjandsam- legt. Hann átti þó vini í Cagoule, öfgasamtökum sem stóðu að morðum og sprengjutilræðum. Nauðugur í herinn Þegar síðari heimsstyijöldin hófst var Mitterrand, þá 23 ára, tekinn í fótgönguliðið þar sem hann var gerð- ur að liðsforingja. í bréfi til systur sinnar árið 1940 segist hann „ekki hafa neinn áhuga á því að láta lífið fyrir ríkjandi gildi“ en þetta viðhorf var útbreitt meðal Frakka áður en Þjóðveijar réðust inn í Frakkland. í júní 1940 var Mitterrand tekinn til fanga eins og 1,8 milljónir franskra hermanna og sendur í fangabúðir. Honum tókst að flýja þaðan í desem- ber 1941 og komst til Vichy. í Vichy voru að minnsta kosti þrír félaga Mitterrands úr Cagoule í góð- um stöðum innan Vichy-stjórnarinn- ar, sem var hliðholl Þjóðveijum og stýrði suðurhluta Frakklands, en Þjóðveijar norðurhlutanum. Sjálfur hóf hann störf hjá Samtökum upp-. gjafahermanna sem hliðhollir voru Pétain marskálki, leiðtoga Vichy- stjórnarinnar. Mitterrand segir að hlutverk sitt hafi verið að safna upplýsingum um andstæðinga Pétains, gaullista og kommúnista. Hann hefur ekki minnst á frímúrara og gyðinga, þrátt fyrir að fyrstu Iögin sem takmörkuðu rétt þeirra hafi verið samþykkt 1940. Nú segist Mitterrand ekki hafa vitað um þau lög er hann starfaði í Vichy en það þykir ótrúlegt. Einn vina hans úr Cagoule, Jean Bouvyer, var ábyrgur fyrir þeirri stofnun sem HINN ungi Mitterrand, t.h., hitti manninn sem hann dáði svo mjög, Pétain marskálk, t.v., árið 1942 elti uppi gyðinga, gerði eigur þeirra upptækar og flutti þá í útrýmingar- búðir. Mitterrand hefur viðurkennt að á þessum tíma hafi hann verið undir miklum áhrifum frá Pétain. Studdi Mitterrand skipun Pierre Laval í stól forsætisráðherra stjórnarinnar, en mörgum stuðningsmönnum hennar þótti Laval of hollur undir nasista. Fundur með fyrirmyndinni í júní 1942 fór Mitterrand til starfa hjá nefnd um málefni stríðsfanga og síðia árs hitti hann manninn sem hann dáði, Pétain. Birti Mitterrand bréf í málgagni Pétains þar sem hann bar lof á árangur nasista í arki- tektúr og uppbyggingu borga og sagði að undir stjórn nasista hefði komist á ,jafnvægi formsins sem stuðlaði að jafnvægi sálarinnar". Sama ár var Mitterrand veitt Francisique-orðan, heiðursorða Péta- in-stjómarinnar. Hann hefur fullyrt að hann hafi ekki gert neitt til þess að hljóta hana en ævisöguritari hans, Péan, hefur komist að því að hann hafi fengið hana á sama hátt og aðrir, mælt var með honum af félög- um úr Cagoule, og hann varð að undirrita yfirlýsingu um að hann væri ekki gyðingur. Er Mitterrand starfaði í Vichy varð hann náinn vinur Jean-Paul Martin, sem var háttsettur í lögregl- unni og útvegaði Mitterrand ýmis leyfi. Vel fór á með Martin og René Bousquet, sem var yfir lögreglunni. Gengið í andspyrnu- hreyfinguna Mitterrand segir að hann hafi gengið til liðs við andspyrnuhreyfíng- una er hann flúði úr fangabúðunum. Hann hafí notfært sér starfið hjá Vichy-stjórninni til að smygla fölsuð- um skilríkjum til stríðsfanga. Mit- terrand nefnir hins vegar ekki að það var stefna Vichy-stjórnarinnar að aðstoða stríðsfanga við að flýja. Þá hefur hann fullyrt að hann hafí orð- ið að fara í felur í nóvember 1942 þegar Jiýski herinn hertók Frakk- land. A þeim tíma voru um 3.000 stríðsfangar í Frakklandi og fáir þeirra státuðu af Francisique-orð- unni og nánum vinskap við háttsetta menn innan lögreglunnar. Sannleikurinn er sá að Mitterrand lét af störfum eins og aðrir í nefnd um málefni stríðsfanga, þegar yfír- manni hennar var vikið frá. Hélt hann áfram störfum að þessu mál- efni og á sama tíma og hann hefur sagst hafa verið á flótta, skrifaði hann greinar í blöðin í Vichy undir eigin nafni. Raunar hafa ekki fund- ist neinar sannanir um að Mitterrand hafi verið í andspyrnuhreyfingunni fyrr en árið 1943. í desember 1942 höfðu bandarísk- ir hermenn tekið land í Norður-Afr- íku og í janúar 1943 vann sovéski herinn orrustuna um Stalíngrad. Þá gerði Mitterrand, eins og margir aðrir stuðningsmenn Pétains, sér grein fyrir því að Þjóðverjar myndu að öllum líkindum tapa stríðinu. Sumarið 1943 var Mitterrand kynnt- ur fyrir Henry Frenay, stofnanda andspyrnuhreyfíngar hægrimanna. Frenay fagnaði liðsaukanum en það gerðu hins vegar ekki allir í hreyfing- unni, sem höfðu illan bifur á Mitterr- and vegna hollustu hans við Pétain. Er hann vann að því að byggja upp hóp innan hreyfingarinnar hélt hann eftir sem áður vináttusambandi við Jean-Paul Martin, hjá lögreglunni í Vichy. Er leið á árið 1943 hóf Mart- in samvinnu við hóp Mitterrand og veitti honum upplýsingar og útvegaði fölsuð skilríki. Talið er hann hafi gert þetta með samþykki lögreglu- stjórans, Bousquet. I desember 1943 var Mitterrand sendur til Norður-Afríku til að hitta de Gaulie, hershöfðingja og leiðtoga Fijálsra Frakka, en hann hafði neyðst til að taka stuðningsmenn Pétain inn í andspyrnuhreyfínguna. De Gaulle féll afar illa við Mitterrand við fyrstu kynni og er sagt að hann hafi látið þau orð falla um Mitterr- and að hann „væri með nefið ofan í hvers manns koppi“. Andspyrnuhóp- ur Mitterrands reyndist hins vegar of gagnlegur til þess að honum væri meinaður aðgangur. Honum var leyft að snúa aftur til Frakklands, sem hefur án efa verið hættulegt og hann ávann sér að endingu stuðning de Gaulles. Þér ... enn einu sinni Mitterrand hefur ævinlega neitað að tjá sig um störf sin í andspyrnu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.