Morgunblaðið - 09.10.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 09.10.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ Neikvæð umfjöllun Duldir fordómar, 3,4% Jákvæð umfjöllun Skipting viðhorfa í heildar- umfjöllun -— Hlutlaus umfjöllun Lesendadálkar — Almenn viðtöl Fréttir Götuviðtöl Kjallara- greinar, 0,9% Innsendar greinar, 6,8% Leiðarar, 6,0% Viðtöl við nýbúa, 5,5% Hlutfall einstakra liða í heildar- umfjöllun Víetnamar 1990/1991 Júgóslavar 1960,1,3% Ungverjar1956 'X'— Pólverjar 1982,4,2% Víetnamar 1979 Hlutfall hvers hóps í heildar- umfjöllun mestu leyti jákvæð eða hlutlaus, en í 10% tilfella var þó tónninn fremur neikvæður. Þar var samt ekki beint verið að amast við Pólveijunum sem slíkum heldur öllu fremur því að þeim skyldi hafa verið úthlutað hús- næði á sama tíma og íslenskar fjöl- skyldur voru í húsnæðisvandræðum. Árið 1990 tóku stjórnvöld ákvörð- un um að taka við 55 víetnömskum flóttamönnum til viðbótar við þá 34 sem komið höfðu 1979. Um var að ræða ástvini og náin skyldmenni þeirra er fyrir voru. Rétt er að geta þess að á árunum þarna á milli höfðu 15 af upprunalega hópnum horfið á brott til annarra landa, en um 40 ættingjar þeirra er eftir voru bæst í hópinn. Það var svo í lok árs 1990 að fyrri helmingur hinna nýju inn- flytjenda steig fæti sínum á íslenska jörð og síðari helmingurinn fylgdi svo í kjölfarið árið eftir. Koma þessa síðari hóps Víetnama kom aftur af stað mun meiri umræðu en verið hafði við komu Ungverjanna, Júgó- slavanna og Pólvetjanna. Hún var þó mun minni en sú sem orðið hafði um samlanda þeirra 1979 og það sem meiru skipti, nú var umræðan og þau viðhorf, sem komu fram í henni, á allt öðrum nótum. Einungis var um að ræða jákvæða eða hlut- lausa umfjöllun svo óhætt er að segja að á vettvangi dagblaðanna hafi inn- flytjendunum eða „nýbúunum“, eins og þeir eru kallaðir í dag, verið afar vel tekið. Það vekur óneitanlega eftirtekt þegar skoðaður er hluti hvers hóps í heildarumfjöllun um hópana fimm, að Víetnamarnir eiga langstærstan hluta hennar. Hópurinn 1979 á 63,4 prósent umfjöllunar og sá síðari 20 prósent. Þannig hafa þeir til samans 83,4 prósent á móti 16,6 prósentum hinna hópanna þriggja. Sé litið til þess í hvaða dálkum dagblaðanna mismunandi viðhorf birtast sést á meðfylgjandi töflu að fréttir eru yfir- leitt hlutlausar en lesendadálkar (þar sem hinn almenni borgari getur fengið skrif sín birt) eru athvarf þeirra sem vilja veita neikvæðum tilfinningum í garð innflytjenda út- rás. Það fer ekki á milli mála að koma hinna nýju íslendinga frá Austurlöndum fjær hefur vakið áberandi mesta athygli. Ástæðurnar fyrir því má sennilega að einhveiju leyti rekja til framandi útlits og ólíkra hátta, sem og ótta við afleið- ingar af árekstri tveggja ólíkra og óskyldra menningarheiina. Margir töldu þannig í byijun að Vietnam- arnir myndu aldrei ná að aðlagast íslensku samfélagi, þar sem þeir skæru sig of mikið úr, menning land- anna og siðvenjur væru of ólíkar til að þeir næðu að tileinka sér nýja hætti. Sumir viriust líka ennþá vera fastir í hinum gamla hugsunarhætti er fylgdi aldalangi-i einangrun og þjóðernishyggju sem hamraði á sé- reinkennum íslenskrar menningar. Öldum saman var ólgandi hafið það haft, sem byrgði íslendingum sýn til umheimsins. Meðan aðrar þjóðir nutu samvista við nágranna í göngu- fjarlægð þurftu íslendingar að hokra einir á afskekktu skeri norður í Dumbshafí. Langflestir íslendingar eru steyptir í sama mót, sem skapar þjóðinni sérstakan sess hvað snertir einingaráhrif menningar. Fámenni, sameiginlegur kynstofn, lík lífskjör um aldir, sameiginleg tunga, trú og saga eiga ríkan þátt í að skýra heild- arsvip íslenskrar menningar. Þessi einkenni vildu menn vernda og varð- veita, sem í sjálfu sér er fullkomlega eðlilegt. Það er þó aldrei heilladijúgt að ríghalda svo fast í gamla menn- ingu að það leiði til stöðnunar þeirr- ar menningar, sem er sífellt í mótun á líðandi stundu. Hægt er að halda í heiðri og viðhalda ákveðnum ein- kennum og gildum án þess að hindra eðlilega framþróun. Hin jákvæða umfjöllun, sem seinni hópur Víetna- manna fékk, virðist líka benda til þess að almenningur sé með tíman- um að verða víðsýnni og opnari fyr- ir nýjum straumum, sem líta má á sem viðbót við íslenska menningu, er í raun auðgi hana fremur en ógni. Landsmenn virðast þannig vera orðnir jákvæðari í garð fólks af öðr- um litarhætti eða kynþætti, sem að öllum líkindum má rekja til þess að menn séu farnir að venjast veru þess hér og líki vel það krydd í mannlífið, er tilvist fólks af erlendu bergi brotið á íslandi færir okkur. Matgæðingar kunna í það minnsta vel að meta þann aragrúa veitinga- staða er sérhæfa sig í matargerðar- list, sprottinni úr garði sem íslenskir bragðlaukar hafa hingað til átt erf- itt með að nálgast. Þannig má njóta þess besta sem tælensk, indversk, lýbönsk, ítölsk og kínversk eldhús bjóða upp á ásamt fjölda annarra og ferðast í huganum með aðstoð munns og maga til fjarlægra slóða. Hvað varðar litla en jákvæða/ hlutlausa umfjöllun um Ungveijana, Júgóslavana og Pólveijana þá má leiða líkur að því út frá umfjöllun- inni hér að ofan að ástæðan liggi í . því, að menn hafi ekki haft miklar áhyggjur af komu þeirra þar sem um var að ræða fólk af sama litar- hætti. Menning þeirra var líka mun áþekkari okkar eigin heldur en sú austræna og viðbrigðin því minni bæði fyrir þá og okkur. Tilfinning manna hér var því sú, að þeir ættu tiltölulega auðvelt með að aðlagast samfélaginu og hverfa í fjöldann. Það er þó ekki almenningur eða fijáls félagasamtök á borð við Rauða krossinn sem mestu máli skipta. Úrslitavald um viðtöku innflytjenda og dvöl þeirra hér á landi er í hönd- um stjórnvalda og fer eftir þeirri stefnú sem þau móta. Eftirfarandi greinarhluti, ritaður af utanríkisráð- herra íslands, Jóni Baldvini Hanni- baldssyni, birtist í Morgunblaðinu um málefni flóttamanna: „Því miður er söguleg staðreynd að á fjórða áratugnum sýndu íslensk stjórnvöld ofsóttu og hijáðu fólki, aðallega gyðingum, ótrúlega hörku en fólk af arískum uppruna átti mun auðveldara með að fá hér dvalar- leyfi. íslendingar hafa aldrei gert upp ábyrgð sína í þessum málum. Enginn markviss kennsla fer fram í skólum landsins um það kynþátta- misrétti og þá útlendinga-andúð sem náð hefur að skjóta rótum hér á landi. ... Það er löngu orðið tíma- bært að íslensk stjórnvöld marki mannúðlega heildarstefnu um mót- töku pólitískra flóttamanna í sam- ráði við flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna." (Morgunblaðið, 21. desember 1993.) Þegar stefnu stjórnvalda sleppir er það síðan sameiginleg ábyrgð allra landsmanna að vel takist til í komu innflytjenda hingað til lands. í tilfinningum íslendinga til veru útlendra manna hér á landi hefur ýmist ríkt frost eða funi, en eins og áður sagði þá virðist allur þorri manna í dag orðinn vel sáttur við þá þróun er orðið hefur innan ís- lensks samfélags og fært hefur okkur fjölskrúðugra mannlíf. Viss tilhneiging virðist samt ennþá vera fyrir hendi í þá átt að aðgreina aðflutta einstaklinga frá öðrum, jafnvel þótt langt sé síðan að þeir urðu íslenskir ríkisborgarar. Nafnið innflytjandi var lengi vel notað um þetta fólk en nú hefur orðið nýbúi tekið við. En hvenær hættir maður að vera nýbúi? Það verður fróðlegt að vita hvort innflytjendurnir frá því í gær, sem eru nýbúar í dag, verði orðnir að Islendingum á morg- un? SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 15 O Landsbyggðarfólk - helgarnámskeið Nýkomin: Tölusending, smávörusending, nýtt jólafóndur o.fl. Vefnaðarvara á tveimur hœðum, 900 fm með útsölurými. Bútasaumsefni og námskeið á staðnum. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9—18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júnf frá kl. 10—14. 9 VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477 (við Suðurlandsbraut). 0 0 1 1 1 I | 1 I I I 1 I I I 1 i JOLALISTINN Margfeldi flestra vörutegunday er 145 kr. Dæmi: 145 x£ 1,99 = 288 kr. 145 x £ 5,99 = 868 kr. o.s.frv. Aðeins hærra margfeldi á t.d. pennum, sælgæti og snyrtivörum. Pöntunarsími 52866. Full búð af vörum, alltaf eitthvað á útsölu. DAyTB.MAGNÚSSON HF. ±J IV1HÓLSHRAUNI2 • SÍMI. 91 52866 • P.0.B0X 410 • HAFNARFIRÐI i i i i I FAGOR FE-534 Stgr.kr. 36.900 Afborgunarverö kr. 38.900 - Visa, Euro, Munalán Vikutilboð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.