Morgunblaðið - 09.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 21
LYKILMENN ráða ráðum sinum í upphafi vinnudags, f.v. Birk-
ir Elmarsson veitingastjóri á Carpe diem, Krislján Þór Sigfús-
son, Óskar Finnsson, Ingvar Sigurðsson yfirkokkur á Argentína
og Stefán Guðjónsson yfirþjónn.
svínahirðir, bankamaður, lögga og
útkastari, skuli allt í einu finna sig
í matreiðslunámi. Eins og Kristján
útskýrir málið, er skýringin þó ein-
föld. „Ætli það megi ekki segja að
ég hafi þreyst á því að kasta fólki
út af Hótel KEA og auk þess lék
alltaf þessi fíni matarilmur um vitin
í vinnunni. Það hlyti að vera
skemmtilegra að elda handa þessu
fólki en að henda því út!“
Var mikið að gera hjá útkastar-
anum? „Nei, nei, ég er bara að grín-
ast með það, það voru undantekn-
ingar ef eitthvað svoleiðis kom upp
á, en þetta með matarilminn i nös-
unum öll kvöld réð miklu. Hann
heillaði mig,“ segir Kristján bros-
andi.
Eldsvoði og skotvopn...
Þeir félagar eru sammála um að
starfið sé fjölbreytt, skemmtilegt
og bjóði upp á margs konar uppá-
komur, sem reyndar eru ekki allar
jafn skemmtilegar, nema síður sé.
Þeir höfðu t.d. ekki verið hæstráð-
endur á Argentínu lengi er þeir
voru vaktir með símhringingu um
miðja nótt með þessum orðum:
„Þetta er lögreglan, viltu koma sem
skjótast að Barónsstíg lla, veit-
ingahúsið þitt brennur!" Það hafði
verið kveikt í rusli á bak við húsið
og talsverðar skemmdir urðu af
vatni og reyk. Tókst með miklu
átaki margra ættingja og vina að
standsetja húsið fyrir næstu helgi
á eftir, utan að talsverð brunalykt
var enn í húsinu. Þegar til kastanna
kom þótti það eiginlega eðlilegt á
veitingastað sem grillar matinn inn-
anhúss!
Þá bar að sögn félaganna nokkuð
á því í byijun að fólk teldi Argentínu
vera ekkert annað en bar. Þar er
vissulega bar, en einungis fyrir
matargesti. Menn voru að rangla inn
og panta tvö- og þrefalda. Var þeim
jafnan bent kurteislega á hvers eðlis
staðurinn væri og tóku því flestir
vel og hófu þegar leit að brynning-
armiðstöð. Fyrir kom þó að illa var
tekið í slíkar athugasemdir og einn
vel drukkinn náungi gerði sér lítið
fyrir í reiðikasti og dró skammbyssu
úr pússi sínu og sveiflaði henni um
sig ófriðlega. Fóru leikar þannig,
að þeir félagar flug-ust báðir á við
manninn og barst atgangurinn út á
götu. Þar gat að líta tvo kokk-
klædda menn snúa niður byssu-
mann. Byssan reyndist vera plat,
en undrandi vegfarandi spurði í sak-
leysi hvort manninum hefði ekki lík-
að maturinn!
„Skemmtilegast fínnst okkur
þegar pör opinbera hjá okkur, ég
tala nú ekki um þegar brúðhjón
koma. Helst viljum við fá að vita
af því fyrirfram ef eitthvað þannig
stendur til, því við viljum gera eitt-
hvað sérstakt til að gefa kvöldinu
aukið gildi," segir Óskar. Sammála
eru þeir um að leiðinlegast sé, og
raunar ömurlegt, er fólk kemur með
öll sín vandamál óleyst, drekkur
ótæpilega og reynir síðan að leysa
málin með rifrildi og háreysti.
„Þetta er sem betur fer mjög sjald-
gæft, en kemur fyrir. Sjálfsagt
hafa allir veitingamenn lent í því
einu sinni eða oftar. í einu tilviki
komu miðaldra hjón, nokkuð við
skál. Þau bættu vel á sig áður en
þau settust að borðum og karlinn
fór fljótlega að ausa úr skálum reiði
sinnar yfir konuna. Hún gat ekki
borið hönd fyrir höfuð sér og á
endanum strunsaði hann út og
skildi hana eftir grátandi í fullu
húsi matargesta. Það er ekki margt
sem við getum gert við slíkar kring-
uinstæður annað en að leggja til
vingjarnleg orð,“ segir Kristján Þór.
Þungur en kemur til...
Alkunna er, að veitingastaðir
hafa margir hveijir átt erfitt um
vik í samdrættinum síðustu árin.
Margir farið á hausinn og aðrir
barist í bökkum. Óskar og Kristján
eru spurðir hvernig gengi þeir hafi
átt að fagna í þessum efnum. Krist-
ján Þór hefur séð meira um rekstur
og bókhald á meðan Óskar hefur
unnið meira að markaðsmálunum.
Kristján hugsar sig því um og seg-
ir síðan að reksturinn hafi verið
þungur og erfiður um nokkurt
skeið, en hann sé að koma til. „Aðal-
atriðið er, að vextir hafa lækkað
og það hefur lækkað rekstrarkostn-
að. Ég myndi segja að ástandið
hafi ekki versnað neitt um nokkurt
skeið. Síðasti skellurinn var, sem
ég hygg að allir í bransanum hafi
fengið, 17. júní 1992 þegar Perlan
var opnuð. Þar renna í gegn þús-
undir manna í hveijum mánuði og
augljóst að allir veitingastaðir finna
fyrir því. Okkur hefur þó tekist
nokkuð vel að hlúa að og halda
okkar viðskiptavinahópi og við er-
um mjög stoltir af þeim árangri sem
Argentína náði í skoðanakönnun
sem Gallup gerði fyrir nokkru.
Spurt var: - Ef þú værir að fara
fínt út að borða, hvaða staðir kæmu
helst til greina?" Holtið trónaði
hæst í nokkrum sérflokki með 38
prósent, síðan kom Perlan með 23
prósent, en við vorum í þriðja sæti
með 19 prósent. Aftar á listanum
voru 18 önnur veitingahús," segir
Kristján.
Óskar bætir við þetta að það
hafí hjálpað þeim að halda kostnaði
niðri, að eiga traustan og góðan
hóp ráðgjafa og velunnara sem
hafi hjálpað þeim að þróa hugmynd-
ir og ýta úr vör markaðsátökum.
„Við höfum ekki þurft að hlaupa
með allt á auglýsingastofur. Þetta
er svona 3-4 manna kjarni sem
hefur lagt kapp á og alúð í að halda
nafni okkar á lofti,“ segir Óskar.
Vöggu ruggað...
Það er mál að ljúka þessu spjalli
og við endum á spurningu til þeirra
félaga hvort eitthvað fleira í sama
dúr sé í augsýn? Óskar er rokinn í
símann og það kemur í hlut Krist-
jáns að svara: „Næsta haust er
Argentína steikhús fimm ára og
má segja að við Óskar séum búnir
að sitja við og rugga vöggu Argent-
ínu í bráðum fimm ár. Það er ekki
fyrr en að öryggi er komið í rekst-
ur fyrirtækisins að við leggjum í
þá viðbót sem við höfum talað hér
um, að stofnsetja og reka Carpe
diem og fleira í sama húsi. Ætli
við ruggum ekki vöggu nýja staðar-
ins eins lengi og þurfa þykir áður
en við leiðum hugann að frekari
útþenslu.“
LOKAUTKALL
■ ■
EDINBORG
tabranba:
Við seljum allra síðustu
sætin til Edinborgar
á skotheldu verði.
FRÁBÆR AFSLÁTTUR
II
OTTFÖR: 11. okt.t 15 sæt
15. okt. ^ 8 sæt
16. okt. ► 14 sæt
Pantaðu strax!
Fyrstur kemur - fyrstur fær.
i<xbx<xnb<x
2.
VISA og Orval-lltsýn
bjóda ótrúleg greiðslukjör.
Þú greiðir ferðina á 8 mánuðum
VAXTALAUST
Upplýsingar og bókanir
aóeins á söluskrifstofum Urvals-Utsýnar
og hjá umboösmönnum
Ekki í síma.
44
^URVAL-IITSÝN
tn'ggíng fyrir gæflum
Ldgmúla 4,
( Hafnarfiröi, ( Keflavík,
á Akureyri, á Selfossi
- og bjá umboðsmönnum um iand alll.
V/SA