Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/LAUGARÁSBÍÓ er um þessar mundir að taka til sýninga ærslakenndu
gamanmyndina The Mask með Jim Carrey í aðalhlutverki.
STANLEY setur strik í
reikning bankaræningj-
anna; kemst undan með
ránsfenginn en skilur bóf-
ana eftir í skotbardaga við
lögguna.
hann að stjörnu á einni nóttu og
fyrir leik sinn í The Mask hlaut
hann um 500 milljónir íslenskra
króna, sjö sinnum meira en fyrir
hlutverk gæludýraspæjarans.
Frá upphafi var myndin sniðin
utan um Carrey en til að leikstýra
var fenginn Charles Russel, sem
meðal annars leikstýrði Nightmare
on Elm Street III, þriðju myndinni
um ófreskjuna Freddy Kruger en
sú mynd tók inn meiri peninga í
kvikmyndahúsum en allar aðrar
myndir sem gerðar hafa verið utan
stóru kvikmyndaveranna vestan-
hafs.
Umbreyting Stanleys Ipkiss í
hetjuna sem í myndinni nefnist The
Mask reyndi mikið á Jim Carrey,
sem þurfti að byija hvern dag
meðan á tökum stóð með því að
eyða fjórum klukkustundum í förð-
unarstólnum.
Carrey, sem kallaður hefur verið
arftaki Jerry Lewis, er ekki síst
þekktur fyrir þau ótrúlegu svip-
brigði og geiflur sem hann ræður
yfir og þeir sem hönnðu gervi hans
segja að mikið mál hafi verið að
hanna grímuna þannig að hún
drægi ekki úr möguleikum hans á
að nýta sér þessa hæfileika.
En gríman var ekki nóg til að
koma eiginleikum ofurhetjunnar til
skila því eins og öðrum slíkum er
henni ekkert ómögulegt og þá er
ekki síst átt við það að þær hreyf-
ingar sem liðamót, liðbönd og nátt-
úrulögmál takmarka hjá venjulegu
fólki verða grímuklæddum Stanley
Ipkiss síður en svo að fótakefli.
Sú tækni sem beitt var við þetta
markar að sögn framleiðenda
myndarinnar ákveðin tímamót í
kvikmyndagerð en þó eru það van-
ir menn sem bera ábyrgð á brellun-
um. Framleiðendur myndarinnar
sneru sér til ILM, tæknibrellufyrir-
tækis George Lucas, sem gert hef-
ur allar tæknilega erfiðustu myndir
seinni ára, allt frá Star Wars til
Jurasssic Park mögulegar.
ILM hefur átt þátt í 8 af 12
mest sóttu kvikmyndum allra tíma
og starfsmenn þess hafa hlotið 13
Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur.
Þetta var hins vegar í fyrsta skipti
sem ILM kom nálægt gerð gaman-
myndar en árangurinn er sá að
allar þær fjölmörgu ótrúlegu brellur
sem einkenna myndina The Mask
urðu mögulegar.
Gunga verður
að garpi
STANLEY Ipkiss (Jim Carrey)
er gjaldkeri í banka og svo
hlédrægur og óframfærinn að það
er varla að sjálfvirkir hurðaopnarar
veiti honum athygli. Stanley er of
saklaus til að gera sér grein fyrir
því hvenær verið er að misnota
góðvild hans, sem kemur fyrir á
hveijum degi. Kurteisari maður
fyrirfinnst ekki; Stanley er svo
venjulegur að hann hverfur gjör-
samlega í fjöldann hvar sem hann
kemur enda tekur hann helst aldrei
áhættu og gerir aldrei neitt óvenju-
legt, að því frátöldu að leyfa sér
að sofa í skræpóttum náttfötum.
En líf Stanleys Ipkiss er í þann
veginn að taka róttækum breyting-
um.
Besti vinur Stanleys er vinnufé-
lagi hans Charlie Shumacher (Ric-
hard Jeni). Honum blöskrar að
horfa á Stanley láta stöðugt fara
með sig sem gólfþurrku, sem allir
ganga yfir á skítugum skónum,
hvort heldur er yfirmaður Stanleys,
bifvélavirki sem hann þarf að skipta
við eða konur sem hann er að reyna
við.
Charlie sannfærir vin sinn um
það að fari þeir eitt kvöld í Coco
Bongo næturklúbbinn muni Stanley
öðlast það sjálfstraust sem hann
þarf til að snúa lífí sínu við.
Meðan Stanley er að meita þetta
með næturklúbbinn opnast dymar
að bankanum og inn gengur falleg-
asta kona sem Stanley hefur séð.
Hún dillar sér yfir gólfið í áttina
að Stanley og gefur sig daðrandi
á tal við hann. Stanley er of upptek-
inn af fegurðardísinni til að taka
eftir því að meðan hún daðrar við
hann tekur hún myndir að hvelf-
ingu bankans með örsmárri mynda-
vél, sem sendir myndir í Coco
Bongo næturklúbbinn þar sem
kærasti hennar fylgist með af skjá.
Það er ljóst að áhugi þessa
manns á bankanum er hvorki bund-
inn við gengisskráningu né vaxta-
stig heldur hefur hann eitthvað illt
í hyggju.
Þetta kvöld hittast svo Charlie
og Stanley ásamt fleirum við Coco
Bongo klúbbinn og sjá þá á auglýs-
ingaspjaldi við dyrnar að söngkona
og stjama klúbbsins er engin önnur
en Tina (súperfyrirsætan Cameron
Diaz) sú sem gefið hafði Stanley
undir fótinn í bankanum.
En aftur snúa heilladísimar baki
við Stanley því að dyraverðir
klúbbsins láta sem hann sé ekki
til, ýta honum til hliðar út í rigning-
una en hleypa Charlie og hinum inn
í dýrðina.
Stanley er í öngum sínum og á
leiðinni heim stoppar hann á brú
og sér hvar eitthvað flýtur í vatn-
inu. Hann heldur að það sé lík en
í Ijós kemur aðum er að ræða ein-
hveija furðulega grímu sem hann
tekur með sér heim.
Þangað komin mátar hann á sig
grímuna, sem samstundis aðlagast
andliti hans og breytir honumm í
mennskan fellibyl. Ut úr fellibyln-
um stígur Stanley íklæddur ótrú-
legum alklæðnaði, grænn í framan,
með risastórar hvítar tennur og
einkennilegan glampa í augunum.
En það er ekki nóg með að Stanl-
ey hafi breyst í útliti heldur býr
hann nú yfir ofurmannlegum eigin-
leikum; er í raun lifandi teikni-
myndapersóna og er ekkert ómögu-
legt. Hann getur nú látið sína
leyndustu drauma rætast og komið
fram hefndum gegn öllum þeim
sem hafa gert á hlut hans.
Það er hins vegar ekki fyrr en
SEM grímuklædda ofurmennið gerir Stanley allt vitlaust í sínum heimabæ.
UM SÍÐIR segir Stanley (Jim Carrey) Tinu (Cameron Diaz) frá
leyndarmálinu.
FYRIRSÆTAN Cameron
Diaz leikur Tinu.
klúbbinn og þar er hann í dansi
við hina ægifögru Tinu þegar ræn-
ingjamir koma að segja foringja
sínum að ránstilraunin hafi farið í
vaskinn og benda á sökudólgjnn á
dansgólfinu. Um svipað leyti og
Stanley kemst að því að byssukúlur
bíta ekki lengur á honum kemur
lögreglan í klúbbinn og handtekur
ræningjana.
En Stanley er langt í frá óhultur
in The Mask sé af ætt myndanna
um hetjur á borð við t.d. Super-
man; eins og Stanley var Clark
Kent uppburðarlítill blaðamaður
sem breyttist þegar minnst varði í
ofurmennskan baráttumann í þágu
hins góða í heiminum og alveg eins
og í Superman lítur konan sem
hann elskar ekki við honum af því
að hún er svo upptekin af ofurhetj-
unni og veit ekki að gungan og
garpurinn eru eitt.
The Mask var gerð í kjölfar
þeirra gríðarlegu vinsælda sem
gamanleikarinn Jim Carrey aflaði
sér sem gæludýraspæjarinn í Ace
Ventura: Pet Detective, sem sýnd
var hér fyrr á árinu.
Carrey, sem er Kanadamaður,
hafði áður getið sér vinsældir fyrir
gamanleik í sjónvarpi í Bandaríkj-
unum en með Ace Ventura varð
daginn eftir þegar lögreglan bank-
ar upp á að Staniey gerir sér grein
fyrir að þetta var ekki bara draum-
ur. Síðast hafði sést til dularfulu
verunnar sem gerði allt vitlaust í
bænum á leið inn í húsið þar sem
Stanley býr.
Stanley lætur sér fyrst detta í
hug að losa sig við grímuna en
hættir við og ákveður að setja hana
upp einu sini enn. í gervi grímu-
klædda ofurmennisins fer hann í
bankann og kemur þar að sem
bankaránið sem kærasti Tinu hafði
skipuiagt stendur sem hæst.
Hinn grímuklæddi Stanley setur
strik í reikninginn og kemst undan
með ránsfenginn en skilur ræningj-
ana eftir í skotbardaga við lögregl-
una.
Stanley fer nú í Coco Bongo
því lögregluna er farið að gruna
að hann tengist dularfulla grímu-
manninum. Honum tekst naumlega
að komast undan handtöku en er
þá leiddur beint í gildru ræningja-
foringja sem slær eign sinni á grím-
una, hirðir ránsfenginn, skilar
Stanley af sér á lögreglustöðinni
og breytir sjálfum sér í ósigrandi
illmenni.
Stanley tekst hins vegar að
sleppa úr fangelsinu og fer enn á
ný í klúbbinn þar sem dregur að
hinu óumflýjanlega uppgjöri milli
hans og ræningjaforingjans, góðs
og ills, um grímuna og stúlkuna,
sem er orðin ástfangin af græna
grímumanninum, sem virðist alltaf
skammt undan þar sem saklausa
bankagjaldkerann er að finna.
Að sumu leyti má segja að mynd-