Morgunblaðið - 09.10.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 23
LISTIR
Fyrrum menntamálaráðherra Spánar heiðraður í Frankfurt
Friðarverðlaun
til Jorge Semprún
Frankfurt. Morgunblaðið.
SPÁNVERJINN Jorge Semprún
fær Friðarverðlaun þýskra bóka-
útgefanda og bóksala að þessu
sinni. Verðlaunin, sem eru 25.000
þýsk mörk, verða afhent við hátíð-
lega athöfn í Kirkju heilags Páls
í Frankfurt í dag.
Verðlaunin hafa verið veitt síð-
an 1950 í tengslum við alþjóðlegu
bókastefnuna í Frankfurt, en hún
stendur nú yfir.
Max Tau var fyrstur verðlauna-
hafa, en meðal annarra má nefna
Albert Schweitzer, Astrid Lind-
gren, Octavio Paz og Vaclav Ha-
vel.
Friðarverðlaunin renna til
þeirra sem að mati dómnefndar
hafa lagt sitt af mörkum til friðar
í heiminum, stuðlað að mannúð
og skilningi milli þjóða.
Jorge Semprún er fæddur í
Madríd 1923. Fjölskylda hans flýði
til Parísar 1937 á tímum Spænsku
borgarastyijaldarinnar og þar
hlaut hann menntun sína.
Hann var snemma virkur
kommúnisti og lét til sín taka á
stríðsárunum í Frakklandi og í
spænska kommúnistaflokknum.
Það kostaði hann vist í Buchen-
wald.
Eftir stríð starfaði hann við
þýðingar hjá Sameinuðu þjóðunum
í París og beitti sér gegn Franco-
stjórninni á Spáni. Á árunum
1957-1962 stjórnaði hann neðan-
jarðarhreyfingu spænskra komm-
Menningar-
dagskráí
Gerðubergi
UR sönglagasafninu er viðfangs-
efni erindis sem Trausti Jónsson
veðurfræðingur og Baldur Símonar-
son lífefnafræðingur flytja í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi í dag
sunnudag 9. október, kl. 14.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
söngkona og Guðríður St. Sigurðar-
dóttir píanóleikari flytja jafnframt
því lög eftir Einar Markan, Elísa-
betu Einarsdóttur, Höskuld J.
Ólafsson, Jón Blöndal, Jón Laxdal,
Kristján Kristjánsson, Maríu Brynj-
ólfsdóttur, Pétur Sigurðsson og
Þorvald Blöndal.
Trausti og Baldur kynna höfund-
ana og fjalla um verk þeirra. Sum
laganna hafa mjög sjaldan verið
flutt og ekki hafa þau öll komist á
prent.
í Gerðubergi var síðastliðinn
sunnudag opnuð yfirlitssýningin
Islenska einsöngslagið og stendur
sú sýning til 1. desember.
Allir eru velkomnir.
♦ ♦ ♦
únista gegn Franco undir dulnefn-
inu Federico Sánchez. Hann sneri
baki við kommúnistaflokknum
1964 þegar hann vildi fara aðrar
leiðir en flokkslínan bauð. Hann
fór til Parísar og fékkst þar við
ritstörf, en eftir hann liggja eink-
um skáldsögur og ritgerðasöfn.
Hann var menntamálaráðherra
Spánar 1988-1991, nú býr hann
ýmist í París eða Madríd. Flestar
bækur hans eru ritaðar á frönsku.
ULPUR
í öll veöur
Einstaklega sterkar,
vind- og vatnsþéttar
(ENTRANT Gll)
með útöndun.
Rennilás fyrir flýspeysu.
frá 16.960 kr.
ilQLAQSHSIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 621780
Húsnæðisstofn-
un efnir til ljós-
myndasýningar
HÚSNÆÐISSTOFNUN efnir til
Ijósmyndasýningar f tilefni af því
að um þessar mundir er um aldar-
fjórðungur frá því að stofnunin hóf
að veita lán til öryrkja. Ljósmynda-
sýningin ber yfirskriftina: Hús-
næðislán til samtaka öryrkja í rúm-
an aldarfjórðung.
Sýningin er haldin í húsnæði
Öryrkjabandalagsins, Hátúni 10, og
stendur yfir til 23. október. Sýning-
in er opin alla daga frá kl. 9-18.
Námskeið
s 1
sem þu græoir ’ a!
Vinsælu jjdrmdlandmskeiðin hejjast ajtur!
Námskeið um fjármál
heimilisins
„Eftir jjármúlanámskeiðiðgengur mér miklu betur með heimilis-
bókhaldið og ég veit nákvæmlega í hvaðpeningarnir fara!“
Helga Birgisdóttir húsmóðir og Ijósmóðir
Hvert námskeið er tvö kvöld og fer kennslan fram í Búnaðar-
bankanum Austurstræti (gengið inn Hafnarstrætismegin) frá
kl. 19:30 til 22:30.
Námskeiðið kostar 2.500 kr. en félagar í Heimilislínunni
greiða 1.900 kr.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er vegleg handbók um fjármál
heimilanna, bókhaldsmappa og veitingar.
Upplýsingar og skráning er í síma (91) 603 203 (markaðsdeild).
Námskeið fyrir
12 til 15 ára unglinga
Námskeiðin hefjast kl. 15:30 og standa yfir í tvo tíma.
Þau fara fram í Búnaðarbankanum Austurstræti 5
(aðalbanka), 3. hæð. Innritun og nánari upplýsingar fást í
síma 603267 (fræðsludeild).
Hægt er að panta
tíma fyrir nemendahópa.
Þátttakendur fá fjármála-
handbók og viðurkenn-
ingarskjal.
Boðið er upp
á veitingar
og bankinn
skoðaður.
Námskeiðin eru
ókeypis og opin
öllum unglingum
áaldrinum 12-15 ára
Hvað kostar að eiga bíl?
Hvað kostar að reykja?
Hvernig má spara?
Hvar fást hagstæðustu lánin?
Hvaða ávöxtunarleiðir eru bestar?
Lánamöguleikar
Áætlanagerð
Heimilisbókhald
Heimilisrekstur
Bætur vegna húsnæðiskaupa
Borga ég of mikið ískatta?
Tryggingabætur o.fl.
\
HEIMILISLINAN
— Einfaldar fjirmálin
F JÁRMÁLAÞ JÓNUSTA
UNGLINGA
Næstu námskeið
Fjármál heimilisins:
• Mánud. 10. okt. og miðvikud. 12. okt. FULLBÓKAÐ
• Mánud. 17. október og miðvikud. 19. október.
• Þriðjud. 18. október og fimmtud. 20. október.
Námskeið fyrir unglinga 12 -15 ára:
• Fimmtudagur 13. október
• Miðvikudagur 19. október
Námskeið utan Reykjavíkur verða auglýst síðar.
BUNAÐARBANKINN
- Traustur banki
VjS / OISQH ViJAH