Morgunblaðið - 09.10.1994, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskuleg móðir okkar,
ERNA HAFDÍS BERG
KRISTINSDÓTTIR,
Sjálfsbjargarhúsinu,
Hátúni 12, Reykjavfk,
sem lést 30. september, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju mánudaginn
10. október kl. 13.30.
Borgar Þór Guðjónsson,
Bergþóra Berta Guðjónsdóttir,
Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir.
t
Útför móður okkar,
GUÐMUNDU GUÐMUNDSDÓTTUR,
ferframfrá Fossvogskapellu miðvikudaginn 12. októberkl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Hafsteinn Hansson,
Kolbrún Mýhrberg.
t
Móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma,
GEIRLAUG ÓLAFSDÓTTIR
frá Reynisvatni,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. október
kl. 13.30.
Ásdís Halldórsdóttir, Hreinn Bjarnason,
Þórir Ólafur Halldórsson, Hrafnhildur Hannesdóttir,
systkini,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Sonur okkar,
FRÓÐI FINNSSON,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriöjudaginn 11. október kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega af-
þakkaðir, en þeim, sem vildu minnast
Fróða, er bent á Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Edda Þórarinsdóttir, Finnur Torfi Stefánsson.
+
Ástkaer faðir minn, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Hrísmóa 6,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 11. október kl. 10.30.
Ólöf Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson
og barnabörn.
+
. i Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT BENEDIKTSDÓTTIR,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður til heimilis á Öldugötu 47,
Reykjavik,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. október
kl. 15.00.
Björg H. Randversdóttir, Þorlákur Þórðarson,
Randver Þorláksson, Guðrún Þórðardóttir,
Sigríður Þorláksdóttir, Ingvar Georgsson,
Margrét Þóra Þorláksdóttir, Árni Jörgensen
og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og
útför móður minnar,
MAGDALENU SIGURÞÓRSDÓTTUR
handavinnukennara.
Þórunn Sigurlásdóttir
og aðrir aðstandendur.
ERNA HAFDÍS BERG
KRISTINSDÓTTIR
+ Erna Hafdís
Berg Kristíns-
dóttir var fædd á
Eskifirði 25. mars
1935 og ólst upp á
Reyðarfirði. Hún
lést í Hátúni 12,
Sjálfsbjargarhús-
inu, 30. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Bergljót Einars-
dóttír og Kristínn
Berg Pétursson
sem nú er látínn.
Hafdís giftíst Guð-
jóni Jónssyni 1953
og eignuðst þau þrjú börn sam-
an, Borgar Þór Guðjónsson, f.
1953, leigubílstjóri í Reykjavík,
Bergþóra Berta, f. 1955, rekur
æfingastúdíó í Njarðvík, og
Ragnheiður Björk, f. 1957,
verslunarmaður í Reykjavík.
Hafdís og Guðjón slitu samvistir
1969. Hafdís áttí eina alsystur,
Svanhildi, sem er látín, og ellefu
hálfsystkini. Systkinin eru (sam-
mæðra): Alda, Bára, Siggerður
og Víðir Már Pétursböm. Systk-
inin (samfeðra) em: Öm, Helgi,
Unnar, Hafrún, Ragnhildur,
Steinunn og Eygló Kristinsbörn.
Útför Emu Ilafdísar Berg
Kristínsdóttur fer fram frá Bú-
staðakirkju á morgun.
LÍFSDAGUR er liðinn hjá. Lokin
kær þeim er hvíld þráði eftir örðuga
tíð, örlög hörð og óvægin, magn-
þrungin í miskunnarleysi sínu. Tær
er eftirsjá okkar sem eftir stöndum,
þakklæti þrungin. Fram í hugann
streymir mergð minninga, muna-
þýðar sem í töfrandi tíbrá birtast
þær ein af annarri og á þær ber
engan skugga, heiðríkja er öllu yf-
ir, umvafín mildi og gullinni gleði
þó tregaharpan titri. Sólvermdar
svífa þær fyrir sjónum, sumar frá
bemskunnar létta leik, aðrar frá
æskunnar yndistíð, enn aðrar frá
hversdagsins önn og erli. Leiksystir
og ljúfur vinur hefur lagt upp í
ókunna ferð, lokaferð. Það slær
ljóma á liðna tíð með ljúfsáru ívafi.
Ég sé okkur lítil böm að leik í
laufgrænu skrúði hlíðarinnar heima,
í iðjagrænu túngresi eða þá á snævi
þakinni, frostkaldri fönn sem tindr-
aði í tunglskininu. Bemskunnar
óræða eftirvænting allt um kring
með fangið fullt af fyrirheitum.
Haddý hress og kát, hugvitssöm og
hugdjörf, hláturinn þrunginn gleði
og góðum væntingum, hlýtt brosið
um allt andlitið, en þó ekki sízt í
augunum, athugulum og glettnum
um leið, brúnaljósunum brúnu.
Ég hugsa til skólasamverunnar
heima og á Eiðum. Haddý í fylking
fremst með gleði og óróa æskunnar
í ungum barmi, falleg og fyndin,
fjörmikil en fasprúð, tilfinninga-
næm en teprulaus. Námsgáfumar
geislandi góðar, ástkæra, ylhýra
málið hafði hún vissulega á valdi
sínu, tungumál nam hún án minnstu
fynrhafnar.
Ég minnist margra stunda seinna
eftir að fjarlægðin milli okkar varð
meiri, hlýtt brosið, gefandi gáskinn,
umhyggjusöm alúðin, einlæg vin-
áttan.
Minnisstæðast mun mér þó er
ég heimsótti hana, er hún hafði
fengið fregnirnar um hinn grimma
sjúkdóm, úrskurðinn um hinn örð-
uga stig sem þungbært yrði að
þræða. Kjarkurinn og æðruleysið
sem hún átti þá og æ
síðan til sannrar fyrir-
myndar. Hún sem
hreyfíngunni unni, hin-
um glaða dansi, var nú
hneppt í viðjar MS-
sjúkdómsins sem í
engu eirði henni allt til
endadægurs.
Það var hún sem
átti uppörvandi bros,
spozka spaugsemi,
glaðbjarta upprifjun
gamalla stunda, án
þess að brygði fyrir
beizkju vegna biturra
örlaga. Síðast átti hún
augun nær ein til túlkunar því sem
inni fyrir bjó og mér varð mjög um
megn að hitta hana, of seint er nú
að iðrast, en angur í hugans leynum
eitt til vitnis.
Og hugurinn reikar. Vissulega
hefði hún Haddý átt að velja
menntabrautina, en hún gegndi
góðu hlutverki í lífínu og var því
trú. Móður- og húsmóðurhlutverkið
varð hennar, en hún vann úti af
atorku og kappi meðan kraftar
leyfðu. Af alúð vann hún sín verk,
vinsæl á vinnustað og vel látin, hlífði
sér hvergi, hressileg og glaðsinna,
mæta eðliskosti mátu allir er máttu
kynnast. Bömin þijú yndi hennar
allt, hún sagði mér af því hvemig
þeim vegnaði og hve hún vildi afl
til að létta þeim lífsgöngu sína.
Hvergi skyldi gleymt órofafylgd
hennar við þá samfélagsskoðun er
gagntók okkur bæði í æsku, í því
sem öðra var hún heil og sönn,
glögg greining hennar á þjóðmálum
fór saman við heita sannfæringu.
Þá fylgd skal þakka sem annað allt.
Langri og erfíðri baráttu er lokið
með sigri sjúkdómsins er hana hel-
tók. En á sjúkdómsbrautinni var
hún sigurvegari á svo margan veg,
í svo ótalmörgu.
Söknuður grípur sál manns, en
sannarlega var ekki eftir neinu að
bíða.
Börnunum hennar og þeirra fólki,
hennar góðu móður og miklu vin-
konu okkar svo og öðrum er syrgja
sendum við Hanna hugumkærar
samúðarkveðjur. í hljóðri þökk og
hlýrri er hún Haddý kvödd klökkum
huga. Hún trúði á undralönd eilífð-
ar, unaði vafín. Verði henni ~þar
vistin góð.
Helgi Seljan.
Með nokkram fátæklegum orð-
um ætla ég að minnast móður
æskuvinkvenna minna.
Bemskan er flestum hugleikin og
maður tengist sterkt því fólki sem
maður kynnist þá. í næsta húsi við
mig þegar ég var bam bjó Haddý,
reyndar hét hún Ema Hafdís Berg,
og þótti mér nafnið það tilkomumik-
ið að uppáhaldsdúkkan mín var látin
heita sama nafni. Haddý var ekki
eins og frú Berg í Lottusögunum
heldur var þama há og myndarleg
kona sem gustaði af. Hún var fork-
ur til vinnu og myndarleg í höndum
svo af bar. Ekkert vafðist það fyrir
henni að búa til brúðarkjóla á Barbí-
dúkkur og þegar hún gerði húfur á
dúkkumar fyrir dætur sínar lét hún
sig ekki muna um að gera eins fyr-
ir mína dúkku.
Árin liðu og ég verð fullorðin og
fyrir 16 áram, haustið sem ég geng
með mitt fyrsta bam, fer ég að
heimsækja hana eins og vinkonu.
Hún var orðin veik en var ennþá
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 871960
I
V
heima og var ekki búið að greina
hvaða sjúkdóm hún var með. I byrj-
un kom hún sjálf til dyra en var
frekar óstöðug. Fljótlega gat hún
það ekki lengur og maður gekk
bara sjálfur inn. Hún sat í stólnum
sínum og pjónaði dúka og virtist
ekki láta mikið á sig fá þó að hún
væri svona veik og væri að bíða
eftir spítalaplássi.
Þegar hún brosti komu fallegu
spékopparnir í ljós og ég hugsaði
um hvað það væri ósanngjarnt að
svona ung og falleg kona væri
svona veik.
Um vorið fór hún á spítala, síðari
á Reykjalund og endaði í Sjálfs-
bjargarhúsinu. Henni hrakaði mjög
ört og fljótlega kom að því að hún
varð algjörlega ósjálfbjarga. Fyrir
svona atorkumikla konu hefur vafa-
laust verið erfítt að sætta sig við
svona örlög en aldrei sá maður það
á henni og tók hún manni með brosi.
Hvíldinni hefur hún vafalaust orðin
fegin og vona ég að hún fái góða
heimkomu. Börnum hennar sendi
ég samúðarkveðjur.
Díana.
Ég vil hér með örfáum orðum
minnast Hafdísar, sem hefur nú lok-
ið áralangri baráttu sinni við hinn
illvíga sjúkdóm MS, sem læknavís-
indin standa enn ráðþrota gegn.
Ég gleymi því aldrei er við hitt-
umst fyrst. Hún var þá að mála
miðstöðvarketilinn í kjallaranum á
húsinu sínu silfurlitan. Þetta fannst
mér stelpuhnokkanum mjög flott.
Ég var nýflutt í næsta hús. En þann-
ig var Haddý. Hún vildi alltaf vera
að snurfusa og hafa fínt í kringum
sig.
Ég gleymi heldur ekki stolti henn-
ar þegar búið var að stækka litla
húsið og gjörbylta eldhúsinu þannig
að hún gat haft nýju þvottavélina
sína þar inni. En í þessu eldhúsi var
oft glatt á hjalla því að Haddý lað-
aði alla að sér með glaðværð sinni
og kátínu. Er skemmst frá því að
segja að ég var þama heimagangur
alla mína æsku. Haddý átti mikið
af bókum og var alltaf hægt að fá
þær lánaðar. Einig hafði hún gaman
af að spila og kenndi mér stopp-
kapalinn sem við undum okkur oft
við að spila.
Ég fór í sendiferðir fyrir hana
og passaði börnin hennar. Þegar ég
sjálf varð svo móðir var gott að eiga
hana að í næsta húsi, en foreldrar
mínir vora þá að störfum úti á landi.
Var alltaf gott að heimsækja Haddý.
Heimsóknum á sjúkrastofnanir síð-
ustu árin fækkaði smám smaan eft-
ir því sem sjúkdómurinn ágerðist.
Elsku Berta, Borgar og Lilla. Ég
votta ykkur samúð mína. Blessuð
sé minning móður ykkar.
Harpa Jósefsdóttir Amin.
Elsku mamma mín, þakka þér
fyrir það sem þú kenndir mér,
þakka þér fyrir það veganesti sem
þú gafst mér út í lífið, þakka þér
fyrir að kenna mér að meta góðar
bækur og falleg ljóð og fyrir að
leiðrétta mig þegar ég talaði vit-
laust. Þótt ég væri stundum pirruð
yfír því þegar ég var lítil þá bý ég
að því í dag. Þakka þér fyrir öll
yndislegu lögin sem þú söngst fyrir
okkur systkinin, það var oft grátið
yfir sorglegum textum. Þakka þér
fyrir að vera vinkona mín, hlusta
og leiðbeina mér með unglinga-
vandamálin þótt ég vildi óska að
ég hefði fengið að hafa þig lengur.
Þú hvattir okkur alla tíð til að lifa
heilbrigði og sjálfstæðu lífi.
Elsku mamma mín, ég kveð þig
nú í hinsta sinn og gleðst í hjarta
mínu yfir því að þú skulir vera laus
úr þessum líkama sem var búinn
eftir tuttugu ára veikindabaráttu.
Ég veit að nú dansar þú og syngur
á ný með horfnum vinum á æðri
stöðum.
Hvers hönd, sem aldrei hlifir sér?
Hvers hönd er það, sem liprust er?
Hvers hönd, svo fús að þjóna og þjást?
Hún þrek sitt fær hjá móðurást.
(Móðurást: Pétur Sigurðsson.)
Þín elskandi dóttir,
Berta.