Morgunblaðið - 09.10.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994 27
MIINIIMINGAR
+ Jóhann Dal-
berg Sigurðs-
son vélsljóri fædd-
ist á Langanesi 3.
nóvember 1920 en
ólst upp á Skálum
í sömu sveit. For-
eldrar hans voru
hjónin , Sigurður
Jónsson útvegs-
bóndi þar, f. 1862,
dáinn 1945, og
kona hans Hólm-
fríður Sigurgeirs-
dóttir, f. 1880, d.
1967. Jóhann átti
fimm systkini. Þeir
voru þrír bræðurnir og eru nú
allir látnir, en systurnar þrjár
lifa nú í hárri elli. Jóhann
kynntist eftirlifandi konu sinni,
Helgu Sigtryggsdóttur, f. 5.
ágúst 1916, á Skálum, en hún
var fædd og uppalin í Kumlavík
á Langanesi. Þau giftust 26.
desember 1942 og hófu búskap
sinn á Húsavík i Þingeyjarsýslu.
Eftir tveggja ára búskap þar
fluttust þau til Innri-Njarðvík-
ur, bjuggu þar í þijú ár, en
hafa síðan búið í Keflavík, síð-
ast á Birkiteig 23. Þau hjónin
eignuðust þrjár dætur. Þær eru
Dagný, f. 1944, maki Jóhann
Hákonarson, búsett í Kópavogi;
Ema, f. 1945, maki Jón Péturs-
son, búsett í Reykjavík; og Lilja,
f 1951, maki Hreggviður Her-
mannsson, búsett í Keflavík.
Barnabörn em níu og barna-
barnabörn sex. Útför Jóhanns
fór fram frá Keflavíkurkirkju í
gær.
JÓHANN Dalberg ólst upp á Skál-
um á Langanesi. Hann bytjaði þar
mjög ungur sjómensku eins og þá
var títt, mest á opnum bátum og
síðar sem formaður.
Árið 1941-1942 fer hann í vél-
stjóranám á Akureyri og lauk því
námi með prýði, en hann hafði þá
ekki annan undirbúning en stopula
farskólakennslu. Eftir það heldur
hann áfram sjómennsku og alltaf
sem vélstjóri, fyrst á Húsavík og
síðan frá Suðurnesjum. Þijú ár var
hann þó vélstjóri í frystihúsi í Innri-
Njarðvík, en annars alltaf á bátum
héðan frá Suðurnesjum og lengst
af á vélbátnum og aflaskipinu Guð-
mundi Þórðarsyni úr Garði.
Hann þótti mjög vandaður og
öruggur í starfi svo orð fór af.
Hann varð síðan að hætta sjó-
mennsku eftir meiðsli er hann varð
fyrir 1972. Eftir það vann hann sem
bensínafgreiðslumaður til ársins
1983. Varð hann þá að hætta því
starfi vegna veikinda. Hann átti
mjög erfitt með það að þurfa að
hætta starfi 63ja ára, maður sem
aldrei hafði fallið verk úr hendi, þó
aldrei væri hann heilsuhraustur. Sér
til dundurs og til að drepa tímann
108 Reykjavik. Simi 31099
Opið ö!l kvöld
til ki. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörar.
byijaði hann að vinna
ýmiss konar leðurmuni
fyrir hestamenn. Þótti
sú vinna hin mesta
gersemi, enda maður-
inn handlaginn og
vandvirkur með af-
brigðum og var nánast
sama að hvaða verki
hann gekk, allt lék í
höndunum á honum.
Jóhann var heiðrað-
ur á sjómannadaginn í
Keflavík 1991 fyrir
langt og giftudijúgt
starf sem vélstjóri og
sjómaður. Honum þótti
mjög vænt um þá viðurkenningu.
Heiðarlegur og góður maður hef-
ur nú gengið frá borði. Jóhann
Dalberg Sigurðsson, „Dalli“ vél-
stjóri og sjómaður mestan hluta
síns starfsferils, er nú horfinn á vit
feðra sinna. Okkur sem eftir sitjum
og eigum eftir að sinna því skyldu-
verki lífsins, vefst tunga um tönn,
því margs er að minnast.
Jóhann var jafnaðarmaður í
hugsun og framferði í orðs þess
bestu merkingu. Hann bar mjög
fyrir bijósti hag og réttindi hins
vinnandi manns og þá sérstaklega
sjómanna. Hann mundi tíma tvenna
í þeim efnum. Hafði sjálfur af spar-
semi og útsjónarsemi orðið að sjá
sér og sínum farborða, sérstaklega
á fyrstu búskaparárum sínum.
Hann gat sér gott orð hvar sem
hann fór sakir prúðmennsku og
heiðarleika. Hreinskilinn oft svo
mörgum' þótti nóg um, en með
meðfædda réttlætiskennd á því að
„aðgát skal höfð í nærveru sálar“.
En hann hikaði ekki við að segja
hug sinn. Hann var á ýmsum skip-
um og með ýmsum áhöfnum sjó-
mannsferil sinn. En .óvildarmenn
átti hann fáa eða enga. "Hann var
ákaflega nákvæmur í allri sinni
framkomu og gjörðum. Skilamaður
slíkur að þar mátti aldrei skeika
og að svíkja loforð var í hans huga
goðgá.
Eftir að Jóhann var sestur í helg-
an stein var helsta áhugamál hans
velferð fjölskyldunnar. Hann varð
helst að vita alla hluti um ráðagerð-
ir þeirra þeirra og áform, ekki
vegna afskiptasemi, heldur frekar
til þess að fylgjast með framvindu
mála. Átti hann þá til að segja álit
sitt umbúðalaust, en á þann hátt
að allir fundu að hlýhugur og um-
hyggja bjó þar að baki, hjálpsemi
ef eitthvað bjátaði á var alltaf á
næsta leiti.
Jóhann hafði unun af lestri bóka
og vandfundinn er sá, er las dag-
blöðin af annarri eins natni og hann.
Þá var það eitt í fari hans sem aldrei
kulnaði þó kraftur og úthald minnk-
aði. Það var gleði veiðimannsins
yfir afla og aflasæld. Hann var
góður skotveiðimaður og gekk til
ijúpu meðan þrek og heilsa leyfði.
Eins var með lax- og silungsveiði,
sem hann stundaði allnokkuð. Hann
naut þess að fara í þessar ferðir.
Þá kom vel fram veiðigleði og kapp
sjómannsins, þess sem sækja þarf
björg í bú. Gleði hans yfir vel heppn-
aðri veiðiferð á sjó eðs landi og
upprifjum slíkra sagna voru honum
kærkomið umræðuefni. Helga og
Dalli fóru oft í silungsveiðiferðir
saman og höfðu bæði gleði og gam-
an af þeim stundum. Jóhann var
sérstakur gæfumaður með val á
sínum lífsförunaut, Helgu Sig-
tryggsdóttur. Þar fór saman hjá
báðum elska og einhugur. Hvorugt
mátti af öðru sjá. Þau voru búin
að búa langa ævi saman eða fimm-
tíu og tvö ár í farsælu hjónabandi
og nánast búin að ala hvort annað
upp. Alla hluti gerðu þau saman
og ekki var ráð ráðið nema bæði
tvö stæðu saman í eindrægni um
þá ákvörðun sem síðar var tekin.
Hvorugt bar annað ofurliði. í sátt
og samlyndi var kýtt um smáatriði
en þegar ákvörðun kom var eitt
járn í eldinum.
Nú er kvaddur Jóhann Dalberg
Sigurðsson. Sigling hans frá vöggu
til grafar var slík að heimkoman
verður kær. Ástkæra tengdamóðir,
Helga. Sorg og söknuður hefur nú
kvatt dyra. Megi Drottinn veita þér
huggun í sorg þinni og þér og okk-
ur aðstandendum kraft til þess að
takast á við lífið af sama æðruleysi
og trúmennsku og hann gerði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Hreggviður Hermannsson,
Jón Pétursson,
Jóhann Hákonarson.
+
Hjartkær systir okkar,
ELÍN KARÍTAS THORARENSEN,
Hagamel 42,
sem andaðist 30. september, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 12. október kl. 13.30.
Hildur Thorarensen,
Ólafur Thorarensen,
Aðalsteinn Thorarensen.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR KRISTINSSON
fyrrverandi kennari,
Lönguhlíð 6,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 11. október
kl. 14.00.
Kolbrún Eiríksdóttir,
Hólmfríður Eiríksdóttir,
Ólöf Eiríksdóttir, Kristján Ottested,
Birgir Eiríksson, Hólmfríður Ingvarsdóttir,
Einar Eiríksson, Sigríður Ingvarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
JÓHANN DALBERG
SIGURÐSSON
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls
og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
SIGURBJÖRNS MAGNÚSSONAR
hárskera,
Borgarási 10,
Garðabæ.
Gunnþórunn Egilsdóttir,
Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Geir Magnússon,
Örlygur Sigurbjörnsson, Lilja Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
EGGERTS ÓLAFSSONAR,
Búastaðabraut 3,
Vestmannaeyjum.
Halldóra B. Eggertsdóttir, Sigurður G. Bogason,
Jónas K. Eggertsson, Kristín A. Lárusdöttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
KOLBEINS
ÞORSTEINSSONAR.
Systkinin.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför dóttur okkar, systur
og mágkonu,
GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR,
Hofsvallagötu 21,
Reykjavík.
Jón Þórðarson, Jóhanna Sveinsdóttir,
Auðbjörg Pétursdóttir, Ögmundur Frímannsson,
Pétur Jónsson,
Sigrún Jónsdóttir, Hjalti Björnsson,
Guðrún Jónsdóttir, Úlfar Herbertsson,
Ægir Þór Jónsson, Jan Dodge Jónsson,
Haraldur Ögmundsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og bróður,
BENEDIKTS BJÖRNSSONAR,
Fellsmúla 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkirtil hjúkrunar- og starfs-
fólks deildar 13D Landspitala og Karitas
heimahlynningar.
Kristín Magnúsdóttir,
Björn S. Benediktsson, Margrét Finnbogadóttir,
Haraldur Benediktsson, Brynja Halldórsdóttir,
barnabörn,
Sigrún, Jóhanna og Birna Björnsdætur.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
HARALDAR STEFÁNSSONAR,
Háteigsvegi 48,
Reykjavík.
Jenný Magnúsdóttir,
Guðlaug Haraldsdóttir, Ásbjörn Arnars,
Helgi Már Haraldsson, Jóna Guðrún Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.