Morgunblaðið - 09.10.1994, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1994
Stóra sviðið kl. 20.00:
• VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi
7. sýn. á morgun mán., uppselt, - 8. sýn. mið. 12. okt., uppselt.
NÆSTA SÝNINGARTÍMABIL. Fös. 25. nóv., uppselt, sun. 27. nóv., uppselt, -
þri. 29. nóv., nokkur sæti laus, - fös. 2. des., uppselt, - sun. 4. des., nokkur
sæti laus, - þri. 6. des. - fim. 8. des. - lau. 10. des., örfá sæti laus.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
• GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson
Lau. 15. okt. - sun. 16. okt. - fim. 20. okt. - lau. 22. okt.
• GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman
( kvöld sun. - fös. 14. okt.
Litla sviðið kl. 20.30:
• DÓTTIR LÚSIFERS eftir William Luce
Fös. 14. okt., örfá sæti laus, - lau. 15. okt.
Smíðaverkstæðið kl. 20.00:
• SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFI SYSTRA
eftir Guðberg Bergsson f leikgerð Viðars Eggertssonar.
fim. 13. okt. - fös. 14. okt.
Lestrardagur evrópskra leikhúsa sun. 9. okt.
• „MAÍSBAUNASTRÁKURINN", eftir Augustina Besssa Luis
Leikarar Þjóðleikhússins lesa barnasögur höfundarins á sunnudag kl. 14.00,
15.00, 16.00 og 17.00. Ókeypis aðgangur.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00.
Græna linan 99 61 60 - greiöslukortaþjónusta.
r a-
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKIIR
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20:
• LEYNIMELUR 13
eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage.
Sýn. fim. 13/10, fös. 14/10, lau. 15/10.
• ÍSLENSKA LEIKHÚSIÐ
BÝR ÍSLENDINGUR HÉR - minningar Leifs Muller.
Sun. 16/10 aðeins þessi eina sýning.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20:
• ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR)
eftir Jóhann Sigurjónsson
Sýn. í kvöld, uppselt, mið. 12/10 örfá sæti laus, fim. 13/10
uppselt, fös. 14/10, uppselt, lau. 15/10, sun. 16/10, örfá sæti laus, mið. 19/10
uppselt, fim. 20/10 uppselt, iau. 22/10 uppselt, sun. 23/10 uppselt, mið. 26/10
uppselt, fim. 27/10 uppseit, fös. 28/10.
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20. Miðapantanir
í síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga.
Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf!
Greiðslukortaþjónusta.
LEIKFELAG
AKUREYRAR
• KARAMELLUKVÖRNIN
Sýn. lau. 15/10 kl. 14.
Sun. 16/10 kl. 14.
• BarPar sýnt í Þorpinu
Sýn. fös. 14/10 kl. 20.30.
Lau. 15/10 kl. 20.30.
Takmarkaður sýningafjöldi.
Miðasalan opin dagl. kl. 14-18, nema
mánud. Fram að sýningu sýningar-
daga. Sími 24073.
F R Ú H M I L í A
■leikhúsB
Seljavegi 2 - sími 12233.
MACBETH
eftlr William Shakespeare
Sýn. lau. 15/10 kl. 20.
Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar-
daga, sími 12233. Miðapantanir á öðr-
um tfmum í símsvara.
Sýnt í íslensku óperunni.
I kvöld kl. 20 örfá sæti.
Fim. 13/10 kl. 20, örfá sæti.
Miðnætursýn. fös. 14/10 kl. 23.
Ósóttar pantanir eru seldar
3 dögum fyrir sýningu.
Miðapantanir f símum
11475 og 11476.
Ath. miðasalan opin virka daga
frá kl. 10-21 og um helgar frá
kl. 13-20.
(W
eftirl^ <4 IM
ævintýraskáldsögu
Michael Ende.
9. sýn. sunnudag 9/10 kl 17.00
Sýninear f Bæjarbfói,
miðapantanir f sima 50184
allan sólarhringinn.
11* LEIKFÉLAG
VU HAFNARFJARÐAR
Eitt blab fyrir alla!
pltrgumlíIWiili
- kjarni máisins!
FÓLK í FRÉTTUM
Morgnnblaðið/Einar Falur Ingólfsson
I KAFFISAMSÆTI Islendingafélagsins heilsaði Vigdis forseti upp á tónlistarkonurnar Sigríði Jónsdótt-
ur, Margréti Hjaltested og Nínu Margréti Grímsdóttur. Með þeim er Edda Magnússon formaður félagsins.
Forsetinn viðstödd lýð-
veldisfagnað Islendinga
HÁTÍÐARSTEMMNING ríkti
meðal íslendinga búsettra í New
York og nágrenni fyrir skömmu
er haldið var upp á 50 ára lýðveld-
isafmælið. Forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, heiðraði gesti með
nærveru sinni, en hún var einnig
heiðursgestur við opnun sýningar
sex íslenskra listakvenna í SoHo,
og í móttöku sem haldin var við
sérstaka sýningu á málverkum
Louisu Matthíasdóttur.
íslendingafélagið í New York
hélt upp á lýðveldisafmælið með
vel sóttu kaffisamsæti á Waldorf
Astoria hóteli og komust færri að
en vildu. Formaður félagsins,
Edda Magnússon, bauð gesti vel-
komna og þá sérstaklega heiðurs-
gestina, forseta íslands og ræðis-
menn allra Norðurlanda. Vigdís
heilsaði síðan upp á viðstadda sem
margir voru langt að komnir til
að hitta forsetann og aðra íslend-
inga.
Síðar sama dag var opnuð í virtu
listhúsi í SoHo samsýningin „Vis-
ions“, með verkum Guðrúnar
Hrannar Ragnarsdóttur, Huldu
Hákon, Ingu Þóreyjar Jóhanns-
dóttur, Ráðhildar Ingadóttur, Sól-
veigar Aðalsteinsdóttur og Svövu
Björnsdóttur. Að sýningunni
standa, auk gallerísins, Siguijón
Sighvatsson og The American-
Scandinavian Foundation. Krist-
ján T. Ragnarsson læknir flutti
ávarp og Halldór B. Runólfsson
erindi um verkin og listakonumar.
Salendar O’Reilly galleríið og
The American Scandinavian Fo-
undation buðu forsetanum síðan á
mánudeginum til sýningar á verk-
um Louisu Matthíasdóttur, en hún
var sérstaklega sett upp vegna
þessa tilefnis og voru þar sýnd
verk frá síðustu árum. Listakonan
var viðstödd ásamt fjölskyldu sinni
og öðrum gestum og velunnurum.
VIÐ OPNUN sýningar myndlistarkvennanna sex ræddi forsetinn
við Kristin Jón Guðmundsson, með þeim á myndinni er Kornelius
Sigmundsson, ræðismaður í New York.
í MÓTTÖKU í Salander O’Reilly galleríinu þar sem sýnd voru
málverk eftir Louisu Matthíasdóttur. Vigdís er hér með listakon-
unni, Temmu dóttur hennar, tengdasyninum Ingimundi Kjarval
og dætrum þeirra; Nínu Sóley, Meikorku, Úllu og Völu.
HALLDÓR Björn Runólfsson flytur erindi á opnun „Visions", sam-
sýningar sex íslenskra listakvenna í SoHo. Þijár þeirra eru vinstra
megin við Halldór; Sólveig Aðalsteinsdóttir, Ráðhildur Ingadóttir
og Inga Þórey Jóhannsdóttir. Myndverkið er eftir Guðrúnu Hrönn
Ragnarsdóttur.
Nýr Rotary-klúbbur karla og kvenna
► NÝR Rotary-klúbbur, Reykja-
vík-miðborg, hefur nýverið tekið
til starfa. Rotary-klúbburinn er sá
fyrsti hér á landi sem er skipaður
bæði konum og körlum. Fundir
klúbbsins verða haldnir á Hótel
Borg i hádeginu á mánudögum
og eru stofnfélagar þrjátíu og
fimm talsins. I sljórn Rotary-
klúbbsins, eru frá vinstri: Birgir
Ómar Haraldsson varaforseti,
Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri,
Brynjólfur Helgason ritari, Sól-
veig Pétursdóttir forseti og Garð-
ar Siggeirsson stallari.