Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Verðbólga í
nokkrum ríkjum
Hækkun neysluverðsvísitölu
frá ágúst 1993 til ágúst 1994
Rlkl 0 2 4
10%
0 2 4 0 10%
•Bráðabirgðalölur Helmlld: Eurostat.
0,1% lækkun vísitölu
Verðbólga
minnst hér
VÍSITALA framfærslukostnaðar
miðað við verðlag nú í októberbyijun
reyndist samkvæmt reikningi kaup-
lagsnefndar vera 170,8 stig, og
lækkaði vísitalan um 0,1% frá sept-
ember. Vísitala vöru og þjónustu í
október reyndist vera 174,7 stig og
lækkaði um 0,2% frá september.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands var verðbólga hér á
landi 0,8% á tímabilinu frá ágúst
1993 til ágúst 1994, og mældist verð-
bólga hvergi lægri á Evrópska efna-
hagssvæðinu.
I fréttatilkynningu frá Hagstof-
unni kemur fram að dilkakjöt nýtt
eða frosið hækkaði um 8,4% og olli
það 0,09% vísitöluhækkun. Verð á
bensíni lækkaði um 2,9% sem hafði
í för með sér 0,12% lækkun vísitölu
framfærslukostnaðar. Orlofsferðir
erlendis lækkuðu um 2,4% og olli það
0,07% lækkun vísitölunnar.
Lægsta verðbólg'a innan EES
Á tímabilinu frá ágúst 1993 til
ágúst 1994 reyndist verðbólgan á
íslandi vera 0,8% og mældist hvergi
lægri verðbólga á Evrópska efna-
hagssvæðinu á sama tímabili. Verð-
bólgan í ríkjum Evrópusambandsins
var 3,1% að meðaltali, 1,7% í Frakk-
landi, 2,0% í Lúxemborg, 2,2% í
Danmörku og 2,4% í Bretlandi.
Málamiðlun við stjórnarkjör á aðalfundi SSH
Signrður Geirdal næsti
formaður samtakanna
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins
hafa ekki lengur hreinan meirihluta
í stjóm Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu en eiga eftir sem
áður helming stjómarmanna að
afloknum aðalfundi SSH sem haldinn
var á laugardaginn. Samkomulag
náðist við stjómarkjör á fundinum
um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
fengju sex fulltrúa í tólf manna stjórn
samtakanna gegn því að láta eftir
formennsku í samtökunum og náðist
málamiðlun um að Sigurður Geirdal,
fulltrúi Framsóknarflokks og bæjar-
stjóri Kópavogs, yrði næsti formaður
SSH.
Fyrsta skipti í 19 ár
Að sögn Áma Þórs Sigurðssonar,
borgarfulltrúa í Reykjavík, mun Sig-
urður Geirdal væntanlega taka form-
lega við formennskunni á næsta
stjómarfundi samtakanna. Er þetta
Sjálf stæðismenn
fengu 6 fulltrúa
af 12 í stjórn
í fyrsta skipti í 19 ára sögu SSH sem
formaður samtakanna kemur ekki
úr röðum sjálfstæðismanna en
Sveinn Andri Sveinsson, fyrrv. borg-
arfulltrúi, var formaður SSH síðast-
liðin fjögur ár.
Níu sveitarfélög mynda samtök
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
og eru kjörnir fulltrúar alls 73, þar
af á Sjálfstæðisflokkurinn 32 fulltrúa
en meirihluti annarra flokka er þó
mjög tæpur, þar sem nokkrir fulltrú-
ar úr minnstu sveitarfélögunum voru
kjömir af listum óháðra í kosningun-
um sl. vor. Á aðalfundinum vom
eftirtaidir Ig'örnir aðalmenn í stjóm
SSH: Hilmar Guðlaugsson og Stein-
unn V. Óskarsdóttir úr Reykjavík,
Arnór Pálsson og Sigurður Geirdal,
Kópavogi, Valgerður Sigurðardóttir
og Ámi Hjörleifsson, Hafnarfírði,
Laufey Jóhannsdóttir, Garðabæ, Jón-
as Sigurðsson úr Mosfellsbæ, Erna
Nielsen, Seltjarnarnesi, Sigtryggur
Jónsson, Bessastaðahreppi, Kolbrún
Jónsdóttir, Kjalamesi, og Kristján
Finnsson, Kjósarhreppi.
Komið í veg fyrir klofning
Einn viðmælenda Morgunblaðsins
sagði að mæting á aðalfundinn hefði
verið sú mesta í sögu samtakanna og
að talsverð spenna hefði ríkt fyrir
kosningamar. Með samkomulaginu
sem gert var hefði tekist að koma í
veg fyrir kosningar um formann sam-
takanna í stjóm SSH, sem hefði getað
haft þær afleiðingar að einstök sveitar-
félög drægju sig út úr samstarfinu og
að samtökin hefðu klofnað.
Bjartsýni Sophiu
styttir biðina
Istanbul. Morgunblaðið.
SOPHIA Hansen tók á móti íslenska landsliðshópnum
í knattspyrnu þegar hann kom til Istanbul í fyrri-
nótt. Hún brosti breitt, var kát og hress og þakklát
fyrir söfnunina hennar vegna á Islandi fyrir helgi.
Að þessu sinni hefur Sophia verið í Tyrklandi síðan
21. júní sl., en til stóð að taka forræðismálið fyrir
þjá undirrétti í Istanbul 25. sama mánaðar. Ekkert
varð af því eins og kunnugt er og þó úrskurðað
hafi verið að hún mætti hafa dæturnar hjá sér um
hverja helgi, frá klukkan fimm á föstudegi til klukk-
an fimm á sunnudegi, hefur faðirinn Halim A1 virt
úrskurðinn að vettugi og komist upp með það. „Innst
inni veit ég að hann lætur mig ekki fá dætur mínar
um helgar, en samt undirbý ég komu þeirra um
hverja helgi; tek til, gæti þess að nóg sé til í ísskápn-
um og hef allt eins og þær séu að koma.“
Hún segir að biðin hafi verið erfið. Hún hafi brotn-
að andlega og líkamlega í fyrra, en nám í tyrknesku
í sumar hafi breytt öllu. „Það hélt mér gangandi
síðustu tvo mánuði,“ sagði hún og áréttaði að aðgerð-
arleysið hefði verið yfirþyrmandi. „Eg var í skólanum
frá klukkan níu til eitt á hveijum degi og gerði síð-
an varla nokkuð annað en að læra. En nú stend ég
líka mun betur að vígi með betri tök á málinu og
ég hefði viljað halda áfram, en tyrkneski lögfræðing-
urinn minn segir að þeir geti ekki frestað málinu
endalaust og því hljóti eitthvað að fara að gerast.
Þegar það gerist get ég ekki verið bundin við eitt-
hvað annað.“
Mánaðarleigan 70 þúsund
Mikil verðbólga er í Tyrklandi og verðlagið óskilj-
anlegt, sumt nánast gefið, en svimandi háar upphæð-
ir þarf að greiða fyrir annað. Sophia býr ein í blokk-
aríbúð í góðu hverfi að hennar sögn og því þarf hún
að borga um 70 þúsund krónur í leigu á mánuði.
Hún segir að öryggið skipti öllu, en hefur samt vað-
ið fyrir neðan sig og geymir til dæmis engin gögn
varðandi forræðismálið heima hjá sér. „Eg þori ekki
að hafa neitt hérna ef brotist yrði inn hjá mér.“
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
SOPHIA Hansen í Tyrklandi í gær með einkunna-
bókina eftir tyrkneskunámið.
Á meðan við sötrum Neskaffi og gæðum okkur á
gómsætri köku hringir síminn nær látlaust. Hún svar-
ar ekki fyrr en sá sem hringir hveiju sinni hefur
talað inn á símsvara. Þegar hún tók á móti landslið-
inu var vinur hennar með henni, Iífvörður hennar,
og meðan á heimsókninni stóð hringdi hann til að
athuga hvort allt væri í lagi. „Hjálp hans hefur verið
mér ómetanleg. Hann keyrði mig alltaf í skólann og
sótti mig og er mikið hjá mér á kvöldin. Ég veit aldrei
á hveiju ég á von og því er mikill styrkur að hon-
um.“ Auk þess segist hún eiga nokkra góða vini hérna,
sem auðveldi henni biðina. Hver dagur er öðrum lík-
ur, „en fóstudagar fara í taugarnar á mér af fyrr-
nefndum ástæðum. En skólinn breytti ótrúlega miklu,
ég er miklu hressari og er með unnið mál.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra í umræðum sem fram fóru á Alþingi
Stjórnarslit eru
ekki á döfinni
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
lýsti því yfír á Alþingi í gær, að
ekki stæði til að ríkisstjómin færi frá
eða boðað yrði til kosninga fyrr en
í haust. Stjórnarsamstarfið væri
traust þrátt. fyrir ágreining þeirra
utanríkisráðherra í Evrópumálum.
Fulltrúar stjómarandstöðunnar
kröfðust hins vegar áfsagnar ríkis-
stjórnarinnar, m.a. í ljósi þess að
trúnaðarbrestur virtist vera milli
oddvita stjómarflokkanna, vafasamt
væri að félagsmálaráðherra nyti
trausts samráðherra sinna og að
Jóhanna Sigurðardóttir hefði sagt
af sér ráðherraembætti og sagt sig
úr Alþýðuflokknum.
Jóhanna sagði hins vegar í umræð-
unni að það væri mun meiri ástæða
til að krefjast afsagnar ríkisstjómar-
innar og kosninga sem fyrst, að í
fjárlagafrumvarpinu eða öðrum mál-
um stjómarinnar kæmi ekki fram
fyrirætlun um að breyta skiptingu
þjóðarkökunnar þannig að þeir sern
minnst hafa borið úr býtum fái meira
í sinn hlut.
Könnun á vantrausti
Fram fór á Alþingi í gær utandag-
skrárumræða um stöðu og stefnu rík-
isstjómarinnar að ósk stjómarand-
stöðunnar. Var yfirlýst að umræðan
væri til þess ætluð að kanna hver
staða stjómarflokkanna væri og meta
í framhaldinu hvort leggja eigi fram
vantrauststillögu á ríkisstjómina.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokks, hóf umræðuna
og sagði nauðsynlegt að oddvitar rík-
isstjórnarinnar gerðu grein fyrir sín-
um innri málum þar sem í hönd
færu mikilvægir samningar við Evr-
ópusambandið og viðræður við Norð-
menn og Rússa um veiðar í Barents-
hafi. Halidór spurði hvort forsætis-
ráðherrann ætlaði að sitja áfram þar
sem hann hefði ekki lengur traust á
sínum eigin ráðherrum.
Davíð Oddsson sagði að ekki stæði
til að ríkisstjórnin færi frá eða að
boða til kosninga fyrr en í vor. Dav-
íð sagðist hafa átt mjög gott sam-
starf við utanríkisráðherra þótt þá
greindi á um ýmislegt. Og einstök
ummæli í ræðum eða viðtölum segðu
ekki til um hvort nægilegur trúnaður
væri milli manna heldur þau verk
sem þeir skiluðu.
„Ég leyfi mér að fullyrða að árang-
ur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um sé sá besti og mesti sem nokkur
ríkisstjórn hafi náð við jafn erfiðar
aðstæður. Sú ríkisstjórn sem nær
slíkum árangri hlýtur að hafa and-
rúmsloft vinnufriðar innan sinna
raða,“ sagði Davíð.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra sagðist telja að flestum
bæri saman um að staða ríkisstjórn-
arinnar væri sterk. Á fyrri efna-
hagssamdráttarskeiðum hefði venju-
lega allt farið úr böndunum á íslandi
en nú væri ríkjandi festa og stöðug-
leiki og leitun væri á að ríkisstjórn
hefði skilað af sér jafn vel.
Ráðist á
konu í
Breiðholti
RÁÐIST var á konu á heimili
hennar í Breiðholti aðfaranótt
sunnudags.
Samkvæmt upplýsingum
frá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins segist konunni svo frá að
hún hafi verið slegin í höfuðið
og við það misst meðvitund.
Þegar hún kom til sjálfrar sín
var árásarmaðurinn á bak og
burt en hún með áverka. Þá
var búið að rífa hana úr fötun-
um að einhvetju leyti. Konan
var flutt á móttöku Borgar-
spítalans fyrir fórnarlömb
nauðgana en að sögn RLR er
það sjálfsagt í tilviki sem
þessu.
Lömb særð
eftir haglaskot
Eyja- og Miklaholtshreppi. Morgunblaðið.
ÞEGAR kindur sem geymdar
hafa verið á túninu í Gröf um
nokkum tíma voru sóttar
þangað, því að nú átti að farga
þeim í sláturhúsi í Borgar-
nesi, kom í ljós, að tvö lömb
voru særð eftir haglaskot,
annað sært á munni og and-
liti, en hitt á bijósti og fótum.
Bæði lömbin þurfti að aflífa.
Undanfarið hefur nokkuð
verið um það að gæsir væru
þar í túni. Byssuglaðar gæsa-
skyttur hafa örugglega verið
heldur skotbráðar og mann-
dóm hefur skort, því að ekki
hefur verið veitt leyfí til þess
að mega skjóta þar fugla.
Sendiráðs-
bygging leyfð
SKIPULAGSNEFND sam-
þykkti í gær að sendiráð verði
reist á lóðinni að Laufásvegi
31, þar sem Bretar og Þjóð-
verjar vilja reisa sameiginlega
sendiráðsbyggingu.
Að sögn Guðrúnar Ágústs-
dóttur, formanns skipulags-
nefndar, vom nefndarmenn
sammála um að fyrirhuguð
bygging mætti falla betur að
umhverfinu. Ákveðið var að
fela fulltrúum skipulags-
nefndar, bygginganefndar og
borgarskipulags að komast að
sameiginlegri niðurstöðu þar
að lútandi í viðræðum við
verktaka.
Dóttur vikið
úr starfi
HELGI V. Jónsson, hrj., veij-
andi Björns Önundarsonar,
fyrrum tryggingayfirlæknis,
gagnrýndi ríkisskattstjóra
harðlega við málflutning
vegna meintra skattsvika
læknisins í Héraðsdómi í gær
og sagði m.a. að dóttur Björns
hefði verið sagt upp starfi lög-
fræðings við embætti ríkis-
skattstjóra vegna rannsóknar
á máli föður hennar.
Dóttir Björns hafi ráðið sig
til starfa í virðisaukaskatts-
deild Ríkisskattstjóra en henni
hafi verið vikið úr starfi eftir
tveggja daga starfstíma
vegna þess að meint brot föð-
ur hennar á lögum um tekju-
og eignarskatt hafi þá verið
til meðferðar hjá embættinu.
■ Nutu ekki jafnræðis/6