Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Leik- mannaskóli kirkjunnar LEIKMANNASKÓLI kirkj- unnar starfar í Glerárkirkju í vetur, um er að ræða átta sjálfstæð námskeið, kennt verður fjóra laugardaga fyrir jól og fjóra eftir áramót. Leik- mannaskólinn er samstarfs- verkefni Fræðsludeildar kirkj- unnar og guðfræðideildar Háskóla íslands en þar gefst almenningi kostur á að kynn- ast ýmsum sviðum guðfræð- innar. Eftirfarandi námskeið eru í boði: Trúfræði, sem dr. Ein- ar Sigurbjömsson kennir, Sið- fræði, kennari dr. Björn Björnsson, Helgisiðir og tákn- mál kirkjunnar, sem sr. Karl Sigurbjörnsson kennir, þjón- usta leikmanns í kirkjunni, sem Halla Jónsdóttir kennir, Inngangsfræði Gamla testa- mentisins, kennari Gunnar J. Gunnarsson, Kirkjusaga, kennari dr. Hjalti Hugason, Sálgæsla, kennari sr. Sigfinn- ur Þorleifsson, og Inngangs- fræði Nýja testamentisins, kennari Gunnar J. Gunnars- son. Námskeiðsgjald er 4.000 krónur fyrir heilan vetur og felur það í sér fræðslu, efnis- kostnað, hádegisverð og kaffihressingu í Glerárkirkju. Einnig er hægt að taka hluta námskeiðanna, einn laugar- dag eða fleiri, og kostar þá hvert skipti 1.000 krónur. Upplýsingar og innritun eru hjá Fræðsludeild kirkjunnar á Biskupsstofu eða í Glerár- kirkju. Kyrrðar- stund KYRRÐARSTUND verður í Glerárkirkju miðvikudaginn 12. október frá kl 12 til 13. Orgelleikur, helgistund, altar- issakramenti og fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimili á eftir. Sveitarstjórnarmenn sækja yfirgripsmikið fræðslunámskeið Gott fyrir nýliða á vett- vangi sveitarstjórna S VEITARSTJ ÓRNARMENN af Eyjafjarðarsvæðinu sóttu námskeið sem fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf hf. efnir til en fyrirtækið hefur sam- ið við Samband íslenskra sveitarfé- laga um fræðslumál fyrir sveitar- stjórnarmenn. Áætlað er að halda alls 15 námskeið víðs vegar að um landið á næstu tveimur mánuðum en frá Akureyri lá leiðin til Húsavík- ur þar sem þingeyskir sveitarstjóm- armenn sækja þetta námskeið. Tveir fyrrverandi sveitarstjórar á Fáskrúðsfirði reka fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf, þeir Jón Gauti Jónsson og Þröstur Sigurðsson, og hafa gert síðustu 5 ár. Þeir hafa nær eingöngu starfað að margvís- legum ráðgjafaverkefnum fyrir sveitarfélög. Góð blanda „Þetta er mjög skemmtilegur hópur, blanda af reyndum sveitar- stjórnarmönnum og nýliðum þannig áð stemmningin er góð. Þá var þátttaka líka einstök, eða 100%, allir sem skráðu sig mættu, sam- tals 28 manns,“ sagði Jón Gauti en hann sagði hina reyndari á sviði sveitarstjórnarmála gefa námskeið- Guðný Þórarinn B. Sverrisdóttir Jónsson unum mikið gildi og margar dæmi- sögur væru sagðar. „Þetta nám- skeið víkkar sjóndeildarhring þeirra sem reyndari eru og hinir nýrri komast meira inn á svið sveitar- stjórnarmálanna þar sem miklar breytingar eru í gangi um þessar mundir." Námskeiðið skiptist upp í fjóra meginþætti, umhverfi sveitarstjóm- armála, stjórnskipulag, verkefni sveitarstjóma og íjármál. Hvað fyrsta þáttinn varðar er gerð grein fyrir samstarfi sveitarfélaga og lýst helstu forsendum fyrir samstarfi við ríkisvaldið og einstakar stofnanir. í kafla um stjórnskipulag er dregin upp mynd af stjórnsýslu sveitarfélaga, gerð grein fyrir und- irbúningi og framkvæmd kosninga og starfsháttum sveitarstjórna, nefnda og ráða. í kafla um verk- efni er farið yfir forsendur fyrir. sameiginlegum tekjum og heístu málaflokkum á verkefnasviði sveit- arstjórna lýst en sérstök grein er gerð fyrir þeim þremur málafiokk- um sem hátt ber, félagsþjónustu, fræðslumálum og atvinnumálum. Síðasti hluti námskeiðsins fjallar um íjármál og er þar almennt farið yfir fjármál sveitarfélaga og fjár- málastjórn. Gagnlegt „Þetta var býsna gagnlegt og ég hafði gaman af,“ sagði Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtu- bakkahreppi. „Það er ekki spurning að þetta námskeið er einkum og sér í lagi afar gagnlegt fyrir þá sem eru að hefja þátttöku í sveitar- stjórnarmálum, það ætti í raun að vera skylda að fyrir fólk sem er að byija að starfa á þessum vettvangi að sækja námskeið af þessu tagi. Það er farið yfir alla hluti sem varða sveitarstjórnarmál og þarna fær fólk þá beint í æð á einu bretti, hluti sem oft eru annars að síast smám saman inn í áranna rás. Fyr- ir okkur, þessa gömlu rebba, er gagnlegt að staldra aðeins við og riíja upp,“ sagði Guðný. „Þetta var mjög fræðandi nám- skeið, sérstaklega gott fyrir nýliða á þessum vettvangi eins og ég er,“ sagði Þórarinn B. Jónsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar að loknu námskeiðinu. „Ég fór á þetta námskeið af fullri einlægni til að læra og mér þótti þetta afar fræðandi og skemmti- legt. Það var meðal annars komið inn á ábyrgð bæjarfulltrúa á þessu námskeiði, þeir verða að fylgjast vel með og í raun er ekkert sem þeim er óviðkomandi. Það má því segja að þetta hafi skerpt skilning- inn á því hvert hlutverk manns er í bæjarstjórninni." Morgunblaðið/Rúnar Þór TVEIR fyrrverandi sveitarstjórar á Fáskrúðsfirði sem nú eiga fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf sjá um námskeið fyrir sveitar- sljórnarmenn sem lialdin verða víða um land, en fyrir helgi voru eyfirskir sveitarstjórnarmenn á slíku námskeiði. Sendum einnig miða hve á land sem er! HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR 1. VINNINGUR sssst Pajero Super Wagon jeppi, sjálfskiptur, V.6. árg. 1995 A MITSUBISHI MOTORS HJARTAVERND ÚRVALÚTSÝN Morgunblaðið/Rúnar Þór Hugsa um spægipyls- una eins og barn í vöggu ÓSKAR Erlendsson kjötiðnaðar- maður hjá Kjötiðnaðarstöð KEA varð í öðru sæti í alþjóðlegri meistarakeppni í kjötiðn sem hald- in var í Herning í Danmörku ný- lega, að keppni lokinni voru þeir tveir efstir og jafnir að stigum, hann og Dani nokkur sem Óskar laut síðan í lægra haldi fyrir eftir nánari yfirlegu dómara. Óskar hlýtur nafnmótina landsmeistari í kjötiðn eftir þessa keppni. Hann sagði íslenska liðið hafa staðið sig afar vel í keppninni, en alls var sendur 41 réttur frá ís- landi og hlutu þeir 35 verðlaun, 8 gull, 17 silfur og 10 brons. Óskar hefur tvívegis tekið þátt í þessari keppni og gekk hinum einnig ágætlega í fyrra sinnið. „Eg renndi þá blint í sjóinn, en sendi m.a. pylsu, Pedersensalami og fékk gull fyrir. Ég nefndi þessa pylsu eftir dönskum svínahirði sem bjó hér á Akureyri en þarna úti í keppninni voru menn að tala um þessa pylsu og allir þekktu Pedersen - ýmist sem kaupmann- inn á horninu eða einhvern ann- an,“ sagði Óskar. Spægipylsa hans fékk gullverð- laun í nýafstaðinni keppni. „Það kom mér ekki á óvart," sagði Ósk- ar og bætti við að sú íslenska gæfi rómaðri danskri spægipylsu ekkert eftir. „Það er mikil þekk- ing til staðar á þessu sviði hér og við erum með á Akureyri besta spægipylsuskáp á landinu, full- kominn að allri gerð og smíðaður hér í bænum. Það þarf að hugsa um spægipylsuna eins og barn í vöggu til hún verði eins og best verður á kosið,“ sagði Óskar. Þá má nefna að Öskar fékk gullverðlaun fyrir lundabringur og silfur fyrir lundasultu, lax og graflax í villibráðarflokki og þá fékk hann silfurverðlaun fyrir hangilægi og hangiframpart. „Upphaflega átti þetta að vera vetrarstarf, ég fékk vinnu hér einn vetur meðan ég var að bíða eftir að komast að hjá Prentverki Odds Björnssonar en þar ætlaði ég að læra að verða setjari. Nú eru liðin 25 ár og mér finnst enn jafngaman í vinnunni og hér ætla ég að vera áfram meðan ég verð ekki rekinn," sagði hann. Geisladrif llljóilkorí frá kr. 17.900,- *BGÐEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 ---------— ___________/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.