Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 21

Morgunblaðið - 11.10.1994, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 21 Sonur Thatcher talinn hafa notið góðs af stöðu móður sinnar Sagður hafa auðgast á vopna- sölusamningi Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. VERKAMANNAFLOKKURINN í Bretlandi krafðist í gær rannsóknar vegna ásakana um að Mark Thatcher, einkasonur Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði auðgast á vopnasölusamningi sem móðir hans undirritaði. Sunday Times hélt því fram um helgina að Mark Thatcher, sem er 41 árs, hefði fengið 12 milljónir punda, rúma 1,2 milljarða króna, fyrir milligöngu um 20 milljarða punda vopnasölusamning við Saudi- Arabíu árið 1984. Bresk dagblöð segja þetta stærsta, vopnasölusamn- ing sem Bretar hafa gert. Mark Thatcher, sem býr nú í Dallas í Texas, varð vellauðugur á síðasta áratug þegar hann hóf milli- göngu um leynilega viðskiptasamn- inga. í viðtali við bandaríska dag- blaðið Today kvaðst hann aldrei hafa komið nálægt vopnasölu. Robin Cook, talsmaður Verka- mannaflokksins í iðnaðar- og við- skiptamálum, kvað nausynlegt að óháðri stofnun yrði falið að rannsaka þetta mál. Hann sagði að Margaret Thatcher væri nú „vænd um að leyfa syni sínum að notfæra sér stöðu hennar til að maka krókinn með mestu ívilnun sem sögur fara af.“ Sunday Times byggir ásökun sína á útdrætti úr samtölum milli vopna- sala og samningamanna konungs- fjölskyldunnar í Saudi-Arabíu. Ut- drátturinn er sagður koma frá leyni- þjónustu Saudi-Arabíu. Margaret Thatcher gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hún kvaðst „full- viss um að rétt hefði verið staðið að samningnum milli Saudi-Arabíu og Bretlands". Hún kvaðst stolt af samningnum, sagði hann afrakstur mikillar vinnu ráðherra og embættis- manna og hafa skapað þúsundir starfa og útflutningstekjur upp á milljarða punda. Áfall fyrir íhaldsmenn Þetta mál er mikið áfall fyrir íhaldsflokkinn og kemur á slæmum tíma þar sem hann er nú að undirbúa árlegt landsþing sitt síðar í vikunni. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í The Daily Telegraph í gær, telja 61% Breta að íhaldsflokkurinn sé „mjog illa þokkaður“, en aðeins 18% töldu þessa lýsingu eiga við Verka- mannaflokkinn. „I augum kjósenda er stjórnin flekkuð siðferðilega. Það verður ekki auðvelt fyrir íhaldsmenn að afmá þennan flekk,“ sagði í forystugrein The Daily Telegraph, sem þykir hallt undir íhaldsflokkinn. Samkvæmt sömu könnun er fylgi Verkamannaflokksins 54% og íhaldsflokksins 25,5%. Erfitt verður fyrir John Major for- sætisráðherra að snúa vörn í sókn á flokksþinginu í Bournemouth. íhalds- menn yst til hægri telja að vandræði flokksins megi rekja til skattahækk- anna undanfarinna tveggja ára og eina lausnin sé að lækka tekjuskatt- inn, svo og að taka upp harðari af- stöðu gegn auknum samruna Evr- ópusambandsríkjanna. Fréttaský- rendur segja hins vegar að flokkurinn myndi ekki eiga neina möguleika á sigri í næstu þingkosningum ef hann tæki upp harðari hægristefnu á sama tíma og Verkamannaflokkurinn er farinn að höfða til miðjunnar. Stolten- berg lofað ábyrgðar- stöðu NORSKA dagblaðið Verdens Gang fullyrti í gær að Thorvald Stolten- berg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og samningamaður Samein- uðu þjóðanna í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu, myndi fara með sjávar- útvegs- eða orkumál innan Evrópu- sambandsins (ESB), samþykktu Norðmenn inngöngu í sambandið. Hefur blaðið þetta eftir áreiðán- legum heimildum í Lúxemborg en Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, átti í gær fund með Jaques Santer, verðandi for- seta framkvæmdastjórnar ESB og forsætisráðherra Lúxemborgar. „Stoltenberg mun fá mikilvægt og þýðingarmikið verkefni í hinni nýju framkvæmdastjórn, sem varðar orkumál, sjávarútveg eða umhverf- ismál," sagði Stanter við blaðamann VG og bætti því við að þetta væru þau mál sem Norðmenn sæktust helst eftir. Utlar líkur eru sagðar á því að Norðmenn fái umhverfísmálin en þeir munu hafa mestan áhuga á sjávarútvegsmálum. Er VG bar und- ir Brundtland ummæli Santers, varð hún hvumsa við, en sagðist fagna þeim. Er hún var spurð hvort Stolt- enberg myndi fara með sjávar- útvegsmál, sagði hún: „Hvers vegna ekki?“ Reuter JAQUES Santer, forsætisráð- herra Lúxemborgar ásamt starfssystur sinni, Gro Harl- em Brundtland. Frófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík 28. og 29. október KATRÍN FJELDSTED hefur opnað kosningaskrifstofu í Ingólfsstræti 5. Símar 22360, 22366 og 22144. Allir stuðningsmenn velkomnir. 0 Opið virka daga frá kl. 16-21 i og um helgar frá kl. 13-18. Reuter Varað við plágu PLÁGAN á Ind- landi virðist vera í rénun en viðbún- aður er samt víða mikill. Þessi ellefu ára gamli dreng- ur, Abdulkader Hadrawala, í Bombay hefur það starf að vara fólk við vágestinum og hvetja til nauðsyn- legra varúðarráð- stafana en ekki er enn vitað til að sjúkdómurinn hafi komið upp i borginni. Opin- berlega hefur að- eins verið skýrt frá láti 50 manna vegna plágunnar. Hægriöfga- menn sigra í Belgíu Brussel. Reuter. HÆGRIÖFGAMENN unnu mjög á í borgarstjórnarkosningum í belgísku hafnarborginni Antwer- pen um helgina. Er Flæminingja- blokkinn sem andvíg er innflytj- endum, nú orðinn stærsti fiokkur- inn í borgarráðinu en hann tvöfald- aði fylgi sitt í kosningunum. 55 sæti eru í borgarráðinu og hefur flæmingjablokkin nú 18 sæti. „Þetta voru skammarlegar kosn- ingar,“ sagði Bob Cools, borgar- stjóri Antwerpen úr flokki sósíal- ista. Talið er að andstæðingar hægriöfgamannanna muni mynda meirihluta til að útiloka þá frá stjórn. Þá unnu kynþáttahatarar á í höfuðborginni Brussel. Blaðið Di- manche Matin sem hafði spáð hægrisveiflu, segir hana þó ekki merki um það að Belgar hneigist í vaxandi mæli að fasisma, heldur lýsi fólk óánægju sinni með þessu. Smábrauöin frá Hatting Þal er munur... ...á nýbökuðuni og upphítuöum Þegar þú setur hálfbökuðu Hatting smábrauðin í ofninn færðu þau nýbökuð út en ekki bara upphituð - í því liggur stór munur sem vert er að prófa. Fín og gróf smábrauð og bóndabrauð Katrímt í fremstu röð! HHt NÚ AUaÝSNGASTOFA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.