Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
PRO Arte-kórínn frá Danmörku.
Fyrstu Háskólatónleikar vetrarins
FYRSTU Háskólatónleikar vetrarins
verða í Norræna húsinu nk. miðviku-
dag, 12. október, kl. 12.30 og eru
iiður í Dönskum haustdögum 8.-16.
október. Á þessum tónleikum flytur
danski kórinn Pro Arte söngva eftir
danska tónskáldið Carl Nielsen
(1865-1931) undir stjóm Ole Isaksen
sem er menntaður í kórstjóm við tón-
listardeild Árósaháskóla.
Kórinn samanstendur af 10 söngv-
urum og stunda nokkrir þeirra nám
við tónlistarskólana í Kaupmanna-
höfn, Árósum, Álaborg og Esbjerg.
Kórinn var stofnaður 1992 og hefur
á þessum tveimur árum skapað sér
sess í dönsku tónlistarlífi.
Á Háskólatónleikunum verða ein-
göngu flutt verk eftir Carl Nielsen,
en kórinn var stofnaður í þeim til-
gangi að leggja rækt við danska
sönghefð frá rómantíkinni til vorra
daga.
Carl Nielsen fæddist á Pjóni og
var kominn af alþýðufólki. Faðir
hans var málari og fjölskyldan var
ekki velefnuð. Faðir hans var ágætur
fiðluleikari og lék við brúðkaup og
önnur tækifæri. Carl Nielsen ólst upp
í danskri alþýðutónlistarhefð en
kynntist sígildri tónlist hjá frænda
sínum sem var organisti í Oðinsvéum.
Hann var ekki nema sex ára þegar
hann fór að fikta við fiðluna og spila
eftir eyranu við söng móður sinnar.
Átján ára gamall komst hann inn í
Konunglega danska tónlistarskólann
í Kaupmannahöfn með því að fara á
fund tónskáldsins Niels W. Gade,
sem var rektor skólans, og sýna hon-
um kvartett sem hann hafði samið.
Hann stundaði nám við tónlistarskól-
ann í 3-4 ár. Síðan varð hann sjálfur
rektor Tónlistarakademíunnar. Eftir
1905 helgaði hann sig eingöngu tón-
smíðum. Verk Carl Nielsens er hægt
að setja í tvo flokka, annarsvegar
einföld tónverk af þjóðlegum toga
og hinsvegar flóknari verk í klass-
ískri hefð. Á tónleikunum verða flutt
verk af báðum gerðum.
„Danskir dagar“
MYNPLIST
Listhúsið Foid
MÁLVERK
ÁSGEIR SMÁRI
Opið frá 11-18 virka daga og 14-18
sunnudaga. Til 16. október. Aðgang-
ur ókeypis.
MÁLARINN Ásgeir Smári Einars-
son hefur þá sérstöðu í íslenzkri
myndlist að fjalla aðallega um borg-
arlífíð, enda þótt borgir hans séu
ekki staðbundnar. Þær gætu verið
hvar sem er á hnettinum, þar sem
iðandi mannlíf þróast og háleggjaðar
og barmfríðar stúlkur eiga sér
drauma, sem ungir halir leggja sig
fram við að uppfylla. Ásgeir hefur
verið búsettur í Danmörku undanfar-
in ár og líkað stórvel, eins og fram
kemur í viðtali. Hann verður helst
var við þau grónu gildi sem piýða
menningu þarlendra, sem þeir halda
fast utan um, þótt þeir hafí jafnframt
ómældan áhuga á nýjungum, eru
enda meðal hinna fremstu í heiminum
á ýmsum sviðum hátækni. Þetta
tvennt telst nátengt og jafnframt
frumskilyrði heilbrigðrar framþróun-
ar. Ætli þetta sé ekki einmitt sá
skóli, sem íslendingum sé hvað holl-
astur nú á tímum, því ungir velkjast
í nýjungum hér heima og þeim flest-
um tilbúnum og ímynduðum. Hið
nýja verður því ótrúlega fljótt gam-
alt og lúið án þess að endumýja sig.
Verra er þó að þeir
halda margir á vit enn
meiri nýjunga og enn
meiri blekkinga í út-
landinu, og komast
þannig aldrei í návígi
við þann upprunalega
mannlífsgróður sem
hefur dugað norrænum
kynstofni hvað best í
aldanna rás. Gervi-
menning og yfírborðs-
heimur er nú einmitt
það sem listamenn eiga
helst að forðast í heimi
hér, öllu frekar á að
vera metnaður þeirra að
opna augu fólks fyrir
sönnum lífsmögnum og
fegurðinni allt um kring. Danmerkur-
dvölin hefur þannig haft heillavænleg
áhrif á Ásgeir og opnað augu hans
fyrir ýmsu sem honum var gersam-
lega hulið, vegna þess að íslendingar
hafa glutrað fornum gildum niður
með ógnarhraða. Annað er að sá
landlægi trassaskapur í umgengni
við verðmæti sem hér tíðkast, mun
okkur í blóðið borinn og í sinnið of-
inn, og verður ekki kveðinn niður
nema með gagngerri hugarfarsbreyt-
ingu. Málverkið hefur eðlilega tekið
nokkrum breytingum hjá Ásgeiri,
þótt myndefnið sé keimlíkt, og þá
helst í þá veru að litimir eru safarík-
ari í sumum dúkanna og jafnframt
jarðtengdir innri lífæðum myndflat-
arins. Litimir eru þá að vísu ekki
eins glaðhlakkalegir og
heitir, en mettaðri og
dýpri í öllum blæbrigð-
um. Kemur þetta eink-
um fram í fjórum mynd-
um á sýningunni, „Dag-
ur rís“ (1), „Dagur
kveður“ (15), „Hrynj-
andi næturinnar“ (17)
og „Næturlíf“ (18). Ás-
geir er rómantíker í eðli
sínu og það birtist
glögglega í myndum
hans og jafnframt détt-
ur mér í hug, að hann
sé eins konar undanfari
þeirrar kynslóðar, sem
nú hefur óvænt komist
í sviðsljósið, og er mar-
tröð allrar skipulagðrar markaðssetn-
ingar. Að vísu á tónlistarsviðinu, og
markar nokkurs konar blöndu af
meðvituðu kæmleysi æskusljóleika
og hirðuleysi, og er uppstokkun á
allri mögulegri vinsældatónlist síð-
ustu áratuga, og nefnist rapp.
Kannski fráleit samlíking, en Ásgeir
hirðir lítt um almenn lögmál í lit- og
myndbyggingu og fer að hlutunum
með samblandi af meðvituðu kæru-
leysi, ábyrgðarlausri alvöru og elsku-
legri léttúð ... Og ætli það sé ekki
framtíðin, að ungir fari sínar eigin
leiðir og hristi af sér niðursuðuiðnað-
inn og hvers konar miðstýringu og
forsjárhyggju, sem gerir lífíð svo
kalt, staðlað og óaðlaðandi.
Bragi Ásgeirsson
Ásgeir Smári
Einarsson
Flugtak 1
TONLIST
1» j ó ð 1 c i k h ú s i ð
VALD ÖRLAGANNA
Verdi: Vald örlaganna/Gunnsteinn
Ólafsson. Laugardagur 8. október.
UM ofanskráða óperuuppfærslu
Þjóðleikhússins hefur þegar verið ritað
tvisvar á þessum vettvangi, og stafar
hjáverandi umfjöllun (nr. 3) af sama
tilefni og nr. 2, þ.e. vegna manna-
skipta; að þessu sinni á
stjórnpalli, er Gunn-
steinn Ólafsson kór- og
aðstoðarhljómsveitar-
stjóri tekur við af
Maurizio Barbacini. Auk
sýningarkvöldsins sem
hér um ræðir mun Gunn-
steinn stjórna tvö kvöld
í viðbót, eða þar til tón-
sprotinn flyzt í hönd Ric-
os Saccanis seinnipart
mánaðarins.
Lífíð virðist oft ósann-
gjarnt. Ef svo væri ekki,
væru melódramatísku
harmleikimir sem óper-
ur eru svo uppfullar af
- og er þar Vald örlag-
anna aðeins ein af mörg-
um - tilefnislausar. Það virðist í fljótu
bragði ósanngjamt, að ungur og enn
lítt reyndur hljómsveitarstjóri skuli
þurfa að grípa sprotann á lofti í miðri
óperusýningaröð, án þess að fá tæki-
færi til að renna í gegnum verkið í
heild í ró og næði rétt áður; þó ekki
væri nema einu sinni. Ekki sízt ef
haft er í huga, að ópera er eitt hvikul-
asta hverfandahvel sem höndlað verð-
•ur í lifandi tónlistarflutningi. Hvergi
em jafnmargir möguieikar á að eitt-
hvað fari úrskeiðis. Þó ku þetta
vægðarleysi tíðkast úti í hinum harða
heimi, þá ungum iiðþjálfum maestró-
anna er hleypt upp á dekk. Þeim er
gert að fljúga með litlum fyrirvara;
að duga eða drepast. Og svo var einn-
ig uppi á teningnum, er Gunnsteinn
Ólafsson átti sitt Þjóðleikhús-debút sl.
laugardagskvöld, þar var stokkið út á
grængolandi djúpið án flotbúnings.
Það væri aðeins til að kóróna áður-
taida ósanngimi að skjóta því inn, að
sá sem lét tilleiðast að reifa téð flug-
tak, nýtur ekki viðmiðunar af fyrri |
sýningum undir stjórn signors Barbac- |
inis, telst ekki i hópi Verdi-geggjara,
né heldur hafði hann heyrt La Forza I
áður í heild. En að öllu því meðgengnu
þykist hann bera jafngóð kennsl á
góðum flutningi eða slæmum og hver
annar sæmilega athugull
tónlistamnnandi.
Og niðurstaðan var
góð. Að minnsta kosti
var ekki að heyra neitt
fum á mannskapnum
umrætt laugardags-
kvöld, þótt splunkunýr
stýrimaður stæði í lyft- |
ingu. Að hljómsveitin
skyldi rása örlítið fram
úr „hergöngu“-kórnum,
eða að Alvaro (Kristján
Jóhannsson) skyldi eitt
andartak lenda úr hryn-
fasa við hljómsveitina,
er varla orð á gerandi.
Hljómsveit og söngur
náðu samt betra jafn-
vægi í heild en undirrit-
aður hefur heyrt á íslenzkum ópem-
uppfærslum — þó svo að þar hafi oft-
ast verið um frumsýningarkvöld að
ræða, en ekki hið fímmta eins og nú.
Sama gilti um hrynskerpu og styrk-
breytingar. Hljómsveitin hljómaði
samstilltari og liðugri á laugardaginn
var en það sem undirritaður þykist
hingað til hafa greint úr hérlendum
ópemgryfjum. Á köflum var jafnvel |
eins og Verdi gamli lifnaði loks við
fyrir vanþakklátum eymm þess er
þetta ritar. Það er afrek út af fyrir |
sig. Bravo, maestro! Og - að öðm 1
söngfólki ólöstuðu — bravissimo, Leo-
nora alias Elín Ósk Óskarsdóttir.
Ríkarður Örn Pálsson
Gunnsteinn
Ólafsson
Karlakór Reykjavíkur g
Vetrarstarfið hafið '
VETRARSTARF Karlakórs
Reykjavíkur er nú hafið. Stærsta
verkefnið á þessu starfsári verður
að undirbúa geisladisk með söng
kórsins sem gefinn verður út næsta
vor. Einsöngvarar með kórnum á
þessum geisladisk verða væntan-
lega Kristján Jóhannsson og Krist-
inn Sigmundsson og undirleikari
Jónas Ingimundarson.
Félagar í kórnum eru nú 70 að
tölu og hafa aldrei verið fleiri, þó
má alltaf bæta við röddum, sér-
staklega í 1. tenór og 2. bassa.
Vortónleikar kórsins verða í Lang-
holtskirkju í apríl á næsta ári. Á
þeim tónleikum verður sérstök
áhersla lögð á að flytja verk eftir
Sigurð Þórðarson tónskáld, stofn-
anda og söngstjóra kórsins í rúm
40 ár. Ýmislegt annað verður á
dagskrá hjá kórnum í vetur og
mun kórinn syngja fyrir fleiri en
borgarbúa á vetri komanda.
Karlakórinn er að byggja tón- ■
listarhús við Skógarhlíð í Reykja- *
vík sem tekur rúmlega 400 manns
í sæti og leitar nú að samstarfsað-
ila við byggingu og rekstur húss-
ins. Áætlað er að húsið verði fok-
helt að ári og fullbúið eftir 2-3 ár.
nýr maður - ný viðhorf - nýjar leiðir - ný öld
Stuðningsmenn hafa opnað
kosningaskrifstofu að Skeifunni 11
(í sömu byggingu og Þvottahúsið Fönn).
Opið dagiega
frá kl. 16 - 22.30 á virkum dögum
frá kl. 12 - 22.30 um helgar.
Símar. 811 066,811 067 og 811 076.
Allt sjálfstæðisfólk er velkomið.
Tryggjum Pétri 5. - 6. sæti á listanum.
Stuðningsmenn
r^dr7p<itur H. Blöndall
Macintosh námskeið
Mjög vandað og gott námskeið fyrir byijendur.
Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forrilum.
Með íylgir disklingur ineð deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti,
leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstætt verð!
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • sími 68 80 90
:mmmau
More tölvnr
4Mb minni, 210 Mb diskur, VESA Local Hus,
14" SVGA skjár, lyklaborð og mús
^BGÐEIND-
Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081