Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 28

Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 1 JMtftgjiiiitMiilftí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessén, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Augiýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. 1 lausasölu 125 kr. eintakið. UPPLÝSINGASKYLDA STJÓRNVALDA FRÁ HERÓD TIL PÍLATU! MIKILVÆG MENN- INGARTENGSL SANNKALLAÐUR menningarauki er að komu margra af fremstu listamönnum Danmerkur hingað til lands í til- efni danskra haustdaga, sem danska sendiráðið, Norræna húsið, Dansk-íslenzka félagið og fleiri standa fyrir. Á dönsku haustdögunum gefst íslendingum færi á að kynna sér margvís- lega vaxtarbrodda í dönsku menningarlífi, í söng og annarri tónlist, bókmenntum, upplestri, leiklist, hönnun og kvikmynd- um, svo dæmi séu nefnd. Margir þeir menningar- og hugmyndastraumar, sem risu í Evrópu á öldum áður, bárust hingað um Danmörku og margt af því bezta í íslenzkri menningu er ættað frá Dönum. Þótt sambúð þjóðanna í sama ríki um meira en sex alda skeið væri mörkuð af því að þar laut nýlenda herraþjóð, var margt gott í þeim samskiptum. Danir voru milt yfirvald, miðað við það sem gerðist hjá mörgum öðrum ríkjum, sem réðu yfir nýlendum, og það var ekki eingöngu íslendingum að þakka að sjálfstæðisbaráttan var háð án blóðsúthellinga, heldur einn- ig því að dönsk yfirvöld tóku þeim rökum, sem íslendingar höfðu fram að færa og komu til móts við sanngjarnar kröfur. íslendingar sóttu ekki einvörðungu áhrif til Danmerkur, heldur fundu margir Danir í íslenzkum fornbókmenntum ræt- ur eigin menningar. Svo er raunar enn, eins og frásögn í menningarblaði Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag af út- gáfu Völuspár í nýrri, danskri viðhafnarútgáfu ber vott um. Danir hafa umgengizt mestu menningarverðmæti íslenzku þjóðarinnar með einstæðum hætti. íslendingar munu aldrei gleyma því, þegar Danir skiluðu íslenzku handritunum, sem geymd voru í Arnasafni, en slíkt er nánast einsdæmi í sam- skiptum gamals nýlenduveldis og fyrrverandi hjálendu þess. Islendingar sóttu um langt skeið háskólamenntun nær ein- göngu til Kaupmannahafnar og enn í dag mennta margir ís- lendingar sig í Danmörku, ekki sízt listamenn. Margir úr þeirra hópi hafa starfað um lengri eða skemmri tíma í Dan- mörku. Menningarleg tengsl þjóðanna eru því áfram með mesta móti, þótt konungssambandið hafi verið rofið árið 1944, og eru báðum til gagns og uppbyggingar. Forsenda fyrir lifandi menningarlegum samskiptum við Dani, og reyndar hinar Norðurlandaþjóðirnar einnig, er kunnátta í norrænu tungumálunum. Sagan hefur veitt danskri tungu for- gang umfram önnur tungumál í grunnskólum landsins, og hún er fyrsta erlenda málið, sem byijað er að kenna skólabörnum. Danskan hefur hins vegar verið á undanhaldi vegna ásóknar enskunnar og það er alkunn staðreynd að flest ungmenni tala dönsku eða önnur Norðurlandamál mun verr en ensku. Menntastefnunefnd, sem skilaði tillögum síðastliðið sumar, lagði til að breytt yrði um stefnu í tungumálakennslu og byrj- að að kenna ensku í ellefu ára bekk, en dönsku í þrettán ára bekk. Rökstuðningurinn var sá að áhugi barna beindist eink- um að enskunni og þann áhuga bæri að nýta. Eflaust er eitthvað til í þessu, en einnig má spyrja hvort nokkuð veiti af að styðja við bakið á Norðurlandamálunum í þeirri síbylju enskra kvikmynda, auglýsinga og dægurlaga- texta, sem dynur á okkur daglega. Mikil hætta er á að ensk- an beri önnur tungumál einfaldlega ofurliði og einsleitnin í erlendum menningaráhrifum verði allsráðandi. Minna má á þau orð danska sendiherrans, Klaus Ottos Kappel, í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu að unga fólk- ið á Islandi verði að skilja að góð kunnátta í einu Norðurlanda- máli sé lykillinn að norrænni samvinnu. Norrænt samstarf hefur skilað íslendingum miklu, ekki sízt á sviði menningar- mála. Samstarfið við hin Norðurlöndin hefur einnig skipt miklu máli í utanríkisstefnu íslands og verið ákveðin yfirlýs- ing um afstöðu Islendinga til mála á alþjóðavettvangi. Nú, þegar margt bendir til að leiðir muni að sumu leyti skilja með Norðurlöndunum, gangi hin ríkin öll í Evrópusam- bandið, er enn mikilvægara en áður að varðveita hinn menn- ingarlega þátt samstarfsins og sporna við því að dragi úr samkennd Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Meðai annars þess vegna er óráðlegt að auka enskukennslu í skólum á kostnað dönsku eða annarra Norðurlandamála. Auðvitað má ekki held- ur gleyma því að innan tíðar er líklegt að Norðurlandamálin verði öll orðin opinber tungumál innan Evrópusambandsins, og þess vegna nokkur akkur í að kunna þau. Lifandi áhuga á Norðurlandamálunum verður hins vegar ekki viðhaldið nema með utanaðkomandi stuðningi við tungu- málanámið frá þeim þjóðum, sem um ræðir. Einmitt þess vegna er menningarviðburður á borð við danska haustdaga mikilvægur, rétt eins og góð dönskukunnátta er forsenda þess að hans verði notið sem skyldi. M VETTVANGI Lög um upplýsingaskyldu stjómvalda hafa enn ekki litið dagsins ljós, þrátt fyrir margar þings- ályktunartillögur í þá vem. Eftir árangurs- lausar tilraunir til að nálgast ákveðnar upplýs- ingar kannaði Ragnhildur Sverrisdóttir hvort slíkt lagafmmvarp væri í sjónmáli. Rætt hefur verið um nauðsyn þess að setja skýrar reglur um upplýsingaskyldu stjómvalda, en slíkar regl- ur hafa ekki enn séð dagsins ljós, þrátt fyrir að tillaga þar að lútandi hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á Alþingi fyrir aldarfjórðungi. Reglur um upplýsingaskyldu stjórnvalda er að finna í flestum nágrannalöndum okkar og hér á landi starfar nefnd sem hefur það hlutverk að semja frumvarp til laga um upplýsinga- skyldu stjórnvalda. Verk hennar er afar viðamikið og litlar líkur taldar á að frumvarpið komi fram á þessu þingi. Blaðamenn eru ein þeirra stétta, sem bent hafa á nauðsyn skráðra reglna á þessu sviði. Eftirfarandi saga af samskiptum blaðamanns og ráðu- neyta sýnir í hvers konar ógöngum er hægt að lenda, þegar hvorki emb- ættismennirnir né blaðamaðurinn geta vísað til ákveðinna reglna. Blaðamaðurinn leitaði eftir upplýs- ingum um hvaða þóknanir hefðu ver- ið greiddar fyrir setu í tilteknum nefndum og ráðum. Hann reyndi að ná sambandi við skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, sem situr í svo- kallaðri þóknananefnd, en tókst ekki. Hins vegar náðist samband við ritara skrifstofustjórans, sem jafnframt er ritari þóknananefndar. Ritarinn var mjög hjálplegur og lofaði að kanna málið. Áð því búnu gaf ritarinn blaða- manninum þau svör að hann væri á rangri leið. Réttast væri að tala við ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis- ins. Hann einn gæti veitt umbeðnar upplýsingar. Ráðuneytisstjórinn sagði að hans ráðuneyti hefði þá reglu að gefa aldr- ei upplýsingar úr launaskrá um ein- staklinga og vísaði að því búnu á heilbrigðisráðuneytið, en umræddar nefndir og stjórnir heyra undir það. Daginn eftir hafði blaðamaðurinn samband við ráðuneytisstjóra heil- brigðisráðuneytisins, sem sagði að upplýsingar um þóknun fyrir setu í margumtöluðum stjórnum og nefnd- um væri að sjálfsögðu að finna hjá hans ráðuneyti. Þóknananefnd tæki ákvörðun um hve há þóknun væri hverju sinni og ráðuneytið greiddi út í samræmi við það. Hann sagðist ætla að nefna málið við skrifstofu- stjóra fjármálaskrifstofu ráðuneytis- ins, sem ætti að hafa þetta allt hand- bært. Blaðamaðurinn ræddi þessu næst við skrifstofustjórann, sem hafði að vísu ekki heyrt frá ráðuneytisstjóra sínum, enda stuttur tími liðinn frá samtali blaðamanns við hann. Skrif- stofustjórinn sagði að ráðuneytið hefði þau afskipti ein, að þegar nefnd lyki störfum væri skýrsla um störf hennar send þókn- ananefnd, nefndin ákvæði þóknunina og launaskrif- stofa íjármálaráðuneytisins sæi um greiðslur. Að vísu SKJALASKÚFFUR ráðuneytanna eru ekki opnar öllum þeim sem þangað leita eftir upplýsingum. Vísað frá ráðuneyti til ráðuneytis gæti heilbrigðisráðuneytið grafið upp hve margar einingar væru greiddar fyrir setu í hverri nefnd eða stjórn, en fjármálaráðuneytið yrði síðan að upplýsa hvað hver eining næmi hárri upphæð í krónum. Blaðamaðurinn sendi því skrifstofustjóranum lista yfir þær stjórnir og nefndir sem ósk- að var upplýsinga um. Þriðji dagur eftirgrennslana rann upp og blaðamaðurinn hafði samband við skrifstofustjórann, sem sagði að upplýsingarnar væru ekki tiltækar og erindi blaðamanns hefði verið sent til --------- ráðuneytisstjórans, sem yrði að taka ákvörðun um hvort ráðist væri í þá vinnu sem það tæki að svara er- indinu. Þá bætti skrifstofu- stjórinn því við, að embætt- ismenn gætu ekki, hver í sínu horni, tekið ákvörðun um að birta upplýs- ingar um laun ákveðinna manna. Við- horf blaðamannsins var að hver skatt- greiðandi ætti að geta fengið upplýs- ingar um hvert greiðslur innan stjórn- sýslunnar renna og hversu háar þær eru. Skrifstofustjórinn var hins vegar í raun í sama vanda og blaðamaður- inn; hvorugur gat vísað til skráðra reglna. Nú var aftur komið að ráðuneytis- stjóranum í heilbrigðisráðuneytinu. Hann sagði, að skrifstofustjórinn hefði ekki talið sig hafa ------------ tíma til að grafa upplýs- ingarnar upp. Sjálfur gæti hann ekki látið reikna þetta út að sinni og óvíst hvenær það yrði, enda tímafrekt. Flókir að s frumi Sér skildist, að verið væri að reikna þetta út víðar, því sams konar beiðni hefði borist fjármálaráðuneytinu. Sér væri hins vegar ekki kunnugt um hvort sú vinna væri hafin; fjármála-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.