Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 29

Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 29 ráðuneytið gæti gefið frekari upplýs- ingar. Fjórði dagurinn rann upp og nú náði blaðamaðurinn í skrifstofustjór- ann í fjármálaráðuneytinu, þann hinn sama og sæti á í þóknananefnd. Hann var fullur skilnings á vandræðum blaðamannsins, en sagði að hlutverk þóknananefndarinnar væri að úr- skurða um hæfilega þóknun hveiju sinni fyrir þau ráðuneyti sem viðkom- andi stjórn eða nefnd heyrði undir. Hvert ráðuneyti yrði að veita upplýs- ingar um nefndir og stjórnir á sínum vegum. Skrifstofustjórinn sagði að- spurður, að hver greiðslueining, sem áður var rætt um, næmi um 825 krón- um, en blaðamaðurinn var ekki betur settur með þær upplýsingar, þar sem ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- isins hafði áður neitað að Iáta reikna út einingafjölda hjá hverri nefnd. Með þessum svörum lauk að sinni tímafrekum tilraunum blaðamanns til að fá upplýsingar um hversu háar greiðslur renna úr vösum skattborg- aranna í vasa nefndar- og stjórnar- manna á vegum ráðuneytanna. Ekki er hægt að rekja ástæðu þess að lög um upplýsingaskyldu stjórn- valda hafa ekki enn litið dagsins ljós til þess að málið hafi legið í algjöru þagnargildi á þingi. Þingsályktunart- illögur um undirbúning slíkrar laga- setningar komu fram af og til allt frá árinu 1969, en málið dagaði ávallt uppi. Svo fór einnig fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir að í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar, sem mynduð var í sept- ember 1988, hafi sagt orðrétt: „Sett- ar verða skýrar reglur um upplýsinga- skyldu stjórnvalda." Arið 1992 skipaði forsætisráðherra sérstaka nefnd sem var falið að vinna að frumvörpum að stjórnsýslulögum og lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Nefndina skipa lögmenn- irnir Eiríkur Tómasson, Gunnar Jó- hann Birgisson og Páll Hreinsson. Stjórnsýslufrumvarpið var lögfest á Alþingi í fyrravor og þar með mikil- vægar almennar reglur um máls- hraða, svör við erindum og fyrirspurn- um, rétt manna til aðgangs að upplýs- ingum um mál sín hjá stjórnvöldum, um vanhæfi embættismanna til að koma að afgreiðslu mála, um rétt manna til að andmæla málsmeðferð stjórnvalds eða skjóta máli til æðra stjórnvalds og um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja ákvarðanir sínar. Nefndinni var falið að fylgja lög- unum eftir með ítarlegri kynningu, sem tafði hana frá samningu frum- varps um upplýsingaskyldu. Þó hefur nefndinni gengið vel að safna nauð- synlegum gögnum, en hún rak sig fljótlega á að ekki er hlaupið að því að koma frumvarpinu saman. í læknalögum er til dæmis ákvæði sem heimilar mönnum að fá upplýsingar úr sjúkraskrám sínum, en þó nær heimildin aðeins til upplýsinga eftir 1990. Sérstök lög voru sett hér um upplýsingaskyldu stjórnvalda í um- hverfismálum, til að uppfylla samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þá eru tölvulög víðtækari hér en víða annars staðar. Sérákvæði af þessu tagi eru mörg og þau þarf að endur- skoða, ef sett verða heildarlög um __________ upplýsingaskyldu stjórn- i vinna valda. Vandinn sem blasir . a við nefndinni er í raun mik- emja in einmitt af þeirri ástæðu irarpið að mjög hefur dregist að lll— setja heildarlög og á meðan hafa verið slegnir varnagl- ar í alls konar sérlögum. Litlar líkur eru því taldar á því nú að frumvarp til laga um upplýsingaskyldu stjórn- valda verði lagt fram á þessu þingi. Afrek stjórnandans Mariss Jansons vekja heimsathygli Fílharmoníusveit Oslóar í fremstu röð Hljómsveitarstjórínn Mariss Jansons er lett- neskur að uppruna en rússneskur ríkisborg- arí. Honum hefur veríð boðið að stjórna fræg- ustu hljómsveitum heims en heldur tryggð við Fílharmoníusveit Óslóar sem var aðeins miðlungssveit er hann tók við henni en er nú talin vera ein af þeim bestu í heimi Mariss Jansons FYRIR skömmu flutti Fíl- harmoníuhljómsveit Ósló- ar Gurrelieder eftir Arnold Schönberg í Hljómleika- húsinu og fáum hefði komið til hug- ar að flestir flytjendur væru að fást við verkið í fyrsta sinn opinberlega. Þessi staðreynd þykir þó dæmigerð fyrir hljómsveitina og aðalstjórn- anda hennar, Mariss Jansons. Ný og krefjandi verkefni eru stöðugt á dagskránni og tekist er á við þau af miklum dugnaði og með afbragðs árangri. Kantata Schönbergs, full af drunga, trega og norrænum minn- um, var vel viðeigandi þegar haldið var upp á 75 ára afmæli hljómsveit- arinnar. Meðal flytjenda voru Jane Eaglen, Ben Heppner, Anne Sofie von Otter og sögumaður var austur- ríski leikarinn Klaus Maria Brandau- er. Það var full ástæða til að fagna afmælinu en slík tímamót eru einnig heppileg til að gera upp stöðu mála. Tvær spurningar, sem hafa orðið æ áleitnari síðustu mánuðina, voru stöðugt í huga afmælisgesta: Hve lengi mun Jansons geta leyft sér að vera í Ósló? Hve lengi getur Fíl- - harmoníusveit Óslóar haldið honum? Vilja bæta sig Mariss Jansons er 51 árs gamall en lítur út fyrir að vera mun yngri. Sagt er að hann sé ólíkur þeirri ímynd sem flestir nútímastjórnendur hafi; hann er ekki fyrst og fremst upptekinn af peningum eða völdum en hugsar einkum um að þróa tónlist- arhæfileika sína. „Þegar Mariss tek- ur ákvörðun kemst ekkert annað að“, segir Trond Okkelmo, fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar. „Þótt hann fari til annarra landa langar hann alltaf aftur heim til Óslóar. Honum finnst hann öruggur hér, veit að hér er hann dáður og elskaður. Hérna fær hann tækifæri til að prófa sig áfram og taka áhættu“. Fleira kemur til og veldur því að Jansons er kyrr. Hljóðfæraleikararn- ir eru vinnusamir og staðráðnir í að bæta sig, framkvæmdastjórnin er mjög áhugasöm, flestir áheyrendur kaupa áskriftarmiða og mikið er um hljómleikaferðir, meðal annars mun hljómsveitin hljóta mikinn heiður 1997 er hún tekur þátt í Musikve- rein í Vín. Með því að víkka stöðugt sjón- deildarhringinn í tónlist sinni hefur hljómsveitin öðlast. alþjóðlegt álit fyrir tök sín á verkum sem ekki heyra til norrænum og rússneskum tónlistarheimi þar sem hún haslaði sér fyrst völl. A síðari árum er jafn líklegt að hún flytji verk eftir Beet- hoven, Brahms, Bruckner og Ma- hler. Jansons vill einnig auka hæfni hennar og þjálfun í flutningi sígildra verka. Rætt hefur verið um að skipta sveitinni í tvennt um hríð og beina athyglinni að Haydn og Mozart. Eft- ir sem áður hefur Jansons nóg ráð- rúm til að fást við annað. Hann hef- ur látið óperur eiga sig allt frá unga aldri en ætlar á næsta ári að stjórna Carmen í Pétursborg og La Boheme í Wales 1996. „Allar vildu meyjarnar...“ Hæfileikar Jansons eru slíkir að helstu hljómsveitir heims hafa boðið honum að koma hvenær sem hann vill og stjórna sem gestur, þar á meðal Fílharmoníusveit Lundúna og Fíl- harmonían þar í borg, sem báðar eru að leita að nýjum aðalstjórnanda. Margir tónlistar- unnendur telja að tími sé kominn til að Jansons breyti til og yfirgefi Ósló. Þeir segja að hversu góð sem Óslóar- sveitin sé orðin geti hún aldrei jafn- ast á við helstu hljómsveitir í Bret- landi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Ósló verður alltaf útkjálki í þessu samhengi", sagði fulltrúi útgáfu- fyrirtækis sem var viðstaddur af- mælishátíðina. En Jansons er hóg- vær og helgar sig hveiju verkefni sem hann fæst við þá stundina, þetta ásamt tryggð hans við Ósló veldur því að hann getur ekki í einni svipan klifið hæsta tindinn. Tær tónn Kærleikar Jansons og Óslóarsveit- arinnar minna á ævintýri. Er hann tók við stjórninni 1979 var hann til- tölulega lítt þekktur og sama var að segja um hljómsveitina. Hann hafði verið lærisveinn mikils stjórn- anda í Pétursborg, Jevgenís Mra- vínskís, en vildi takast á við fleiri verk og stjórna eigin hljómsveit. Sovéskir yfirmenn Jansons voru sátt- ir við að hann færi til Óslóar og stjórnaði þar miðlungshljómsveit í útjaðri tónlistarheims álfunnar. Nú er svo komið að Jansons og Fílharmoníusveitin eru meðal hinna fremstu í heimi á sínu sviði. Tónlist- arunnendur bíða spenntir eftir tón- leikum þeirra og útgáfum, þetta á jafnt við um venju- lega tónleikagesti sem sérfræðinga. Jansons er talinn eiga drýgstan þátt í að sveitin þykir hafa einstaklega tæran tón, leikur hennar gæddur ljóðrænni ákefð og æskuþrótti. Þótt 15 ár þyki nú langur tími í sam- starfi af þessum toga er engin þreytumerki að greina hjá stjórnanda eða hljóðfæraleikurum - en framtíð- in er í hugum beggja aðila ekki leng- ur jafn ljós. Vandi Jansons er sá að færi hann sig um set er ekki víst að honum takist að ná jafn frábærum tökum á annarri hljómsveit og raunin hefur orðið í Ósló. Sem stendur er auk þess ekki talið að nein staða sé á lausu hjá þekktustu hljómsveitum heims sem myndi höfða sér- staklega til Jansons og fá Norðmenn því einhvern frest. Ólíklegt er að Jan- sons hverfi aftur til Fílharmoníunnar í Pétursborg, jafnvel þótt núverandi stjórn- andi þar á bæ hætti; hljómsveitin á í mikl- um fjárhagserfiðleik- um. Þar að auki er Jansons mjög andvígur því að láta líta á sig sem dæmigerðan Rússa. Dáir Lundúnasinfóníuna Það er ekkert leyndarmál að Lund- únasinfónían er sú hljómsveit í Lund- únum sem Jansons dáir öðrum frem- ur, ekki einvörðungu sakir þess að aldrei er slakað þar á kröfum um vandaðan flutning en einnig vegna þess að Sinfónían heldur ávallt fastar við sérkenni sín, stjórnin er sterkari og fjárhagsgrundvöllurinn öflugri en hjá keppinautunum. Lundúnasinfón- ían er á hinn bóginn búin að semja við stjórnandann Colin Davis svo að Jansons mun því starfa með Fíl- harmoníusveit Lundúna ætli hann yfirleitt að starfa í borginni á næst- unni. Hljóðfæraleikararnir í Ósló eru hræddir um að þeir muni hverfa af hinu stóra sviði heimsfrægðarinnar ef Jansons fer. Honum verður ávallt hampað og þá skiptir ekki máli hvaða sveit hann stjórnar en Óslóarsveitin á enn eftir að treysta sig í sessi með sjálfstæðum hætti. EMI-útgáfufyrir- tækið gerði samning við hana sem gildir til 1997 og er hann afar hag- stæður en algerlega bundinn því að Jansons stjórni flutningnum. Hljómsveitin veit að Jansons mun ávallt hafa einhver tengsl við hana en hefur nú byijað að búa sig undir að hann leiti á önnur mið. Næsta haust fer hún í tónleikaför til Bret- lands og stjórnandi verður Paavo Berglund; þá mun koma í ljós hvað hún getur án Jansons. Einnig eru ráðamenn sveitarinnar farnir að velta fyrir sér hugsanlegum arftaka í stöðu aðalstjórnanda. Byggt á Financml Times. Tærtónn, ljóðræn ákefcTög æskuþrótt- ur þykja einkenna leik sveitarinnar 1-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.