Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 53

Morgunblaðið - 11.10.1994, Side 53
í MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 53 UNGLINGAR „Tecno“-hátíðin „Energy ’94“ Helgina 12. til 14. ágúst síðastliðinn tóku u.þ.b. 40.000 ungmenni þátt í einni háværustu og skrautlegustu hátíð sumarsins. Bar hátíðin titilinn „Energy ’94“ og var hún haldin í annarri af stærstu borgum Sviss, Zúrich. Til- gangurinn var að dansa í takt við „tecno“ eða raftónlist sem hefur aldrei verið vinsælli en nú. Einn af hápunktum helgarinnar var stærðar skrúðganga þar sem 13 margvíslega skreyttir vörubílar óku um göturnar hlaðnir plötu- snúðum, hátölurum, mögnurum og dönsurum. í kring um bílana dansaði svo fjöldinn allur af fólki í um 7 km langri fylkingu sem liðaðist um göturnar. Það voru ekki einungis Svisslendingar sem tóku þátt í hátíðinni heldur var þama einn- ig fólk frá öðrum Evr- ópulöndum, s.s. Þýskalandi, Frakk- landi og Ítalíu og einn- ig mátti sjá íjöldann allan af Englending- um og að minnsta kosti einn íslending (undirritaða). Flestir byrjuðu að skemmta sér á föstu- dagseftirmiðdegi og voru svo að allan laug- ardaginn og langt fram á sunnudag. Eft- ir gönguna dreifðist fjöldinn á nokkur stór diskótek þar sem raftónlistin glumdi í eyrum furðuklæddra Si(ja Kristjánsdóttir Ljósmynd/Silja Kristjánsdóttir FRÁ „Energy ’94“. Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Borðtennis mest spilað í Kína Arni Rafn Gunnarsson er að verða 14 ára og hef- ur stundað borðtennis með íþróttafélagi fatl- aðra í fimm ár og segir hér á eftir aðeins frá því. Borðtennis er leikur milli tveggja einstaklinga sem felst í því að slá lítilli kúlu á milli sín á þar til gerðu borði. Borðtennis er spilað út um allt en sennilega mest í Kína. Ég fór að spila borð- tennis eftir að ég fékk fréttabréf frá íþróttafélaginu mínu. Ég kíkti FRJALSAR HENDUR Hanskinn er sendur í félagsmiðstöðina Vitann í Hafnarfirði. dansara, þar til þeim var hent út þegar mánudagurinn tók að líta dagsins ljós. Hátíðin fór í flesta staði vel fram og fast á hæla göngunnar mátti. sjá sérútbúna bíla og götusópara hreinsa dósir og ann- að drasi sem göngu- menn skildu eftir sig. Engin teljandi slys urðu á fólki, en á sunnudeginum var mikið um einstaklinga sem hnigu niður ör- magna af þreytu eftir 72 klst. vöku. Reynd- ar var mikið um drykkju ólöglegra svaladrykkja sem notaðir voru til þess að halda sér vakandi. Þessir drykkir innihalda um 80 sinnum meira magn af koffíni en venjulegt kók og auk þess eru í þeim örv- andi lyf. Hátíð eins og þessi hefur einu sinni áður verið haldin í Zúrich, en það var árið 1992. Þá mættu um 2.000 ungmenni, en vegna þess hve mikill sóðaskapur var eftir dansarana ætlaði borgarráð ekki að leyfa samkomuna að þessu sinni. En eftir vel heppnaða og skemmtilega „Energy ’94“ huga menn nú að því að gera þetta að árlegum viðburði. Silja Kristjánsdóttir ASKORUN Áskorunin á milli gi-unnskóla hefur legið niðri í sumar en fer nú aftur á stað og byrjar á Höfn í Homafirði. Við skor- um á nemendafélag grunn- skólans á HÖfn að skrifa um „SMUGUVEIÐAR”. Hef hug á því að verða flugmaður Nafn: Sigrún Runólfsdóttir Heima: Kópavogi Aldur: 13 ára Skóli: Hjallaskóli Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Keisarinn í Kína Hvemig er að vera unglingur í dag? Það er fínt, vegna þess að skólinn er ágæt- ur og félagslífíð gott. Sumir segja að það sé erfitt að vera ungl- ingur en mér finnst það ekki. Samt fer í mig þegar fullorðna fólkið segir t.d „þú ert orðin svo stór að þú átt að geta gert þetta" en segir svo rétt á eftir „þú ert ekki orðin nógu stór til að gera þetta“. Hvað er unglingavandamál? Ég held að unglingarnir skapi sér vandamálin sjálfír. Sérstak- lega þeir sem nenna ekki að læra og eru bara að skemmta sér, drekka og reykja, en hinir sem ekki gera það eiga held ég ekki við nein vandamál að stríða. Getur skólinn verið betri en hann er? Ætli hann gæti það ekki, en ég man ekki eftir neinu sem mér finnst að UN JL INGU það þyrfti að breyta. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóð- félaginu? Það mættu vera fleiri og fjölbreytilegri störf fyrir unglinga, eitthvað annað en unglingavinnan. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Mér finnst skemmtileg- ast að vera með vin- um mínum, svo finnst mér rosalega skemmtilegt að sofa og borða nammi og svo finnst mér líka skemmtilegt að dansa. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Vakna klukkan sjö á morgnana til að fara í skólann. Hvað ætl- ar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar helst til að verða flugmaður. Hvað viltu ráðleggja þeim sem umgangast unglinga? Að vera nærgætnir og gefa sér tíma fyrir unglingana. Hvern- ig er fyrirmyndarunglingur? Eg held að það sé bara ég. Hver er munurinn á hesti og hól? Munurinn er sá að hóll er grænn og hestur er brúnn. á æfingu og komst að því að þetta væri einmitt eitthvað fyrir mig. Ég æfi núna þrisvar í viku og keppi á flestum mótum sem mér standa til boða. Borðtennis er líka mikið stundað í félagsmiðstöðinni hérna, Árseli, og þar gríp ég stundum í spaðann. í skólanum myndast líka oft langar biðraðir til að komast í borðin í frímínút- um. Ég á líka önnur áhugamál, ég spila fótbolta og hjóla mikið, svo það er alltaf nóg að gera hja mér, sagði Árni Rafn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.