Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 56

Morgunblaðið - 11.10.1994, Page 56
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VIB Hækkun skanmitínm- vaxta óhjákvæmileg Viðræður um fisk- veiðimál •hefjast í dag VIÐRÆÐUR íslenzkra og norskra embættismanna um fiskveiðimál hefjast í Kaupmannahöfn í dag. Gert er ráð fyrir að þessi fyrsti fundur ríkjanna eftir að fiskveiðideiian í Barentshafí fór í hart, standi aðeins í einn dag. I íslenzku viðræðunefndinni eru frá sjávarútvegsráðuneyti þeir Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri, sem er formaður nefndarinnar, og Arnór Halldórsson lögfræðingur, frá utan- ríkisráðuneyti Helgi Ágústsson sendiherra og Gunnar G. Schram, ráðgjafí utanríkisráðherra í þjóðrétt- armálum, og frá forsætisráðuneyti Albert Jónsson deildarstjóri. Formaður norsku sendinefndar- innar er Stein Ove, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sem hefur mikla reynslu af samningaviðræðum. SIGURÐUR B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs ís- landsbanka hf., telur að ekki verði hjá því komist að hækka vexti á skammtímamarkaði á næstunni vegna hækkandi vaxta á alþjóðleg- um markaði, óvissu um verðbólgu vegna ógerðra kjarasamninga og loks hugsanlega vegna aukinna umsvifa í þjóðarbúskapnum. Ber vitni um styrka stjórn „Slík hækkun er nauðsynleg til að varðveita tiltrú manna á efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar en kjölfesta hennar er stöðugleiki og fast meðalgengi krónunnar," sagði Sigurður á ráðstefnu Islandsbanka Sýnir ekki veikleika í efnahagsstefnunni í gær þar sem fjallað var m.a. um efnahagshorfur og áhættustjórn. „Af þeim ástæðum er það alls ekki veikleikamerki á efnahagsstefnunni að skammtímavextir hækki um sinn í ljósi vaxtahækkana á alþjóðlegum markaði og nokkurrar óvissu hér inn- anlands. Þvert á móti bæri slík hækk- un vaxta vott um styrka stjórn hér innanlands og væri í sama dúr og vaxtahækkanir bandaríska seðla- bankans um heil tvö prósent frá því í febrúar og vaxtahækkun breska seðlabankans nú fyrir mánaðamótin." Sigurður sýndi á ráðstefnunni fram á að skammtímavextir væru aðeins í Hollandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi lægri en á íslandi og jafn- vel væru vextir hér lægri en í Japan. Andspænis sömu þversögn „Á næstu misserum og jafnvel mánuðum munum við íslendingar standa andspænis nákvæmlega sömu þversögn og menn glíma við annars staðar; að aukinn hagvöxtur og kröft- ug uppsveifla eru auðvitað góðar fréttir en þær kalla fram þá köldu staðreynd að tímabundin vaxtahækk- un kann að reynast nauðsynleg." ■ Óþjákvæmilegt að hækka/18 Morgunblaðið/Pétur Síldarsöltun hafin FYRSTA síld til söltunar á haust- vertíðinni barst til Seyðisfjarðar sl. sunnudag þegar síldarbáturinn ArnþórEAlö frá Árskógssandi landaði um 95 tonnum hjá Strand- síld. Að sögn Sigurfinns Mikaels- sonar hjá Strandsíld er síldin í meðallagi stór og hentar vel til söltunar. Söltun hófst á mánu- dagsmorgun og er nú verið að heilsalta kryddsíld fyrir Rússlands og Austur-Evrópumarkað. Dagpening- ar vegna gistingar lækka REGLUM um dagpeninga ríkis- starfsmanna á ferðalögum inn- anlands var breytt frá og með 1. október. Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, sem sæti á í ferða- kostnaðamefnd, segir að breyt- ingin felist í því að dagpeningar fyrir gistingu lækki um 500 kr. þar sem hótelverð sé lægra yfír vetrartímann en á sumrin. Dag- peningar vegna fæðis eru óbreyttir. í Lögbirtingablaðinu er til- kynnt um breytinguna og kem- ur þar fram að dagpeningar vegna gistingar og fæðis í einn sólarhring innanlands nemi nú 7.150 krónum, gisting í einn sólarhring er 3.650 krónur, vegna fæðis hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag, eru greiddar 3.500 krónur og vegna fæðis í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag, eru greiddar 1.750 krónur. Að ýta fjalli Morgunblaðið/Þorkell ÞESSI ýta vinnur að því að færa til jarðveg í málarnámi við Krýsuvík. Gríðarlegt magn af möl hefur verið tekið úr námun- um og eru hlíðar fjallsins orðnar nyög brattar. Sambandsstjórnarfundur ASN Landssamböndin fari með forystu í kjaraviðræðum GUÐMUNDUR Ómar Guðmundsson, formaður Alþýðusambands Norður- lands, segir að sú skoðun njóti víð- tæks stuðnings innan ASÍ að lands- samböndin fari með forystu við gerð næstu kjarasamninga. Þessi krafa kom fram á fundi stjórnar ASN með formönnum verkalýðsfélaga á Norð- urlandi og einnig á fundi Alþýðusam- bands Austurlands um helgina. Ekki vantraust á forystu ASÍ Guðmundur sagði að þessi krafa fæli ekki í sér neitt vantraust á for- ystu ASÍ. Hann sagði að mörg sér- mál félaganna hefðu verið lögð til hliðar við gerð síðustu kjarasamn- inga. Nú væri uppi sterk krafa um að á þessum málum yrði tekið í kjaraviðræðunum sem framundan væru. Guðmundur nefndi ákvæði um veikindarétt og sérkjarasamning við fískvinnslufólk sem dæmi um sérmál sem taka þyrfti á. Guðmundur minnti á að flestallir formenn landssambanda sætu í mið- stjórn ASÍ. Hann sagði að eftir sem áður yrði ASÍ að beita sér í málum sem varða verkalýðshreyfínguna alla eins og hækkun skattleysismarka og afnám lánskjaravísitölu. Guðmundur sagði að á undan- förnum árum hefði verið skilningur innan verkalýðshreyfingarinnar á því sjónarmiði að nauðsynlegt væri að tryggja betúr rekstrargrundvöll atvinnuveganna. Nú sæju menn þess greinileg merki að fyrirtækin stæðu betur en áður og því teldi verkalýðshreyfingin að launafólk ætti inni loforð um að kjör þess yrðu bætt. Hann sagði að bæði þyrfti að hækka kaupmátt og hækka lægstu laun. Húsnæðismálastj órn and- víg hækkun ábyrgðargj alds STJÓRN Húsnæðisstofnunar ríkisins telur ekki ástæðu til að hækka ábyrgðargjald húsbréfa að svo stöddu. í samkomulagi félagsmála- og fjármálaráðherra um útgáfu nýs húsbréfaflokks var ákvæði um að hækka gjald í ábyrgðarsjóð um 0,10% en samkvæmt lögum á stjórn Hús- næðisstofnunar að gera tillögu um ábyrgðar- sjóðsgjaldið. Stofnunin ákvað hins vegar á fundi stjórnar í gær að leggja til að það verði óbreytt, þrátt fyrir samkomulag ráðherranna. Guðmundur Árni Stefánsson, félagsmálaráð- herra, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vilja kynna sér ákvörðun stofnunar- innar og þann rökstuðning sem að baki henni lægi til hiítar áður en hann tæki ákvörðun um framhald málsins. í lok ágúst var heimild lánsfjárlaga til út- gáfu húsbréfa fullnýtt og síðan hafa safnast upp 560 umsóknir hjá húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar. Hafa margir íbúðakaupendur og seljendur lent í vandræðum vegna þessa þar sem ekki er hægt að ganga frá lögskilum, það er útborgun og afhendingu eignanna, fyrr en húsbréfin fást afgreidd. Afgreiðslu frestað Félagsmála- og fjármálaráðherra hafa ákveð- ið að óska heimildar alþingis fyrir útgáfu nýs flokks að fjárhæð 3,7 milljarðar kr. og átti að leggja frumvarp til breytinga á lánsfjárlögum fram á fyrstu dögum þingsins. Jafnframt var ákveðið að hækka gjald í ábyrgðarsjóð um 0,10% þannig að vextir húsbréfa hækkuðu úr 5 í 5,1%. Stjóm Húsnæðisstofnunar á lögum samkvæmt að gera tillögu um ábyrgðargjaldið. Félagsmála- ráðherra sendi stjóminni bréf þar sem skýrt var frá samkomulaginu og óskað eftir tillögu henn- ar. Hún tók málið fyrir á föstudag en frestaði afgreiðslu á meðan óskað var frekari upplýsinga og rökstuðnings fyrir breytingunni. A fundi stjórnarinnar í gær lá fyrir athugun löggilts endurskoðanda stofnunarinnar á mál- inu og á grundvelli þess var samþykkt ályktun þar sem fram kemur það álit að ekki sé ástæða til hækkunar gjaldsins að svo stöddu og lagt til að það verði óbreytt. í samkomulagi ráðherranna era einnig ákvæði um hert greiðslumat og hefur stjórn Húsnæðisstofnunar samþykkt það. ■ Tómar íbúðir/8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.