Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ og sjálfglaðui’ fram úr öllu hófi, velt- ir vöngum með þessum tilgerða'rlega hræsnis-vælurómi, sem honum er nú orðinn svo eiginlegur og íyður úr sér sinni óþijótandi smalavisku ...“ Guðmundur á Sandi skrífar oft í ísafold um þetta leyti og gjarnan séretakan dálk undir heitinu A víð og dreif. Nokkni áðui’ hafði hann boríð saman skáldskap Einars H. Kvarans og Jóns Trausta í tilefni af því að alþingi hafði veitt þeim jafnhá- an skáldastyrk. Samanburðurinn var Einari Kvaran í hag,- enda þótti vin- um hans og velunnurum fráleitt að nýliðinn Jón Trausti skyldi lagður að jöfnu við sjálft höfuðskáld lands- ins. Pólitík hljóp í málið, þegar Björn Jónsson fullyrti að hér væru á ferð- inni ofsóknir gegn Einari, af því að hann væri stjórnarandstæðingur, en Jón Trausti styddi Hannes Hafstein og Heimastjómaifiokkinn. Og nú er búið að sverta Guðmund á Sandi fyrir að blanda sér í deiluna og það með svívirðilegum hætti. Bjöm sest niður og svarar fyrir hönd skjólstæðings síns með grein, sem birtist í ísafold 22. febrúar und- ir fyrirsögninni Samviskuónot. Upp- haf síðustu málsgreinar hennar er á þessa leið: „Menn, sem varpað hafa smám saman fyrir borð hverri hugsjóninni á fætur annarri til að koma sjálfum sér áfram og til að þóknast valdhöf- um, sem brotið hafa af sér mætra manna fylgi og hollustu, — ausa þá auri illyrða og lastmæla, sem fylgja fram fögrum hugsjónum og fijáls- mannlegum, með þeirri elju og rögg- semi og þeirri fmmlegu ritsnilld, sem G.F. á Sandi er lagið ...“ Þorsteinn Gíslason reiðist þessum ummælum og höfðar meiðyrðamál á hendur Birni Jónssyni vegna þeirra. Sáttatilraun er árangurslaus, svo að málið fer fyrir rétt, og Sveinn er veijandi föður síns. I skriflegri vörn málsins, sem rituð er með eigin hendi Sveins Björnsson- ar, segir meðal annars svo: „Þetta mál er mjög undarlegt að því leyti að mótparturinn hefur höfð- að meiðyrðamál gegn umbjóðanda mínum út af ummælum, sem koma hans persónu ekki að neinu leyti við. Hver maður, sem skilur mælt mál á íslenska tungu, nema stefnandi, sér að hinum umstefndu ummælum er beint að allt öðrum en honum. Þessi almennu ummæli getur enginn tekið sérstaklega til sín, nema ef vera skyldi meirihlutinn á alþingi...“ En Bjöm Jónsson er kappsfullur og kann þá list öðrum fremur að snúa vörn í sókn. Áður en fyrra málinu er lokið, stefnir hann Þor- steini Gíslasyni, svo að Sveinn hefur nóg að gera. Hin ærumeiðandi um- mæli birtust í nafnlausri grein í Lög- réttu 26, febrúar og hljóðá svo: „Ef ritstjóra Isaf. væri ekki, af vissum og alkunnum ástæðum, fyrirmunað að fínna til samviskuónota...“ Málið er tekið fyrir af Sáttanefnd Reykja- víkur 14. april. „Mót- partar mættu sjálfir," segir í dómsskjölum. „Sátta var leitað, en ár- angurslaust og er þvi máli þessu eftir kröfu kæranda vísað til að- gerða dómstólanna." Þorsteinn Gíslason ver sig sjálfur, en Sveinn Bjömsson sækir málið af hálfu föður síns. Og upphefjast nú kostulegar rökræður milli þeirra um samvisku Bjöms ritstjóra. Þorsteinn Gísláson: „Hugsunin, sem felst tþessum orðum er ekki önnur en sú að stefnandi sé þannig af guði gerð- ur að honum fínnist það eitt rétt, sem hann sjálfur heldur fram, enda þótt það sé hvað eftir annað ofan í hann rekið með óhrekjandi ástæðum. Svona eru ýmsir menn gerðir, fleiri en hann. En afleiðingin af því hlýtur að vera sú að þeim er öllum fyrirmunað _að finna til samviskuónota. Eg mótmæli því að önnur þýðing en þessi sé í orðin lögð ogjafn- framt hinu að saknæmt sé að segja þennan alkunna sannleika um Björn ritstjóra Jónsson .. Sveinn Björnsson: „Það er alkunna að sjálfstæðir menn, eins og umbjóð- andi minn, halda því einu fram, sem GEORGÍA fór ekki alltaf meó Sveiiti í opinberar heim- sóknir hans; og hér tekur hún á móti honum á Reykja- vikwrhöfn meó tveimur ráó- herrum utanþingsstjórnar- innar, Birni Þóróarsyni og Viihjálmi Þór. SVEINN Bjömsson í einkennisbúningi sendiherra; hann fékk Sigriéi systur sina til aö teikna út- saumsmynst' ur sem var gullbróder- að framan á jakkann. - Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. sig ekki þurfa að leita eftir umboði til þess hjá ríkisstjóm sinni. Hann kveðst treysta sér til að taka slíka ákvörðun upp á eigin spýtur, jafnvel þótt samkomulagið gilti lengur en í fáa mánuði. Á lokafundinum gerist atvik, sem veitir Sveini tækifæri til að vekja athygli á að ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki. Þegar hann kemur til fundarins er spjald með nafni við- komandi þjóðar við sæti hvers full- trúa, og þeim er raðað í stafrófsröð eftir heiti landanna á frönsku. Sveinn finnur hvergi nafn íslands og kvartar undan því. Hann er beðinn afsökunar á því, en ástæðan muni að öllum lík- indum vera sú að hann hafí ekki verið kominn á fyrsta fundinum. „Við munum setja stól handa yður við hlið fulltrúa Dana,“ er sagt. Sveinn aftekur það með öllu og krefst þess að spjald verði sett á réttan stað með nafninu „Islande". „Til þess vinnst enginn tími," er svarað. Þá ítrekar Sveinn kröfu sína og kveðst munu ganga úr salnum, ef hún hafí ekki verið uppfyllt, þegar fundurinn verði settur. Á tilsettum tíma hefur ekkert gerst. Þá gengur Sveinn á áberandi hátt yfír þveran fundarsalinn — og út. Í fatageymsl- unni kemur maður hlaupandi á eftir honum og grátbænir hann um að koma aftur. „Það er verið að setja spjaldið yðar á réttan stað,“ segir hann móður og másandi. Sveinn læt- ur undan, gengur aftur inn og finnur spjaldið. Það er við hliðina á Norð- manninum, þar sem fulltrúar Lett- lands og Litháen eru ekki mættir. Þetta voru ánægjuleg málalok. Það skyggði hins vegar ofurlítið á þau að síðar lét fulltrúi Norðmanna í ljós ánægju sína yfir því að sendiherra Íslands skyldi neita að sitja hjá Dan- anum, en heimta að fá að vera við hliðina á sér! Gamlir skólabræður í ágústmánuði 1944 ferðast for- seti íslands um landið og hefur við- komu í öllum kaupstöðum og sýslum landsins. „Þessi ferðalög voru fróðleg og skemmtileg," segir Pétur Eggerz. „Aldrei hef ég hlustað á eins mikið af ræðum og Ijóðum á skömmum þeir sjálfír eru sannfærðir um að rétt sé. Þeir, sem ekki gera það, eru aðeins ósjálfstæðir ræflar. Eftir áð- urnefndri kenningu stefnda ættu þá ræflarnir einir að geta fundið til sam- viskuónota, en sjálfstæðir menn með fastri sannfæringu ... ættu ekki að þekkja samviskuónot. Þetta er sú fjarstæða að það þarf ekki að fjöl- yrða um hana. Nei, hver maður, sem skilur mælt mál og kann nokkurn veginn að hugsa, sér það að hin umstefndu ummæli eru ekkert annað en aðdróttun til umbjóðanda míns um að hann sé samviskulaus ...“ Þannig ganga klögumálin á víxl; og hver stefnan rekur aðra. Stóll fyrlr ísland Auk verslunarsamninga er Sveinn Bjömsson sendur sem fulltrúi íslands á alþjóðlegar ráðstefnur. Fyrsti fundurinn af þv( tagi er haldinn í Genova á Ítalíu í aprílmánuði 1922. Til hans er stofnað í því augnamiði að reyna að flýta endur- reisn eftir ófriðinn mikla með samvinnu sem flestra þjóða, einnig þeirra, sem verið höfðu á öndverðum meiði í styrjöldinni. Spánarsamning- arnir í Madrid dróg- ust svo á langinn að Sveinn kemur of seint til Genova og missir af fyrsta fundi ráðstefnunnar. Nefndir eru skipaðar og málin rædd, en mestur ni fer í árangurslaust bak- tjaldamakk milli fulltrúa stórveld- anna. Til þess að einhver árangur verði er ákveðið með dags fyrir- vara undir lokin að allir fulltrú- amir skrifí undir samning og þjóð- irnar skuldbindi sig til að ráðast ekki hver á aðra með vopnum næstu mánuðina. Síðan skyldi ráðstefnunni haldið áfram í Hollandi í júlímánuði. Sveinn skrifar hiklaust undir samninginn fyrir ís- lands hönd, og það vekur eftirtekt að hann telur tíma eins og á þessum ferðalögum. Alls staðar voru móttökurnar mynd- arlegar og öllum til sóma, sem að þeim stóðu." Pétur segir einnig frá eftirminni- legri ferð þetta sumar, en í það skipt- ið var ekki um opinbera heimsókn að ræða nema að nokkru leyti. Þeir aka þrír í forsetabílnum til Akur- eyrar, Sveinn Bjömsson, Pétur Eg- gerz og Kristjón Kristjánsson, bíl- stjóri. Þegar lagt er af stað er for- seti með eymabólgu og illa haldinn af sárum verk, en vill samt ekki fresta förinni. Gist er á Blönduósi hjá Óla ísfeld, sem um tíma vann á heimili Sveins og Georgíu. Í býtið morguninn eftir er haldið áfram til Akureyrar, en þar á forseti að gista hjá Sigurði Guð- mundssyni, skólameistara, en þeir voru gamlir vinir og skólabræður. í bílnum á leiðinni til Akureyri tekur Sveinn Bjömsson að segja Pétri og Kristjóni gamansögur frá skólaárum sínum í Reykjavík. Eyrna- bólgan er enn kvalafull, en í hvert skipti sem hann minnist á Sigurð skólameistara er eins og verkurinn minnki og bros færist yfir andlitið. Um leið og forsetabíllinn nemur staðar í hlaði Menntaskólans á Akur- eyri, birtist Sigurður skólameistari með harðan hatt og staf sinn á öðrum framhandlegg. Hann heilsar forseta innilega og með miklum tilburðum; lætur ekki nægja að hrista hönd hans, heldur slær hann með hinni hendinni hressilega — á hið veika eyra. Þeir Pétur og Kristjón, sem einir vissu um veikindi forsetans og höfðu lofað hátíðlega að segja engum frá þeim, sjá hvernig hann tyllir sér á tá til þess að geta þolað sársauk- ann. Um kvöidið halda Sigurður skóla- meistari og kona hans, frú Halldóra Ólafsdóttir, veglega veislu fyrir for- setann og bjóða til hennar tignum gestum: dr. Kristni Guðmundssyni, sem síðar varð utanríkisráðherra, Þórarni Björnssyni, sem tók við stöðu skólameistara af Sigurði, og Sigurði Eggerz, fyrrum ráðherra, föður Pét- urs. Skólameistari kveðst halda þessa veislu fyrir tvo menn: Annar sé for- seti Islands, en hinn sinn gamli og góði vinur, Sveinn Bjömsson. Við kvöldverðarboðið stendur gestgjaf- inn á fætur og flytur afar hátíðlegt og vel samið ávarp til heiðurs fyrri manninum, forseta hins endurreista íslenska lýðveldis. En svo óvenjulega bregður við, að Sveinn getur ekki setið þegjandi undir lofí vinar síns um þjóðhöfðingjann; honum er gam- ansemi og stríðni svo ofarlega í huga þetta kvöld að hann tekur að kalla fram í hjá skólameistara, á meðan hann flytur sína hástemmdu lofræðu. Skólameistari verður undrandi yfir þessu, en reynir þó að taka því með ró og jafnaðargeði. Þegar Sveinn hefur á hinn bóginn gripið fram í fyrir honum þrisvar sinnum, leiðist honum þófið; hann lítur leiftursnöggt á forsetann og segir: „Haltu kjafti, Sveinn!" Mönnum bregður í brún, en þegar Sveinn Bjömsson fer að skelli- hlæja, gera aðrir slíkt hið sama. Skólameistari lýkur hátíðarræðu sinni í snarhasti, en skiptir síðan um ham — og fer að gantast við vin sinn. Öllum viðstöddum verður þessi kvöldstund ógleymanleg. Síðar haída frú Sólveig og Sigurð- ur Eggerz kvöldverðarboð, en að því búnu er ekið aftur til Reykjavíkur. Sigurður skólameistari á erindi suður og fær far með forsetabflnum Sveini til óblandinnar ánægju. Aftur er gist á Blönduósi, og ÓliTsfeld býr ferða- langana að skilnaði út með nesti til að borða á leiðinni. Einhvers staðar í Borgarfirðinum er sest í græna laut. Það er blíðskap- arveður, og Kristjón tínir matföngin upp úr körfu. Sigurður skólameistari stendur brosandi skammt frá með harða hattinn og stafinn, en þegar hann sér kalda kjúklinga tekna upp úr körfunni, hristir hann höfuðið og segir: „Fari það í helvíti! Hænur hjá Halldóru, hænur hjá Sólveigu Eggerz og hænur frá Óla ísfeld. Það er eins og ekkert sé til að borða í þessum heimi nema þessar andskotans pút- ur!“ „Þá hló Sveinn dátt,“ segir Pét- ur Eggerz. „Finnst mér ég aldrei hafa séð Svein Björnsson eins glaðan og þessa fáu daga, sem við dvöldum með Sigurði skólameistara."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.