Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1994 B 11 MÁLVERKAUPPBOÐ gerð. Menningarmaður gerir sér að sjálfsðgðu grein fyrir, að hann lifir í heimi þar sem allt er háð stöðugum breytingum. Það er ekki heldur neinn ágreiningur um það, að réttar breytingar eru af hinu góða. Málið snýst um það, að allir þessu ofdýrk- uðu gáfumenn vildu snöggar, rót- tækar breytingar og þeim fylgdu alls staðar fjöldamorð og kúgun. Menningarmaður missir hins vegar aldrei sjónar af mannúð og siðferði- legum gildum. Eftir sjötíu ára tímabil marxism- ans hafa margir góðir menn séð ástæðu til þess að staldra við, og sumir hreinlátir menn hafa talið það nauðsynlegt að fara í rækilegt þrifa- bað. En íslensku allaballarnir okkar blessaðir, þeir þykjast ekki hafa þörf fyrir neitt slíkt. Þeir láta það yfirleitt nægja að klóra sér hér og hvar. Ég hef hafnað öllum aðalstraum- um tuttugustu aldar í bókum mínum. Ég hef alls ekki aðhyllst ameríska drauminn. Ég hef jafnvel haft ákveðnar efasemdir um sænsku vel- ferðina og ég hef verið, að ég held, einarður baráttumaður gegn marx- isma. En ég hugga mig við að svo virðist sem mínar hugmyndir verði fremur samstíga tuttugustu og fyrstu öldinni. Núna eru þúsundir rithöfunda úti um allan heim að leggja grundvöll að hinni nýju öld. Allur veruleiki okkar er á hreyfingu. Við verðum sífellt að endurskoða hugmyndir okkar og þekkingu. Nú er það mat mitt, að upp séu að renna tímar mikillar nýsköpunar og það er von mín, ef til vill græn von, að bækur mínar, kannski ekki síst þessi fimm kver sem ég nefni Heimsmynd- ir, séu innlegg í þá sköpun. Þessi fimm rit snúast um hugtakið veru- leiki, og ég gef mér þær forsendur að menn komist næst grundvallar- veruleika í uppruna hlutanna. Á nýrri öld verður rúm, að ég vona, fyrir siðmenntað frelsi en ekki frelsi rándýrsins. Á nýrri öld kemur fram nýtt gildismat, þar sem samhjálp og vernd verða meira metin en sam- keppni og hagvöxtur sem byggjast á því að menga himin, haf og jörð. Erkióvinurinn fyrir ofan dyr Alþingishússinss Fyrst íslendingar eru kristin þjóð, hvað er þá nautið að gera efst á framhlið Alþingishússins? Já, satt segirðu. Það má velta því fyrir sér hvað erkióvinurinn sé að gera í sjálfu skjaldamerki Islendinga! Getur það verið að kristnar hug- myndir og heiðnar séu skyldari á vissan hátt en menn hafa haldið? Ég er fyrst og fremst að. tala um Gamla testamentið. Já. Hvernig í ósköpunum stendur á því að nautið er í skjaldarmerki okkar? Nautið táknaði óvininn. Nautið var sá guð sem guð ísraels barðist fyrst og fremst gegn. Það er athyglisvert að heiðin viðhorf hafa aðallega tíðkast í konungsrík- inu ísrael. Það er sagt um Jeróbóam konung, að hann hafi reist tvö guða- líkneski nyrst og syðst í ríki sínu. Spámennirnir sem börðust gegn þessari villutrú, nefndu þau í lítils- virðingarskyni gullkálfa. En um langan aldur dýrkuðu konungar, aðall og allur almenningur í Israel, nautið. Það gerðu menn einnig í konungsríkinu Júdeu. Enn er nautið í skjaldarmerki ísraels, eins og í skjaldarmerkinu sem við horfum á yfir dyrum Alþingishússins. Afstaða mannsins 'til þessarar nytsömu skepnu, kýrinnar, er öll hin furðulegasta. Ég held að fátt sýni mannlega fráfræði betur en afstaða mannsins til nautsins gegnum tíðina. Spámennirnir felldu að lokum gamla guðinn, nautið. Mesti ógnvaldur manna á forsögulegum öldum var í fyrstu dýrkaður en varð svo að lúta í lægra haldi fyrir vopnum og tækni mannsins. Gamli guðinn var grátt leikinn. Hann var vanaður og gerður að þræl, uxa. Sem vanaður þræll með klafa um háls, dró hann um aldaraðir plóginn í sáð- landinu, sljór og meinleysis- legur. Áðrir settu nautpen- inginn í fang- elsi og menn éta þessa fanga sína einkum um helgar og á hátíðisdögum. Já, gamli guð- inn er illa leik- inn en samt ekki alveg dauður. Hann lifir enn með menning- arþjóðum bæði í austri og vestri en undir öðru nafni. Samt fær hann að halda þremur höfuðeinkennum sín- um, hornum, klaufum og hala. Það voru að sjálfsögðu spámennirnir sem börðust gegn trúnni á nautið og allri annarri hjáguðadýrkun. Þeir gerðu nautið að andstæðu guðs. Spánveij- ar líta ennþá á nautaat sem stríð milli myrkurs og ljóss, og þegar hjálparvana skepnan er pínd til dauða, hrópa stórhrifnir Spánveijar enn í dag „Lifi guð“. Allir hafa lesið um það í Gamla testamenntinu að sjálfur Elía varð að flýja burt vegna deilna um afstöð- una til nautsins við þá frægu konu Jessebel drottningu. Milli þeirra var fullur fjandskapur. Spámaðurinn varð að fara í langa útlegð og stríð hans virtist tapað. í útlegðinni birt- ist guð honum, ekki í brennandi runna, ekki í stormi eða jarðskjálfta. Hann birtist honum sem lágvær innri rödd og Elía skildi að hinn sanni guð getur aldrei beðið ósigur. Hvað sem öllum víxlsporum manna líður, bylt- ingum, stríði og margslunginni hug- myndafræði, þá verður guð alitaf til sem lágvær rödd í hjarta mannsins. Hann heyrir þessa rödd ef hann kann að hlusta og hversu hljóðlát sem hún er þá er þa,ð aðeins hún ein sem að lokum getur sigrað. Sá sem heyrði þessa rödd fékk mátt til að rísa upp gegn valdhöfum og fals- guðum sem kröfðust mannfórna og frömdu grimmdarverk á mönnum, dýrum og allri sköpun guðs. Guð var guð miskunnar og réttlætis. Og guð var ekki aðeins guð ísraels heldur guð allra þjóða. Þessi skilningur Elía var einnig skilningur hinna hebresku spámanna sem komu á eftir honum. Blessuð kýrin Kýrin var alltaf kölluð „blessuð" hjá sveltandi íslenskum almenningi sem vann það afrek að lifa fjögurra alda ísaldarskeið við sult og seyru. Hvað skyldi hafa bjargað þjóðinni á þessum hörmungatímum annað en konan og kýrin? Það var bandalag þeirra tveggja sem gerir það að verk- um að við getum verið að tala hér saman í dag, íslendingar á íslandi sem tölum, saman íslensku. Það var konan sem bjargaði öllu því sam hægt var að bjarga og hennar afrek eru ótrúleg. Ég reyni af veikum til- burðum að lýsa þessu í Ijóðum, í ljóðabók sem heitir Land minna mæðra. En ég held að það séu ljóð sem hafa yfirleitt ekki náð eyrum manna, og það er að sjálfsögðu þeirra mál. • Bókin er 473 blaðsíður að stærð. Útgefándi er Hans Kristján Árnason. Verð: 3.420 krónur. GUNNAR Dal ræðir heimsmynd sína við Hans Kristján Árnason. GALLERÍ BORG HELDUR MÁLVERKAUPPBOÐ Á HÓTEL SÖGU í KVÖLD KL. 20.30. MEÐAL ANNARS VERÐA BOÐIN VERK EFTIR: KJARVAL, JÓN STEFÁNSSON, JÚLÍÖNU SVEINSDÓTTUR, JÓN ENGILBERTS, NÍNU TRYGGVADÓTTUR, SVAVAR GUÐNASON, KRISTÍNU JÓNSDÓTTUR, ÞORVALD SKÚLASON, ERRO OG MUGG. ÓVENJU GLÆSILEGT UPPBOÐ. VERKIN SÝND í DAG KL. 12-18. v/Austurvöll, sími 24211 Hagstæðustu ársins! RENAULT Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 • Simi 876633 • 110 Reykjavík Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr. 1195.000,- INNIFALIÐ: Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, útvarp/segulband með fjarstýringu, styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, málmlitur, ryðvörn, skráning .. Follegurfjölshyldubíll á fínu verði. Eitt blab fyriralla! fHorgMnMíitoÍíi - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.